Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1991, Blaðsíða 15
14 MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1991. MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1991. 27 íþróttir íþóttir Jón Hjaltalín Magnússon, form. HSI, segir skuldir sambandsins um 43 miUjónir. HSI gjaldþrota án aðstoðar frá ríkinu: Bekkjarbróðir f ormannsins bjargaði keppnisferðinni „Alveg öruggur um að HM1995 fer fram á íslandi,“ segir Jón Hjaltalín. Kópavogsbær bíður átekta Þrátt fyrir gífurlegar skuldir HSÍ er nú Ijóst að íslenska landsliðið í handknattleik kemst á alþjóðlegt mót sem fram fer í Ungverjalandi á næstu dögum. Gamall skólafélagi og bekkj- arbróðir Jóns Hjaltalíns, formanns HSÍ, Þorkell Stefánsson, framkvæmdastjóri Raftækja- verslunar íslands, hefrir hlaupið undir bagga með HSÍ og ákveðið að greiða ferðakostnað landsliðsins til Ungverjalands. Ef þessi óvænti stuðningur fyrirtækisins, um ein milljón króna, hefði ekki borist HSÍ á síðustu stundu hefði landsliðið ekki farið á mótið. Jón Hjaltalín sagði í gær á blaða- mannafundi HSÍ um skuldir sam- bandsins: „Langtímaskuldir HSÍ í dag eru um 18 milljónir og skamm- tímaskuldir um 25 milljónir. Samtals eru þetta 43 milljónir. Við erum í mjög góðu sambandi við alla okkar lánardrottna en samtals eru þetta um 100 aöilar. Hér er um aö ræða banka og hina og þessa aðila. Við hofum ekki enn heyrt viðbrögð frá ríkis- stjóminni varðandi fyrirgreiðslu frá ríkinu og erum satt að segja orðnir langeygir eftir svari. Við höfum reynt að ná sambandi við ráðherra tvisvar til þrisvar á hveijum degi undanfarið en án árangurs." Engin aðstoð ríkisins = gjaldþrot HSí Þórður Sigurðsson, ritari HSÍ, sagði í gær að ef ekki kæmi til aðstoð frá ríkinu varðandi skuldastöðu HSÍ, væri ljóst að skrifstofu HSÍ yrði lok- að, með öðrum orðum að sambandið yröi gjaldþrota. Þorbergur Aöal- steinsson landshðsþjálfari sagði óþo- landi aö starfa við þetta ástand. HSÍ hefur ekki getað staðið við skuld- bindingar gagnvart leikmönnum landsliðsins og þeir hafa ekki fengið greitt vinnutap né dagpeninga frá því í vor. Mjög brýnt er að HSÍ fái skjót svör frá ríkisstjóminni á allra næstu dög- um og fram kom á fundinum að fjár- hagsleg staða HSÍ er þegar farin að skaða undirbúning landsliðsins íyrir B-heimsmeistarakeppnina sem fram fer í Austurríki eftir fjóra mánuði. Geta má þess að formaður HSÍ sagði í gær að kostnaður HSí í dag vegna HM 1995 væri kominn vel ySr 20 milljónir. „Alveg öruggur um að HM verður haldið áíslandi" Á blaðamannafundi HSÍ í gær var einnig rætt um HM 1995 og byggingu fjölnota sýningarhúss fyrir keppnina. „Ég er alveg öruggur um að keppnin fer fram hér á landi og fjölnota sýning- arhús verður byggL Það hefur enginn talað mn handboltahöll heldur fjölnota sýningarhús og aUs ekki handbolta- höll fyrir einn leik,“ sagði Jón Hjaltal- ín. Og hann bættí við: „Það er verið að vinna á fullu í þessum málum, fara yfir teikningar og gera kostnaðaráætl- un. Þegar niðurstöður liggja fyrir munu fulltrúar í tækninefnd IHF koma hingað til lands til viðræðna um okkar niðurstöður og tillögur. Bjartsýni min á að fjölnota hús verði byggt hefur aukist á síðustu dögum. Menn eru að komast niður á jörðina og gera sér grein fyrir því að umrætt hús verður til ýmissa hluta nytsamlegt og alls ekki býggt fyrii' einn handboltaleik." Hætt við HM 1995 gegn fyrirgreiðslu ríkis? Þegar Jón Hjaltalín var spurður að því í gær hvort fram hefði komið hugmynd þess efhis að rikisstjórnin greiddi úr fjárhagserfiðleikum HSÍ gegn því að sambandið hættí við að halda HM á íslandi 1995, sagði hann: „Við höfum ekki fengið formlegt tilboð frá ríkis- stjómi varðandi þessi mál. Það er ver- ið að vinna að því hörðum höndum að HM fari fram hér á landi og innan framkvæmdastjómar og sambands- stjómar HSÍ er fullur einhugur um það aö HM skuh fara fram hér á landi 1995. Þess má geta að væntanleg er áskomm frá öllum núverandi landsliðsmönnum íslands og mörgum fyrrverandi líka þar sem skorað er á ríkisstjómina að standa við gefin loforð varðandi bygg- ingu fjölnota íþróttahúss fyrir HM.“ Kópavogsmenn ákváðu að fresta ákvörðun í gær ákvað bæjarstjóm Kópavogs að fresta því að taka ákvörðun tíl tilboðs ríkisstjómarinnar sem fól í sér 10 milljón króna greiðslu til bæjarins vegna útlagðs kostnaöar viö undirbún- ing við byggingu húss í Kópavogi, ef Kópavogur hætti við að byggja marg- umtalað fjölnota hús. Því er Ijóst, að Kópavogur er ekki úr sögunni varð- andi byggingu hússins. Rétt er að taka fram að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um 300 milljóna króna hlut í bygging- arkostnaði fjölnota íþróttahallar, um 340-350 milljónir á núvirði, er bundin því að húsið rísi í Kópavogi. „Stefnum ákveðið á verðlaunasæti 1995“ Engan bilbug var að finna í gær á Jóni Hjaltalín Magnússyni, formanni HSÍ. „Við stefnum að góðum árangri í heimsmeistarakeppninni hér á landi 1995 og markvisst verður unnið að uppbyggingu landsliðsins fram að þeim tíma. Við stefnum á verðlauna- sætí og ég er bjartsýnn á að sú spá rætíst. Þess má geta að meðalleikja- fjöldi leikmanna í landshðinu 1995 verður um 250 landsleikir," sagði Jón Hjaltahn og gánmgar á fundinum í gær sögðu koma til greina aö veita Jóni Hjaltalín bjartsýnisverðlaun Bröstes. Oþolandi biðstaða í raun hefur ekkert gerst í málum HSÍ síðustu dagana eða vikumar. Hvorki varðandi fjárhagsstööu sambandsins né í óvissunni um hvort HM fer fram hér á landi 1995 eða ekki. Hjá HSÍ bíða menn í spennitreyju eftír viðbrögðum ríkisstjómarinnar varðandi peninga- málin. Varðandi það hvort af byggingu fjölnota íþróttahahar verður eða ekki kom það fram á fundinum í gær hjá Jóni Hjaltalín að ístak hefði ljáð máls á því að byggja fjölnota hús fyrir rnn 420 mihjónir. Hvort af því verður eða hvort HSÍ og HM1995 „lifa af ‘ umræðu og ákvarðanir næstu daga, kemur í ljós. Lokaorðin á Jón Hjaltalín Magn- ússon en hann sagði þetta þegar hann var beðinn að rökstyðja þau ummæh sín að hann væri ömggur um að HM 1995 færi fram hér á landi: „Við skulum bara bíða og sjá hver hefur rétt fyrir sér að lokum." -SK Nauðungaruppboð Nauðungaruppboð, þríðja og síðasta, á fasteigninni Þorsteinsgötu 4, Borg- amesi, þingl. eign Guðbrands Geirssonar, fer fram á eigninni sjálfri mánudag- inn 18. nóvember nk. kl. 13.15. Uppboðsbeiðendur eru Skúli J. Pálmason hrl., Sigurður I. Halldórsson hdl., Jóhann Pétur Sveinsson hdl., Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl., Jón Egilsson hdl., RóbertÁmi Hreiðarsson hdl., Borgar- nesbær, Landsbanki íslands, Fjárheimtan hf. og Gísli Kjartansson hdl. Setuuppboðshaldarí í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, Jón Finnbjömsson Nauðungaruppboð á eftiiialinni eign fer fram í skrif- stofu embættisins á neðangreind- um tíma: Ægisbraut 13, þingl. eigandi ísblik hf., íostudaginn 15. nóvember 1991 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru Akra- neskaupstaður Lögmannsstofan Kirkjubraut 11 og Sigríður Thorlacius hdl. BÆJARFÓGEHNN Á AKRANESI Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum eignum fer fram í skrifstofu embættisins á neðan- greindum tíma: Einigrund 8,03.01, þingl eigandi Erl- ingur Smári Rafiisson, föstudaginn 15. nóvember 1991 kl. 11.00. Uppboðsbeið- andi er Veðdeild Landsbanka íslands. Esjuvellir 3, þingl. eigandi Sigríkur Eiríksson, föstudaginn 15. nóvember 1991 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru Tryggingastofiiun ríkisins og Laga- stoð hf. Krókatún 5, kjallari, þingL eigandi Lífeyrissjóður Vesturlands, taL eig- andi Gróa Iindís Dal Haraldsdóttir, fostudaginn 15. nóveamber 1991 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Lögmanns- stofan Kirkjubraut 11. Mb. Isak Ak-67, þingl. eig. Guðfinnur Birgisson & Guðjón Theódórsson, fostudaginn 15. nóvember 1991 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru Jón Magnússon hrl. og Kristinn Hall- grímsson hdL Merkigerði 10, þingL eigandi Jens I. Magnússon, fostudaginn 15. nóvemb- er 1991 kl. 11.00. Uppboðsbeiðenduri eru Guðjón Armann Jónsson hdl., Lögmannsstofan Kirkjubraut 11, Hró-1 bjartur Jónatansson hrL, Lanrkhanlri Islands Fjárheimtan hf. og Veðdeild Landsbanka íslands. Jaðarsbraut 41, 02.02, þingl. eigandi Pétur Ingibeig Guðjónsson, föstudag- inn 15. nóvember 1991 kL 11.00. Upp- boðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka íslands. Merkigerði 6, efri hæð, þingl. eigandi Guðmundur Guðbjömsson, föstudag- inn 15. nóvember 1991 kl. 11.00. Upp boðsbeiðendur eru Lögmannsstofan Kirkjubraut 11, Ásbjöm Jónsson hdl. og Ólafiir Axelsson hrl. Sandabraut 6, efri hæð, þingl. eig. Guðrún Birgisdóttir & Guðlaugur J. Ragnarsson, föstudaginn 15. nóvemb- er 1991 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur em Lögmannsstofan Kirkjubraut 11, Guðjón Ármann Jónsson hdl. Lands- banki Islands og Garðar Briem hdl. Suðurgata 65, 4. hæð, þingL eigandi Óttar Einarsson, föstudaginn 15. nóv- ember 1991 kl. 11.00. Uppboðsbeiðend- ur em Veðdeild Landsbanka Islands, Lögmannsstofan Kirkjubraut 11 og Tiyggingastofnun ríkisins. Vesturgata 35, 2. hæð, þingl. eigandi Sigurður Steindór Pálsson en tal. eig- andi Heiðar Rafii Sverrisson, föstu- daginn 15. nóvember 1991 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Lands- banka íslands. Vesturgata 48, miðhæð, þingl. eigandi Haraldur Helgason, föstudaginn 15. nóvember 1991 kl. 11.00. Uppboðsbeið- endur em Óskar Magnússon hdl., Kristinn Hallgrímsson hdl., Inn- heimtumaður ríkissjóðs og Sigríður Thorlacius hdl. Vesturgata 52, efii hæð, þingl. eigandi Haraldur Helgason, föstudaginn 15. nóvember 1991 kl. 11.00. Uppboðsbeið- endur eru Veðdeild Landsbanka ís- lands, Ásgeir Þór Ámason hdl., Óskar Magnússon hdl. Innheimtumaður rík- issjóðs og Sigríður Thorlacius hdl. Vesturgata 52, neðri hæð, þingl. eig- andi Haraldur Helgason, föstudaginn 15. nóvember 1991 kl. 11.00. Uppboðs- beiðendur em Óskar Magnússon hdl., Innheimtumaður ríkissjóðs og Sigríð- ur Thorlacius hdl. BÆJARFÓGETINN Á AKRANESI Joe Harge sýndi glæsileg tilþrif í stjörnuleiknum og sigraði með glæsibrag í troðkeppninni og er það í þriðja skipti sem hann vinnur slika keppni hér- lendis. DV-mynd GS Frábær tilþrif - í stjömuleik í körfu á Akureyri Gyffi Kristjánsson, DV, Aknreyri: Það er óhætt að segja að „stórstjörnukvöldið“ í körfuboltanum, sem haldið var á Akureyri sl. fóstudagskvöld, hafi verið framúrskarandi vel heppnað. Leikurinn sjálfur var með því allra besta sem sést hefur í körfubolta hér á landi og fjölmargir áhorfendur skemmtu sér konunglega yfir tilburðunum sem á boðstólum voru. Þar sem í liðin vantaði nokkra íslenska leikmenn var gripið til þess ráðs aö „stokka liðin upp“ og reyna að hafa þau sem jöfnust í liðunum voru á annan tug útlendinga, þrír iimlendir leikmenn komu „að sunnan" og Þórsar- ar áttu 6 leikmenn. Skemmst er frá því að segja að leikurinn var hörkuspenn- andi, geysilega mikið skorað enda hittni með ólíkindum þrátt fyrir að höfuðá- herslan hafi ekki verið lögð á vömina að þessu sinni. Jonathan Bow, ÍBK, var valinn maður leiksins en hann var í sigurliðinu sem vann 143-141. Bow skoraði 36 eins og Dan Krebbs, UMFG, og Joe Harge, Þór, var með 35. í hinu liðinu var Frank Booker, Vad, með 30 stig, Krupa- tsjev frá Borgamesi með 27 og KR-ingurinn Jon Baer með 26. Þórsarar fögnuðu sigri í troðkeppninni þar sem Joe Harge vann með tilþrif- um og í þriggja stíga keppninni réð enginn við Konráð Óskarsson, sem hitti tuttugu og tvisvar á einni mínútu í úrslitunum, sem er hittni með ólíkindum. Þá var boðið upp á „troðsýningu" trúða, klappstýrur Þórs settu skemmtileg- an svip á kvöldið sem var sem fyrr sagði mjög vel heppnað og áhorfendur um 700 talsins. Sportstúfar Úrslit leikja í NBA-deildinni í körfuknattleik í fyrrinótt urðu þannig: 76ers - Milwaukee........102-99 UtahJazz - Sacramento ...106-90 LA Clippers - Indiana....106-97 FH mætlr Fram í 1. deild kvenna Fjórir leikir fiara fram í l. deild kvenna á ís- landsmótinu í handknattíeik í kvöld. Klukkan 20 leika, Stjaman-KR, ÍBK-Ármann, Valur- Grótta. Klukkan 20.15 er síöan stórleikur en þá mæta FH-stelpumar stöllum sínum úr Fram. Jón stendur sig vel i Þýskaiandi Jón Kristjánsson, sem leikur með Suhl í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik, áttí góöan leik meö liöinu sínu sem vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Suhl sigraði þá Cottbus, 23-20, og skoraði Jón 7 af mörkum Suhl. Þrátt fýrir slæmt gengi hjá Suhl hefur Jón staðið fyrir sínu. hann hefur skorað 41 mark og er í hópi 10 markahæstu Jeikmanna í þýsku úrvalsdeild- inni. Asgeir velur landsliðiö í vikunni Tveir leikmenn úr landsliðshópnum í knatt- spymu eiga við smávægileg meiðsli að strfða. Þetta er þeir Pétur Ormslev og Hörður Magnús- son. Þeir em þó.báðir á batavegi og æfa í vik- unni. íslendingar leika gegn Frökkum mið- vikudaginn 20. nóvember og er þetta síðasti leikur liðanna í undankeppni Evrópumóts landsliða. Ásgeir Elíasson hefiir verið með 16 manna hóp á æfingum hér heima og þá eru sjö atvinnumenn sem leika erlendis í hóp Ásgeirs sem tílkjmnir iandsliðshópinn í lok vikunnar. Keppir Elín í róðri í Barcelona? SSgurdur Sverriasan, DV, Akranesd: Unnið er að þvi um þessar mundir að sækja um undanþágu tíl sænskra yfirvalda til þess að 16 ára stúlka, Elín Eir Sæmundsdóttir, sem á ættir sínar að rekja tíl Akraness, geti keppt fyrir hönd Svíþjóðar í róðrarkeppni ólympíu- leikanna í Barcelona á næsta ári. Elín Eir hef- ur búið lengi í Svíþjóð og tók að æfa róður urinn 1989-1990. Hún og Sara Kroom, sem kepp- ir með henni á báti, hafa unnið allt sem hægt er að vinna i sínum aldurshópi, auk þess aö bera sigurorð af eldri keppendum í sumum tál- Knattspyrnuvöllur, 96x60 metrar, gervigras Áhorfendastæði 3fí« Veitingasala 500 bílastæði W // i ^ Grunnflötur f 7000 ,ermetrar <s=s/ c** f GOODpYEAR VETRARH JÓ LBARÐ AR Hér má sjá teikningu að nýju fjölnota höllinni sem tekin var i notkun í Bodö i sumar. Svona byggja Norðmennirnir Nú þegar mikil óvissa ríkir um það hvort HM í handknattleik fer fram hér á landi 1995 og hvort af byggingu nauðsynlegs húsnæðis verður, er ekki úr vegi að líta á það hvemig Norðmenn bera sig að við hlutína. Að vísu þurfti ekki heimsmeistara- keppni tíl er ákveðið var að reisa 7000 fermetra fjölnota íþrótta- og sýn- ingarhús í smábænum Bodö. Full- búið kostaði húsið 770 milljónir ís- lenskra króna en það var tekið í notkun fyrir nokkrum mánuðum. Grunnflötur hússins er 100x70 metr- ar og þar er því hægt að leika knatt- spymu á velli í fullri stærð. Gervi- gras er í húsinu. Áhorfendur geta flestír orðið 1500 á knattspymuleik. Flestir geta áhorfendur orðið á hljómleikum eða 9000 en reikna má með að 6-7000 áhorfendur rúmist á handboltaleikjum í húsinu. Um er að ræða stálgrindarhús en í verðinu er allur búnaður af Snustu gerð. Þarf vart að fjölyrða um hve mikila byltíngu á öllum mögulegum sviðum yrði að ræða ef viðlíka hús risi hér á landi. -SK Platini hef ur valið lið sitt - fyrir landsleikinn gegn íslandi 1E vrópukeppninni í knattspymu Michel Platini hefur valið Amara Simba í landsliðs- hóp Frakka sem mætir íslendingum í Evrópukeppni landsliða í knattspymu í næstu viku. Simba, sem fæddur er í Senegal, kemur inn í hópinn í stað Jean Pirre Papin sem er í leikbanni. Að öðm leyti er franska landsliðslið skipað sömu mönnum og sigmðu Spán- verja, 1-2, fyrir nokkrum vikum. leiki sína í riðlinum, tefla fram þessum leikmönnum gegn íslendingum: Bruno Martíni og Gilles Rousset em markverðir. Aðrir leikmenn: Manuel Amoros, Laurent Blanc, Basile Boli, Bamhard Casoni, Franck Sylvestre, Jocelyn Angloma, Didier Deschamps, Jean- Philippe Durand, Luis Femandez, Christían Perez, Eric Cantona, Christophe Cocard, Amara Simba og Pascal Vahfrua. . wSHESSBEfc ■ GOODWYEAR W 60 ÁR Á ÍSLANDI UMBOÐSMENN UM LAND ALLT HEKLA FOSSHÁLSI 27 vikum. keppninni í Svíþjóð á næsta ári og hafa unnið alla sjö m M ;V SIMI 695560 674363 144iktrar' A vs';4 ilii 111 . i ' - — ■ HlíIsF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.