Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1991, Blaðsíða 12
.12 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HORÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn. skrifstofur, auglýsingar. smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift. ÞVERHOLTI 11.105 RVÍK. SiMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot. mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Eigi skal gráta Það er engum blöðum um það að fletta að frestun á álversffamkvæmdum er gífurlegt áfafl fyrir íslendinga. Sú frestun er ótímabundin en það kæmi ekki á óvart þótt álverið væri endanlega úr sögunni. Það er að minnsta kosti mikil glámskyggni að halda að við getum lifað í voninni í heilt ár og haldið að okkur höndum á meðan. Heilt ár er langur tími og við höfum ekki efhi á að bíða eftir einhverju sem kannski verður og kannski ekki. Sannleikurinn er sá að við höfum beðið alltof lengi og það er meðal annnars skýringin á því að álversfram- kvæmdir eru ekki hafnar nú þegar. Sá afturkippur, sem komst í máhð þegar stjóm Landsvirkjunar þvældist fyrir samningaáætlun iðnaðarráðherra í fyrrahaust, á eftir að reynast dýrkeypt. Meirihluti Landsvirkjunar- stjómar þóttist þuifa tíma til að skoða máhð en í reynd var þar aðeins póhtískur skohaleikur á ferðinni og það er kaldhæðni örlaganna að fyrir þeim hráskinnaleik stóð núverandi forsætisráðherra. Það kemur hans eigin ríkisstjóm í koh. Raunar em þau póhtísku strákapör ekki þau einu sem hafa gert okkur lífið leitt. í hehan áratug komust aftur- haldsseggir Alþýðubandalagsins upp með að tefja og fresta öhum áformum um stóriðjusamninga og á meðan hafa stórfljótin fahið th sjávar óbeisluð og orkan ónýtt. Póhtík, flokkadrættir og smásálarskapur hafa staðið framförum fyrir þrifum hér á landi. Hér er ekki við útlendinga.að sakast heldur okkar eigin skammsýni og hælbit. Þegar sá veruleiki blasir við að álver er ekki í augsýn í bráð rennur það upp fyrir flestum hvers konar aftur- kippur það er fyrir efnahag og afkomu þjóðarinnar. Það getur varla hlakkað í nokkrum manni, vegna þess að þetta er ekki áfah fyrir ríkisstjóm heldur þjóðarbúið aht. Fuhtrúi Kvennalistans og sjálfsagt nokkrir einfarar aðrir taka þessum tíðindum fagnandi en það verður ekki skýrt öðmvísi en að þær raddir séu á sérstakri eyðimerkurgöngu. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra hefur verið gagn- rýndur fyrir einstefnu í þessu máh. Honum er kennt um að hafa haldið málinu th streitu í krafti óraunsærr- ar bjartsýni. Sú gagnrýni er ekki að öhu leyti sann- gjöm. Iðnaðarráðherra hefur gert það sem í hans valdi hefur staðið th að koma mönnum í skilning um mikh- vægi stóriðjunnar. Straumhvörfin í heimsmálunum em ekki hans sök. Auðvitað em þessi málalok mikið reiðarslag fyrir Jón Sigurðsson eftir aht erfiðið undanfarin ár, ekki aðeins við að ná samningum við hina erlendu viðsemjendur heldur ekki síður að lempa öfundarmenn og óvhdar- mennina hér heima. Það er ástæðulaust að leggja árar í bát. Það er ekki Jóni hkt. Hið jákvæða við þessa stöðu, sem upp er kom- in, er að augu þjóðarinnar hafa opnast fyrir þeirri þýð- ingu og nauðsyn að stóriðja rísi í tengslum við íslenska orkuframleiðslu. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Menn hljóta að læra af mistökunum. Nú hljóta menn að sjá fánýti þess og ábyrgðarleysi að leggja steina í götu góðra mála. Hættan er sú að þjóðin leggist í þunglyndi og svart- sýnin nái tökum á íslandi. En neyðin kennir naktri konu að spinna og nú er lag th að nýta afla betur og auka framleiðni. Nú er tækifæri th að hta th annarra átta í stóriðjumálum, jafiit sem öðrum framleiðslugrein- um. Nú þarf að telja kjark í þjóðina. Nú þarf forystu. Ehert B. Schram MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1991. . segir m.a. i grein Guðmundar. Alit Læknafé- lags Reykjavíkur I fréttabréfi lækna birtist nýlega álit starfsneftidar Læknafélags Reykjavíkur um heilbrigðisþjón- ustu á höfúðborgarsva?ðinu. í aðfararorðum segir Högni Ósk- arsson, formaður félagsins, að til- lögumar hafi fengið umfjöllun og samþykkt stjómar LR og með- stjómar og segir síðan: „er því fædd stefna félagsins um heildai-skipu- lag heilbrigðisþjónustu á höfuð- borgarsvæðinu". Ber því að líta á álitið sem stefnu Læknafélags Reykjavíkur i þessum málum. Ástæða er til að fagna þessu framtaki LR. Mörgum hefur þótt læknar furðu tómlátir um skipulag heilbrigðisþjónustimnar. í hópi lækna em margir afburða- menn, en sjálfsagt hamlar mikið starf og langur vinnudagur því, að læknar láti meira til sín taka á þessu sviði. Þar, sem ég þekki best til, þ.e. hjá Ríkisspítölunum, nýtur fjölmargra hæfra lækna við, þegar ákvarðanir þarf að taka. En markviss stefnu- mörkim fiá félagsskap lækna hefur ekki verið jafhumfangsmikil og flestir hefðu viljað sjá. Auðvitaö þekkja læknar heil- brigðisþjónustuna manna best og em mjög hæfir til þess að fjalla um hana. Hins ber þó að gæta að sjón- arhomið verði ekki of þröngt, of faglegt og akademískt, því sviðið er afar margþætt og margslungið. Áht Læknafélagsins er vel unnið og athyglisvert Reyndar segir Högni í aðfararorðunum um stefn- una að hér sé um að ræða „skref, ekki skref að lokamarkmiði, heldur skref inn í frjóa umræðu og bar- áttu, sem stefiíir að skilvirkari heil- brigðisþjónustu...“ Sjúkrahús í Reykjavík Allan þann tíma, sem ég hefi starfað að sjúkrahúsmálum, hefur staðið í mér, hversu mæla skuh afköst sjúkrahúsa. Hvemig mæla menn gæði þjón- ustu eða fremleiðni. Boriö saman við önnur „fýrirtæki“ verður erfitt að festa hendur á þessum „venju- bundnu hugtökum". Fjöldi legu- daga, fjöldi útskrifaðra sjúklinga, fiöldi aðgerða, fjöldi rannsókna o.sírv., aht gefúr þetta takmarkaða hugmynd um afköst. Ríkisspítal- amir glima við að koma á fram- leiðnikerfi. Það er mikið starf og árangur kann að orka tvímælis. Áht LR mælir með því að í Reykjavík verði tveir „nokkuð jafngildir" spítalar. í áhtinu segir og: „þá er nauðsynlegt að fagleg samkeppni sé til staðar í hinum viðameiri greinum læknisfræðinn- ar“. Hér skiptir auðvitað meginmáli, hvað oröin þýða. Með því að leggja þessi tvö atriði sáman, kemst ég að KjaUarinn Guðmundur G. —- Þórarinsson verkfræðingur þeirri niðurstöðu, að LR vilji hafa í Reykjavík tvö svipað stór sjúkra- hús og milh þeirra ríki samkeppni. Fagleg samkeppni þýðir sam- keppni um gæði og þjónustu, þ.e. meðal annars um tæki og hæfa lækna. Þama er einn meginvandi samkeppni í heilbrigðisþjónustu. Þeir sem þjónustima fá og þeir sem hana veita, vilja auka hana og hafa sem besta. Sá sem greiðir, ríkið, er langt í burtu. Þetta væri að mínu mati óskyn- samlegt. Þetta gengur þvert á stefnu heilbrigðisráðherra, sem gerir ráö fyrir að samhhða samein- ingu Landakots og Borgarspítala verði framkvæmd skýr verkaskipt- ing milh þessara tveggja spítala, sem þannig myndast. Þetta gengur þvert á áht hollensku ráðgjafanna, sem Ríkisspítalar réðu, en þeir töldu ekkert hættulegra fyrir sjúkl- inga hér og íslenska skattgreiðend- ur en tveir svipað stórir spítalar í samkeppni. Fagleg samkeppni í viðameiri greinum læknisfræðinnar þýðir tvöfalt kerfi eða meira. Samkeppni, ekki síst fagleg, á rétt á sér víða innan læknisfræð- innar. En margar spumingar vakna þegar talað er um nauösyn faglegrar samkeppni innan viða- meiri greina læknisfræðinnar. Læknafélag Reykjavíkur er að hluta kjarafélag og sjónarmið mót- ast nokkuð af því. Háskólaspítali í áhtinu er ein meginniðurstaða sú að Landspítahnn verði gerður að háskólaspítala. Þar segir reyndar: „Eiginlegt há- skólasjúkrahús er undir stjóm við- komandi háskóla...“ Þetta ber því að skhja sem ósk um að Háskólinn taki við stjóm Landspítalans. Þar sem ég þekki til í nágranna- löndum okkar stjóma háskólar ekki sjúkrahúsum. Fróðlegt væri að vita hve margir háskólaspítalar em á Norðurlöndum. Læknisfræðilegur forstjóri getur verið gott mál. Á Ríkisspítölum er t.d. hjúkrunarforstjóri og hhðstætt gæti verið æskilegt að hafa læknis- fræðilegan forstjóra. Rekstur stórs sjúkrahúss er margþættur og þar geta oft nýst betur aðrir þættir en læknisfræði- legir. Læknanám verður og æ sér- hæfðara. Á Ríkisspítölum em læknar stjómendur hinna ýmsu sviða og áhrif þeirra á stjóm spítal- ans em mikh þar sem þeir sitja stjómarfundi með málfrelsi og til- lögurétti. Þar situr og forseti læknadehdar háskólans. Margir sviðsstjóranna em jafnframt pró- fessorar og tengist stjóm spítalans og kennsla því æði sterkt. Þannig era læknisfræðhegir fram- kvæmdasfjórar 7 á Ríkisspítölun- um. Eftir miklar umræður um stjóm- kerfið varð niðurstaðan sú að hafa þá 7. Nú er stundum rætt um að fækka þeim í fjóra. Mér verður reyndar oft hugsað th þeirra miklu krafna sem gerðar em th þeirra prófessora sem jafn- framt stjóma dehdum stórra spít- ala. Vel þarf að takast th að sameina í einum manni kennsluhæfileika, rannsóknahæfileika og stjómunar- hæfheika, aö ekki sé minnst á þrek og vhjastyrk sem þarf th að sinna þessu öhu vel. Vafalaust gefst síðar thefni og tækifæri th að fjaha nánar um stefnu Læknafélags Reykjavíkur. Ég tek undir orð formannsins að umræða um þetta áht er nauðsyn- leg og hún þarf að vera bæði gagn- rýnin og hvetjandi. Guðmundur G. Þórarinsson „Læknisfræöilegur forstjóri getur ver- ið gott mál. Á Ríkisspítölum er t.d. hjúkrunarforstjóri og hliðstætt gæti verið æskilegt að hafa læknisfræðileg- an forstjóra.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.