Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1991, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1991. Utlönd Frumstæðurætt- bálkurkemurí leitirnar Áöur óþekktur ættbálkur, sem hvorki notar verkfæri né eld, hefur fundist í afskekktu héraði í Indónesíu, Embættismaður í héraöinu Ir- ian Jaya sagðí að menn af Keu- ættflokknum klæddust aðeíns reðurhylkjum og ráfuðu um nær- liggjandi hæðir og lifðu á villtum plöntum. Tahð er að ættbálkur- inn hafl upprunalega búið við ströndina en verið hrakinn inn í land af öðrum ættbálkum. Irian Jaya héraðið er ektó að fullu kannað. Ööru iiveiju hafa nýir ættbálkar uppgötvast þar. ísinn blómstrar Góða veðrið í sumar og samein- ing þýsku ríkjanna varð til þess að neysla rjómaíss jókst um 15 prósent fyrstu átta mánuðí árs- ins. Hver Þjóðverji borðaöi að með- altali 67 ísa á tímabilinu. fbúar í austurhluta landsins borðuðu mun meira en frændar þeirra í Vestrinu. Réuter Líf ið í Dubrovnik er eins og í víti Dantes Carrington lávaröur, sáttasemjari Evrópubandalagsins, fer í nýja frið- arferð til Júgóslavíu í dag til að ræða beiðni um að alþjóðlegt friðargæslu- lið verði sent til Króatíu þar sem átök hafa staðið yfir í fjóra mánuði. Vestrænir stjórnarerindrekar sögðu að Carrington mundi ræða við forseta Serbíu og Króatíu hvorn í sínu lagi til að reyna að stöðva bar- dagana milli sambandshersins, sem er undir stjórn Serba, og króatískra varðliða. Borgarstjóri Dubrovnik sagði í við- tali við breska sjónvarpið í gærkvöldi að vopnahlé ætti að taka gildi á há- degi að staðartíma í dag. í frétt BBC kom fram að borgarstjórinn hefði fengið tilkynningu þess efnis frá króatískum stjómvöldum og yfir- mönnum sambandshersins. „Við verðum að sjá hvað gerist," sagði Poljanic borgarstjóri og minnti á að fyrri’vopnahlé heföu ekki haldið. Haröir stórskotaliðsbardagar og linnulaust sprengjuregn í fimm daga hafa valdið miklum usla í ferða- mannabænum Dubrovnik við Adría- haflð og Vukovar við Dóná sem er við það að falla í hendur sambands- hernum. En Króatar strengdu þess heit í gær að halda áfram að berjast. „Króatar munu halda áfram að verja Dubrovnik með öllum tiltæk- um ráðum,“ sagði í yfirlýsingu leið- toga Króatíu eftir fund þeirra í Zagreb. „Enginn fótur er fyrir þeim orð- rómi að Króatía ætli að semja um einhvem hluta lands síns. Þetta á sérstaklega við Vukovar og Dubrovnik." Eldar loguðu í höfninni í Dubrovn- ik í gær eftir harðar sprengjuárásir VIRÐISAUKASKATTUR Endurgreiðsla virðisaukaskatts til íbúðarbyggjenda Hvað er endurgreitt? Virðisaukaskattur af vinnu manna við íbúðarhúsnæði er endurgreiddur: • Byggjendur íbúðarhúsnæðis geta fengið endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem þeir greiða vegna vinnu manna á byggingarstað hússins. •Eigendur ibúðarhúsnæðis geta fengið endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem þeir greiða vegna vinnu manna vfð: viðhald og endurbætur ibúðarhúsnæðis síns. • Þeir sem framleiða íbúðarhús í verk- smiðju hér á landi geta fengið endur- greiddan hluta virðisaukaskatts af söluverði húsanna. Sérstaklega skal tekið fram að hvorkýer endurgreiddur virðisaukaskattur vegn'a tækjavinnu né af efni sem notað er til byggingarframkvæmda. Endurgreiðslubeiðni Sækja skal um endurgreiðslu á sér- stökum eyðublöðum til skattstjóra í því umdæmi sem umsækjandi á lögheimili. Eyðublöðin eru: •RSK 10.17: Bygging íbúðarhúsnæðls til sölu eða leigu. •RSK 10.18: Bygging, endurbætur og viðhald íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Athygli skal vakin á því að frumrit sölureiknings skal fylgja umsókn um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna endurbóta og viðhalds. Vegna ný- byggingar verður umsækjandi að geta lagt fram umbeðin gögn, t.d. sölu- reikninga þar sem skýrt kemur fram hver vinnuþátturinn er og að vinnan sé unnin á byggingarstað. Uppgjörstímabil Hvert uppgjörstímabil ertveir mánuðir: janúar og febrúar, mars og apríl, maí og júní, júlí og ágúst, september og október, nóvember og desember. Skiladagur Endurgreiðslubeiðni skal berast skatt- stjóra fyrir 15. dag næsta mánaðar eftir að uppgjörstímabili lýkur. Hvenær er endurgreitt? Hafi beiðni um endurgreiðslu verið skilað á tilskildum tíma skal endur- greiðslan fara fram eigi síðar en 5. dag næsta mánaðar eftir skiladag vegna nýbygginga og eigi síðar en 20. dag næsta mánaðar eftir skiladag vegna endurbóta og viðhalds. RSK RIKISSKATTSTJÓRI sambandshersins og vörpuðu appel- sínugulum bjarma á 600 ára gamla virkisveggina. Þykkur reykur steig upp af hálfsokknum skipum. Þegar kvölda tók, glampaði eldur á styttu. heilags Blaise, verndardýrl- ings Dubrovnik, fyrir framan sam- nefnda kirkju. „Ef Dante væri á lífi nú mundi hann kalla víti sitt Dubrovnik," sagði Josko Jelavic, blaðamaður í Dubrovnik. Reuter Öll tiltæk flutningatæki eru notuó til að flytja íbúa á brott frá stríðshrjáðum svæðum Króatíu. Hér flytur júgóslavneskur hermaður serbneska konu á brott frá Vukovar í hjólbörum. Sambandsherinn hefur setið um Vukovar í ellefu vikur og er borgin að falli komin. Simamynd Reuter Friðarviðræður fyrir Mið-Austurlönd: Ráðstef na í desember James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vinnur nú að því að koma saman nýrri ráðstefnu fyrir Mið-Austurlönd í byrjum desember. Ætlunin er að sömu aðilar og sátu friðarráðstefnuna í Madrid verði boðaðir og er hugmyndin að funda í Evrópu þótt enn sé óvíst hvar. Á ráðstefnunni á sérstaklega að ræða um takmörkun vígbúnaðar, skiptingu á vatnsbólum, verslun? skipti á föngum og umhverfismál. Þessi ráðstefna yrði haldin óháð því hvort ísraelsmenn ræði við einstök ríki araba áður. Ekki er ætlunin að þessi ráöstefna fjalli beinlínis um framtíð Palestínu- manna eða friðarsamninga milli ísraelsmanna og araba heldur að leysa ýmis deilumál þessara þjóða áður en raunverulegar friðarviðræð- urgetahafistfyriralvöru. Reuter Sænsku verkalýðsleiðtogamir í Eistlandi: Tveir ungir menn sekir um morðin Dómstóll í Tallinn í Eistlandi hefur dæmt tvo unga merin í 14 og 15 ára fangelsi fyrir að myrða sænsku verkalýðsleiðtogana Bertil Whinberg og Ove Fredriksson í borginni á síð- asta ári. Málið þykir að fullu upplýst. Þrjár konur, sem voru viðriðnar það, voru allar dæmdar í fárra mánaða fang- elsi fyrir aðild að ráni eri: sannað öTíi þótti að mennirnir hefðu barið Sviana svo að þeir biðu bana af. Konurnar þrjár komust upphaflega í kynni við verkalýðsleiðtogana á skemmtistað í borginni. Eftir það var farið í leigubíl um borgina þar sem Eistlendingarnir tveir komu til sög- unnar. Talið var að fólkið hefði haft rán en ekki morð í huga. TT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.