Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1991, Qupperneq 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991.
Menning
„Ef ekkevt breytist,
þá breytist ekkert-..
„Mér hefur virst það fara fyrir brjóstið á
allmörgum aö einatt er talað um áfengis-
vandamálið sem fjölskyldusjúkdóm. Fólk
spyr hvernig þaö komi heim og saman að
vandamál eins aðila geti verið vandamál
annars. Þegar ég heyri spurningar af þessu
tagi, er það alltaf einlægósk mín að spyrjand-
inn hafi aldrei og muni aldrei þurfa að kynn-
ast vandamálinu af eigin raun.“ (Bls. 9)
Þannig farast Súsönnu Svavarsdóttur orð
í inngangskafla að bók sinni Gúmmíendur
synda ekki en þar tekur hún viðtöl við níu
konur sem allar eiga það sameiginlegt að
hafa verið giftar virkum alkóhólistum. Með
þessum orðum vill höfundur leggja áherslu
á það, sem oft vill gleymast, að áfengisvand-
inn er ekki einungis vandamál alkóhólistans
heldur einnig þeirra sem næstir honum
standa. í inngangi telur Súsanna ástæðu til
að nefna að hún hafi sjálf kosið að ræða ein-
göngu við eiginkonur en það þýði ekki að
karlmenn geti ekki gengið í gegnum svipaða
reynslu - „og það þýðir ekki heldur áð ég sé
að benda á karlmenn og segja að þeir séu
aumingjar og svín. Viðmælendur mínir eru
ekki fórnarlömb karlanna. í fjölskyldu sem
býr við virkan alkóhólisma eru alhr fórn-
arlömb - líka alkóhólistinn." (Bls. 10)
Höfundur ræðir htihega sína eigin reynslu
af hjónahandi með alkóhólista og sársaukan-
um sem fylgir því að reyna að breyta því
óbreytanlega: alkanum sem neitar að horfast
í augu við eigin veikleika. Jafnframt lýsir
hún þeim leiðum sem hún ákvað aö fara
þegar allar bjargir virlust bannaðar:
„Mér hafði ekki tekist að koma honum í
meðferð þrátt fyrir miklar umræður um
vandamál okkar, þrátt fyrir grát og gnístran
tanna, þrátt fyrir skipanir og hótanir - og
ekki einu sinni þótt ég léti sem hegöun hans
og framkoma kæmi mér ekki við. Ég gafst
að lokum upp - og gaf honum frelsi til að
Súsanna Svavarsdóttir, níu viðtöl í Gúmmí-
endur synda ekki.
Bókmenntir
Sigríður Albertsdóttir
hugsa sjálfur, finna út hvað hann vildi -
frelsi tii að velja hvers konar lífi hann kysi
að hfa, með eöa án áfengis. Þaö haföi tekið
mig tíma að afsala mér ábyrgð á honum, en
það tókst." (Bls. 16) í framhaldi af þessum
orðum segist hún hafa verið haldin mörgum
þeim einkennum sem „góðir“ stuðnings-
menn hafa en hver alkóhóhsti hefur yfirleitt
einn eða fleiri stuðningsmenn sem aðstoða
hann við að drekka, jafnvel þótt þeir haldi
að þeir séu að reyna að fá hann til að hætta
að drekka. Hún útskýrir síðan helstu ein-
kenni stuðningsmanna en þeir „telja sig bera
ábyrgð á öðrum manneskjum, tilfmningum
þeirra, hugsunum, atferli, vali, löngunum,
þörfum, velferð, skorti á velferð og á örlögum
þeirra almennt...“ o.s.frv. (Bls. 16) Þ.e.a.s.:
stuðningsmaðurinn verður smátt og smátt
svo upptekinn af þörfum alkóhóhstans að
hann gleymir öllu öðru. Smátt og smátt týn-
ir hann sínu eigin sjálfi og hættir að gera sér
grein fyrir hvað hann vill eða hvers hann
þarfnast. Líf stuðningsmannsins hverfist um
alkóhólistann og hann gerir sér enga grein
fyrir að „gúmmíendur synda ekki“. „Maður
getur beðið hana fallega, krafist þess, skipað
henni, grátbeðið hana, hótað henni öhu illu,
storkað henni, klappað hinum öndunum,
farið, reynt að drepa sig - hún syndir samt
ekki.“ (Bls. 22)
í viðtölunum níu gera konurnar grein fyrir
því hvernig lífi þær hfðu samvistum við alkí-
hóhstann og hvernig þær reyndu ítrekað,
jafnvel árum saman, að fá „gúmmíöndina“
til að synda. Þær lýsa ömurlegri vanmáttar-
kennd, hræðslu og reiði og dæmin sem tínd
eru til eru vægast sagt hrikaleg. í upphafi
hvers viðtais er konunum lýst og hver staða
þeirra er í dag og í framhalch af því segja þær
sögu sína. Hvernig þær urðu ástangnar og
hvemig þær áttuðu sig smátt og smátt á því
að „elskan" þeirra var ekki sá draumaprins
sem þær héldu hann vera. Þær lýsa djúpum
og sársaukafullum vonbrigðum sínum þegar
þær standa menn sína hvað eftir annað að
því að ljúga, svíkja og blekkja og því hvernig
allir þeirra draumar og væntingar fóra fyrir
lítið. En bókin hefur ekki eingöngu að geyma
mergjaðar qg hrylhlegar fylliríssögur heldur
er meira lagt upp úr því að lýsa því hvernig
hegðun þess sem drekkur fer smátt og smátt
að gegnsýra allt hans nánasta umhverfi,
heimilið, börnin, vinnuna o.s.frv. Konurnar
hafa ahar sömu sögu að segja: hvernig þær
reyna aftur og aftur að „bjarga" drykkju-
manninum og hætta ekki fyrr en þær eru
sjálfar svo rammvilltar í frumskógi bren-
glaörar siðferðiskenndar að þær vita ekki
hvað snýr upp og hvað niður. Þær lýsa því
hvernig þær, eftir mislanga sambúð, áttuðu
sig á að „Ef ekkert breytist, þá breytist ekk-
ert - og það eina sem þú getur breytt ert þú
sjálf.“ (Bls. 14)
Gúmmíendur synda ekki er einlæg og op-
inská bók og konurnar níu lýsa því á nokkuð
sannfærandi hátt hvernig þær hætta smátt
og smátt að hta á sig sem fórnarlömb að-
stæðna og fara þess í stað að reyna að taka
ábyrgð á eigin lífi. Þær koma sársaukanum
vel til skila, sársaukanum sem fylgir því að
standa vanmáttugur frammi fyrir sjúklegri
hegðun mannsins sem maður elskar og getur
á engan hátt breytt. í inngangi bendir höf-
undur á að bókinni sé „ekki ætlað að leysa
fjölskylduvandamál alkóhólista í eitt skipti
fyrir öll. Henni er ekki einu sinni ætlað að
leysa vandamál einnar fjölskyldu. Þeim við-
tölum sem hér birtast er aðeins ætlað að
gefa mynd af því hvers konar fjölskyldu-
vandamál alkóhóhsmi er.“ (Bls. 10) Þessum
thgangi sínum nær höfundur eflaust því þaö
er hæpið að nokkur maður reyni að halda
því fram eftir lestur þessarar bókar að alkó-
hólismi sé einungis vandi drykkjumannsins.
En þótt hér sé ekki bent á neinar galdra-
lausnir á vanda alkóhólista eða aðstandenda
þeirra á bókin öragglega erindi til margra
sem halda að þeir séu „aleinir í heiminum“.
Þær sögur sem hér era raktar sýna það og
sanna að það er ekkert vandamál svo stórt
að ekki sé hægt að vinna sig frá því, vandinn
er bara að finna sína eigin leið.
Súsanna Svavarsdóttir.
Gúmmiendur synda ekki.
Forlagiö, 1991
Á puttanum
um landið
- Paul Weeden í íslandsför
Bandaríski gítarleikarinn Paul Weeden, sem reynd-
ar býr í Noregi, er nú staddur hér á landi einu sinni
sem oftar og mun leika víða um land og halda nám-
skeið, m.a. á ísafirði, Homafirði og við Tónlistarskóla
FÍH. Undanfarin ár hefur Weeden verið gítarleikari
Count Baise stórsveitarinnar, .sem nú er stjórnað af
Frank Foster, og þess á milli flækist hann landa á
mihi og er eflaust ahs staðar aufúsgestur enda smitar
hann frá
Djass
Ingvi Þór Kormáksson
sér lífsgleði og krafti. Þótt hann sé orðinn 69 ára gam-
ah lítur hann ekki út fyrir að vera degi eldri en fimm-
tíu og sex og hálfs árs.
Síðasthðið miðvikudagskvöld lék Weeden ásamt Sig-
urði Flosasyni, Tómasi R. Einarssyni og Einari Vali
Scheving á Blúsbarnum við Laugaveg. Aldursmunur
elsta og yngsta manns hljómsveitarinnar er um það
bil hálf öld og er því ekki hægt að segja að kynslóðabil
í djassmúsík sé mikið. Þeir félagar náðu yfirleitt ágæt-
lega saman og virtust kunna vel við að spha „ofan í
áheyrendum". Einar Valur er greinilega í stöðugri
framfór og var gaman að heyra í honum í „Don’t Stop
the Carnival" þar sem hann notaðist við „bjuða" (n.k.
sambland kjuða og bursta sem gefur frá sér hljóð svip-
að og klappað sé á trommurnar með lófunum). Tómas
var líka í stuði og hann og trommarinn áttu góðan dag
saman og spillti öragglega ekki hinn rytmíski hljóma-
sláttur gítarleikarans sem skapaði spennu og losaði
um á víxl og harmoníseraði svo unun var á að hlýða.
Áhugamenn um góðan gítarleik ættu ekki að sleppa
þessum manni óheyrðum úr landi. Wes Montgomery,
Barney Kessel og George Benson eru nöfn sem koma
upp í hugann þegar hlustað er á Weeden og aðdáendur
fyrrnefndra eru í góðum málum á tónleikum með
honum.
Það vakti nokkra athygli gesta Blúsbarsins að sjá
gítarleikarann notast einungis við þumalfingur hægri
handar en ekki gítarnögl eða fimm fingur handarinnar
eins og venjulegast er. Jafnvel tveggja nótna spil í átt-
undum virtist bara framleitt með þessum eina fingri.
Það er merkhegt hvað hægt er að komast á puttanum.
Á efnisskrá voru lög úr smiðju Tómasar og Sigurð-
ar, ýmsir standarðar, „Come Rain or Come Shine",
„In a Mellow Tone“, lög eftir Kenny Dorham og Miles
Davis og aðrir ópusar sem undirritaður kunni ekki
deili á. Að síðustu skal þess getið að Sigurður Flosason
lék eins og við var að búast. Hann virðist ekki geta
átt slæman dag. Draumarnir flæða.
Paul Weedon gerir víðreist í þessari íslandsferö sinni.
m iin^ t Vil