Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1991, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1991, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1991. Útlönd Smokkurinn brást að lokum Ótrúum eiginmanni í Tanzaníu tókst að verjast eyðniveirunni meö því að nota smokk en það dugði manninum ekki til að halda lífi því eiginkonan hjó mann sinn til bana með haka. Deila hjónanna hófst á því aö konan fann smokk i buxnavasa manns síns. Hann gortaði af þvi að nota smokkinn í heimsóknum til vinkvenna sinna. Þar með voru dagar hans taldir. Eyðni er mjög útbreidd í Tanzaníu. Ferfætthæna verpirtveimur eggjum á dag Ferfætt hæna í héraðinu Shan- dong í Kína verpir allt aö tveimur eggjum á dag aö því er fréttir í staðarblaðinu herma. Hún er fædd með þeim ósköpum að geta gengið á fjórum fótum og er meö tvöfalda eggjastokka. Þess eru dæmi að hún hafi skilað eiganda sínum 50 eggjum á mánuði frá því hún hóf varp síðla sumars. Skipakóngur- inn Kloster áhausnum Norski skipakóngurinn Kioster leitar nú að meðeiganda að fyrir- tæki sinu vegna fjárhagserfiö- leika. Kloster gerir m.a. út nokk- ur skemmtiferöaskip og hefur lengi verið talinn með ríkustu mönnum í Noregí. Til greina kemur að selja skíp ef meöeigandi finnst ekki. Reuter og NTB Sara Ferguson, hertogynja af Jórvík, lét sér vel lynda þegar lamadýrið Tony smellti kossi á kinn hennar. Sara er i Toronto í Kanada vegna árlegrar vetrarsýningar. símamynd Reuter Tony kyssir hertogaynju Það fá færri en vilja að kyssa her- togaynjuna af Jórvík, hana Söru Ferguson. Fyrir utan hertogann Edward, eiginmann hennar, taka menn, að sögn, sér ekki bessaleyfi til slíkra verka á hverjum degi. Lamadýrið Tony í Toronto í Kanada telst víst ekki til manna, enda lét hann sér ekki muna um að smella kossi á kinn hertogaynjunn- ar. Sara er nú í Kanada til að gegna skylduverkum fyrir þegna Elísabet- ar móður sinnar. í gærkveldi opnaði hún formlega vetrarsýningu sem haldin er árlega í borginni. Kanadamenn láta sér títt um bresku konungsfjölskylduna og þó engir eins og Tony sem reyndar er ættaður úr Andesfjöllum í Suður- Ameríku. Reuter BILAUTSALA Verðum með um 40 bíla til sýnis og sölu um helgina með 20% til 45% afslætti. Opið laugardag 10.00 til 16.00 og sunnudag 13.00 til 16.00 BÍLASALAN BLIK SKEIFUNNI 8, SÍMAR 686477 OQ 686642 Lyktaf sólar- strönd kemur heimíhús Breskir sóldýrkendur fengu nasaþef af sólarströnd, í orðsins fyllstu merkingu, í ferðabæklingi sem kom út í gær. Bæklingurinn hefur verið meðhöndlaður með einhverjum efnum þannig að hann lyktar eins og sólarolía með kókoslykt. „Eftir því sem við hest vitum, hefur þetta aldrei verið gert fyrr. Við erum þeir fyrstu til að gefa út ferðabækling með lykt,“ sagði í tilkynningu frá fyrirtækinu sem stendur á bak við bækling þenn- an. Rafmagn úr vindmyllumí fyrstasinn Fyrsta vindraforkuver Finn- lands verður tekið í notkun næst- komandi sunnudag. Um er að ræða fjörar vindmyllur sem eiga aö framleiða 1600 megavattstund- ir á ári, eða sem svarar notkun áttatíu einbýlishúsa. Raforkuver þetta sem er í ein- hverjum mesta rokrassi vestur- strandar Finnlands var byggt með aðstoð danskra tæknimanna og húist er við að það framleiði rafmagn mestanpart ársins. Stærstí raforkuframleiðandi Finnlands er meðal eigenda hins nýja raforkuvers en til skamms tíma höfðu menn litla trú á að svona nokkuð væri yfirleitt hægt. Settu menn m.a. fyrir sig meint vindleysi í landinu. Pavarottiíhapp- drættisvinning á írlandi írska þjóðarhappdrættið gaf írum í gær færi á að fá ókeypis miða á tórdeika með ítalska ten- órsöngvaranum Luciano Pava- rotti þann 30. desember. Dublin var menningarborg ársins 1991 í Evrópu og eru tónleikarnir loka- viðburðurinn í þeim hátíðahöld- um. Óperuunnendur eiga að senda inn nöfn sín á póstkorti og verða 1300 þeirra dregin út. Hinir fimm þúsund miðarnir á tónleikana verða seldir á 100 irsk pund, eða tæplega tíu þúsund krónur ís- lenskar. Tónleikarnir verða- haldnir í jámbrautaskýli sem hefur verið breytt í konsertsal. Fyrrum kóngur vill heim Fyrrum konungur Afganistans sagði í gær að morðtilræðið við hann á mánudag hefði stappað í hann stálinu og hann væri stað- ráðnari en áður að snúa heim úr útlegð. Maður nokkur sem þóttist vera blaðamaður stakk kónginn fyrr- verandí, Zahir Sha, sem er 77 ára, þrisvar sinnum með hnífi eftir að hafa tekið „viðtar1 við hann á heimili hans í Róm. „Mig langar meira til að fara heim núna en nokkra sinni fyrr,“ sagði konungurinn í viðtah viö ítalska útvarpið, Nýstjórn íZambíu Frederick Chiluba, nýkjörinn forsetí Zambiu, kynnti nýja stjórn sína í gær og sagðist ætla að vinna bug á efnahagsþreng- ingum landsins þar sem kopar er helsta tekjulindin. Chiluba sigraði Kenneth Kaunda, sem hafði lengi verið forseti, í fyrstu fjölfokkakosning- unumí23ár. ReuterogFNB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.