Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1991, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1991, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð i lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Ódýrari iðnaðarvörur Iðnaðarvörur á íslandi munu verða ódýrari eftir árið 1993, ef EES-samningurinn verður staðfestur. íslenzk iðnfyrirtæki munu mæta aukinni samkeppni, og þau, sem ekki standa sig, munu fara á höfuðið. Önnur inn- lend iðnfyrirtæki munu hagnast. í heild sinni er þetta talið munu verða til mikilla bóta fyrir íslenzkan iðnað. En hagurinn verður fyrst og fremst neytandans. Áhrif af sameiginlegum markaði Evrópubandalagsins eru talin munu verða allt að sex prósent lækkun á verð- lagi. Með tilkomu evrópska efnahagssvæðisins þýðir þetta, að íslenzkur iðnaður mun standa frammi fyrir mjög aukinni samkeppni innfluttra vara. Sumir óttast þetta. En vel að merkja þýðir þetta einnig, að verð lækk- ar á þeim innfluttu hráefnum, sem íslenzkur iðnaður þarfnast til sinnar framleiðslu. Það verður því í dæminu að líta á markaðinn fyrir aðföngin. Fleira kemur til. EES mun þýða opnun markaðar fyrir fjármagn og þjónustu, og í þeim greinum verður verðlækkun. Til dæmis munu vextir hér á landi lækka mikið. Félag íslenzkra iðnrek- enda metur þetta réttilega svo, að líkur séu á verulegri verðlækkun íslenzkrar framleiðslu. Hinir innlendu aðil- ar munu yfirleitt geta lækkað verð á afurðum sínum og verða með því færari um að veita samkeppni hinum innfluttu vörum. Tæknilegar viðskiptahindranir munu yfirleitt verða úr sögunni með tilkomu EES. Stjórnvöld hér á landi verða knúin til að búa íslenzkum iðnaði sömu starfsskil- yrði og erlendu keppinautunum. Iðnrekendur gera sér vonir um, að hið rangláta aðstöðugjald muni verða lagt niður. Sá skattur hér á landi, á veltu, samrýmist ekki opnum markaði Evrópuríkja. Jafnframt má gera ráð fyrir, að tekjuskattur á fyrirtæki verði lækkaður til sam- ræmis við það, sem gerist í samkeppnisríkjunum. Við þetta og vaxandi gildi markaðsbúskaparins, mun hagur iðnfyrirtækja fara batnandi. EES mun leiða til verðlækkunar hjá innlendum banka- og þjónustufyrirtækjum. EES mun valda verð- lækkun á iðnaðarvörum, innfluttum og innlendum. Samningar íslands í EFTA og við EB fela í sér, að vör- ur, sem fullnægja ákveðnum skilyrðum um uppruna, njóta tollfrelsis. En tollfrelsið eitt hefur ekki tryggt, að viðskipti gangi greiðlega. Viðskiptahindranir af ýmsu tagi hafa komið í veg fyrir það. Nú á að afnema þessar hindranir að því er tekur til iðnaðarvara. Þetta er nauðsylegt framhald fyrri samninga um tollfrelsi. íslenzkir útflytjendur iðnaðarvara munu einnig hagnast á EES. Vara, sem þykir boðleg hér, mun einnig þykja það erlendis. Útflytjendur munu græða á afnámi viðskiptahindrana. Verðlag í Evrópubandalaginu á að lækka um allt að sex prósent, þegar til lengdar lætur. Væntanlega lækkar verð innflutnings frá bandalaginu um svipað hlutfall. Þetta mun færa íslendingum bætt viðskiptakjör, sem gætu numið allt að einum af hundraði af framleiðslu í landinu. Hagnaðurinn verður íslenzku þjóðarinnar. Ekki mun af veita, því að enn er tvísýnt um, hvert ella stefndi um þjóðartekjur okkar á næstu árum. Launþegar munu geta reiknað sér aukinn kaupmátt af þessum sökum, þegar verðlagið lækkar. Neytendur munu hljóta í senn verðlækkun iðnaðarvara og aukið framboð og gæði. Þetta gefur okkur til kynna, að EES-samninginn á að staðfesta. Haukur Helgason Kommúnisminn ku vera dauður, aö minnsta kosti að nafninu til, allt frá Sovétríkjunum til Albaníu en það valdakerfi sem kommúnism- anum tilheyrir lifir góðu lífi. Kom- múnisminn sem hagkerfi er gjald- þrota stefna og hugmyndafræði hans er hrunin en þar með er ekki sagt að þeir menn sem komust til valda í kommúnísku kerfi og eiga því allan sinn frama að þakka hafi á einni nóttu breyst í sannfærða lýðræðissinna. Kommúnisminn í Evrópu lifir enn undir dulnefni í Rúmeníu, Búlgaríu og umfram allt í Serbíu. Það er kommúnisminn í Serbíu, með tilheyrandi ofurvaldi ríkisins og ægivaldi eins einræðisherra, sem framar öðru er ábyrgur fyrir ástandinu í Júgóslavíu. Slobodan Milosevic, forseti Serbíu og for- maður kommúnistaflokksins, sem nú hefur breytt um nafn en ekkert annaö, er harður kommúnisti af gamla skólanum og þar á ofan serb- neskur þjóðrembumaður og öfga- fullur áróðursmaður í hatri sínu á öðrum þjóðum ríkjasambandsins. Alræði flokksins Það var kommúnistaflokkurinn sem hélt Júgóslavíu saman undir Tito og allt kerflð miðaðist við að Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, á friðarráðstefnu EB i Haag i Hol- öll völd væru í höndum flokksins. landi 5. nóvember sl. - „Hefur vakið af dvala draum Serba um Stór- Með hruni kommúníska kerfisins Serbíu.“ simamynd Reuter Dreggjar kommúnismans hrundi líka grundvöllurinn undir ríkjasambandinu. Samkvæmt stjómarskránni, sem Tito skildi eftir sig, var það flokkurinn einn sem hafði rétt til aö velja stjórnend- ur ríkisins á öllum sviðum, allt frá sveitarstjórnum upp í alríkisþing- menn og forseta. Með því aö Slóvenía og Króatía afnámu alræði flokksins tóku þau ríki ekki í raun lengur þátt í stjórn ríkjasambandsins nema að formi til. Það form var aðallega fólgið í þátttöku til málamynda í forseta- embættinu, sem er þannig upp- byggt að forsetar lýðveldanna sex og sjálfstjórnarríkjanna tveggja fara sameiginlega með forsetavald en einn þeirra er kallaður forseti Júgóslavíu í eitt ár í senn. Forset- inn hefur sáralítil völd, eins og reyndar allir aðrir, því að sú stjórn- arskrá, sem Tito lét eftir sig, dreifir valdinu svo mjög að við stjórnleysi hggur. í þessari lömun fram- kvæmdavaldsins er að leita skýr- ingar á ofurvaldi serbneska komm- únistaflokksins undir dulnefni og formanns hans. Milosevic hefur vakið af dvala draum Serba um Stór-Serbíu, þar sem til Serbíu teldust Bosnía, Makedónía, Vojvodina og Kósóvo, að ógleymdum þeim hlutum Króa- tíu sem eru byggöir Serbum. Stríð- ið við Króatíu er landvinningastríð, ætlunin er að innlima í Stór-Serbíu öll þau svæði sem eru byggð Serb- um og meira til, því aö byggðir Serba þar eru dreifðar og miklar breytingar þarf að gera á landa- mærum til að þessi einstöku serb- nesku svæði lendi innan Serbíu. Stríðið er fyrsta landvinningastríð í Evrópu frá lokum heimsstyrjald- arinnar og er furðulegt hve létti- lega því hefur í raun verið tekið á þeim stöðum þar sem vænta mætti andstöðu, svo sem hjá NATO. Sögulegur grunnur Annað meginatriði stríðsins, að kommúnismanum frátöldum, er sú staðreynd að Serbía á ekkert tilkall til Króatíu. Króatía hefur aldrei í sögunni verið hluti af Serbíu. Eftir stutt tímabil sjálfstæðis á tíundu öld lenti Króatía undir stjórn hins svokallaða heilaga rómverska keis- aradæmis sem var hvorki heilagt né rómverskt heldur þýskt. Síðan undir. stjóm. Austurríkis. og. enn. KjaUarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður síðar ungverska hluta Austurrík- is - Ungverjalands, allt þar til 1918. Serbía lenti aftur á móti undir stjórn Býsanz og síðar Tyrkjasold- áns, allt frá 1389 til 1878, og var konungsríki til 1918, þegar sameig- inlegt konungsríki Serba, Króata og Slóvena með aðild hinna ríkj- anna, sem nú eru í Júgóslavíu, var stofnaö. Júgóslavía var síöan endurreist 1945 sem kommúnistaríki en Júgó- slavía er byggð á hugmyndum sem ekki standast. Júgó-Slavía merkir ríki Suður-Slava en þessir Suður- Slavar eiga sárahtið sameiginlegt. Slavnesku þjóðirnar eru Slóvenar, Serbar og Króatar en hinar þjóð- irnar era ekki slavneskar. Króatar og Slóvenar eru vestrænir, róm- versk-katólskir og mótaðir af mið- evrópskum hugsunarhætti. Serbar og Makedóníumenn ásamt meiri- hluta íbúa Bosníu/Herzegóvínu eru ortódox-kristnir, mótaðir af aust- urrómversku kirkjunni og yfir- stjórn Tyrkja. íbúar Kósóvo og nærri helmingur íbúa Bos- níu/Herzegóvínu era múshmar svo og.íbúar. Svartfjallalands...... Enda þótt Serbar og Króatar tah að heita má sama tungumál nota þeir ekki sama letur, Króatar lat- inuletur, Serbar kírillíska letrið. Menning þessara þjóða er ólík í gi'undvallaratriðum og djúpstætt hatur ríkir á milli þeirra sem á rætur langt aftur í aldir þegar veldi Tyrkja ógnaði vestrænni menn- ingu. Það er fjarstæða að Serbar eigi nokkurn sögulegan eða sið- ferðislegan rétt til að sitja yfir hlut Króata. Júgóslavía var barin sam- an undir yfirdrottnun Serba 1918 en konungsríkiö varð síðar að fas- istastjórn sem hélt ríkinu saman með ofbeldi til 1941 þegar Þjóðverj- ar hernámu landið. Kommúnískar aðferðir Af því er mikil saga, sem hér er ekki ráðrúm að rekja, en leppríki Króata á þeim áram og grimmdar- verk sem þá voru framin á Serbum af króatískum fasistum eru Serb- um nú ofarlega í huga. Minningin um þennan tíma heldur hatrinu glóandi. Tito hélt ríkjasambandinu saman með hefðbundnum kommúnískum aðferðum, lögreglu, fangabúðum og kúgun. Eftir hans dag hefur aht stefnt að því sem nú er komið fram. Það er kommúnistinn Milosevic sem nú reynir að beita aöferðum Titos til að halda saman því sem í raun á ahs ekki saman. Það er kominn tími til að þjóðir heims fari að endurskoöa hug sinn til Júgóslavíu, sætta sig við að ríkjasambandið er ekki til lengur og verður aldrei endurreist. Því fyrr sem þjóðir Evrópu viðurkenna sjálfstæði Króatíu og Slóveníu því fyrr er þess aö vænta að þessar síð- ustu útþenslutilraunir kommún- ismans í Evrópu verði brotnar á bak aftur. Gunnar Eyþórsson „Það er kommúnisminn í Serbíu með tilheyrandi ofurvaldi ríkisins og ægi- valdi eins einræðisherra sem framar öðru er ábyrgur fyrir ástandinu í Júgó- slavíu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.