Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1991, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1991, Qupperneq 32
—(=■ F R ÉTTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta- í DV, greiðast 3.000 krónur. skotum allan sólarhringinn. ■-.= Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1991. Búnaðarbanki: Tekurforystu í vaxtalækkun Bankaráð Búnaðarbankans hefur ákveðið að lækka nafnvexti eftir helgina um 1,75 til 2 prósent að jafn- aði. Með þessu skrefi hefur bankinn tekið forystuna í vaxtalækkun, en sparisjóðirnir hafa til þessa leitt vaxtalækkunina. Enn eiga aðrir bankar og sparisjóð- ir möguleika á að bregðast við lækk- un Búnaðarbankans og lækka líka eftir helgi. Forvextir á víxlum Búnaðarbanka fara úr 17,5 í 15,5 prósent og algeng- ustu nafnvextir á almennum skulda- bréfalánum fara úr 18,25 í 16,25 pró- sent. -JGH Ófrosnirkjúkl- ingaríbúðum „Ég veit ekki hvort byrjað er að selja ófrosna kjúkhnga í okkar búð- um en meiningin hefur verið að gera það. Ófrosnir kjúkUngar hafa verið seldir um nokkurt skeið hjá sam- keppnisaðilum okkar, Miklagarði og Fjarðarkaupum. Fyrr á árinu báöum við munnlega um heimild til að selja *^ófrosna kjúklinga en var hafnað. Banni við sölu ófrosinna kjúklinga er hins vegar ekki framfylgt annars staðar og getur því ekki bara gilt um Hagkaup," sagði Jón Ásbergsson, forstjóri í Hagkaup, við DV. Þegar er farið að selja ófrosna kjúklinga í matvöruverslunum hér á landi. Samkvæmt lögum er það ekki leyfúegt. Sömu reglur gilda í Noregi en í Danmörku geta neytendur keypt ófrosna kjúklinga í verslunum. „Ef öll framkvæmd við vinnslu og sölu kjúklinganna er snyrtileg og fylgir settum reglum þá er alls ekki hættulegt að selja þá ófrosna," sagði ~ Olíusölubann á Júgóslavíu Utanríkisráðherrar Evrópubanda- lagsins ákváðu á fundi í Róm í morg- un að beita efnahagslegum refsiað- gerðum gegn J[úgóslavíu og fóru fram á það við Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna að setja olíusölubann á landið. í yfirlýsingu frá ráðherrunum tólf sagði að friðarráðstefnu EB um Júgóslavíu yrði fram haldið þrátt fyrir stöðug vopnahlésbrot. EB ógilti samstundis alla samninga um verslun og samvinnu við Júgó- 7«lavíu en þeim möguleika var haldið opnum að veita fjárhagsaöstoö þeim lýðveldum sem væru fylgjandi frið- arviðleitni bandalagsins. Reuter LOKI Þeirhafa ætlaðað nota afraksturinn til að borða fyrir. Strandar á fæðis- penmgum sjomanna á f rídögum þeirra verkfall farmanna skellur á í dag Verkfall háseta á kaupskipum skeEur á klukkan 13 í dag. Sátta- fundur í kjaradeilunni stóð í alla nótt. Um sexleytið í morgun lagði ríkissáttasemjari fram sáttatillögu. Ekki náðist samkomulag um hana. Sáttafundi var því slitið um átta- leytið í morgun. Boðað verkfall kemur því til framkvæmda upp úr hádegi í dag. Fundur í farmannadeilunni hófst klukkan 17 í gær. Samninganefiid kaupskipautgerðanna kvaðst geta fallist á innanhússtillögu ríkis- sáttasemjara sem lögð var fram i morgun. Farmenn höfnuðu henni hins vegar alfarið. Því þótti ekki lengur ástæða til að halda fundi áíram. Eina atriðið sem strandaði á í viðræðunum var krafa farmanna um að fá greidda fæðispeninga á frídögum. Þeirri kröfu hafa kaup- skipaútgerðirnar hafnað. „Þetta þýöir að útgerðirnar myndu borga þeím fæðisstyrk þá daga sem þeir borðuðu heima hjá sér,“ sagði Þórarínn V. Þórarins- son, ffamkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambands íslands, við DV í morgun. „Okkur þykir það með ólikindum að verið sé að lama samgöngur við útlönd og tefla útflutningshags- munum okkar Islendinga í tvísýnu af því að forystumenn 150 manna hóps kýs að setja fram kröfu um þaö að fá styrk til að greiða fæði á frídögum sem þeir taka heima hjá sér. Ég held að þetta atriði hljóti að koma til endurskoðunar. Ég trúi ekki að Sjómannafélagið standi á þvi." Guðlaugur Þorvaldsson ríkis- sáttasemjari sagðist boða fund í deilunni eftir hálfan mánuð, nema annar hvor aðila óskaði eftir viö- ræðum fyrir þann tima. -JSS Lögreglumenn brugðu á leik og stigu dansspor útbúnir reykköfunartækjum á slökkvistöðinni í Reykjavík í gærkvöldi. Slökkviliðið er þessa dagana með lögreglumenn í kynningu á útbúnaði sjúkra- og slökkvibíla. Á myndinni eru Helgi Scheving, varðstjóri hjá slökkviliðinu, lengst til vinstri, og Friðgerður Jónsdóttir lögreglukona og Stefán Tryggvason lögreglumaður í grímu- og súrefni- skútadansi. DV-mynd S Veðrið á morgun: Hlýnar þegar líður á daginn Á morgun verður suðlæg átt og snjókoma eöa slydda um tíma í fyrramálið sunnanlands og vest- an en síðan rigning. Bjart veður veröur austantil á landinu fram- an af degi en þykknar síðan upp. Smám saman hlýnar, fyrst vest- antil á landinu. Össur Skarphéðinsson: Kvótaleiga er til athugunar „Það er yfirlýst stefna þessarar rík- isstjórnar að taka sjávarútvegsstefn- una til gagngerrar endurskoðunar. Hvað svo sem sjávarútvegsráðherra segir þá verður kannað mjög gaum- gæfilega hvort kvótaleiga sé ekki hagkvæm fyrir sjávarútveginn og þjóðina,“ segir Össur Skarphéðins- son, formaður þingflokks Alþýðu- flokksins, í tilefna ummæla Þor- steins Pálssonar á aðalfundi LÍÚ í gær. Þar kallaði hann talsmenn kvótaleigu hina nýju skattheimtu- menn í slands og ásakaði þá um þekk- ingaskort og tilfinningasjónarmið. Að sögn Össurar hefur það nú þeg- ar komið í ljós að kvóti hefur skipt um hendur fyrir milljarða króna í viðskiptum óskyldra aðila í útgerö. Það eitt afsanni í raun þá staðhæf- ingu útgerðarmanna að þeir hafi ekki efni á að greiða gjald fyrir veiði- leyfi. Hann segir það ekki til umræðu að skella kvótaleigu fyrirvaralaust á útgerðina heldur hægum skrefum og yfir eitthvert árabil. -kaa Játuðu smygl á 570 IHrum af áfengi Þrír skipverjar á Skógafossi hafa viðurkennt smygl á um 570 litrum af áfengi og 34.000 vindlingum sem fundust í Sómabáti í höfninni í Stál- vík. Lögreglan sá bátinn leggja frá höfninni í Kópavogi í fyrrakvöld. Tollgæslan fór síðan á vettvang að höfninni í Stálvík en þá var báturinn kominn þangað. Stjórnandi hans var hins vegar horfinn og kom ekki á staðinn. Að sögn Gísla Pálssonar lögreglu- fulltrúa fékk Rannsóknarlögregla ríkisins málið í hendur í gær. Þrír skipverjar af Skógafossi, skipi Eim- skipafélags íslands hafa gefið sig fram. Þeir viðurkenndu hjá RLR að hafa falið góssið í vélarrúmi skipsins en síðan sett smyglið í sjóinn við Garðskaga. Þar átti báturinn að vitja smyglsins. Skógafoss var að koma úr siglingu frá Bandaríkjunum. Áfengið var vodka og gin í á fiórða hundrað 1,75 lítra flöskum. Maður- inn á bátnum hefur ekki verið yfir- heyrður ennþá. -ÓTT Eldurírúmi Lögregla og slökkvihð voru kölluð aö íbúð í Stóragerði í gærkvöld. Hafði eldur kviknað í rúmi manns og log- aði glatt þegar að var komið. Fljót- lega tókst að slökkva eldinn en mað- urinn var fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. -hlh Laugardaga 10-17 Sunnudaga 14-17 TM-HÚSGÖGN SÍÐUMÚLA 30 SÍMÍ 686822

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.