Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1991, Side 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991.
Viðskipti________________________________________________ dv
Aukin óþolinmæði kaupmanna vegna viðskipta í Kolaportinu:
Virðisaukaskatti stolið
beint við fætur ráðherra?
Aukinnar óþolinmæöi gætir á
meðal kaupmanna yfir viðskiptun-
um í Kolaportinu. Telja kaupmenn
að þar ílæði virðisaukaskatturinn
undan ráðherra í nokkrum mæli, ef
ekki algjörlega.
Magnús Finnsson, framkvæmda-
stjóri Kaupmannasamtakanna, segir
að þegar Kolaportið hafl verið sett á
fót fyrir nokkrum árum hafi hugsun-
in verið sú aö selja afgangsvörur á
markaðnum, eins og úr lagerum og
notaða hluti.
„Nú eru hins vegar dæmi þess að
seldur er nýr varningur í Kolaport-
inu. Jafnvel er svo komið að fluttar
eru inn vörur sem fara beint í sölu
þarna," segir Magnús.
Hann segir að í upphafi hafi ætlun-
in verið að lífga úpp á mannlifið í
miðbænum með opnun Kolaportsins.
„Krafa kaupmanna er einfaldlega
sú að allir kaupmenn þessa lands
sitji við sama borð. Við viljum að
kaupmenn í Kolaportinu noti sér-
staka kassa og strimla, svo hægt sé
að sjá nákvæmlega hver virðisauka-
skatturinn er, einnig að strangar
reglur Heilbrigðiseftirlitsins gildi
líka í Kolaportinu við sölu á græn-
meti og matvörum líkt og gerð er
krafa um í matvöruverslunum."
-JGH
Þórunn kaupir Áfanga
Útgáfufyrirtækið Farvegur hf„ sem
er í eigu Þórunnar Gestsdóttur rit-
stjóra, hefur keypt tímaritið Áfanga
af Fróða hf. Þórunn gefur út ferða-
tímaritið Farvís. Hún hyggst sam-
eina þessi tvö tímarit undir heitinu
Farvís-Áfangar.
Þórunn hefur gefið út Farvís frá
árinu 1988. Tímaritið hefur frá upp-
hafi lagt áherslu á frásagnir af mjög
sérstökum og ævintýralegum ferða-
stöðum erlendis sem innanlands.
Tímaritið Áfangar hefur hins vegar
eingöngu lagt áherslu á feröir innan-
lands. Tímaritið hefur komið út í ell-
efu ár. Sigurður Sigurðsson blaða-
maður gaf þaö fyrst út en seldi það
síðan Fróða hf.
Að sögn Þórunnar mun síðasta
tölublað Áfanga í núverandi mynd
koma út á næstu dögum á vegum
Fróða en í næsta mánuði hyggst hún
komameöfyrstuútgáfunaafFarvís- Farvís kaupir Áfanga. Magnús Hreggviðsson, aóaleigandi Fróöa, og Þór-
Áfongum. unn Gestsdóttir, ritstjóri og eigandi Farvegs hf., sem gefur út Farvís, hand-
-JGH sala kaupsamninginn.
Leiðrétting:
Pappírslausar tollskýrslur
I frétt DV um pappírslausar toll-
skýrslur á dögunum var sagt að tvö
fyrirtæki, Toyota og Póstur og sími,
hefðu tekið upp pappírslausar toll-
skýrslur og hefðu sýnt þær á sýningu
á Hótel Loftleiðum.
Þetta er ófullnægjandi frétt. Á sýn-
ingunni voru fyrirtækin Skýrr og
ísal líka með pappírslausar toll-
skýrslur.
Þá var sagt að við sendingar á
pappírslausum tollskýrslum notuðu
Toyota og Póstur og sími hugbúnað-
inn Bústjóra.
Þetta er líka ófullnægjandi frétt.
Þessi tvö fyrirtæki nota þennan hug-
búnað. Hins vegar notar ísal hug-
búnaðinn ÓpusAllt og Skýrr notar
hugbúnaðinn Tollmeistarann.
Þess má geta að fyrirtækin Hekla
hf. og Húsasmiðjan munu á næst-
unni taka upp pappírslausar toll-
skýrslur. Hekla verður með hugbún-
aðinn Alvís og Húsasmiðjan hf. með
hugbúnaðinn Birki.
-JGH
Flugleiðir:
Mikiartilfærslur
áyfirmönnum
Mikiar tilfærslur verða á næstu
mánuðum á yfirmönnum Flug-
leiða. Hans Indriðason, hótel-
sfjóri á Hótel Loftleiðum, fer til
Noregs og verður svæðisstjóri í
Noregi með aösetur í Ósló. Ekki -
hefur verið ákveðið hver tekur
við hótelstjórastarfi Hans.
Símon Pálsson, svæðisstjóri í
Noregi, fer til London og verður
svæðisstjóri yfir Bretlandi og ír-
landi.
Steinn Lárusson, svæðissljóri í
Bretlandi og írlandi, flyst heim og
tekur við starfi í söludeild félagsins.
Þá er Einar Akran, svæðissfjóri
í Lúxemborg, aö láta af störfum
vegna aldurs. Davíð Vilhelmsson,
svæðisstjórí Austurríkis, með
aðsetur í Frankfurt i Þýskalandi,
tekur við starfi hans í Lúxem-
borg. Davíð verður áfram með
Austurríki á sinni könnu.
Þá hefur Elísabet Hilmarsdótt-
ir, áöur í söludeild, tekið við starfi
markaðsstjóra Flugleiöahótel-
anna, Hótel Loftleiða og Hótel
Esju. -JGH
Orka frá ís-
landi lýsir Par-
ísarborg?
íslenski blaðamaðurinn, Birna
Helgadóttir, hjá dagblaðinu Europe-
an skrifar grein á dögunum um
margumrætt mál, hugsanlegan sæ-
streng á milh íslands og Evrópu.
Þessu máli er gert hátt undir höfði
í European. Segir í grein Birnu að
orka frá íslandi eigi hugsanlega eftir
að lýsa upp hluta af Evrópu í kring-
um áriö 2000.
Þá segir að uppi séu hugmyndir um
að leggja rafstreng í hafi á milli ís-
lands og Evrópu sem muni flytja
ódýra og umhverfisvæna orku á
hverjum degi, nægjanlega mikla til
að lýsa upp stórborg eins og París.
-JGH
Iceland power pack
set to warm Europe
Grein Birnu Helgadóttur, íslenska
blaöamannsins hjá European, um
hugsanlegan sæstreng á milli ís-
lands og Evrópu.
Viðskiptin i Kolaportinu eru blómleg. Kaupmenn hafa hins vegar miklar
grunsemdir um að þar sé virðisaukaskatti stolið undan og að reglur Heil-
brigðiseftirlitsins séu þverbrotnar.
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
INNLAN överðtryggð ' ' ' '
Sparisjóösbœkur óbundnar 3,5-4 Allir nema Sparisjóð r
Sparireikningar
3ja mánaöa uppsögn 4-6,5 Sparisjóðirnir
6 mánaða uppsögn 5-7,5 Sparisjóðirnir
Tékkareikningar, almennir 1 Allir
Sértékkareikningar 4-7 Landsbanki
VlSITÖLUBUNDNlR REIKNINGAR
6 mánaða uppsögn 3,0 Allir
1 5-24 mánaða 7-7,75 Sparisjóðirnir
Orlofsreikningar 5,5 Allir
Gengisbundnir reikningar í SDR 6,5-8 Landsbanki
Gengisbundnir reikningar í ECU 8,5-9 Landsbanki
ÓBUNDNIR SÉRKJARAREIKNINGAR
Vísitölubundin kjör, óhreyfðir. 3,25-4 Búnaðarbanki
Óverðtryggð kjör, hreyfðir 8-8,5 Sparisjóðirnir
SÉRSTAKAR VERÐBÆTUR
Vísitölubundnir reikningar 4-8 Landsbanki
Gengisbundir reikningar 4-8 Landsbanki
BUNDNIR SKIPTIKJARAREIKNINGAR
Vísitölubundin kjör 6,25-7 Búnaðarbanki
óverðtryggö kjör 10,5-11 Búnaðarbanki
INNLENDIR GJALDEYRISREIKNINGAR
Bandaríkjadalir 3,75-4,1 Sparisjóðirnir
Sterlingspund 8,25-8,8 Sparisjóðirnir
Þýsk mörk 7,5-7,8 Sparisjóöirnir
Danskar krónur 7,75-8 Sparisjóðirnir
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
OTLAN ÓVERDTRYGGÐ
Almennir víxlar (forvextir) 15,5-18,5 Búnaðarbankinn
Viðskiptavíxlar (forvextir)1 kaupgengi
Almenn skuldabréf 16,25-1 9,5 Búnaöarbankinn
Viðskiptaskuldabréf1 kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdráttur) 18,75-21,75 Búnaöarbankinn
OtlAn VERÐTRYGGÐ
Skuldabréf 9,75-10,25 Búnaðarbanki
afurðalAn
islenskar krónur 15.75-19,25 Búnaöarbankinn
SDR 9-9,5 Islandsbanki, Landsbanki
Bandaríkjadalir 7,25-8,0 Sparisjóðirnir
Sterlingspund 12-12,75 Landsbanki
Þýsk mörk 11 Allir
Húsnæðislán 4.9
Lifeyrissjóöslán 5-9
Dráttarvextir 27.0
MEÐALVEXTIR
Almenn skuldabréf nóvember 19,0
Verðtryggö lán nóvember 10,0
VI'SITÖLUR
Lánskjaravísitala nóvember 3205 stig
Lánskjaravisitala október 31 94 stig
Byggingavísitala nóvember 599 stig
Byggingavísitala nóvember 1 87,3 stig
Framfœrsluvisitala október 159,3stiq
Húsaleiguvísitala 1,9% hækkun 1. október
VERÐBRÉFASJÓÐIR HLUTABRÉF
Gengi bréfa veröbréfasjóða Sölu- og kaupgengi aö lokinni jöfnun:
KAUP SALA
Einingabréf 1 6,006 Sjóvá-Almennar hf. 5,50 5,80
Einingabréf 2 3,198 Ármannsfell hf. 2,30 2,40
Einingabréf 3 3,946 Eimskip 5,70 5,95
Skammtímabréf 2,003 Flugleiðir 2,00 2,20
Kjarabréf 5,643 Hampiðjan 1,80 1,90
Markbréf 3,029 Haraldur Böðvarsson 2,95 3,10
Tekjubréf 2,139 Hlutabréfasjóður VlB 1,00 1,05
Skyndibréf -1,755 Hlutabréfasjóöurinn 1,64 1,72
Sjóösbréf 1 2,887 islandsbanki hf. 1,66 1,74
Sjóðsbréf 2 1,951 Eignfél. Alþýðub. 1,65 1,73
Sjóðsbréf 3 1,994 Eignfél. Iðnaðarb. 2,43 2,53
Sjóðsbréf 4 1,744 Eignfél. Verslb. 1,72 1,80
Sjóösbréf 5 1,200 Grandi hf. 2,75 2,85
Vaxtarbréf 2,0344 Olíufélagið hf. 5,10 5,40
Valbréf 1,9069 Olís 2,05 2,15
Islandsbréf 1,256 Skeljungur hf. 5,50 5,80
Fjórðungsbréf 1,140 Skagstrendingur hf. 4,80 5,05
Þingbréf 1,253 Sæplast 7,33 7,65
Öndvegisbréf 1,234 Tollvörugeymslan hf. 1,04 1,09
Sýslubréf 1,276 Útgerðarfélag Ak. 4,70 4,90
Reiðubréf 1,219 Fjárfestingarfélagið 1,35 1.42
Almenni hlutabréfasj. 1,12 1.17
Auðlindarbréf 1,04 1,09
Islenski hlutabréfasj. 1,15 1,20
Síldarvinnslan, Neskaup. 3,23 3,40
’ Við kaup á viðskiptavixlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila,
ef mjðað við sérstakt kaupgqngi.; n'nrA