Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1991, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1991. 3 Fréttir Kristinn Bjömsson, forstjóri Skeljungs: BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR HF. Ármúla 13108 Reykjavík Símar 6812 00 & 312 36 Umboðsmaðurinn hefur dreg- ið sér verulegar upphæðir „Þaö eru verulegar peningaupp- hæðir sem umboðsmaðurinn hefur dregið sér undanfarna mánuði. Við höfum þann háttinn á að við gerum fyrirvaralausar kannanir á útsölu- stöðum okkar hér og þar um landið. Síðast fór slík könnun fram í Nes- kaupstað fyrir 5 mánuðum. Þá kom ekkert óeðlilegt í ljós við rekstur söluskálans. Fjárdrátturinn hefur því átt sér stað á undanförnum fimm mánuðum," segir Kristinn Bjöms- son, forstjóri Skeljungs. Maðurinn, sem liggur undir grun um fjárdrátt, hefur verið umboðs- maður Skeljungs á Neskaupstað undanfarin fimm ár en honum hefur nú verið sagt upp störfum hjá fyrir- tækinu. Starfsmenn Skeljungs fóru austur í síðustu viku og hafa þeir farið í gegnum bókhald söluskálans auk pess sem vorutaimng netur veno framkvæmd. „Við teljum að rannsókn málsins af okkar hálfu sé lokið. Það er allt komið í ljós sem við vildum sjá,“ seg- ir Kristinn. Samkvæmt því sem hann segir hefur komið í ljós við könnun að veruleg eignamyndun hefur orðið hjá hinum grunaða á þvi tímabili sem fjárdrátturinn hefur átt sér stað, meðal annars hefur hann fest kaup á einu glæsilegasta einbýlishúsinu í Neskaupstað. Málið hafði ekki verið kært til fóg- eta eða lögreglu í gær. -J.Mar/ÓTT Söluskáli Skeljungs. Fyrrverandi umboðsmaður fyrirtækisins er sakaður um fjárdrátt. DV-mynd Hjörvar Akureyri: Safnaðfyrir nýrnavél handa Finni Eydal Gyffi Kristjánsson, DVáAkureyri: Félagasamtök og stofnanir á Akur- eyri og í Reykjavík hafa ákveðið að hrinda af stað söfnun til kaupa á nýrnavél fyrir Finn Eydal, hinn landskunna tónlistarmann á Akur- eyn. Finnur er nýmasjúklingur sem þarf að nota nýmavél þrisvar í viku en slík vél er aðeins til á Landspít- alanum í Reykjavík. Vegna þessa hefur Finnur ekki getað stundað vinnu sína við Tónlistarskólann á Akureyri og ekki annað fyrirsjáan- legt en að fjölskylda hans þurfl að flytja suður vegna þessara veikinda Finns. Zontaklúbburinn Þórunn hyrna á Akureyri, Tónhstarskólinn á Akur- eyri, Tónlistarskóli Eyjafjarðar, Lúðrasveit Akureyrar, Jassklúbbur Akureyrar og Jazzvakning í Reykja- vík hafa því ákveðið að gangast fyrir söfnun á nýrnavél sem yrði staðsett á heimili Finns á Akureyri en sér- fræðingar hans hafa mælt með slíkri ráðstöfun. Slík vél kostar á bilinu 1-1,5 milljónir króna. Jazzvakning í Reykjavík efnir til styrktartónleika þar 5. desember og aðrir slíkir tónleikar verða haldnir í Sjallanum daginn eftir. Á tónleikun- um á Akureyri koma fram m.a. Þor- valdur Halldórsson, Hljómsveit Ingi- mars Eydal, Hljómsveit Finns Eydal, Hermann Gunnarsson, Ómar Ragn- arsson, Big Band og fleiri aðilar. FJÖLSKYLDUBÍLL Á FÍNU VERÐI Lada Samara er ódýr og sparneytinn 5 manna fjölskyldubíll sem hentar vel bæði innanbæjar og í ferðalagið. Hann er léttur í stýri og þýður í akstri. Farangursrýmið má stækka til muna efaftursæti er velt fram. Lada Samara er framhjóladrifinn og er fáanlegur bæði með 1300 cm3 og 1500 cm3 vél. Hægt er að velja um 3 eða 5 dyra bíl. 2 LAOA SAMARA DREGIÐ Á MORGUN 20BIUR 30 MIUJONIR HAPPDRÆTTI OLYMPIUNEFNDAR ÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.