Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1991, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1991, Page 7
FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1991. 7 Fréttir &■'"t-4SSSSÍðjS*í Hver man ekki eftir laginu „Sterinn“ sem var eitt vin- sælasta lag sumarsins. Geiri Sæm þróar sömu braut lengra og sendir hér frá sér vandaða og heil- steypta plöíu þar sem flest lögin gefa „Steranum" ekkert eftir. Ef þú vilt fylgjast með því nýjasta og besta sem er að gerast í íslenskri tónlist í dag þá verður þú að eignast þessa plötu..svo mikið er víst. Þrengingar laxeldismanna EB hugleiðir að setja toll á norskan lax Svo virðist sem laxeldiö eigi erfltt uppdráttar víðast hvar. Þó flestar þjóðir eigi við mikinn vanda að stríða er mikill munur á hvernig þær ■bregðast við. Svo virðist sem Norð- menn hafi lent í sérflokki hvað við- skiptahætti snertir. Á síðasta ári settu Bandaríkin háan toll á lax frá Noregi og við það hefur nánast lagst af innflutningur á laxi til Bandaríkj- anna, þó héldu Norðmenn frjálsum innflutningi á reyktum og unnum laxi. Skoskir laxeldismenn hafa farið fram á það við bresku stjórnina að hún setji skorður viö innflutningi á norskum laxi, annaðhvort með því að leggja toll á hann eða að setja á hann kvóta. Þó bresk stjórnvöld hafi verið treg til að gera ráðstafanir gegn norskum laxi er nú svo komið að stjóm EB er að hugleiða að setja toll á norskan lax og getur svo farið að þegar þessi grein birtist verði kom- inn á tollur. Kvótakaup Dr. Gylfl Þ. Gíslason hefur verið óþreytandi við að ræða um auðlinda- skattinn en skrif hans hafa fallið í heldur grýttan jarðveg hjá útgerðar- mönnum, þeir telja að þar sé um auknar skattaálögur að ræða og vísa því alveg á bug að auðlindaskattur- inn sé sú lausn sem Gylfi heldur fram. Nú er málið þannig vaxið að það nýta sér ekki allir þann kvóta sem þeir fá úthlutað og selja hann dýrum dómum. Ég tel að þeir sem ekki nýta sér kvóta þann sem þeim er úthlutað eigi að skila honum aftur til kvótanefndar og yrði honum síöan úthlutað eftir þeim reglum sem gilda um úthlutun kvóta. Þeir sem til þekkja telja að í raun hafi kvóta- kaupin ekkert kostað. Skattareglur hafi séð um það. ísfisksölur í Englandi í síðustu viku Bv. Rán seldi í Hull 5. nóv. sl. alls 117,7 tonn fyrir 18,9 millj. kr. Meðal- verð 160,62 kr. kg. Þorskur seldist á 162,35 kr. kg, ufsi 94,44 kr. kg, ýsa 168,40, karfi 77,56 kr. kg, koli 112,03, grálúöa 152,66 og blandað 144,77 kr. kg. Bv. Frigg seldi í Hull 31. okt. sl. alls 68,3 tonn fyrir 8,255 millj. kr. Þorskur seldist á 133,79 kr. kg, ýsa 132,76, ufsi 86,70, karfi 59,24, koli 131,54, blandað 121,07 kr. kg. Bv. Gullver seldi í Grimsby alls 82,78 tonn fyrir 11,2 millj. kr. Þorskur seídist á 135,49 kr. kg, grálúða 140,64 kr. kg, blandað 93,65 kr. kg. Meðal- verð 135,46 kr. kg. Bv. Birtingur seldi í Grimsby 31. okt. sl. alls 82,7 tonn fyrir 10,3 millj. kr. Þorskur 127,41 kr. kg, ýsa 115,46, ufsi 82,47, karfi 57,69, grálúða 111,34 og blandað 86.66 kr. kg. Gámasölur 1. nóv. sl„ alls voru seld 795 tonn fyrir 106,899 millj. kr. Þorsk- ur 149,12 kr. kg, ýsa 143,96, ufsi 93,12, karfi 72,79, koli 138,25, grálúða 141,27 og blandað 116,66 kr. kg. ísfisksölur í Þýskalandi: Bv. Hólmanes seldi í Bremerhaven alls 192,4 tonn fyrir 18,9 millj. kr. Meðal- verð 97,81 kr. kg. Þorskur 126,63 kr. kg, ufsi 89,52 kr. kg, karfi 98,13 kr. kg, grálúða 144,95 og blandað 77,77 kr. kg. Bv. Skafti seldi í Bremerhaven alls 118 tonn fyrir 12,5 millj. kr. Meðal- verð 105,65 kr. kg. Þorskur seldist á 142,16 kr. kg, ufsi 110,43 kr. kg, karfi 105,69, grálúða 157,46 og blandað 93,53 kr. kg. Bv. Sunnutindur seldi í Bremer- haven alls 145,6 tonn fyrir 13,581 millj. kr. Meðalverð 93,28 kr. kg. Þorskur seldist á 112,35 kr. kg, nokk- ur kg af ýsu seldust á 125,47, ufsi 102,10, karfi 93,99, grálúða 130,84 og blandað 66,83 kr. kg. Bv. Breki seldi afla sinn í Bremer- haven, alls 296,5 tonn, fyrir 28,5 millj. kr. Þorskur seldist á 102,45 kr. kg, ýsa 114,58, ufsi 99,40, karfi 97,07 og blandað 80,37 kr. kg. Laxeldi í Skotlandi Norðmenn hafa viða áhrif þegar laxeldi er annars vegar. Skoskir lax- eldismenn kvarta undan viðskipta- háttum þeirra og undirboð á verði telja þeir óþolandi. Þeir hafa gert ýmislegt til að hamla á móti þessu og meðal annars farið þess á leit við forsætisráðherrann, John Major, að hann gangist fyrir því að EB taki í taumana og setji á þá toll eða hefti framboð þeirra á annan hátt. Við- skipta- og iðnaðarráðuneytið breska hefur ekki viljað ljá þessu máls og telur að það sé erfitt að sækja það í stjórn EB. Laxeldisfyrirtækin skosku telja að þau þurfi að fá að minnsta kosti 260 kr. fyrir kg og það verð, sem nú fæst, sé ekki grundvöllur fyrir áframhald- andi rekstri, það vanti að minnsta kosti 22-26 kr. á kg til þess að endar nái saman. Síðustu ár hefur eldis- stöðvum fækkað um nánast þriðjung og útlit hjá mörgum er slæmt. Ekki er gott að spá um hvað Norðmenn komast lengi upp með þá viðskipta- hætti sem þeir hafa tamið sér en EB er farið að fylgjast með þeim meira en áður hefur verið. Útflutningur Norðmanna var 160.000 tonn þegar mest var en framleiðslan hefur nú farið niður um 50.000 tonn og verður sennilega um 110.000 tonn á þessu ári. Metveiði á laxi í Alaska New York: Nú líður að því að hægt sé að gera sér grein fyrir heildarveiði á laxi í Alaska á þessari vertíð. Talið er að veiöst hafi 184 millj. laxa árið 1991 og er þaö metveiöi. Mest hafði veiðin orðið 154,4 millj. laxar. Þrátt fyrir lækkað verð til sjó- manna hefur andvirði nú orðið 550 milljónir dollara. Fiskmarkaður Ingólfur Stefánsson Markaðurinn hefur verið erfiður að undanfórnu og til að halda uppi verðinu hafi verið fleygt 2,5 millj. laxa. Ekki er ástæða til að setja meiri lax á markaðinn í ár. Laxveiðin skiptist á eftirfarandi hátt milli tegunda: Chinnoc-lax 510 tonn, Sockeye 119.572 tonn, Coho 12.449 tonn, Pink 15.695, Chum 29.698 tonn. Mikið af makríl á markaðinn í Japan frá Noregi Tokyo: Mikið af makríl hefur kom- ið á Japansmarkaðinn að undan- fómu. Verðið hefur hækkað verulega frá því sem það var á síðasta ári. Á þessu ári hafa komið til Japans 200 til 300 gámar, auk þess verða flutt inn 40.000 tonn til áramóta. Verðið hefur hækkað um 30/70 yen kg. Of snemmt er að spá um viðtökur almennings en það á eftir að koma í ljós. Verð á norskum laxi hefur verið frá 580 til 625 kr. kg eða 1300/1380 yen. Nú hefur markaður fyrir silung opn- ast á ný og verðið hefur hækkað í 800/900 yen. Útflutningur til Japans hefur verið um 6.000 tonn frá eftir- töldum löndum: Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Lax frá Chile Japansmarkaður er mikils virði fyrir innflytjendur á laxi frá Chile, hér er aðallega um Coho-lax að ræða. Aðalútflutningslandið er Bandaríkin en mikiö fer á Japansmarkaðinn. Framleiðslan árið 1991 verður að tal- iö er 15.975 en var á síðasta ári 11.686 tonn. Búist er við að verðið verði 6,20 $ kg. Árið 1993 er talið að framleiðsl- an verði 17.725 tonn. Stytt og endursagt úr Fiskaren Suzuki-eigendur Ókeypis mengunarmæling og hemlaprófun Laugardaginn 9. október kl. 10.00-16.00 bjóða Suzuki bílar hf. og Sveinn Egilsson, bílaverkstæði, öllum Suzuki-eigendum að koma með bíla sína í ókeypis skoðun þar sem eftirfarandi atriði verða athuguð: Útblástursmæling - CO, HC, CO2,02 Bíllinn tengdur viðfullkomna bilanagreiningartölvu sem sýnir kolsýrlingsinnihald útblásturs jafnframt því að veita ýmsar upplýsingar um ástand vélarinnar. Bifvélavirki veitir eiganda ráðleggingar um úrbætur sé þeirra þörf. Hemlaprófun Hemlar mældir í tölvustýrðu hemlaprófunartæki sem veitir upplýsingar um hemlunar- getu á hverju hjóli fyrir sig. Einnig er mælt rakamagn í hemlavökva. Ráðleggingar um úrbætur, sé þeirra þörf, veittar af bifvélavirkja. Eigandi fær útprentun af útkomu framangreindra prófana. Komið og nýtið einstakt tækifæri til að fræð- ast um ástand bílsins ykkar. Við verðum einn- ig með heitt á könnunni og svo eru allir nýjustu Suzuki-bílarnir tiltækir til reynslu- aksturs. $ SUZUKI SUZUKIBÍLAR HF. SKEIFUNNI 17 • SÍMI 685100 Sveinn Egilsson, bílaverkstæði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.