Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1991, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1991, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991. Spumingin Spilarðu í getraunum? Guðrún Siguijónsdóttir bókari: Stundum. Það kemur fyrir. Atli Gunnarsson nemi: Nei, það geri ég aldrei. Hlynur Rúnarsson nemi: Já, ég hef stundum gert það en aldrei unnið neitt. Sigríður Ásdis Þórhallsdóttir: Nei, ég hef aldrei prófað það. Kristín Ósk nemi og Marta Jónas- dóttir: Nei, það hef ég aldrei gert. Lesendur Vantar nýsköpun í atvinnulífmu: Hvað líður olíu leitinni? „Til verksins þarf að fá menn með reynslu erlendis frá..segir m.a. í bréfinu. Björn Halldórsson skrifar: Þessa dagana er mikið rætt um að efla íslenskt atvinnulíf. Allt virðist stefna í atvinnuleysi í mörgum grein- um á næstunni og það er dýrt að bíða eftir því að okkur leggist eitthvað til. Settar hafa verið fram hugmyndir um nýsköpun 1 atvinnulífinu og hef- ur þar margt verið nefnt til; aukin ferðaþjónusta, framleiðsla og þróun tækja og búnaðar fyrir fiskveiöar, verkefnaútflutningur á sviði jarð- varmatækni og sjávarútvegs, heil- brigðisþjónusta - og svo orkufrekur iðnaður og fiskeldið enn og aftur. Þessi tvö síðasttöldu verkefni eru nú ekki vænleg til að verða okkur til bjargar í allra næstu framtíð, svo að þar fáum við lítinn afrakstur í bili. - En fleira kemur til. Olíuleit í Öxar- firði er t.d. eitt þeirra verkefna sem hér hefur verið á döfinni um alllangt skeið. Það eru nokkur ár síðan við lásum í fréttum hér að við rannsókn- ir á svæðum norðaustanlands hefðu fundist jarðlög sem kynnu að vera áhugaverð til frekari rannsókna með tilliti til olíuvinnslu. Og það er ekki langt síðan viö lás- um frétt um að nú væri búið að ná setlagakjörnum úr jarðlögum við Öxarfjörð, senda þá til Danmerkur til rannsóknar og nú væri beðiö eftir niðurstöðum úr þessum rannsókn- um. Það eitt er sérstakt umhugsun- arefni, aö ekki skuh vera hægt að rannsaka svona nokkuð hér á landi og þurfa að eyða dýrum gjaldeyri til að fá niðurstöður. Það sem er enn óskiljanlegra er að svona langan tíma skuh taka að kom- ast að því hvort þarna er um að ræða olíu eða ekki. Mér finnst rannsóknir á svæðinu hafa tekið alltof langan tíma. Það er eins og einhver tregða sé á því að leggja kapp á þessar rann- sóknir. Kannski eru einhveijir hér hræddir um að olíufundur á íslandi verði til þess að hér skapist eins kon- ar olíuæði og aðrar atvinnugreinar hverfi í skuggann. Ég tel að alla áherslu eigi að leggja á að fá fullnaðar niðurstöðu af olíu- leit hér og ekki eigi að draga þetta á langinn. Fjárveitingar til að bora hverja tilraunaholuna eftir aðra án þess að nokkur niðurstaða fáist er ekki rétta aðferðin. Til verksins þarf að fá menn með reynslu erlendis frá og semja um þátttöku í vinnslu í leið- inni ef niðurstaða er jákvæð. Sú leynd sem hvílt hefur yfir rannsókn- um þessum er óskiljanleg og óþörf. Samfélagstilraunir og móðurraunir Einar Ingvi Magnússon skrifar: Ung móðir sagði mér sögu sína um daginn. Raunasögu sem hún hefur enga ástæðu til að halda leyndri. Hún á nokkurra mánaða gamalt barn, sem hún hugsar vel um, en hún á einnig 10 ára gamlan son, sem var tekinn af henni fyrir skömmu, þar sem hún notaði áfengi. Móðirin fékk að sjá son sinn en þar sem drengur- inn sýndi henni miklar tilfinningar og vildi hvergi annars staðar vera en hjá henni, var honum komið fyrir lengra í burtu. Félagsráðgjafi og sálfræðingur höfðu þá báðir orð á því við sorg- mædda móöurina að hún væri ekki lengur móðir drengsins. - Hvernig er hægt að segja svona við móður? Hvað eru félagsráögjafar að fara sem vinna með barnaverndamefnd? Ég fæ ekki séð að veriö sé að gera drengnum neitt gott með svona sam- félagstilraunum. Heilbrigð skynsemi hlýtur að ráða, burtséð frá marklausum sálfræði- skýrslum sem teknar eru af fólki undir óeðlilegum kringumstæðum. Mál er að linni þessum ómannúðlegu tilraunum félagsfræðinganna, til- raunum sem minna óneitanlega á aðgerðir þýskra stormsveita í seinni heimsstyrjöld. Blessuð móðirin ber harm i brjósti til drengsins síns á meðan hún sér um litlu dóttur sína sem hún fær að hafa hjá sér. - Ég vil hvetja foreldra og barnafólk til að styðja fjölskyldu- vernd, í staðinn fyrir að horfa upp á sundrun fjölskyldna sem svo aftur hefur í fór með sér ólýsanlegan sárs- auka bæði fyrir börnin og foreldrana. Raunhæfar úrlausnir eru fyrir hendi. Leysa má úr umsóknum fóst- urforeldra eftir börnum með öðrum hætti inni á Félagsmálastofnun en að rífa böm úr höndum skjólstæð- inga Félagsmálastofnunar. - Mál er að þessari „barnasölu" linni. Stríðshræðsla í Evrópu T.R. skrifar: Nú er svo komið, eftir tæplega hálfrar aldar hlé á stríði í Evrópu, að ótti hefur gripið um sig meðal íbúa meginlandsins vegna yfirvofandi ófriðar. Yfirstandandi stríðsaðgerðir í Júgóslavíu hafa gert Evrópubúum ljóst að stríðshættan er alltaf nálæg og getur breiðst út til annarra landa þá minnst varir. Útspil Þjóðveria og Frakka, sem eru hræddir við stríðsátök, minnugir ógnaráranna úr síðustu heimsstyij- öld, um eigin Evrópuher, setur ónotalegan beyg að öörum þjóðum, sem flnnst óeðlilegt, að þessar tvær þjóðir hafi forystu í varnarkerfi álf- unnar. - Norðmenn hafa riðiö á vað- ið með að opinbera óánægju sína með breytt varnarkerfi Evrópu. Og nú hefur risið upp deila um hvort Bandaríkjamenn eigi að vera áfram í álfunni með vamarlið. Sumar Evrópuþjóðir benda rétti- lega á að Bandaríkjamenn hafa tvisv- ar á þessari öld komið til bjargar Evrópu. Og þótt hættan frá Sovét- ríkjunum sé ekki til staðar nú, er hættan á innrás eða ágangi frá öðr- uin ríkjum eða einstaka hryðju- verkahöpum íýrir hen'di. Éinhig ihn- anlandsófriður í einstaka ríkjum, eins og nú í Júgóslavíu. Þaö er ekki óeðliegt að Bandaríkja- menn spyrji sem svo; eru Evrópubú- ar tilbúnir til aö veija sig sjálfir og vilja þeir að Bandaríkjamenn yfirgefi Evrópu eftir að Evrópuhernum verð- i ur komið á laggirnar? Við þessu vfil forseti Bandaríkjanna fá skýr svör. - Hvaða afstöðu ætla íslensk stjórn- völd að taka í þessum málum þegar þau verða spurð? Ætlum við að styðj- ast við'Evrópuherinn í vörnum ís- lands eða halda núverandi skipulagi? Norðmenn hafa áhyggjur af breyttu varnarkerfi í Evrópu. í Noregi. - Frá heræfingum DV íslensk verðbréf til sölu erlendis Kristján Jónsson hringdi: Maður hlýtur aö fagna þvi fram- taki sem felst í þvi að seija ís- lensku húsbréfin á markað hjá verðbréfafyrirtækjum erlendis. Sé hægt að reikna með að frekari kaup á öðrum bréfum eigi sér stað gæti þetta orðiö góð leið til að afla gjaldeyris með öruggum hætti. En ég hygg að ef þetta á eftir að verða eitthvað meira en hús- bréf í smáum stíl verðum við að gera það upp viö okkur hvort við tengjum krónuna við evrópsku myntinaECU. Ef það verður ekki gert bráðlega hlýtur róðurinn að þyngjast í sölu íslenskra verö- bréfa fyrr en varir. Erbyggðarösk- unvandamál? Helga Sigurðadóttir skrifar: Þar sem mikið er búið að ræða um byggðamál og þann „vanda“ sem af því er talinn stafa að fólk flytji burt úr dreifbýli í þéttbýli vil ég rétt leggja nokkur orö í belg. Mér finnst nefnílega að byggðaröskun þurfi ekki að vera vandamál hér hjá okkur. Effólk vill flytja í þéttbýli lúýtur það að vera til annars en góðs, þar sem það er hagkvæmara að búa þétt en stijált. Þar sem ég bý svar- ar það varla kostnaöi að halda uppi svona htlu samfélagi. Ég hvet menn til að huga að þeirri hag- kvæmni sem felst í því að þétta byggð í landinu fremur en halda í þann dýrkeypta misskilning að landið eigi allt að vera í byggð. Nonræntsamstarf Sveinn Jónasson hringdi: Hvað hefur unnist með sam- starfi viö Norðurlandaþjóðirnár? Þetta kemur í hugann vegna 40 ára afinælis Norðurlandaráðs á næsta ári. Tilgangurinn með stofnun ráðsins er m.a. sagöur hafa verið að eyöa tortryggni milh landanna. - Hefur hún minnkað? Ég get ekki séð það. Við eígum oftar en ekki í inn- byrðis ágreiningi við Norðmenn og Svía út af óhkustu málum sem skipta miklu fyrir okkur. Nefna má sjávarútveg í Noregi, aðild Svía að EB og fleiri mál. Sam- skiptin við Dani hafa einna helst reynst okkur haldgóð og betri en við hinar þjóðimar. Ég tel að norrænt samstarf hafi ekki verið jafnjákvætt og sumir vilja halda fram. Fyrirmig, þigog Clausen-bræður R.A. hringdi: Ég hlustaði á þátt Hemma Gunn sl. miðvikudag. Þar komu m.a. fram þeir Clausen-bræður. Ann- ar þeirra minntist á hina fádæma leiðigjömu popptónlist. Hvað ég er þessu sammála. Hvernig væri nú að stofna útvarpsstöð þar sem leikin er eingöngu hin létta og þægilega tónlist sem á svo nhkil ítök í mörgum á miðjum aldri og jafnvel yngri og eldri. - Þessa útvarpsstöð mætti nefna „Fyrir mig, þig og Clausen-bræður. RauðurAmaz- onskemmdur Þorsteinn Gunnar skrifar: Föstudagskvöldið 8. nóv. sl. stóð bíllinn minn í stæði við Póst- hússtræti, við inngang Gaherís Borgar við Austurvöh. Síðan ger- ist það á tímabilinu frá kl. 23 að kvöldi til kl. um 04 um nóttina að einhver sparkar í hurðina bíl- stjóramegin og stórskemmir hana. - Bíhinn er rauður Volvo Amazon, tvennra dyra. Það er ósk mín og von aö ein- hver sómakær vegfarandi hafi orðið vitni að þessu atviki. Ef svo er vil ég vmsamlegst biðja hann að láta mig vita í síma 53699 eða að hafa samband við lögregluna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.