Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1991, Síða 16
16
FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1991.
FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1991.
25
íþróttir_______
Sport-
stúfar
HFjórír leikmenn hafa
dregið sig út úr enska
landsliðshópnum í
knattspyrnu fyrir Evr-
ópuleikinn við Pólveija á mið-
vikudag vegna meiðsla. Það eru
Paul Parker og Gary Pallister frá
Manchester United, Paul Merson
frá Arsenal og David Batty frá
Leeds. í staðinn eru Paul Elliott
frá Chelsea, Earl Barrett írá Old-
ham ogDavid Rocastle frá Arsen-
al komnir í hópinn. Englendingar
þurfa jafntefli i Varsjá til að
tryggja sér sæti í úrslitum Evr-
ópukeppninnar.
Lerby í fangelsi?
Hollenskur réttur fór í
gær fram á aö danski
knattspyrnumaðurinn
Sören Lerby, sem nú
þjáifar Bayern Múnchen, yrði
dæmdur í sex mánaða fangelsi
þar í landi fyrir skattsvik, Lerby
var sýknaður af ákærum þar að
lútandi i fyrra. Lerby og forráða-
menn Ajax voru sakaðir um að
gefa ekki upp söluverðiðtil skatts
þegar Lerby var seldur til Bayern
Múnchen árið 1983.
Meistari á lyfjum
Vladimír Kíseljov,
ólympíumeistari i
kúluvarpi árið 1980,
sagði í samtali við sov-
éska íþróttadagblaðið Sovjetski
Sport í gær aö litlu heföi munað
að hann hefði dáið af völdum
ólöglegra lyfja sem hann neytti á
ferlí sínum. Áríð 1985 var hann
fluttur fimm sinnum á gjörgæslu-
deild, nær dauða en lífi, og léttist
um 25 kiló á einum mánuði. Kis-
eljov sagði að þjálfari sinn hefði
sagt sér að lyfin væru meinlaus
og heföu lengi verið í noktun á
Vesturlöndum en sér hefði verið
heitið að hann fengi bifreið að
launum fyrir ólympíugull og þvi
heföi hann gert allt til að sigra.
Vlkingur - Avidesa í Víkinni á morgun klukkan 15.30:
Ná Víkingar fjögurra
marka sigrinum?
- sem þeir þurfa til að komast í 8 liða úrslitin
Víkingur og spænska liðið Alzira
Avidesa leika á morgun síðari leik
sinn í IHF-keppninni í handknatt-
leik. Leikurinn fer fram í Víkinni,
hinu nýja og glæsilega íþróttahúsi
Víkings í Stjörnugróf, og hefst klukk-
an 15.30.
Fyrri leiknum, sem fram fór á
Spáni, lauk með sigri Avidesa, 30-26,
svo að möguleikar Víkinga á að kom-
ast í 8 liða úrsht verða að teljast
þokkalegir. Þar sem svo mörg mörk
voru skoruð á Spáni ætti fjögurra
marka sigur Víkinga að fleyta liðinu
áfram í keppninni.
Lið Avidesa er geysisterkt. Þar fara
fremstir í flokki Rúmeninn Vaselí
Stinga og spænski landsliðsmaður-
inn Alimany. Þessir tveir leikmenn
voru Víkingum erfiðir í fyrri leikn-
um og skoruðu 18 af 30 mörkum hös-
ins.
„Sviðsskrekkurinn
vonandi horfinn“
„Við hlökkum mikið th þessa leiks
en við gerum okkur fulla grein fyrir
því að það verður á brattann að
sækja. í þessu spænska liði eru engir
aukvisar, liðið er geyshega öflugt og
leikreynt og ætlar örugglega ekkert
að láta af hendi. Ég tel okkur standa
verr að vígi fyrir þennan leik þar sem
við þurftum aö leika deildarleik á
miðvikudagskvöld. Framleikurinn
tók sinn toll en eigum við ekki bara
að segja að sviðskrekkurinn sé horf-
inn þar sem við vorum að leika fyrsta
leikinn í nýja húsinu,“ sagði Guð-
mundur Guðmundsson, þjálfari og
leikmaður Víkings, viö DV.
„Áhorfendur okkar
sterkasta vopn“
„Vandamáhð hjá okkur hefur verið
varnarleikurinn og markvarsla sem
kom þó sterk upp í leiknum gegn
Fram. Við verðum að binda vörnina
saman og þá kemur markvarslan
með. Við megum ekki gera mörg
mistök í sókninni. Leikmenn Avidesa
eru fljótir að nýta sér mistökin með
hraðaupphlaupum. Spánverjarnir
eru þekktir fyrir aö skora mörg mörk
og Avidesa er það lið sem skorar flest
mörk í spænsku deildinni. Ég á von
á að leikurinn spilist mjög líkt því
og hann gerði á Spáni en vonandi
náum við að snúa dæminu við og
vinna. Eins og oft áður getur þáttur
áhorfenda vegið þungt og með dyggri
aðstoð þeirra og góðum leik okkar
getur það orðið okkar sterkasta vopn
í leiknum,“ sagði Guðmundur.
Komum vel undirbúnir
- segir Geir Sveinsson
Eins og kunnugt er leikur Geir
Sveinsson með Avidesa og hann var
spurður álits á leiknum á morgun.
„Við munum koma til leiks á morg-
un með því hugarfari að vinna og
komast þar með áfram í keppninni.
Við ætluðum okkur stærri sigur á
heimavelli en Víkingsliðið lék mjög
vel og kom okkur nokkuð á óvart.
Æflngarnar í vikunni hafa gengið út
á leikinn gegn Víkingum og ég held
að við komum mjög vel undirbúnir
til leiks,“ sagði Geir Sveinsson í sam-
tali við DV.
„Það verður gaman aö leika gegn
Víkingumnn í þeirra nýja húsi en ég
ætla rétt að vona að maður fái að
spreyta sig meira en í leiknum á
Spáni,“ sagði Geir að lokum.
-GH
Fuglasöngur í höllinni
- þar sem Valsmenn mæta Hapoel Rishol Lezion á morgun
íslandsmeistarar Vals í handknatt-
leik mæta Hapoel Rishon Lezion á
morgun í 2. umferð Evrópukeppni
meistarahða og fer leikurinn fram á
heimavelh Hapoel í ísrael. Valur
vann fyrri leikinn á sunnudaginn,
25-20, og þolir því fjögurra marka tap
á morgun.
„Við erum staðráðnir í að komast
áfram og allt annað yrðu vonbrigði.
Ég hef trú á því að fimm mörkin
dugi okkur því ýmsir okkar eiga tölu-
vert inni frá því í fyrri leiknum. Við
erum allir heilir og ágætlega undir-
búnir, það eina sem við erum smeyk-
ir við er dómgæslan," sagði Brynjar
Harðarson, leikmaður Vals, í samtali
við DV í gærkvöldi.
Valsmenn komu th ísraels í fyrra-
kvöld og æfðu í keppnishöllinni í
gær. „Höllin er glæsileg en það sem
kom okkur mest á óvart er mikill
fuglasöngur í henni. Það flögra fugl-
ar þarna inn og út!“ sagði Bjarni
Ákason, formaður handknattleiks-
dehdar Vals.
Leikurinn hefst klukkan 18.30 að
íslenskum tíma og fer fram í bænum
Rishon el Lezion en þangað er um
40 mínútna akstur frá Tel Aviv þar
sem Valsmenn dveljast.
-VS
Bjarki Sigurðsson ieikur væntanlega stórt hlutverk hjá Vikingum þegar þeir taka á
móti Alzira Avidesa í Víkinni á morgun.
Nauðungaruppboð
á eftirtalinni fasteign fer
fram í dómsal embættisins,
Skógarhlíð 6, 3. hæð,
á neðangreindum tíma:
Brávahagata 24, 3. hæð, þingl. eig.
Ólafur Hjaltason, mánud. 11. nóvemb-
er ’91 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru
Fjárheimtan hf. og Búnaðarbanki ís-
lands.
BORGARFÓGETAEMBÆTIl) í REYKJAVÍK
Nauðungaruppboð
annað og síðara
á eftirtöidum fasteignum fer
fram í dómsal embættisins,
Skógarhlíð 6, 3. hæð,
á neðangreindum tíma:
Aflagrandi 28, þingl. eig. Dögun hf.,
tahnn eig. Gerði hf„ mánud. 11. nóv-
ember ’91 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur
eru Jón Egilsson hdl„ Garðar Briem
hdl. og Baldur Guðlaugsson hrl.
Austurberg 28, 02-01, þingl. eig. Lilja
Valdimarsdóttir, mánud. 11. nóvember
’91 kl. 11.45. Uppboðsbeiðandi er Jón
Þóroddsson hdl.
Austurberg 28, hluti, þingl. eig. Re-
bekka Bergsveinsdóttir, mánud. 11.
nóvember ’91 kl. 11.45. Uppboðsbeið-
endur eru Guðjón Armann Jónsson
hdl., WiUiam Thomas MöUer hdl. og
Gjaldheimtan í Reykjavík.
Álakvísl 80, hluti, þingl. eig. Jónína
Þorsteinsdóttir, mánud. 11. nóvember
’91 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru
Búnaðarbanki Islands og Veðdeild
Landsbanka íslands.
Ásvallagata 9, 2. hafö og kjallari,
þingl. eig. Ragnar Ó. Axelsson,
mánud. 11. nóvember ’91 kl. 13.30.
Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í
Reykjavík.
Birtingakvísl 64, þingl. eig. Guðný
Hulda Lúðvíksdóttir, mánud. 11. nóv-
ember ’91 kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi
er Fjárheimtan hf.
Blöndubakki 8, 2. hæð t.h„ þingl. eig.
Hörður Ómar Guðjónsson, mánud. 11.
nóvember ’91 kl. 13.45. Uppboðsbeið-
endur eru Ásgeir Þór Ámason hdl„
Veðdeild Landsbanka íslands, Ingólf-
ur Friðjónsson hdl„ Tryggingastofaun
ríkisins, Lögfræðiþjónustan hf„ Ólaf-
ur Axelsson hrl„ Gjaldheimtan í
Reykjavík og Lögfræðiþjónustan hf.
Brekkubær 12, þingl. eig. Magnús
Ólafsson, mánud. 11. nóvember ’91 kl.
14.15. Uppboðsbeiðendur em Gjald-
heimtan í Reykjavík, Veðdeild Lands-
banka íslands og íslandsbanki hf.
Bræðraborgarstígur 29, þingl. eig. Öm
Óskarsson, mánud. 11. nóvember ’91
kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur em Helgi
Sigurðsson hdl„ Guðjón Ármann
Jónsson hdl„ Vilhjálmur H. Vil-
hjálmsson hrl. og Gjaldheimtan í
Reykjavík.
Bústaðavegur 153, þingl. eig. Ingvi
Týr Tómasson, mánud. 11. nóvember
’91 kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur em
Bjöm Jónsson hdl. og Gjaldheimtan
í Reykjavík.
Dalsel 33, 2. hæð t.h„ þingl. eig. Sól-
veig Ásbjamardóttir og Jens Jónsson,
mánud. 11. nóvember ’91 kl. 14.30.
Uppboðsbeiðandi er íslandsbanki hf.
Drápuhlíð 40, hluti, þingl. eig. Ásdís
Lámsdóttir, mánud. 11. nóvember ’91
kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er Guðjón
Armann Jónsson hdl.
Efstaleiti 14, hluti, talinn eig. Bjöm
Jónatan Emilsson, mánud. 11. nóv-
ember ’91 kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur
em Gjaldheimtan í Reykjavík og Is-
landsbanki hf.
Elhðavatnsblettur 9, hluti, þingl. eig.
Auður Sveinsdóttir, mánud. 11. nóv-
ember ’91 kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi
er Ólaíúr Axelsson hrl.
Engjasel 31, 3. hæð og bflast. 31B,
þingl. eig. Guðmundína Ingadóttir,
mánud. 11. nóvember ’91 kl. 14.30.
Uppboðsbeiðandi er Pétur B. Magn-
ússon hdl.
Eskihlíð 8, kjallari, suðurendi, þingl.
eig. Olga óuðmundsdóttir, mánud. 11.
nóvember ’91 kl. 14.45. Uppboðsbeið-
endur em Þórunn Guðmundsdóttir
hrl„ Veðdeild Landsbanka ísjands,
Gjaldheimtan í Reykjavík og Ásgeir
Thoroddsen hrl.
Faxaból 9, merkt B4, þingl. eig. Bogi
Agnarsson, mánud. 11. nóvember ’91
kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur em Fjár-
heimtan hf„ Gjaldheimtan í Reykjavík
og tollstjórinn í Reykjavík.
Faxafen 14, hluti, talinn eig. Borgar-
steinn hf„ mánud. 11. nóvember ’91
kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur em
Gjaldheimtan í Reykjavík, Löggarður
sf„ Helgi Sigurðsson hdl. og tollstjór-
inn í Reykjavík.
Hraunbær 90, 3. hæð f.m„ þingl. eig.
Jóna Hálfdánardóttir, mánud. 11. nóv-
ember ’91 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur
em Veðdeild Landsbanka Islands,
Guðmundur Pétursson hdl. og Gjald-
heimtan í Reykjavík.
Hraunbær 102A, 2. hæð, þingl. eig.
Oddný Halldórsdóttir, mánud. 11.
nóvember ’91 kl. 10.15. Uppboðsbeið-
andi er V eðdeild Landsbanka íslands.
Hraunbær 114,1. hæð t.h„ þingl. eig.
Hulda Sigurðard. og Þórir Helgason,
mánud. 11. nóvember ’91 kl. 10.15.
Uppboðsbeiðendur em Veðdeild
Landsbanka íslands, Gjaldheimtan í
Reykjavík og Sigríður Thorlacius hdl.
Hraunbær 178, 2. hæð t.h„ þingl. eig.
Biynhildur Pétursdóttir, mánud. 11.
nóvember ’91 kl. 10.15. Uppboðsbeið-
andi er Gjaldheimtan í Reykjavík.
Hrísateigur 22, 1. hæð, þingl. eig.
Guðný Kristjánsdóttir, mánud. 11.
nóvember ’91 kl. 10.30. Uppboðsbeið-
endur em Veðdeild Landsbanka ís-
lands og Gjaldheimtan í Reykjavík.
Kleppsvegur 56,3. hæð t.h„ þingl. eig.
Anna Lára G. Kolbeins, mánud. 11.
nóvember ’91 kl. 11.00. Uppboðsbeið-
endur em Veðdeild Landsbanka Is-
lands og Gjaldheimtan í Reykjavík.
Kóngsbakki 12,01-02, þingl. eig. Her-
dís Hannesdóttir, mánud. 11. nóvemb-
er ’91 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur em
Veðdeild Landsbanka íslands og
Gjaldheimtan í Reykjavík.
Langholtsvegur 112, þingl. eig. Run-
ólíúr Gunnlaugsson og Sigríður Lár-
usdóttir, mánud. 11. nóvember ’91 kl.
11.15. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild
Landsbanka íslands.
Laugamesvegur 52, austurendi, þingl.
eig. Jón Ingimundur Jónsson, mánud.
11. nóvember ’91 kl. 11.30. Uppboðs-
beiðendur eru Veðdeild Landsbanka
íslands og Ólafur Axelsson hrl.
Reykás 45, 03-01, þingl. eig. Ingvar
Stefánsson og Ásdís Bjamadóttir,
mánud. 11. nóvember ’91 kl. 10.30.
Uppboðsbeiðendur em Magnús
Norðdahl hdl. og Bjöm Jónsson hdl.
BORGARFÓGETAEMBÆTTH) Í REYKJAVÍK
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta
á eftirtöídum fasteignum:
Bergstaðastræti 43, neðri hæð, þingl.
eig. Guðmundur I. Bjamason, fer fram
á eigninni sjálfri, mánud. 11. nóvemb-
er ’91 kl. 17.30. Uppboðsbeiðendur em
Ásgeir Thoroddsen hrl„ Gjaldheimtan
í Reykjavík og Bjöm Jónsson hdl.
Hverafold 26, þingl. eig. Aðalból og
Guðjón Magnússon, fer fram á eign-
inni sjálfri, mánud. 11. nóvember ’91
kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur em Egg-
ert B. Ólafsson hdl. og Gjaldheimtan
í Reykjavík.
Kleifarsel 18, 1. hæð, norðvesturhl.,
þingl. eig. Fjárfestir hf„ fer fram á
eigninni sjálfii, mánud. 11. nóvember
’91 kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur em
Gjaldheimtan í Reykjavík, Sigurmar
Albertsson hrl. og Bjöm Jónsson hdl.
BORGARFÓGETAEMBÆTTH) í REYKJAVÍK
Hilmar aðstoð-
arþjálfari Blika
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV
veröur Hilmar Sighvatsson aðstoðarþjálfari
hjá 1. deildar liði Breiðabliks í knattspyrnu á
næsta keppnistímabili. Hilmar mun leika
áfram með Blikunum en verður Vigni Bald-
urssyni til aðstoðar með þjálfun félagsins.
Eins og kunnugt er var Vignir ráðinn þjálfari
Breiðabliks í stað Harðar Hilmarssonar sem
sagt var upp störfum eftir tveggja ára starf.
-GH
FyrstatapÍA
Akurnesingar töpuðu í gærkvöldi sínum
fyrsta leik í 1. deild karla í körfuknattleik.
Þeir biðu lægri hlut fyrir ÍS, 73-64, í íþrótta-
húsi Kennaraháskólans en í hálfleik var stað-
an 31-36 ÍA í hag. ÍR og ÍA em efst í deildinni
með 8 stig en ÍR hefur leikið einum leik minna.
-ih/VS
Ólaf ur áfram
þjálfari UMFÍ
Ungmennafélag íslands hefur ráðið Ólaf
Unnsteinsson til að þjálfa fijálsíþróttafólk
ungmennafélaganna á höfuðborgarsvæðinu
fjórða árið í röð. Æfingar fara fram í Baldurs-
haga í Laugardal á fóstudagskvöldum.
Olafur sagði í spjalli við DV að æfmgasókn
væri góð, um 30 heföu mætt á fyrstu æfinguna
og nokkrir heföu komið gagngert á hana norð-
anúrSkagafirði. -VS
Guðjón í
uppskurð?
- úr leik fram yíir áramót
Guðjón Arnason, handbolta-
kappi úr FH, þarf líklega að gang-
ast undir uppskurð. Guðjón hefur
ekkert leikið með FH-liðinu á þessu
tímabili og í fyrra missti hann af
mörgum leikjum vegna meiðsl-
anna. Þau eru í aftanverðu læri og
þrátt fyrir að hafa gengið til sjúkra-
þjálfara hér innanlands og í Þýska-
landi hefur lítill sem enginn bati
orðið .
„Ég er orðinn ansi þreyttur á
þessu og eins og staðan er í dag er
líklegasti kosturinn að ég fari und-
ir hnífinn. Ef svo fer verð ég frá í
6 vikur þannig að ég mun ekki geta
byrjað að spila fyrr en eftir ára-
mót,“ sagði Guðjón í samtali við
DV.
-GH
Guðjón Árnason hefur ekkert
leikið með FH í vetur.
Stórstjömuleikur í kvöld:
Tólf Kanar
á Akureyri
- troðkeppni og 3ja stiga keppni á undan
Gylfi Krisjánsson, DV, Akureyri:
Allar helstu stjömur körfuboltans
á íslandi, að undanskildum leik-
mönnum landsliðsins, sem em á ferð
í Bandaríkjunum, munu mæta til
leiks á Akureyri í kvöld en þá fer þar
fram „stórstjörnuleikur" skemmti-
staðarins 1929 og útvarpsstöðvarinn-
ar Stjörnunnar.
Dagskráin hefst kl. 20.30 með for-
keppni í 3 stiga skotum og því að
troða boltanum í körfuna með sem
mestum tilþrifum. Síðan tekur leik-
urinn við og verða leiknar 4x12 mín-
útur. í hálfleik fara svo fram úrslitin
í troðkeppninni og 3 stiga keppninni.
Liðin, sem keppa, em annars vegar
frá Reykjavík og Suðurnesjum og
hins vegar frá landsbyggðinni og
Haukastúlkur unnu óvæntan en
sannfærandi sigur á íslands- og bik-
armeisturum IS, 67-37,. í 1. deild
kvenna í gærkvöldi.
Hafnfirsku stúlkumar komu
ákveðnar til leiks og skoruðu fyrstu
sjö körfur leiksins og í hálfleik höföu
þær 17 stiga forskot, 29-12. Síöari
hálfleikur var eins og sá fyrri,
Haukastúlkur réðu lögum og lofum
á vellinum.
Allan baráttuvilja vantaði í lið ÍS
og var engu líkara en þær væru enn
í sumarfríi. Liðsheildin var hins veg-
skarta fjölda stjarna úr körfuboltan-
um en þau verða þannig skipuð:
Landið. Joe Harge, Þór, Maxím
Kmpatsjev, Skallagrími, Ivan Jónas,
Tindastóli, Tim Harvey, Snæfelli,
Birgir Mikaelsson, Skallagrími, Val-
ur Ingimundarson, Tindastóli, Sturla
Örlygsson, Þór, Gunnar Örlygsson,
Þór, Björn Sveinsson, Þór, Konráð
Óskarsson, Þór og Georg Birgisson,
Þór. Liðsstjóri: Brad Casy, Þór.
Lið Reykjavíkursvæðisins:
Frank Booker, Val, Jonathan Bow,
ÍBK, Jon Baer, KR, Dan Krebbs,
UMFG, Rondey Robinson, UMFN,
David Grissom, Larry Hotaling,
Reyni, Lat McCool, UMFN, Jón Kr.
Gíslason, ÍBK, Teitur Örlygsson,
UMFN, ísak Tómasson, UMFN, Liðs-
stjóri: Friðrik Rúnarsson, UMFN.
ar aðalsmerki Hauka og léku þær vel
bæði í vöm og sókn. Að öðmm ólöst-
uðum var Sólveig Pálsdóttir best í
liði Hauka, barðist eins og ljón í
vörninni og stjórnaði sókninni eins
og herforingi.
Stig Hauka: Hanna 22, Eva 15, Haf-
dís 9, Guðbjörg 8, Sólveig 6, Ásta 4,
Hildur 2 og Svana 1.
Stig ÍS: Hafdís 13, Ema 6, Vigdís
5, Kristín 5, Kolbrún 2, Díanna 2,
Anna 2 og Unnur 2.
-ih
Erwin „Magic“ Johnson.
„Magic“
erhættur
- er með eyðniveiruna
Erwin „Magic“ Johnson, hinn
frægi bandaríski körfuknattleiks-
maður, lýsti því yfir í gærkvöldi að
hann væri hættur að leika körfubolta
með Los Angeles Lakers þar sem
hann hefði mælst jákvæður í eyöni-
prófi. Hann tók fram að hann væri
ekki með eyðni heldur aðeins með
veiruna í blóðinu.
„Ég ætla að lifa vel og lengi og ein-
beita mér að því að fræða ungt fólk
um eyðni og varnir gegn sjúkdómn-
um. Það er ekkert að konunni minni,
hún er ekki með veiruna. Við segjum
stundum við sjálf okkur að einungis
kynhverfir fái veiruna, það komi
ekki fyrir okkur. Allir geta fengið
hana, líka Magic Johnson," sagði
„Magic“, sem gekk í hjónaband í
september, á blaðamannafundi sem
hann hélt í gærkvöldi.
-VS
Tottenham
varðistvel
Gisli Guðmundsson, DV, Englandi:
Tottenham komst í gærkvöldi í 8
Uða úrslitin í Evrópukeppni bikar-
hafa í knattspyrnu með því að gera
O-Ó jafntefli við Portó í Portúgal.
Tottenham vann því samanlagt, 3-1.
Guðni Bergsson lék vel í vöm Totten-
ham, eins og félagar hans þar, en
Portó sótti stíft allan leikinn og átti
stangarskot auk þess sem bjargað
var á markUnu. Erik Thorstvedt lék
mjög vel í marki Tottenham.
Sigma Olomouc frá Tékkóslóvakíu
komst áfram í UEFA-bikarnum á
markalausu jafntefli við Torpedo í
Moskvu, samanlagt 2-0. Einnig Ste-
aua frá Rúmeníu sem vann Gijon frá
Spáni, 1-0, og samanlagt 3-2. -VS
ÍRíefstasæti
ÍR-ingar tóku í gærkvöldi foryst-
una í 2. deild karla í handknattleik
þegar þeir unnu léttan sigur á Ögra,
34-11. ÍR er með 10 stig eftir 5 leiki,
eins og HKN, en Þór frá Akureyri er
í þriðja sæti með 6 stig eftir 3 leiki.
-VS
LlAJ - leikmaður 7. umferðar
Patrekur Jóhannesson er leikmaður 7. umferðar 1. deildar karla í handknattleik sem iauk í fyrra- kvöld. Patrekur, sem er aðeins 19 ára gamall, átti stórleik með Stjörnunni gegn ÍBV. Hann hélt liðinu á floti í fyrri hálfleik, skoraði þá mikilvæg mörk með gegnumbrotum og tryggði síðan Stjörnunni sigurinn með góðum mörk- um og fallegum línusendingum.
Stórsigur Hauka
ámeisturumíS
- sigruðu, 67-37, í Hafnarfirði
__________fþróttir
Sport-
stúfar
Gamalkunnar kempur
voru í miklum ham á
öldungamóti í kringlu-
kasti sem haldið var á
GarðsvelU fyrir skömmu. Ölafur
Unnsteinsson kastaði 40,06 metra
í 50 ára flokki, Valbjöm Þorláks-
son 39,08 metra i 55 ára flokki,
Elías Sveinsson 38,26 metra í 40
ára ílokki og Jóhann Jónsson 36
metra i 70 ára flokki. Þeir notuöu
stærri gerðina af kringlu en kasta
venjulega þeirri minni.
Broddi og Árni
til Noregs
Badraintonleikararnir
Broddi Kristjánsson og
Ámi Þór Hallgrímsson
eru komnir til Noregs
en þar taka þeir þátt á norska
meistaramótinu í badminton um
helgina. Broddi fer beint inn í
aðalmótið og mætir Svianum
Jonas Herrgardli, sem er talinn
6. besti badmintonleikari í Sví-
þjóð. Árni þarf hins vegar að
byija i undanrásum en er fyrsti „
varamaður inn í aðalmótið ef þar
verða forföll, sem er algengt. í
tvíliðaleik mæta þeir Arni og
Broddi Svíunum Lundstöm og
Hanson.
Limpar bestur
í Svíþjóð
Anders Limpar hefur
verið útnefndur knatt-
spyrnumaður ársins í
Svíþjóð. Það er sænska
blaðið Aftonbladet sem stendur
fyrir kjörinu og fær Limpar
gullknöttinn svokaUaða tU varð-
veislu í eitt ár. Limpar er leflc-
maður með Arsenal og þá er hann
fastamaöur í sænska landsUðinu.
Hodge fékk
eins ieiks bann
Steve Hodge, leikmaður með Le-
eds United, var í gær úrskurðað-
ur í eins leiks bann og sektaður
um 180 þúsund krónur fyrir að
segja dómara og línuveröi til
syndanna eftir tapleik Leeds gegn
Crystal Palace í síðasta mánuði.
Þá sektaði enska knattspyrnu-
sambandið Dave Bassett, fram-
kvæmdastjóra Sheffield Unitéd,
um 50 þúsund krónur, fyrir
móðgandi ummæli í garð dómara
í leik gegn Leeds.
Enska 2. deiidin
Úrslit í ensku 2. deildinni i knatt-
spyrnu í fyrrakvöld: Brighton-
Grimsby 3-0, Charlton-Swindon
0-0, Newcastle-Cambridge 1-1,
Port Vale-Derby 1-0, Watford-
Oxford 2-0.
Jordan skoraði 44
gegn Boston
Snillingurinn Michael
Jordan fór á kostum
þegar Chicago vann
öruggan sigur á Bos-
ton, 132-113, í bandarísku NBA-
deUdmni í körfuknattleik í fyrri-
nótt. Jordan skoraði 44 stig fyrir
Chicago og hefur því gert 159 stig
í fyrstu íjórum leikjum liðsins i
defldinni. Þetta þýðir aö hann
gerir tæplega 40 stig að meðatali
í hverjum leik. Gamla kempan
Larry Bird var stigahæstur Bost-
on liðsins meö 30 stig og viröist
aUur vera að liressast eftir bak-
uppskurð í sumar. Úrslit leikja í
fyrrinótt urðu þannig:
Chicago - Boston......132-113
Charlotte - Atlanta...114-104
Orlando - Washington..105-88
76ers - New Jersey....107-105
GoldenState Milwaukee..l20 114
SASpurs- Portland.....119-93
Sacramento - Indiana.112-102
LA Clippen; - Phoenbc.111-87
íltwAMSw
helgarinnar
sjá bls. 23