Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1991, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1991, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991. Hljómplötur Harry Connick jr. Harry Connick jr. er ekki aðeins eftirsóttur tónlistarmaður. Kvikmyndaframleiðendur eru farnir að sækjast ettir honum og hefur hann leikið í þremur kvikmyndum. Hér er hann í hlutverki sínu í Memphis Belle. farið vaxandi og hefur sjálfsagt enginn sem leikur eingöngu djass átt slíkum frama að fagna í mörg ár. (Að vísu segja margir harð- ir djassáhugamenn hann vera fyrst og fremst skemmtikraft). Er jafnmikið veður gert út af nýrri plötu með honum eins og um sé að ræða poppstjörnu. Harry Connick jr. sem hefur alið aldur sinn í New Orleans er kominn af mikilli tónlistar- fjölskyldu og hefur leikið á píanó frá því hann gat farið að hreyfa hendurnar og kom fyrst fram í sjónvarpi aðeins átta ára gamall. Connick jr. hefur jafnt og þétt verið að færa sig upp á skaftið og á We Are In Love sem kom út í fyrra er hann ekki lengur einn, heldur er hann kominn með gott tríó og stór- sveit sem hann notar til skiptis og semur sjálfur megnið af lögunum. A þeirri plötu má kannski segja að hann sé að prófa sig áfram með stórsveit og tekur síðan ákvörðun um að vera eingöngu á stórsveitarlínunni á nýjustu plötu sinni, Blue Light, Red Light. Blue Light, Red Light er metnaðarfyllsta plata Harry Connicks jr. til þessa. Hann hvíl- ir píanóið nánast alveg en setur markið hátt sem lagahöfundur, útsetjari og söngvari. Hann fer á fornar slóðir stórsveita og stend- ur sig með prýði. Þetta er þyngsta plata hans - og maður tekur hana alls ekki í sátt við fyrstu hlustun, léttleikinn sem ávallt fylgir píanóleik hans er horfinn í bili allavega, en í staðinn komar mikilúðlegar útsetningar þar sem blásarar eru í aðalhlutverkum. Harry Connick jr. sýnir einnig að hann þorir að gera hlutina eins og er greinilegt að hann vill láta skoða plötuna sem heild heldur en að láta eitthvert eitt lag höíða til vinsælda hans sem persónu hjá ungu fólki. Lög hans eru langt í frá að vera einfóld og það er ekki fyrr en maður er búinn aö hlusta nokkrum sinnum á plötuna að maður skynj- ar hversu góður tónlistarmaður Harry Connick jr. er. Útsetningamar eru oftast hefðbundnar út- setningar fyrir stórsveitir en á nokkrum stöðum eru áhrif frá New Orleans djassi sem kemur ekkert á óvart. Lögin eru misgóðar lagasmíðar en aldrei slæmar og persónulega finnst mér síðari hluti plötunnar betri en fyrri hlutinn. Þegar Harry Connick jr. hefur verið kynnt- ur hér á landi í útvarpi þá er gjaman gripið til þess að segja að hann sé arftaki Frank Sinatra. Dálítið leiðinlegt orðalag vegna þess að í því felst yfirleitt að hann sé að apa eftir Sinatra sem er fiarri. Connick jr. hefur sagt að hann dáist að Frank Sinatra og þeir hall- ist að sömu tónlistarstefnu. En ef miða á hann við einhvern af gömlu stóru söngvur- unum sem hafa gert garðinn frægan með stórsveitum þá kemur Mel Tormé fyrst upp í huga manns og hvergi eins og í síðasta lagi plötunnar og jafnframt því besta, Just Kiss Me. Blue Light, Red Light er að flestu leyti vel heppnuð. Ekki er ég viss um að platan auki hróður hans meðal almennings en aukin virðing fyrir þessum unga tónlistarmanni fylgir í kjölfarið. Harry Connick jr. - Blue Light, Red Light: Fer troðnar slóðir með glans Harry Connick jr. var aðeins tvítugur að aldri þegar fyrsta plata hans 20/20 kom út og vakti mikla athygli þegar í stað. Á þeirri plötu lék þessi mikilhæfi píanóleikari og söngvari sér að mörgum gömlum og þekkt- um lögum einn síns liðs með miklum ágæt- um, það var stíll yfir söng hans og píanóleik- ur hans var með miklum ágætum. Connick jr. hefur síðan sannað sig sem af- burðatónlistarmaður og hefur stjarna hans Af einingarviðleitni kristinna manna Dr. Einar Sigurbjömsson prófessor er af- kastamikill og traustur fræðimaður. Höfuð- rit hans til þessa, trúfræðiritið Credo (1989), var fyrir tæpu ári verölaunað af Hagþenki, félagi höfunda fræðirita og kennslugagna. í umsögn viðurkenningaráðs Hagþenkis sagði meðal annars: „Ritið ber vott um mikinn lærdóm, vönduð vinnubrögð, skýra hugsun og alúð sem höfundur hefur lagt í verk sitt.“ Þetta verðskuldaða lof mætti hæglega yfir- færa á það rit sem hér er til umsagnar, og raunar hef ég það mjög á tilfinningunni að játningafræðin sé hinn eiginlegi heimavöllur dr. Einars. í þeim efnum hefur Einar fetað í fótspor lærimeistara síns, próf. Per Erik Perssons í Lundi, sem mikið hefur skrifað um trúaijátningarnar, m.a. bókina Kyrkans bekánnelsefrága (ásamt próf. Birger Ger- hardsson), sem undirritaður kynnti í DV 28. október 1986. Hér er um að ræöa endurútgáfu á riti sem fyrst kom út árið 1980 og hafði að geyma játn- ingarit íslensku þjóðkirkjunnar ásamt inn- gangi og skýringum. Höfundur hefur hins vegar aukið verulega við fyrri útgáfu, og raunar eru fyrstu 123 blaðsíðumar hrein viðbót. Þar er fiallað um uppmna og mótun kristinnar játningar ásamt yfirliti yfir helstu kirkjudeildir. Margir munu vafalaust fagna viöbótinni um helstu kirkjudeildir, sem vissulega er stuttorð en að sama skapi gagnorð. Enn verð- ur þó þörf á ítarlegu yfirlitsriti um kirifiu- deildimar þar sem sérstök áhersla yrði lögð á sögu ólíkra kirkjudeilda og trúfélaga hér á landi. Þá sögu er ekki að finna í þessu riti þó eitt og annað fróðlegt sé nefnt í framhjá- hlaupi. Með viðbótinni um helstu kirkjudeildimar mætti segja að dr. Einar hafi sameinað í einni bók tvær skyldar greinar, þ.e. játningafræði og kirkjudeildafræði. Þær fialla báöar um kirkjudeildimar, en munurinn á þeim er Dr. Einar Sigurbjörnsson. Bókmenntir Gunnlaugur A. Jónsson fyrst og fremst sá að innan játningafræðinn- ar er gengið út frá grundvallareiningu kirkj- unnar en innan kirkjudeildafræðinnar er gengið út frá klofningnum. Samkvæmt þessu yfirliti er fiölbreytni meðal kristinna manna ákaflega mikil. Ágreiningsefnin era mörg og margvísleg, en um leið er einingin fyrir hendi í því að allir játa þeir Jesú Krist, Guðs son, sem Drottin sinn og frelsara. í fyrri hluta bókarinnar gerir höfundur ágætlega grein fyrir uppruna, sögu og þróun þeirra trúarjátninga, sem mótuðust á dögum fornkirkjunnar, og sýnir fram á hvernig þær urðu til og þróuðust sem gagnrök gegn ákveðnum skýringum af heimspekilegum eða trúarlegum toga, sem ekki samræmdust kristnum skilningi á Ritningunni. Hér hefði verið gaman ef höfundur hefði seilst lengra til baka og gefið meiri gaum að trúaijátning- um innan Biblíunnar sjálfrar, strax innan Gamla testamentisins, í stíl viö það sem B. Gerhardsson gerir í ofannefndri bók. í inngangskaflanum kemur fram að dr. Einar vill skilja játningamar víðum skiln- ingi, sem hvers konar tjáningu trúarinnar í orði og verki. Þannig bendir hann á aö sér Hallgrímur Pétursson batt játningu sína og kirkjunnar í vers og að aðrir hafa játað trú sína með kærleiksverkum, sbr. dæmisöguna um miskunnsama Samveriann. Jafnframt leggur höfundur áherslu á að kirkjan er ekki hópur einstaklinga þar sem hver játar með sínu nefi heldur samfélag um sameiginlega trúaijátningu í viðurkenndum texta. í ritinu endurspeglast áhugi höfundar á samkirkjustefnunni svokölluðu (ecumen- ism), en játningafræðin hefur tengst henni á síöustu áratugum á þann hátt aö hún reynir að átta sig á ágreiningsefnum kirkjudeild- anna í því skyni að sigrast á kirkjuklofningn- um og ná fram til einingar. Hafa samræður átt sér stað milii einstakra kirkjudeilda á sviði Trúar- og skipulagsmálanefndar Al- kirkjuráðsins (Commission on Faith and Order). Hefur dr. Einar sjálfur átt sæti í þeirri nefnd og er því vandamálunum mjög vel kunnugur. 9. kafli bókarinnar er um einingarviðleitn- ina. Þar er fiallað um starf Alkirkjuráðsins og er kaflinn, í ljósi hinna nánu kynna höf- undar af starfi þess, sérlega forvitnilegur. Þar kemur fram að starf Alkirkjuráðsins felst í ýmiss konar hagnýtu samstarfi kirkn- anna. Skipa mannúðar- og friðarmál þar mikið rúm. Hefur starf þess ekki síst komið fram í beinum stuðningi við kirkjur, sem búa við harðræði og ofsóknir í fátækum löndum þriðja heimsins. Þá vinnur Alkirkjuráðið markvisst að því að eyða kynþáttafordómum og hefur líka á dagskrá sinni að efla hlut kvenna í kirkjunni. Hinar guðfræðilegu spurningar í einingar- viðleitninni hafa ekki síst verið á sviði guðs- þjónustu- og kirkjulífs enda hefur klofning- urinn löngum blasað mjög við á þeim vett- vangi. Þannig er furðulegt til þess að hugsa að kirkjur viðurkenni ekki skím hver ann- arrar og geti ekki gengið til altaris hver hjá annarri. Sameining kirkna er ekki höfuðatriði í starfi Alkirkjuráðs. Höfuðáherslan hvílir á því að kristnir mfenn af ólíkum kirkjum við- urkenni hveijir aðra sem bræður og systur og biðji saman. í síðari hluta bókarinnar er fiallað um játn- ingarit íslensku þjóðkirkjunnar, Postullegu trúaijátninguna, Níkeujátninguna, Aþanas- íusaijátninguna, Ágsborgarjátninguna og Fræði Lúthers hin minni. Hér er ekki rúm til að fialla um einstök atriði þess máls, en sá hluti bókarinnar, sem hér um ræðir, er að mestu leyti óbreyttur frá fyrri útgáfu. Það var vel til fundið hjá dr. Einari Sigur- bjömssyni að láta ekki nægja að gefa út bók sína óbreytta þegar upplagið var uppurið heldur að auka svo ipjög við hana að árang- urinn er ný bók og notadrýgri en áður. Einar Sigurbjörnsson: Kirkjan játar. 2. útgáfa aukin og endurbætt. Skálholt, 1991.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.