Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1991, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1991, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991. Fólkífréttum Eggert Larusson fræöingur í Reykjavík; Birgir Lár- Eggert Lárusson, formaður Hins ís- lenska kennarafélags, hefur verið í fréttum að undanfornu, m.a. vegna úrsagnar HÍK úr BHM. Starfsferill Eggert fæddist í Reykjavík 20.5. 1948 og ólst þar upp. Hann lauk kennaraprófi 1%9, stúdentsprófi frá KÍ1970, BS-prófi í jarðfræði og landafræði frá HÍ1974 og lauk dokt- orsprófi í jarðfræöi við háskólann í Durham á Englandi 1984. Eggert var stundakennari við Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1972-74, stundakennari í hagrænni landafræði við HÍ1974, aðstoðar- kennari í landafræði og aðferða- fræði við háksólann í Durham 1974-76, er kennari við Flensborgar- skólafrá 1979 og stundakennari við KHÍ frá 1980. Þá hefur hann verið veðurfréttamaður á Stöð 2 frá 1989. Eggert var fyrsti formaður Landa- fræðifélagsins 1979-81, formaður HÍK frá 1989, varaformaður BHMR frá 1990, formaður hagsmunanefnd- ar HÍK1988-89, var formaður AI- þýðubandalagsins í Hafnarfirði í tvö ár og situr í samninganefnd HÍK frá 1987. Eggert samdi kennslubók um veður- og haffræði sem út kom á vegum Máls og menningar 1989. Fjölskylda Eggert var kvæntur Gillian R. Fougler, f. 19.12.1952, jarðeðlisfræð- ingi en hún er dóttir Edgar Fougler, úrsmiðs í Ipswich á Englandi, og konu hans, Alice A. Fougler. Eggert ogGillianskildu. Sonur Eggerts og Gillian er Lárus, f. 23.12.1975, nemi. Sambýliskona Eggerts er Amfríð- ur, f. 28.7.1969, dóttir Smára Aðal- steinssonar, fisksala í Reykjavík, og konu hans, Gerðar Garðarsdóttur húsmóður. Dóttir Eggerts og Arnfríðar er Ríkey.f. 4.1.1991. Eggert á fimm systkini. Þau eru Bjöm R. Lárusson, f. 7.11.1942, hús- gagnasmíðameistari í Hafnarfirði; Hrafnhildur Lámsdóttir, f. 18.8. 1944, læknir í Lundi í Svíþjóð; Heim- ir L. Fjeldsted, f. 7.10.1945, mjólkur- usson, f. 12.11.1951, rekur billiard- stofu; Sigurbjöm, f. 14.7.1956, bú- setturíReykjavík. Foreldrar Eggerts eru Lárus Harrý Eggertsson, f. 22.6.1910, d. 7.4.1991, sjómaður í Reykjavík, og kona hans, Ingibjörg Björnsdóttir, f. 22.8.1911, húsmóðir. Ætt Láms Harrý var sonur Eggerts Fjeldsted, b. á Klukkulandi í Dýra- firði, bróður Lárusínu, móður Helga Hjörvar útvarpsmanns og ömmu Auðar Haralds rithöfundar. Eggert var sonur Lárusar Fjeldsted, b. í Kolgröf í Eyrarsveit, bróður Andr- ésar á Hvítárvöllum, afa Lárusar Fjeldsted hæstaréttardómara, afa Katrínar Fjeldsted, læknis og borg- arráðsmanns. Andrés var einnig langafi Guðjóns Teitssonar, for- stjóra Ríkisskips. Láms var sonur Vigfúsar, gullsmiðs í Stóru-Tungu á Fellsströnd og ættfoður Fjeldsted- ættarinnar Sigurösonar, og Karitas- ar Magnúsdóttur, sýslumanns í Búðardal, Ketilssonar. Móðir Lárasar var Ríkey Jóns- dóttir, b. á Meiribakka, Jóhannes- sonar, b. á Blámýram, Jónssonar. Móðir Jóhannesar var Þóra Jóns- dóttir, b. á Laugabóli í Ögurhreppi, Bárðarsonar, ættfoður Arnardals- ættarinnar, Illugasonar. Móðir Rík- eyjar var Helga Bjamadóttir, í Hagakoti, Einarssonar. Ingibjörg er dóttir Bjöms, vörubíl- stjóra í Reykjavík, Guðmundssonar, b. á Hrafnagili í Laxárdal, Guð- mundssonar, b. á Ingveldarstöðum, bróður Sigríðar, langömmu Péturs, föður Siguijóns borgarráðsmanns. Guðmundur var einnig bróðir Þor- valds á Skefilsstöðum, langafa Jóns, alþingisforseta á Akri, föður Pálma alþingismanns en Þorvaldur var einnig afi Ragnheiðar, langömmu Magnúsar frá Mel fjármálaráðherra og Halldórs Þormars, sýslumanns á Sauðárkróki, Jónssona. Guðmund- ur var sonur Gunnars, hreppstjóra og ættföður Skíðastaðaættarinnar, Gunnarssonar. Móðir Björns var Ingibjörg Björnsdóttir, hreppstjóra Eggert Lárusson. á Hafragili í Skagafirði, bróður Guð- mundar á Ingveldarstöðum. Móðir Ingibjargar var Guðrún Ólafsdóttir, smiðs á Ingveldarstöðum og Hafra- gili Kristjánssonar og Sigurlaugar, systur Gunnars á Skíðastöðum. Móðir Ingibjargar og amma Egg- erts var Evlalía Olafsdóttir, sjó- manns og steinssmiðs í Hlíðarhús- um í Reykjavík, Jónssonar, b. í Hrútsstaðahjáleigu, Bjarnasonar, b. á Syðra-Velli í Flóa, Þorgrímssonar, b. í Ranakoti, Bergssonar, hrepp- stjóra og ættföður Bergsættarinnar, Sturlaugssonar. Móðir Evlalíu var Sigurbjörg Jónsdóttir, b. í Hvammi í Kjós og á Gróttu á Seltjarnarnesi, Jónssonar. Afrnæli Gudrún Ólafsdóttir Guðrún Ólafsdóttir hjúkrunarfræö- ingur, Amarhrauni2, Hafnarfirði, erfertugídag. Starfsferill Guðrún er fædd í Reykj avík en ólst upp í Hafnarfirði. Hún gekk í Lækjarskóla og Flensborg og tók gagnfræðapróf úr síðarnefnda skól- anum. Guðrún stundaði nám í Sjúkraliðaskóla íslands og útskrif- aðist þaðan 1978. Hún stundaði síðar nám í Hjúkranarskóla íslands og brautskráðist sem hjúkrunarfræð- inguráriðl986. Guðrún fór í sveit sem unghngur og var sjö sumur við sveitastörf 1 Landeyjum. Hún hefur starfað á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði meira og minna frá 16 ára aldri, fyrst sem gangastúlka, þá sjúkraliði og nú semhjúkrunarfræðingur. Guðrún hefur aðallega unnið á handlækn- ingadeild en einnig á lyfjadeild. Guðrún vann einnig um nokkurra mánaða skeið í Sælgætisgerðinni GóuíHafnarfirði. Fjölskylda Guðrún giftist 19.9.1970 Kristjáni Jens Kristjánssyni, f. 4.4.1950, slökkviliðsmanni í Hafnarfirði. þau slitu samvistum. Foreldrar Krist- jáns: Kristján Kristjánsson sjómað- ur, látinn, og Ásdís Amfmnsdóttir. Þau bjuggu á Akranesi en Ásdís býr nú í Hafnarfirði með seipni manni sínum og fósturföður Kristjáns, Þorleifi Finnssyni, starfsmanni á vinnuvélum. Börn Guðrúnar og Kristjáns: Ólaf- ur, f. 14.12.1970, starfsm. hjá Wuth- innflutningsfyrirtæknu; Matthías, f. 9.3.1972, umsjónarmaður í Dals- nesti; Ásdís, f. 7.8.1973, nemi í Kvennaskólanum. Bræður Guðrúnar: Birgir, f. 8.11. 1942, lögregluþjónn í Keflavík, maki Stella Olsen skrifstofumaður, þau eiga tvö böm, Telmu og Snorra; Sig- uröur, f. 20.5.1944, slökkvilismaöur í Hafnarfirði, maki Ingunn Elísabet Viktorsdóttir sjúkraliði, þau eiga þrjú börn, Viktor Rúnar, Kristínu og Guðrúnu Lísu; Einar, f. 6.2.1954, endurskoðandi, maki Ingibjörg Magnúsdóttir húsmóðir, þau eiga tvo syni, Magnús Inga og Kristin. Foreldrar Guðrúnar: Olafur Frí- mannsson, f. 13.5.1921, d. 5.4.1987, Guðrún Ólafsdóttir. vélvirki og pípulagningarmaður, og Kristín Sigurðardóttir, f. 10.10.1921, d. 6.2.1986, húsmóðir, en þau bjuggu allan sinn búskap að Selvogsgötu 18íHafnarfirði. Bragi Sigurþórsson Bragi Sigurþórsson byggingaverk- fræðingur, Vogalandi 3, Reykjavík, ersextugurídag. Starfsferill Bragi er fæddur á Fossá í Kjós og ólst þar upp og að Vindási í Kjós og í Hvammi í Norðurárdal. Hann hef- ur verið búsettur í Reykjavík frá 1944. Bragi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1951, fyrri hluta prófi í verkfræði frá Há- skóla íslands 1954 og prófi í bygg- ingaverkfræði frá DTH í Kaup- mannahöfn 1957. Bragi var verkfræðingur hjá Al- menna byggingafélaginu hf. í Reykjavík 1957-71. Hann stofnaði ásamt öðrum Almennu verkfræði- stofuna hf. í Reykjavík 1971 og hefur starfaðþarsíðan. Bragi hefur verið hönnunarstjóri við ýmis verkefni, m.a. við Seðla- bankann og Jámblendiverksmiðj- una á Grundartanga. Hann vann ennfremur við hönnun á Norræna húsinu og Sementsverksmiðju rík- isins á Akranesi ásamt ýmsum fleiri mannvirkjum. Bragi er nú verkefn- isstjóri við byggingu Þjóðarbók- hlöðunnar. Fjölskylda Bragi kvæntist 18.8.1962 Ingu Björk Sveinsdóttur, f. 24.4.1941, kennara í Fossvogsskóla. Foreldrar Ingu: Sveinn Ólafsson, vélstjóri og jámsmíðameistari, látinn, og Hans- ína Fr. Guðjónsdóttir. Börn Braga og Ingu: Sólrún, f. 1.12. 1959, óperasöngkona í Hannover í Þýskalandi, maki Þórarinn Stefáns- son píanóleikari, Sólrún á einn son frá fyrra hjónabandi, Braga Berg- þórsson; Þórdís, f. 7.4.1964, sálfræð- ingur, maki Þorbjöm Guðjónsson, læknanemi; Friðrik, f. 8.4.1968, verkfræðinemi í Svíþjóð, maki Anna Brynja Sigurgeirsdóttir, nemi; Brynja, f. 20.3.1972, nemi í Menntaskólanum við Sund. Bragi Sigurþórsson. Foreldrar Braga: Sigurþór Ólafs- son, f. 9.3.1899, d. 8.1.1933, bóndi á Fossá í Kjós, og kona hans, Þórdís Ólafsdóttir, f. 19.6.1908, ljósmóðir, en hún er nú búsett á Grandavegi 47íReykjavík. Bragi er að heiman á afmælisdag- inn. 95 ára 60ára Helga Þorgiisdóttir, Snorrabraut 58, Reykjavík. Lúðvík Ásmundsson, Sigríöarstöðum, Fljótahreppi. PállÞórisson, _ Lindarhóli, Tunguhreppi. 80 ára Halldóra Bjamadóttir, Sogavegi 150, Reykjavík, Jóhanna Baldvinsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavik. 75 ára 50ára Sæunn Hjaltadóttir, Aðalgötu 16, Siglufiröi. Þór Jónsson, írafossi 1, Grímsneshreppi. \ yUMFERÐAR RÁÐ RAUTT UÓS/ Björgheiður Jónsdóttir, Akursbraut 22, Akranesi. Fanney Helgadóttir, Asparfelli 4, Reykjavík. Helga Magnúsdóttir, Dalbraut 14, Reykjavík. Árni Kristjánsson, Reykjavegi 52a, Mosfellsbæ. 40ára Svava Björg Jóhannsdóttir HIíðarvegi52, Ölafsfirði. Jóhánna Gunnþórsdóttir, Strandaseli 6, Reykjavik. SigrúnG. Ragnarsdóttir, Fljótaseli 20, Reykjavík. Sigurður Jósef Björnsson, Barmahlíð 33, Reykjavík. Eygló Óskarsdóttir, Heimavöllum 7, Keflavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.