Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1991, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1991, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1991. 15 Farseðill inn í framtíðina „Bandartki Norður-Ameriku eru eitt slíkt stjórnarfarsriki, ein stjórnarfars- leg heild, þar sem fjölmargar þjóðir búa,“ segir m.a. í greininni. Samningsdrög EFTA og Evrópu- samfélagsins (the European Com- munity, EC), sem nú liggja fyrir, hafa verið nefnd vegabréf íslend- inga inn í 21. öldina eða farseðill inn í framtíðina. Ef satt er frá sagt og ef engin undirmál verða er óhugsandi að ganga gegn samn- ingnum og svipta íslensku þjóðina eina tækifæri til framfara og vel- megunar, að því er sagt er. Felli Alþingi íslendinga samning- inn erum við á köldum klaka. Vel- megun er þá fyrir bí og eftir áratug yrði þjóöarframleiðsla íslendinga aðeins tíundi hiuti þess sem hún ætti að vera, eftir þvi sem Ingjaldur Hannibalsson sagði í Ríkisútvarp- inu á dögunum. íslandshaf - Evrópuhaf Fyrir skömmu las ég áhtsgerð fjögurra danskra stjórnmálaleið- toga um Evrópusamfélagið EC og evrópska efnahagssvæðið EES. Þetta voru Uffe Ellemann-Jensen, utanríkisráðherra og formaður Vinstri flokksins, Svend Auken, formaður danskra sósíaldemó- krata, Thor Pedersen úr Hægri flokknum, sem m.a. gegnir emb- ætti samstarfsráðherra Norður- landa í dönsku ríkisstjórninni, og Bertil Haarder, skólamálaráðherra Danmerkur. Allt eru þetta gagnmerkir menn og komnir miklu lengra en íslensk- ir stjórnmálamenn því að þeir voru allir sammála um að Norðurlöndin fjögur, sem enn standa utan Evr- ópusamfélagsins EC, ættu að gerast aöilar þegar í stað. Þá heyrðist rödd Norðurlanda í Evrópu. Svíar hefðu þegar sótt um aðild, Finnar geflð það í skyn. Norðmenn gerði bæði að klæja og langa. Væri það skiljan- legt eftir 400 ár undir danskri stjórn, 100 ár undir sænskri og 5 ár undir þýskri stjóm á árum seinni heimsstyrjaidarinnar. En spá fjórmenninganna var hins vegar sú að árið 2000 yrðu löndin KjaUariiin Tryggvi Gíslason skólameistari þijú öll orðin aðilar. Staða íslands væri hins vegar mjög sérstök. Ef ekki tækist aö koma í veg fyrir að 200 mílna landhelgi íslands yrði að Evrópuhafi, eins og það var orðað, gerðust íslendingar ekki aðilar að Evrópusamfélaginu EC að óbreyttu. Lífið er fiskur - og peningar Alit líf okkar snýst um fisk - og peninga. Fram hjá því verður ekki komist. Fullveldi, menningogþjóð- tunga fá að fylgja með - ef við höf- um efni á. Ef við eigum ekki ann- arra kosta völ til að halda lífi en gerast aöiiar að evrópska efnahags- svæðinu - eða Evrópusamfélaginu EC, þá gerum við það. Að vísu sögðu sumir fyrir aldar- íjórðungi að betra er að vera dauð- ur en rauður. Það var þegar rauða hættan reið yfir Evrópu. En auðvit- að er betra að vera lifandi en dauð- ur. Við bamakennarar vitnum stundum í Hávamál þar sem segir að betra sé lifðum en óliföum, halt- ur ríður hrossi, hjörð rekur hand- arvani, daufur vegur og dugir. Með öðrum orðum: Þaö er betra að vera lifandi en dauður - og við erum frek til fjörsins, eins og eðlilegt er - við viljum lifa. Mér þykir að vísu illt að þurfa að viðurkenna að eiga ekki fleiri kosta völ. Mér hefur lengi þótt gott að eiga margra kosta völ enda þótt sá eigi kvöhna sem á völina. En við eigum engra annarra kosta völ að því er forsætisráöherra, utanríkis- ráðherra og sjávarútvegsráðherra segja. Og þá er að taka því. Þeim verðum við að treysta. En áður en ég sofna vært vildi ég gjarnan fá að vita tvennt. Löggjafarvald og fullveldi Stefán Már Stefánsson, prófessor við Háskóla íslands, hefur sagt aö formlegt löggjafarvald verði áfram í höndum Alþingis. íslendingar verði hins vegar að samþykkja lög sem samþykkt verða í aðildarlönd- um Evrópusamfélagsins EC. Hann segir líka að öryggisákvæði þau sem fylgja slíkum samningi - girð- ingamar sem utanríkisráðherra nefnir svo - muni naumast halda enda séu undantekningar og örygg- isákvæði andstæð samningum af þessu tagi. Ofan á þetta bætist svo að slíkir milliríkjasamningar eru í eðli sínu breytanlegir (dynamískir). Samn- ingurinn gæti því leitt til inngöngu í Evrópusamfélagiö EC sem ekki aleinasta stefnir að sameiginlegu efnahagssvæði eða sameiginlegum innri markaði, þar sem gildir fjór- frelsið margnefnda, heldur er stefnt að einu myntsvæöi og að póhtísku bandalagi - þ.e. einu stjómarfarsríki. Ef til vill er þetta ekki eins illt og af er látið. Þjóðríkið er dautt í hinni nýju evrópsku viöskipta- heild, segja þeir sem vitið hafa. Smáþjóðir geta líka lifað af í stærri stjórnarfarslegri heild, stærra stjórnarfarsríki, og haldiö menn- ingu sinni og þjóðtungu. Fjölmarg- ar smáþjóðir lifa nú í stærri stjórn- arfarsríkjum. Óþarft ætti að vera að nefna dæmi um þær þjóðir. Bandaríki Norður-Ameríku eru eitt shkt stjórnarfarsríki, ein stjórnarfarsleg heild, þar sem fjöl- margar þjóðir búa, og í Vestur- Evrópu em dæmin mýmörg: Grænlendingar og Færeyingar í Danmörku, Samar i Noregi, Finnar í Svíþjóð, sænskumælandi Álands- eyingar í Finnlandi, Frísar í Hol- landi, Baskar á Spáni og Kúrdar í Tyrklandi. En það er rétt að gera sér grein fyrir áhættunni sem kann að fylgja hinu evrópska efnahagssvæði EES - að ekki sé talað um aðild að Evr- ópusamfélaginu EC. Þegar menn ganga í hjónaband gera flestir sér grein fyrir aö mikil breyting verður á högum manna, karla og kvenna, og margir una þessum breytingum vel, láta af fullveldi sínu fyrir ann- að betra. En menn verða að gera sér grein fyrir að hverju þeir ganga. Tryggvi Gíslason „Ef til vill er þetta ekki eins illt og af er látiö. Þjóðríkið er dautt í hinni nýju evrópsku viðskiptaheild, segja þeir sem vitið hafa. Smáþjóðir geta líka lifað af í stærri stjórnarfarslegri heild, stærra stjórnarfarsríki, og haldið menningu sinni og þjóðtungu.“ Hvað varð um Fjallasjóðinn? ... að forstjóri ATVR eigi héðan í frá bágt með að neita þeim um sölu áfengis í útsölum einkasölunnar sem bjóða hæstu framlögin ... ? Forstjóri Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins hefur lotið svo lágt að svara í DV 30. október sl. grein minni í DV frá 22. þess sama mánaðar. Ég segi „lotið svo lágt“ vegna þess að honum finnst það bókstaflega viðeigandi að setja sig á háan hest með persónulegum umvöndunum og illkvittni en forð- ast kjama málsins með blekking- um og yfirvarpi. Sem hluthafi i ís- lenska ríkinu og þar með vinnu- veitandi forstjórans þykir mér hann setja niður um marga þuml- unga og vera stétt sinni og stöðu til lítils sóma með shku yfirlæti. Grímulaus mútuþægni? Til þess að lesendur komist nú á ný á snoðir um efnið þá snerist grein mín um myndskreyttar frétt- ir frá ÁTVR (og Fríhöfninni) um stofnun Fjallasjóðs sem tæki við frjálsum framlögum erlendra við- skiptavina stofnenda sjóðsins. Ég bið lesendur að lesa ofangreinda setningu aftur, hægt og rólega. Myndskreytingin náði yfir afhend- ingu fyrsta framlagsins, jafnvirði fjögurra mihjóna króna í Fjalla- sjóðinn, í hendur forstjóra ÁTVR í eigin persónu. Ég spurði einfaldlega hvað svona lagað ætti að þýða þegar í hlut eiga einkasölur og einokunarforstjórar sem velja viðkomandi vaming til sölu úr miklu framboði. DV sleppti að vísu spumingarmerki í fyrir- sögn (og niðurstöðumálsgrein) úr handriti minu en það breytir í engu eðh máls míns. Og ég gat þess einn- ig, sem er staðreynd, að Fjallasjóð- ur einkasölufyrirtækjanna er ekki KjaHarinn Herbert Guðmundsson félagsmálafulltrúi Verslunarráðs íslands í verkahring þeirra sem er tak- markaður af lögum. í því svari forstjóra ÁTVR, sem hér er á dagskrá, víkur hann sér undan því að minnast á þennan Fjallasjóð sinn sem er málið. Hann kýs að útskýra eingöngu tildrög og ráðstöfun fyrsta framlagsins upp á einar fjórar milljónir, með skír- skotun til ættjarðarástar sendend- anna. Jafnframt vísar hann til ann- arra dæma í sömu veru fyrir stofn- un Fjahasjóðsins, eins og erlendir áfengisframleiðendur almennt hafi gert íslenska landvernd að sínu hjartans máli. Það á auðvitað ekki að hvarfla að mér né öðrum að nákvæmlega öh þessi framlög teng- ist sérstökum áhugamálum for- stjóra ÁTVR sem er jafnframt for- seti Ferðafélags íslands. Kjarni málsins Kjarni máls míns varðandi ÁTVR og skyldulið í þessari umfjöllun er einfaldlega sá að boðið hefrn- verið af hálfu einkasölufyrirtækja ríkis- ins með tilstyrk tveggja ráðuneyta, að erlendir, takið eftir aðeins er- lendir, áfengisframleiðendur eigi þess kost að veita fé í sérstakan gælusjóð utan verkahrings þessara fyrirtækja. Það er staðreynd, m.a. með thvís- un th bréfa fjármálaráöuneytisins th umboðsmanns Alþingis, að for- stjóri ÁTVR hefur alræðisvald um innkaup áfengis fyrir útsölur einkasölunnar. Hann á þetta val. Hann er jafnframt form^ður Fjaha- sjóðs sem þyggur framlög seljenda til ÁTVR. Forstjóri ÁTVR á leik á borði því að framboð af áfengi er langt umfram það sem ÁTVR ræð- ur við að koma í sölu. í máh mínu fólust ekki ásakanir heldur viðvaranir. Hættan á mis- notkun valdsins eru svo augljósar í þessu thviki. En ég leyni því ekki, eins og lesa má úr því sem að fram- an er sagt, að mér finnst framvind- an orðin meira en htið grunsamleg. Það að forstjóri ÁTVR hefur skotið sér undan því að nefna þennan Fjallasjóð sinn í yfirlætisfuhu svari við gagnrýni minni hleður undir slíka ályktun um að maðkar séu í mysunni. Og hvarflar það ekki líka að lesendum að forstjóri ÁTVR eigi héðan í frá bágt með að neita þeim um sölu áfengis í útsölum einkasöl- unnar sem bjóða hæstu framlögin í Fjahasjóð ÁTVR og Fríhafnarinn- ar? - Hvað sem ahri forsögu hður. Herbert Guðmundsson „Það er staðreynd, m.a. með tilvísun til bréfa fjármálaráðuneytisins til um- boðsmanns Alþingis, að forstjóri ÁTVR hefur alræðisvald um innkaup áfengis fyrir útsölur einkasölunnar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.