Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1991, Page 19
ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991.
19
Mezzoforte - Fortissimos:
Tæknivædd
tónlistarveröld
Mezzoforte hefur aldrei öðlast viðurkenn-
ingu og vinsældir hér á landi sem og úti í
hinum stóra heimi. Á meginlandi Evrópu eru
þeir virtir að verðleikum og er eftirspurn
eftir plötum með þeim. Og það er einmitt
þrýstingur þaðan ásamt kynningu á hljóm-
sveitinni í Bandaríkjunum sem gerir það að
verkum að Fortissimos verður til. Á henni
er að finna fimmtán lög. Tólf þeirra eru
þekktustu lög hljómsveitarinnar endurunn-
in og endurblönduð á ný. Þrjú lög hafa ekki
heyrst áður.
Tæknilega hefur vel tekist til með úrvinnsl-
una sem gerir það að verkum að Fortissimos
myndar nokkuð sterka heild þrátt fyrir að
tónlistin sé gerð á átta ára tímabili.
Mezzoforte er „fusion" hljómsveit. Eru
meðhmir hennar frábærir hljóðfæraleikar-
ar. Djassáhrif eru nokkur og stundum hefur
sveiflan tekið völdin hjá þeim. Á Fortissimos
er tónlistin aftur á móti fyrst og fremst me-
lódísk danstónhst og sýnir lítið þá hæfileika
sem meðlimir Mezzoforte búa yfir, nema ef
vera skyldi í tölvuvæðingu.
Eins og kunnugt er hafa meðlimir Mezzo-
forte verið mjög uppteknir hver í sínu lagi
og kemur einhver þeirra nánast við sögu á
öllum meiri háttar tónlistarviðburðum hér á
landi, bæði í djassi og poppi. Eins hafa þeir
Friðrik Karlsson og Eyþór Gunnarsson verið
að leika með erlendum hljómsveitum og
Hljómplötur
Hilmar Karlsson
söngvurum. Það er því skiljanlegt að sam-
starfið í Mezzoforte sitji á hakanum þegar
haft er í huga hversu erfitt hljómsveitin á
uppdráttar hér á landi. Sjálfsagt verður
framtíð hljómsveitarinnar ráðin af viðtökum
þeim sem Fortissimos fær erlendis.
Undirritaður hefur ávallt verið hrifnastur
af tónsmíðum Mezzoforte sem eru í þyngri
kantinum þar sem meira er lagt upp úr hæfni
þeirra sem tónhstarmanna og lítið fundist til
um þegar söngvarar hafa verið fengnir til
að fá meiri breidd í lögin. Ekki breytir Fortis-
Merming
Mezzoforte: Friðrik Karlsson, Eyþór Gunnarsson, Jóhann Ásmundsson og Gunnlaugur
Briem.
simos þeirri skoðun. Á móti kemur að bæði
Friðrik og Eyþór eiga auðvelt með að semja
melódísk lög og er á Fortissimos að finna
flest þeirra þekktustu laga, meira að segja
er þekktasta lagið Garden Party í tveimur
útgáfum. Alveg heföi verið nóg að fá aðra
útgáfuna. Annars er það sameiginlegt með
eldri lögunum að þær endurbætur eða við-
bætur sem eiga sér stað hafa poppað lögin
upp. Um leið missa þau eitthvað af sérkenn-
um sínum.
Þrjú lög eru á Fortissimos sem ekki hafa
heyrst áður, Better Love, Casablanca og Lat-
er On, tæknivædd lög, og er aðeins Casa-
blanca eftirtektarvert, skemmtilegt lag sem
sækir efniviðinn í kvikmyndina þekktu sem
ber sama nafn.
Ekki er annað hægt en að gefa Fortissimos
hæstu einkunn fyrir úrvinnslu og hlýtur að
liggja mikil vinna við viðbótarvinnsluna á
lögunum og einnig verður að hrósa Mezzo-
forte fyrir kraftinn sem sveitin býr yfir. Á
móti kemur að tónlistin er lífvana. Mezzo-
forte-tónhstin er til staðar en persónulegur
stíll hvers fyrir sig kemur ekki í gegn og er
það miður. Sjálfsagt eru aðrir á því aö það
eigi einmitt að vera svona
Eins og fyrr sagði er einn tilgangurinn með
útgáfunni að kynna Mezzoforte á stærsta
tónlistarmarkaði í heiminum og ef sú kynn-
ing tekst þá er tilganginum með Fortissimos
náð og vonandi fylgir þá ný og metnaðarfull
tónlist í kjölfarið.
Ástsæll leikari tekst
á við svarta hundinn
„Sjálfsálitið hafði alltaf farið veg ahrar verald-
ar þegar köstin helltust yfir mig. Það þykir sum-
um það kannski hlægilegt, en á þessum árum
þurfti ég að taka á öllum mínum styrk til að
fara út í búð tll að kaupa eitt smjörstykki af
kaupmanni sem ég hafði verslað við í 20 ár...
Allt voru átök, hversu litlar og hversdagslegar
sem framkvæmdirnar voru. Það voru átök að
klæða sig. Það voru átök að fara í skóna. Það
voru átök að vakna á morgnana."
Þannig lýsir hinn ástsæli leikari, Ámi
Tryggvason, langri baráttu sinni við svarta
hundinn sem hann nefnir svo - það er sjúklegt
þunglyndi sem ásótti hann um langt árabil.
Þunglyndisköstin komu fyrirvaralaust og gerðu
honum einkar erfitt fyrir að gegna starfi sínu.
Honum varð jafnvel svo óglatt þegar hann kom
til vinnu sinnar í Þjóðleikhúsinu að hann kast-
aði upp úti á bhastæðinu.
Áralöng átök Árna Tryggvasonar við svartan
hund þunglyndisins vekur væntanlega mesta
athygli við lestur þessara endurminninga. Það
kemur almenningi vafalaust á óvart að kynnast
þessum þjáningum hans - svo vel hefur honum
tekist að fela vanlíðan sína fyrir leikhúsgestum
sem þekkja Árna best sem bráðskemmtilegan
gamanleikara.
Fátækur í paradís
Þessari endurminningabók, sem einkum er
býggð á ítarlegum samtölum bókarhöfundar,
Ingólfs Margeirssonar, við Árna á nýliðnu
sumri, er skipt í þrjá meginflokka. Sá fyrsti,
Loginn yfir Hrísey, fjallar um æsku- og ungl-
ingsár Árna. Miöhlutinn, í hita leiksins, segir
frá því hvernig Árni varð leikari og starfi hans
hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Lokakafhnn, Svarti
hundurinn, nær yfir síðustu þrjá áratugina eða
svo, einkum þó árin hans hjá Þjóðleikhúsinu
og glímuna við þunglyndið. Bókin er vel mynd-
skreytt og henni fylgir skrá um öh hlutverk sem
Árni hefur leikið frá árinu 1947.
Frásögnin hefst, og endar reyndar líka, á ást-
aróði th Hríseyjar sem Árni segir „paradís á
jörð“. Hann er af fátæku alþýðufólki kominn
og hefur aht tíð þurft að vinna hörðum höndum
fyrir sér og sínum. Sjórinn höfðaði th hans strax
á bamsaldri, og gerir enn, enda Segir Árni á
einum stað að þorskamir hafi „oft og iðulega
heihað mig meira en leiklistin".
í skóla hjá Lárusi
Ami er af þeirri kynslóð íslenskra alþýðu-
manna sem hlaut skólamenntun sína í héraðs-
skóla. Að því námi loknu hóf hann störf hjá
■fncóioOB é limaóíIagibfiA jbnódnoa mæ"ib nsv
Vigdis Finnbogadóttir samfagnar Árna
Tryggvasyni á 30 ára ieikafmæli hans.
Bókmenntir
Elías Snæland Jónsson
kaupfélaginu á Borgarfirði eystra. Það réð
miklu um framtíð hans því kaupfélagsstjórinn
virðist hafa haft úrslitaáhrif á að Ámi fékk síð-
ar starf í Reykjavík og gat snúið sér fyrir alvöru
að leiklistinni - fyrst í skóla Lárusar Pálssonar
en síðan hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Þar lék
hann fyrsta stóra hlutverk sitt árið 1949 en varð
frægur í hlutverki frænkunnar í þeim geipivin-
sæla gamanleik, Frænku Charleys, árið 1954.
„Þetta var fyrsta stóra stundin mín í leikhús-
inu,“ segir Árni. „Frænka Charleys gaf mér þá
seiðandi tilfinningu að hafa völd yfir salnum...
Að hafa vald á stórum, þéttsetnum sal er sér-
kennilega þægOeg tilfinning... Ég hef stundum
haft þúsund manns í hendi mér og gat spilað á
filisaiöÉH -UfiigúfhiJifclR |...........
þá eins og hljóðfæri. Maður gat leitt áhorfendur
út í hvað sem var; látið þá hlæja að engu, jafn-
vel ómerkilegustum setningum."
Lífið að tjaldabaki
Árni lék KetO skræk í Þjóðleikhúsinu árið
1962 og varð upp frá því fastráðinn leikari þar.
Ljóst er að hann var ekki sáttur við veru sína
þar. Honum finnst að stjórnendur ríkisleikhúss-
ins hafi ekki nýtt hæfileika sína sem skyldi,
sérstaklega fyrsta áratuginn.
í frásögn Árna af leikhúslífinu kemur margt
skemmtilegt fram um lífið að tjaldabaki þar sem
margt gerist sem gestunum frammi í sal er hul-
ið, t.d. um árekstra milh manna og sérvisku
leikara. Hann segir einnig frá samskiptunum
við leikstjóra sem sumir lögðu á það meginá-
herslu að niðurlægja einstaka leikara.
Árni er eins og fleiri leikarar gagnrýninn á
gagnrýnendur: „Ef við vorum skammaðir, þá
var það of persónulegt tO að hægt væri að taka
mark á umsögninni. Og ef okkur var hælt, var
það gert með shku oflofi og orðskrúði að hóhð
varð einnig ómarktækt.. .Lái mér hver sem vih:
Mér fannst ég hafinn yfir gagnrýni þeirra."
Engu að síður er vitnað í bókinni í ýmis um-
mæli gagnrýnenda fyrr og síðar um frammi-
stöðu Árna, svo eitthvað eru tilfinningarnar til
þeirra blendnar.
Alþýðuleikari
Árni leggur á það áherslu í bók sinni að hann
sé alþýðumaður:
„Ég er alþýðuleikari. Ég hef umgengist al-
þýðufólk meira en menntafólk. En þaö er líka
menntun í því að ganga aðeins skyldubrautina
og fara í skólana hans Jónasar frá Hriflu. Ég
er ekki í hinum minnsta vafa um, að ég hef stað-
iö nálægt fólkinu vegna róta minna og uppruna;
ég hef skihð fólkið og það hefur skhið mig. Það
var fólkið í sveitinni og daglaunafólkið í sjávar-
plássunum sem lyfti mér upp úr hyldýpi sálar-
sortans; það kom og hló og klappaði fyrir mér
í leikferðinni með Bílaverkstæði Badda um árið
og stappaði þannig í mig stálinu, uns ég náði
örygginu á ný.“
Þessi afstaða Áma einkennir endurminningar
hans sem eru í senn einlægar og hlýjar. Ingólfur
Margeirsson heldur hér vel og skipulega utan
um mikið efni. Samstarf þeirra hefur fætt af sér
skemmtilega og ljúfa frásögn sem vísar lesand-
anum beint inn i hjarta Árna Tryggvasonar.
LÍFRÓÐUR ÁRNA TRYGGVASONAR LEIKARA.
Höfundur: Ingólfur Margeirsson.
örn og Örlygur, 1991.
/wngm ERTU MEÐ skAlla?
■™“ HÁRVANDAMÁL?
Aðrir sætta sig ekki við það!
Af hverju skyldir þú gera það?
■ Fáðu aftur þitt eigið hár sem vex eðlilega
■ sársaukalaus meðferð
■ meðferðin er stutt (1 dagur)
■ skv. ströngustu kröfum
bandarískra og þýskra staðla
■ framkvæmd undir eftirliti og stjórn
sérmenntaðra lækna
Upplýsingar hjá
EUROCLINIC LTD.
Ráðgjafarstoð:
Neðstustroð 8
Pósthólf 111 202 Kópavogi
Sirrti 91 -641923 Kvoldsimi 91 -642319
i uy aijui ii
ALLT
fyrirGLUGGANN
úrval, gæöi, þjónusta
Rimlagluggatjöld í yfir 20
litum. Sérsniöin fyrir
hvern glugga eftir máli.
Sendum í póstkröfu um
land allt.
Einkaumboð á íslandi
Síðumúla 32 - Reykjavík
Sími: 31870 - 688770
Tjarnargötu 17 - Keflavík
Sími 92-12061
Glerárgötu 26 - Akureyri
Sími 96-26685
[Grænt númer: 99-6770