Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1991, Blaðsíða 12
12
MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 1991.
Spumingin
Hvaö þarftu mikinn svefn?
Inga Georgsdóttir húsmóðir og Lilja
Guðrún Ragnarsdóttir: Átta tima.
Karl Eggertsson símsmiður: Átta til
tíu tíma.
Þröstur Friðberg skrifstofutæknir:
Það er alveg heilmikið, lágmark tíu
tíma.
Guðlaug Helgadóttir: Ég þarf niu
tíma.
Ragnheiður Þóra Kolbeins nemi: Ég
þarf sex til átta tíma.
til tíu tíma yfirleitt.
Lesendur
H vað lærum
við af álmáli?
Konráð Friðfinnsson skrifar:
Hann kom, sá en sigraði ekki. Hann
sagði margsinnis „það er að koma
og.....veriö að leggja síðustu hönd
á verkið." - En dag einn stóð hann
frammi fyrir þeirri bláköldu stað-
reynd að hin gífurlega vinna sem
búið var að leggja í verkið er senni-
lega unnin fyrir gýg. Aliar vænting-
amar sem mál þetta vakti, allt at-
vinnuöryggið, er það átti að veita
ijölda manna og verðmætasköpunin
fyrir þjóðarbúið reyndist á sandi
byggð að því best verður séð.
Ekki svo að skilja að háttvirtur iðn-
aðarráðherra hafi sjálfur klúðrað
málinu eða gert þau afglöp í starfi
aö útlendingarnir hafi tekið sinna-
skiptum. Nei, sannieikurinn er sá að
málið stöövaðist vegna þess að furst-
unum, viðsemjendum ráðherrans,
aðilunum er réðu ferðinni í raun all-
an samningatímann hætti að lítast á
blikuna. Þeir sögðu því eitthvað á
þessa leið; Jæja, félagi, nú hefur
verðið fallið á álmörkuðum heimsins
og við sjáum okkur ekki fært að hefja
. fyrirhugaðar framkvæmdir á Keilis-
nesi að svo stöddu. - Alla vega ekki
fyrr en verðið hefur hækkað á nýjan
leik. Og það getur gerst eftir nokkur
ár. - Svo mörg voru þau orð.
Hvaða lærdóm geta íslenskir ráða-
menn og aðrir landsmenn dregið af
lyktum þessa einkennilega máls?
Verum nú minnug þess að óvíst er
hvort umrædd verksmiðja rís hér
yfirleitt úr því sem komið er. - Fyrst
og fremst hljóta menn að draga þann
lærdóm að óráðlegt er, og jafnvel
heimskulegt, að gera fjárhagsáætl-
anir vegna bjartsýni eða orða ein-
göngu og einhvers er muni koma. -
Loforð manna í dag eru einskis virði.
Því miður. Það er ekki fyrr en full
starfsemi er hafm að óhætt er að
gera ráð fyrir ábatanum. En í íjárlög-
um fyrir næsta ár (1992) er reiknað
með tekjum af álversframkvæmdum
sem kunnugt er.
Einnig mættu menn hafa í huga að
óviturlegt er að ætlast til þess að tals-
menn auðhringa taki áhættu varð-
andi fjármuni. Sjái þeir sér engan
hag í einhveiju verkinu er dregið
pennastrik yíir verkefnið og því
gleymt. íslendingar eru ekki á sér-
kjörum í þeim efnum. Þetta ætti líka
að sýna okkur hversu varhugavert
er að treysta um of á góðvild út-
lendra manna hvað varðar atvinnu-
uppbyggingu á íslenskri grund.
„Mayday, Mayday, Mayday“
Kristján Hermannsson skrifar:
„Mayday“ er alþjóðlegt neyðarkall
sem þýðir hjálp og menn nota ef þeir
eru í bráðri yfirvofandi hættu. ís-
lenska þjóðin þarfnast hjálpar.
Hjálpar vegna þess að „stjórnmála-
menn“, sem við höfum kosið, eru
margir hverjir skilningssljóir og
duglausir og eyða oft vinnutíma sín-
um í einskis nýtt þvarg, virðast ekki
skilja hver eru forgangsverkefnin.
Þetta sést best á aðgerðaleysi
þeirra við að hrinda í framkvæmd
því forgangsverkefni aö ráðast í kaup
á nýrri og öflugri björgunarþyrlu
fyrir Landhelgisgæsluna. Stjóm-
málamenn tala oft um „flór“ og
kenna hann þá gjaman við ákveðinn
stjómmálaflokk. íslenska þjóðin þarf
nú að taka sér skóflu í hönd og moka
„stóra flórinn" við Austurvöll. í orð-
inu stjórn á að felast framtak og
dugnaður. Það verður varla sagt um
þá stjórnmálamenn sem drepa þyrlu-
kaupamáiinu á dreif með nefnda-
kraðaki og framtaksleysi.
Það er hrein móðgun við sjómenn
og reyndar aUa landsmenn að ganga
ekki frá þessu máh. Vonandi þarf
ekki einhver þingmaður að missa
náinn ættingja, eins og margir gerðu
þegar Eldhamar GK-13 fórst við
Grindavík, tU að koma þessu sjálf-
sagða máli í höfn. Hér skal ekkert
fuUyrt um að þyrla Gæslunnar hefði
getað bjargað mönnunum á Eld-
hamri en eitt einasta „ef‘ er nægjan-
legt til að krefjast þess að frá þessu
máU verði gengið. Að þyrlukaupa-
nefnd skuli tefja máhð, m.a. með
hugmyndum um aö nota björgunar-
þyrlur varnarUðsins, er forkastan-
legt. Sjálfsagt er að hafa góða sam-
vinnu við það í björgunarmálum hér
eftir sem hingað tU en á það á ekki
að treysta eingöngu. - Það á aö vera
neyðarúrræði.
Þegar þetta forgangsmál aUrar
þjóðarinnar er í höfn er fyrst hægt
að fara að tala um aðrar fjárfrekar
framkvæmdir, svo sem viðgerðir á
Þjóðminjasafni, Þjóðleikhúsi, bygg-
ingu handboltahallar o.s.frv. Ég tel
mig vita að það er krafa meirihluta
þjóðarinnar að gengið verði frá
kaupum á nýrri, öflugri björgunar-
þyrlu nú þegar og við vaUð verði far-
ið eftir áUti þeirra manna sem á
henni starfa - maxma sem fyrir löngu
hafa sannað hæfni sína og getu.
Ærumeiðingar á Alþingi?
Halldór Halldórsson skrifar:
Mikið má þessi þjóð þola úr.sölum
Alþingis. Þingmaðurinn Ingi Bjöm
Albertsson sakar forsætisráðherra,
Davið Oddsson, um ærumeiðingar
vegna ummæla hans þegar þyrlu-
kaupin voru rædd. - En Utum nú á
máUð af sanngimi. Hvað sagði for-
sætisráðherra? Hann sagði það eitt
eins nálægt slysstað og mögulegt var
og hann teldi ekki ástæðu til aö flana
að niðurstöðu í þyrlukaupamálum
vegna þessa atburðar eins, og enn-
fremur að slæmt væri að menn féUu
í þá freistni að slá sig til riddara í
skugga þeirra hörmungaratburða
em urðu við Hópsnes. - Þetta taldi
Ingi Bjöm ósmekkleg og ódrengUeg
„Mikið má þessi þjóð þola úr sölum Alþingis." - Davíð Oddsson forsætisráð-
herra bg Ingi Björn Albertsson alþingismaður.
vegið að æra nokkurra þingmanna,
sérstaklega hans sjálfs.
Ég hef aldrei heyrt forsætisráð-
herra segja að ekki ætti aö kaupa
nýja þyrlu eins og margir vUja meina
að hann hafi staðhæft. Er nokkuð viö
það að athuga þótt hann telji að
þyrlukostui* vamarUðsins á Kefla-
víkurfluvelU nægi þar tíl komist
verður að niöurstöðu um hvort
kaupa eigi aðra þyrlu og þá hvaða
tegund? - Auðvitað eru þeir menn
að gera úlfalda úr mýflugu sem nota
nýlegan og sorglegan atburð sér til
framdráttar og vilja klekkja á forsæt-
isráðherra sérstaklega og öðrum sem
vUja láta fullkanna máUð áður en
lokaákvörðun er tekin um frekari
aðgerðir.
27022
milli kl. 14 og 16
-eðaskrifið
ATH.: Nafn og símanr. veröur
að fylgja bréfum
Mér fyndist það vera þjóðaró-
gæfa ef gripið jtöí tU þess að feUa
gengið eina ferðina enn vegna
neyðarkaUs frá fiskvinnslustöðv-
unum. Þeim verður sumum
hveijum ekki bjargað með gengis-
felllngu fremur en áður.
AUt útíit er þó fyrir að þetta
verði reynt og ekki bara að gripið
verði til gengisfeUingar heldur
líka gjaldeyrishafta í einhverri
mynd. Fyrsta skrefið er þegar á
borðinu með þvi að krefjast þess
að nákvæmlega verði fylgt eftir
að ferðamenn kaupi ekltí meira
erlendis en tUskilin upphæð heim-
Uar. - Hvorag þessara aðgerða
tryggir bata í efnahagslífi okkar.
Einar skrifar:
: Biskupinn yfir ísiandi hefur nú
aiþakkað heímboð páfa til Rómar
vegnaþess aö hann vildi spara fé
alraennings. Þó er upplýst aö
bískup hefur farið þrisvar til út-
landa á árinu á kostnað ríkisins.
Þessi sparnaðarvilji er því blátt
áfram hlægUegur og sýnist mér
því þessi fyrirsláttur tóm sýndar-
mennska. Hitt er líklegra að nú
þegar sé búiö að eyða í reisur
umfram leyföa flárveitingu.
Mér finnst þessi óvirðing við
páfa óafsakanleg eftir að hann
lagði leið sína hingað fil lands.
íslenska þjóðin vUl áreiðanlega
að páfanum í Róm sé sýnd hátt-
vísi þótt við séum ekki kaþólsk.
Sráffverða það
Bandaríkin...
Páll Ólafsson skrifar:
Nú hefur enn breikkað bilið á
milU okkar og Evrópuþjóðanna
og ákvörðunar um að tengjast
þessum þjóðum í viðskipta- og
efnahagsbandalagi. AUtaf koma
fram nýjar og nýjar kröfur eða
lausir endar sem þarf að hnýta
áður en af samkomulagi getur
orðið. - Ekki bætir ótryggt ástand
í austanverðri áliunni úr skák.
Ég sé ekki betur en aUt þetta
og venúega dapurleg framtíðar-
sýn hér á landi hreki okkur í vest-
urátt. Reikna má með að brátt
verði það Bandaríkin ein sem við
getum leitað samkomulags við
um verslun og viðskipti ef okkur
á aö takast að halda þjóðfélagi
hér á annað borð.
áréttumstað
íbúi í Kleppsholti skrifar:
Öryrkjabandalagið virðist vera
aö stofna til vandræða meö ein-
strengingslegu staöarvaU fyrir
sambýli. Miklu einfaldari iausn
er nærtæk i jæssu skyni. Það er
einfalt mál að nýta Ld. ónotaðar
byggingarlóðir á Kleppslóðinni
við Bergiðjuna. Þar væri hægt aö
reisa nokkur einbýUshús þvi að
greinUegt er að Öryrkjabandalag-
ið er fjársterkt.
Kostírnir eru margir. íbúamir,
sem búa þarna, hafh vanist þessu
umhverfi og myndu ekki amast
við: slikum byggingum og þær
yrðu byggðar í samræmi við tU-
gang. Þar er eiimig stutt í læknis-
þjónustu. Á húsinu við ÞverfeU
þarf að gera breytingar. Öryrkja-
bandalagiö nýtur velvUja þjóðar-
innar því ætti aö leysa máUð án
þess að stofna til óvUdar.
Gamall leigubíistjóri skrifar:
Ég óska þeim leigubflstjórum
til hamingju sem ákváðu að
stofna sína eigin leigubflaþjón-
ustu. Með þessu sýna þeir virð-
ingarvert framtak. Ég hef þá ekki
síst í huga óréttlátan dóm Hæsta-
réttar yfir leigubílstjóranum sem
vildi ekki una þvi að greiða í lif-
eyrissjóö verkalýðsfélagamia.