Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1991, Qupperneq 36
36
ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1991.
Meiming
Myndgáta
Tríó Reykjavíkur
Tónleikar voru í Hafnarborg í Hafnarfirði á sunnu-
dagskvöldi þar sem Tríó Reykjavíkur lék. Á efnis-
skránni voru verk eftir Ludwig van Beethoven.
Það hefur verið til siðs hjá Tríói Reykjavíkur að
vanda til hinnar prentuðu efnisskrár og var svo einn-
ig nú. Mátti þar finna allítarlegar upplýsingar, bæði
um flytjendurna og verkin. Píanósónatan í c moll op.
10, sem Halldór Haraldsson lék, á margt sameiginlegt
með hinni frægu Pathétique sónötu. Báðar eru í þrem
þáttum þar sem þeir ytri eru ákafir og ástríðuþrungn-
ir en sú stemning tengist oft tóntegundinni c moll,
ekki aðeins hjá Beethoven heldur einnig hjá Haydn
og Mozart. Báðar sónötur hafa djúpa og ríka hæga
þætti í Ab dúr. C moll sónatan er þrátt fyrir þessi ein-
kenni ekki eins sterklega grípandi verk og Pathetique.
Sónatan fyrir selló og píanó op. 102 tilheyrir hinu
- svonefnda þriðja tímabili í æfi Beethovens og ber þess
að ýmsu leyti merki. Á þessu tímabili gekk Beethoven
lengst í að brjóta af sér hlekki hins hefðbundna og
skapaöi nýja tónlist sem átti eftir að tröllríöa tónhstar-
heiminum lengi á eftir. Meðal þess sem einkennir verk
hans frá þessum tíma er mun ítarlegri úrvinnsla úr
stefjum þar sem segja má að ekki sé hætt fyrr en allur
safi hefur veriö úr kreistur. Þá reynir hann að sneiða
hjá hinum kassalöguðu áhrifum hinnar hefðbundnu
kadensu sem t.d. í verkum Haydns og Mozarts bútar
tónlistina niður í hæfilegar lotur og hendingar. Beetho-
Tórúist
Finnur Torfi Stefánsson
ven kærði sig ekki lengur um svo einfaldan skýrleika.
Hann sækist eftir því óræða og boðar þar með komu
nýrrar stefnu, rómantíkurinnar. Þá ber meira á fjöl-
röddun -í verkum Beethovens frá þriðja tímabilinu en
nokkru öðru og virðist það hafa hentað vel stílþróun
hans á þessum tíma almennt auk þess sem hann sýndi
með þessu virðingu sína fyrir J.S. Bach.
Verkið, sem hljómaði best á þessum tónleikum, var
Tríó í D dúr op. 70. Sérkennilegastur kafli í því verki
er largo þátturinn sem gengur undir nafninu Geister
vegna þess að einhverjum fannst efnið draugalegt.
Kom þessi þáttur mjög vel út í flutningi Tríós Reykja-
víkur. Leikur Tríósins, sem er skipað Guðnýju Guð-
mundsdóttur, fiölu, Gunnari Kvaran, sellói, auk Hall-
dórs Haraldssonar, sem áður er getið, var yfirleitt
góður. Sums staðar skorti á skýrleika og hreinleika
en þeir staðir voru mun fleiri sem hljómuðu vel og
voru áheyrendur ósparir á að klappa tónlistarfólkinu
lof í lófa í lokin.
Andlát
Guðbjörg Erlendsdóttir, Furugerði
1, lést 17. nóvember sl.
Ólafur Ásmundsson frá Hálsi í
Fnjóskadal lést á Elliheimilinu
Grund 17. nóvember.
Haukur Einarsson prentari, frá
Miðdal, lést á heimih sínu, Þorfinns-
götu 2, að morgni 17. nóvember.
Margrét Ásgeirsdóttir, vistheimilinu
Seljahlíð, áður Brekkulæk 4, andað-
ist í Borgarspítalanum 18. nóvember.
Haukur Guðmundsson frá Gerðum í
Garði lést á Hrafnistu laugardaginn
16. nóvember._________________
Jarðarfarir
Sigríður Jónsdóttir, Melhaga 6,
Reykjavík, lést mánudaginn 11. nóv-
ember. Jarðarforin fer fram frá
Hafnarfj arðarkirkj u miðvikudaginn
20. nóvember kl. 13.30.
Sólveig Lúðviksdóttir, Smiðshúsi,
Álftanesi, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju miðvikudaginn 20.
nóvember kl. 13.30.
Bergur Pálsson skipstjóri lést 14.
þessa mánaðar. Jarðarförin fer fram
..Vfrá Akureyrarkirkju fimmtudaginn
21. nóvember kl. 13.30.
Þorsteinn Ö. Stephensen, fyrrver-
andi leiklistarstjóri, verður jarð-
sunginn frá Dómkirkjunni í Reykja-
vík miðvikudaginn 20. nóvember kl.
15.
Jósefína Þorleifsdóttir, Ægisgötu 17,
Akureyri, sem andaðist 11. nóvemb-
er, verður jarðsungin frá Akureyrar-
kirkju í dag, þriðjudaginn 19. nóv-
ember, kl. 13.30.
Þórður Örn Karlsson skipstjóri,
Heimavöhum 15, Keflavík, verður
jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju í
dag, 19. nóvember, kl. 14.
Jóhann Björnsson myndskeri,
Grundarstíg 12, Reykjavík, er lést í
jBorgarspítalanum að morgni 12.
nóvember, veröur jarðsunginn frá
Fossvogskirkju í dag, 19. nóvember,
kl. 15.
Hjónaband
Þann 14. september voru gefm saman í
Garðakirkju af séra Bjama Þór Bjama-
rsyni Alda Haraldsdóttir og Eyþór
Þórðarson. Heimili þeirra er að Austur-
þergi 16, Reykjavík.
Ljósm. Jóhannes Long
Þann 7. september vom gefm saman í
Hallgrímskirkju af séra Pálma Matthias-
syni Guðrún Jóhannesdóttir og Jón
Ásgeirsson. Heimili þeirra er að Snorra-
braut 79.
Ljósm. Gunnar Kristinn.
Tilkynningar
Félag eldri borgara
Opiö hús í Risinu í dag kl. 13-17. Bridge
og frjáls spilamennska. Kl. 15 skálda-
kynning. Hjörtur Pálsson talar um
Snorra Hjartarson og leikaramir Baldvin
Halldórsson og Herdís Þorvaldsdóttir
lesa úr verkum skáldsins. Kl. 17 er kynn-
ing á vetrarferðum til Benidorm. Kl. 20
dansað.
Tískusýning á vegum
Hönnunar stofu Maríu Lovísu
Miðvikudagskvöldið 20. nóvember kl. 21
verður haldin tískusýning á vegum
Hönnunarstofu Maríu Lovisu á skemmti-
staðnum TVeir vinir og annar i fríi aö
Laugavegi 45. María Lovísa mun kynna
nýjustu línuna sína og einnig mun há-
greiðslustofan Carmen verða með hár-
greiðslusýningu. Hárgreiðslumeistari er
Helga Bjamadóttir, Ísiandsmeistari 1991.
Gull & silfur verður með skartgripasýn-
ingu og ilmvatnskynning á vegum Herm-
és, þar að auki verða kynntar blóma-
skreytingar frá Art blóm og postulín.
Húsið opnað kl. 18 og verður boðið upp
á léttan matseðil á viðráðanlegu verði.
María Lovísa lauk námi úr Margaret-
skolen í Kaupmannahöfn 1979 og vann á
vegum íslensks uilariðnaðar í eitt ár og
rak síðan verslunina Mariumar í 5 ár.
Hún rekur-hönnunar- og vinnustofu að -
LaUgÖV8gÞ46J'Kinucí .vi .í* .
„Dætur norðurljósanna“
Miðvikudaginn 20. nóvember kl. 20.30
flytur Nordiaensamblen ásamt rithöf-
undinum Kerstin Thorvall dagskrá í
Norræna húsinu sem nefnist „Dætur
norðurljósanna". Eins og nafnið gefur til
kynna er hún helguð konum, norrænum
tónskáldum. Nordiaensamblen (Nordia-
sveitin) leikur tónverk eftir konur frá
Norðurlöndunum. Fulltrúi íslands er
Karólina Eiríksdóttir. Hljómsveitin
frumflytur tónverk eftir Karólinu,
„Rhapsody in C“ sem var sérstaklega
pantað frá henni. Kerstin Thorvall kynn-
ir tónskáldin, og skýrir mat sitt á stöðu
kvenna í heimi listanna fyrr og nú út frá
sögu norska rithöfundarins Coru Sandel,
„Lyckan". Hún verður einnig kynnir á
tónleikunum. Nordiaensamblen var
stofnað árið 1985 og er skipuð stengja-
kvintett, blásarakvintett og píanói,
myndar því litla sinfóniuhljómsveit,
„sinfóniettu11. Nomus og Norræni menn-
ingarsjóðurinn studdu hljómsveitina til
tónleikahaldsins, sem „Lánsmusik i
Vástemorrland“ skipuleggur. Aðgangur
er ókeypis.
Hallgrímskirkja - starf
aldraðra
Á morgun, miövikudag, veröur haldið
Opið hús í safnaðarsal kirkjunnar og
hefst kl. 14.30. Sýndar verða myndir úr
fjögurra daga ferð um Eyjafjörð. Kaffl-
veitingar. Bílaþjónusta ef óskað er.
Fundir
Myndgátan hér að ofan
lýsir nafnorði.
Lausngátunr. 184:
Leggur niður
rófuna
Kvenfélagið Seltjörn
Vináttufundur í félagsheimilinu í kvöld,
19. nóvember, kl. 20.30. Föndur, veiting-
ar. Allir velkomnir.
Kiwanisklúbburinn Hekla
Fundur í kvöld kl. 19.30 í Kiwanishúsinu,
Brautarholti 26. Ræðumaður Sveinn
Bjömsson, forstjóri Strætisvagna
Reykjavíkur.
Ökukennarafélag íslands
45ára
Ökukennarafélag íslands var stofnpð 22.
nóvember 1946 og fagnar þvi 45 ára af-
mæh sínu innan tíðar. Dagsins hyggst
félagið minnast með því m.a. að gangast
fyrir opnum fundi um „Umferöarmál,
stöðu og framtíðarmótmi ökukennslu hér
á landi" á afmælisdaginn sjálfan, 22. nóv-
ember. Á fundinum verður einnig sagt
frá „Norrænum umferðaröryggisfögum"
og kynnt í máii og myndum kennsla á
æfmgasvæðum. Meðal málshefjenda em
Guðmundur Ágústsson, form. Umferðar-
ráðs, Haukur Ingibergsson frá Hagsýslu-
stofnun, Sigurður Helgason, upplýsinga-
fulltrúi Umferðarráðs og fleiri, Ap loknu .
-máli - framsögumanna verða paílboi;ðs- .
timrífeður 'og gefst fundarmönflúm, þáf 1
tækifæri til að bera fram spurningar.
Fundurixm verður haldinn að Skipholti
33 í Reykjavík (áður húsi Tónabíós) og
hefst kl. 13.30 og fundarlok verða kl. 17.
Fundurinn er öllu áhugafólki opinn án
endurgjalds.
Námskeið
ITC deildin Irpa
gengst fyrir námskeiði í kvöld, 19. nóv-
embedr fyrir félaga sína. Á námskeiðinu
sem haldið verðm- að Brautarholti 30, 3.
hæð kl. 20.30 stundvíslega, verður kennd
framsögn og framkoma í ræöustól. Leið-
beinandi verður Ingi Bogi Bogason kenn-
ari. Þátttaka á námskeiðinu er ókeypis.
Upplýsingar gefur Vilhjálmur í síma
78996. Allir velkomnir.
Tapað fundið
Gleraugu fundust
Gleraugu fundust við Vestorgötu 2. Upp-
lýsingar i síma 11812.
Fíóla í óskilum í
gamla miðbænum
Svört og hvít kettlingafull læða með
rauða flauelisól hefur verið í óskilum í
gamla miðbænum síðan á fimmtudaginn
sl. Hún er með stóra svarta skellu á nef-
inu, svartan topp og lítinn hvítan blett á
milli augnanna. Inni í ólinni, sem er orð-
in máð, stendur arstígur 11 og Sóley í
sviga. Upplýsingar í sima 10539.
Skuggi er týndur
Skuggi fór að heiman frá sér á miöviku-
daginn sl. Hann er svartur, loðinn og
eyrnamerktur nr.: R1H091. Ef einhver
hefur orðið var viö hann þá vinsamlegast
hafíð samband í síma 16738 á daginn eða
í síma 40510 á kvöldin.
Sýningar
Kristján Fr. Kristjánsson
opnar málverkasýningu
í dag, 19. nóvember, opnar Kristján Fr.
Kristjánsson, listverkasali og listmálari,
málverkasýningu í Gallerí 8. Gaileríið
mun framvegis hafa myndlistarsýningar
sem hluta af starfsemi sinni, enda með
bjartan og góðan sýningarsal í Austur-
stræti 8. Þetta er sjötta einkasýning
Kristjáns en á þessari sýningu verða sýnd
17 málverk. Kristján hefur áður sýnt
m.a. á Mokka og í Iðnó við Tjömina.
Sýningin stendur til 2. desember og er
opin kl. 10-18 virka daga og kl. 13-18 um
helgar.
Leikhús
| ISLENSKA ÓPERAN FRÚ EMILÍA
= rrnfrnfín^nn „Haust með
Ibsen“
eftir Leiklestur þekktra leikverka eftir Henrik Ibsen i Listasafni íslands
W.A. Mozart við Fríkirkjuveg.
Föstudaginn 22. nóv. kl. 20. Laugardaginn 23. nóv. kl. 20. AFTURGÖNGUR
Laugard. 23. nóv. og sunnud.
Ósóttar pantanir seldar tveimur dögum fyrir sýningar- 24. nóv. kl. 14. BRÚÐUHEIMILI
dag.
Laugard. 30. nóv. og sunnud.
Miðasalan opin frá kl. 15-19, sími 11475. I.des.kl. 14. FRÚ EMILÍA-LEIKHÚS
Greiðslukortaþjónusta VISA - EURO - SAMKORT - í • f - f ' * r a ( r !' J 1 1 - / : • * r
£ .t:ci:vcbiiiá isguÍT 'i i 1.4 vi* Lit .TlHanií