Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1991, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1991, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1991. Útlönd Stórtap hjá breskum íhaldsmönnum Breski íhaldsflokkurinn tapaði í aukakosninginn, sem fram fóru í gær, um þrem þingsætum og telja menn að það sé ekki góðs vití fyrir flokkinn þar sem al- mennar þingkosningar eru fyrir- hugaðar eftír aðeins nokkra mán- uði, í síðasta lagi í júlí. íhaldsflokkurinn tapaði tveim- ur þingsætum, öðru til Verka- mannaflokksins og hinu til Frjálslyndra demókrata. í þriðja kjördæminu sigraði Verka- mannaflokkurinn og hélt þing- manni sínum. Samkvæmt skoðanakönnun sem birtist í breska blaðinu Daily Telegraph í morgun nýtur Verka- mannaflokkurinn stuðnings 44 prósent kjósenda, íhaldsflokkur- inn 36 prósent og Frjálslyndir demókratar 15,5 prósent. „Það er greinilegt að íhalds- mönnum hefur verið hafhað alls staðar og því fyrr sem þeir gefa landsmönnum færi á að losa sig við þá, þeim mun betra er það fyrir Bretland,“ sagði Neil Kinnock, formaður Verka- mannaflokksins, eftir að fjóst var hvert stefndi í kosningunum i gær. Albanirráðast á bakaríið Reiðir Albanir brutust inn í eina bakaríiö í bænum Bajram Curri í norðurhluta landsins í gær og stálu þaðan brauði, deigi og hveiti. Þeir voru orönir lang- þreyttir á brauðskortí. „Það ríkir mikil spenna í bæn- um og við höfum misst tökin á ástandinu,“ sagöi bæjarstjórinn í viðtali við útvarpið i Tirana. Sex þúsund manns búa í Bajram Curri. Hveití var uppurið og flutning- ur á komi og öðrum matvælum til bæjarins stöðvaðist þegar mót- mælendur úr næstu sveit lokuðu eina veginum þangað fyrir tveim- ur dögum. Mótmælendur kröfð- ust fébóta fyrir landsvæði sem flæddi yfir árið 1971. Bretarauka listaframlög Aökrepptar menningarstofnan- ir á Bretlandi fengu góðar fréttir í gær þegar ríkisstjómin til- kynnti mikia hækkun á styrkjum til iistastarfsemi. Tim Renton, ráðherra lista í bresku stjóminni, sagði á blaöa- mannafundi að styrkir til lista- ráðsins mundu hækka um 14 pró- sent fyrir áriö 1992/93 miðað við núverandi framlag. Ráðið veitir fé til stofnana eins og Konunglegu óperunnar í Co- vent Garden og Konunglega Sha- kespeareleikússins sem hafa ver- iö rekin með miklu tapi. Þá verða einnig veitt aukin framlög til safha. Fyrrum komm- ar fengu rúblur Fyrrum kommúnistar í Pól- landi komust í hann krappan í gær þegar rússneskt blað skýrði frá því að sovéski komraúnista- flokkurinn hefði fjármagnaö stofnun jafhaðarmannaflokks þeirra. Vikuritið Rossjja í Moskvu sagði að pólski flokkurinn heföi fengiö meira en sem svarar sextíu miiijónum króna í vaxtalausum iánum frá sovéska flokknum í janúar 1990. Aðalritari pólsku jafhaðar- mannanna neitaði að tjá sig um frétt blaðsins og ekki náðist í síö- asta leiötoga kommúnistaflokks Póiiands. Reuter Það var glatt á hjalla á leiðtogafundi Atiantshafsbandalagsins í Róm í gær, ef marka má viðbrögð þeirra Bush Bandaríkjaforseta og Majors, forsætisráðherra Bretlands, við gríni Lubbers, forsætisráðherra Hollands. Símamynd Reuter Leiðtogar NATO samþykkja nýja hemaðaráætlun: Hættan liðin hjá - segir háttsettur embættismaður bandalagsins Leiðtogar Atlantshafsbandalags- ins, NATO, samþykktu nýja hernað- aráætlun á sögulegum fundi sínum í Róm í gær en óeining ríktí um hlut- verk þess í breyttum heimi og um áform um stofnun sérstaks herafla innan Evrópubandalagsins. Þá var stofnað tíl nánari tengsla viö fyrrum óvininn í Austur-Evrópu, nú þegar kalda stríðinu er lokið. „Hin mikla hætta sem steöjaði aö bandalaginu áður fyrr er nú liðin hjá,“ sagöi háttsettur embættismaö- ur NATO við fréttamenn í gær. Nýja hemaðarstefnan gerir ráð fyrir mestu breytingum á herafla og kennisetningum NATO frá því þaö var stofnaö áriö 1949. Ákveðið var aö fækka í hersveitunum sem áöur fyrr áttu að mæta árás úr austri og stofna hreyfanlegar fjölþjóðasveitir sem hægt yröi að senda með hraöi tíl að mæta hættum hvar sem er. Leiðtogafundurinn ákvað einnig aö koma á fót samvinnuráði sem á að halda árlega fundi utanríkisráöherra bandalagsins með starfsbræðrum sínum í Austur-Evrópu, Sovétríkjun- um og Eystrasaltslöndunum. Fyrsti slíki fundurinn veröur haldinn í Brussel þann 20. desember. Á fundinum höfðu menn miklar áhyggjur af upplausninni í Sovétríkj- unum og í yflrlýsingu sem verður gefm út í dag verða Sovétríkin og lýðveldin hvött tíl að hafa fulla stjóm á kjarnavopnum landsins og virða lýðræði. Þrátt fyrir einingu um að hættur steðjuðu að NATO úr ýmsum áttum, ekki bara frá Sovétríkjunum, náðist ekki samkomulag um hvort banda- lagiö gæti víkkað hlutverk út fyrir landamæri aðildarríkjanna. Banda- ríkjunum og Bretlandi mistókst að sannfæra bandamenn sína um aukið hlutverk NATO í deilumálum eins og Persaílóastríðinu. Einnig ríktí sundrung meðal leið- toganna um tillögur Frakka og Þjóð- veija um stofnun Evrópuhers sem efði tengsl við Evrópubandalagið. Bandaríkjamenn óttast að slíkur herafli muni grafa undan hlutverki sínu á meginlandi Evrópu. Bush Bandaríkjaforseti fékk þó stuðning félaga sinna við áframhald- andi vera bandarískra hersveita í Evrópu. Búist er viö að NATO gefi út yfir- lýsingu um átökin í Júgóslavíu og hvetji deiluaðila tíl að fallast á friðar- VÍðleÍtníEB. Reuter Laxeldið í Noregi gjaldþrota á næstu dögum: 55 milljarðar eru tapaðír Nú er séð að Sölusamtök laxeldis- manna í Noregi verða gjaldþrota og starfa ekki nema nokkra daga eftir þetta. Ríkistjórnin reynir hins vegar í samvinnu við banka, sem eiga vem- legar tjárhæðir inni hjá laxeldis- mönnum, að bjarga því sem bjargað verður. Jafnvel kemur tíl greina að byggja upp ný söluasmtök sem haft gætu stjóm á sölumálunum meðan verið er að gera atvinnugreinina upp. í allt gærkvöld stóðu yfir fundir í sjávarútvegsráðuneytínu þar sem reynt var að finna lausn á málinu. Norskir bankar eiga á hættu að tapa 5,5 milljörðum norskra króna verði laxeldið gjaldþrota. Það em um 55 milljarðar íslenskra króna. Þetta er sú fjárhæð sem laxeldismenn hafa tekið að láni en geta ekki greitt til baka. Talið er að hægt sé að fresta gjald- þroti greinarinnar um stundarsakir með því að ríkið leggi fram allt að 10 milljörðum íslenskra króna. Rík- isstjórnin vill hins vegar ekki leggja þá peninga til því með nýjum fram- lögumfæstaðeinsgálgafrestur. NTB EB ákveður refsiaðgerðir gegn Serbíu í dag: Skiljum hafrana frá sauðunum - segir embættismaður EB Utanríkisráðherrar Evrópubanda- lagsins hittast í Róm í dag til að ákveða hvort breyta eigi efnahags- legum refsiaðgerðum gegn Serbíu eftir að bandalaginu hefur þráfald- lega mistekist að koma á varanlegu vopnahléi í borgarastríðinu í Júgó- slavíu. Ráðherramir munu hlýða á skýrslu Carringtons lávarðar, sátta- semjara EB í Júgóslavíu, áður en tekin verður ákvörðun hvort stöðva eigi olíusölu til landsins, koma í veg fyrir útflutning vefnaðarvöru og frysta alla flárhagsaðstoð. „Það er kominn tími til að skilja hafrana frá sauðunum," sagði emb- ættismaður EB. Síðasti fundur friðarráðstefnunnar fór út um þúfur á þriðjudag þegar Serbar höfnuöu friöaráætlun EB sem miðar að því að mynda laustengt bandalag júgóslavnesku lýðveld- anna. Júgóslavneskar herþotur gerðu hörðustu loftárásir sínar á Króatíu í gær frá því að átökin hófust eftir sjálfstæöisyfirlýsingu lýðveldisins í júni. Talsmaður Króata sagði að eitt hundrað þotur hefðu tekið þátt í árásunum. Hótel, sem eftirlitsmerm EB dvelja á í bænum Bizovac, var meðal þeirra mannvirkja sem urðu fyrir sprengjuárásum. Stjómarerindreki frá EB sagði að bandalagið mundl líklega fyrirskipa refsiaðgeröir sem sumir segja að muni hafa lítil áhrif og fresta friðar- ráöstefnunni. Bandalagið hefur þeg- ar tryggt sér stuðning margra ann- arra rikja við olíusölubann og aðrar aðgerðir. Reuter' Takiðmigí fangelsiðaflur Mflanóhúinn Leonardo Casisi barði að dyrum fangelsis borgar- innar og heimtaöi að fá víst í fangaklefa. Hann hafði afþlánað hluta af dómi en var sleppt til reynslu. Sá galli var þó á reynslu- lausninni að Leonardo var gert að dvelja í húsi tengdamóður sinnar refsitímann á enda. „Þetta var eins og í heitasta helvíti,“ sagöi Leonardo við fangaverðina þegar hann var kominn í ömggt húsaskjól. „Ég vil frekar vera í fangelsi en hjá tengdamóður minni." Sfreita verður f lesfum mafíós- umaðfjörfjóni Streita er helsta dánarorsök mafíósa á ítaflu. Prófessor Franc- esco Aragona við háskólann í Messina hefur krufið lík fjöl- margra frammámanna í undir- heimalífi landins allt frá árinu 1958 og segir að hjarta þeirra flestra hafi bilað vegna langvar- andi álags. byggðfæðing- arhálfvitum í flestum þorpum er eitt þorps- fílf. Undantekningar er þó að finna í þremur þorpum í Huan- héraði í Kína. Þar eru nánast all- ir þorpsbúar fífl. Opinber rann- sókn leiddi i ljós aö á þessum slóðum var tæpast hægt að finna mokkurn mann með fullu viti. í einu þorpanna, kenndu við fjölskylduna Wang, var meira en tíundi hver maður alger örviti. Skýringin á fávisku manna í þorpunum er taiin sú að þar er algengt aö náskylt fólk eigi böm saman. Kínversk yíirvöld hafa ákveðið að koma vitinu fyrir þorpshúa. Spæjarirann- sakarráðherra- morð í Keníu Erlendur rannsóknarlögreglu- maður hefur komist að þeirri nið- urstöðu að yfirvöld í Keniu hafi reynt með öllu ráðum að eyöi- leggja rannsókn á morði á Robert Ouko, utanríkisráöherra lands- ins, fyrir tveimur árum. Lögreglumaðurinn, John Tro- on að nafni, var áður í þjónustu Scotland Yard. Hann var sértak- lega ráðinn til að rannsaka morð- ið á ráðherranum en áður var opinberlega yfirlýst aö hann hefði framið sjálfsmorð. Talið er að háttsettir stjómmálamenn í landinu verði í kjölfar rannsókn- arinnar að gera grein fyrir aðild sinni að málinu. Afhenti maf- íunni borgar- skrifstofurnar Borgarstiórinn á Sikfley sagði af sér og afhenti kunnum mafíu- foringja lyklana að borgarskrif- stofunum þegar boð komu frá yfirvöldum í Róm um að gera mafíósann útlægan. Filippo Colletti, kunnur maður úr undirheimaflfi eyjarinnar og eftirlýstur af lögreglunni, hefur nú hreiðrað um sig á borgarskrif- stofunum. M.a. hefur hann breytt skrifstofu borgarsljóra í svefn- herbergi. Öll stjóm mála í borg- inni er nú á valdi Colettis og hef- ur hinn rétt kjörni borgarstjórí ekki hug á að hrófla við honum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.