Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1991, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1991, Page 27
. ’MÁNUDftQUÍtg. UBSEiMBBR .1991. íf.39. Menntaskólinn á Egilsstöðum. Glæsilegar byggingar, Myndin tekin í lok nóvember. DV-mynd Sigrún Egilsstaðir: Samskipti Menntaskólans og Föroya Studentaskúla ÞRÁÐLAUS SÍMI SEM HÆFIR LÍFSSTÍL ÞEIRRA, SEM KJÓSA ÞAÐ ÞÆGILEGASTA. Sigrún Egilsdóttir, DV, Egilsstóöum: „Okkur blöskraði hvað íslenskir unglingar drekka mikið kók og hvað heita vatnið hér er furðulegt." Þetta var samdóma áht fjögurra nemenda frá Færeyjum sem dvöldu í Mennta- skólanum á Egilsstöðum fyrri hluta nóvember þegar þeir voru spurðir hvað þeim fyndist athyghsverðast á Egilsstöðum. Þetta eru fjórar stúlkur, nemar á öðru ári í Föroya Studentaskúla í Þórshöfn og tveir kennarar þeirra. Þær sátu í tímum í tíu daga og kenn- aramir tóku til við að kenna. Þá var farin kynnisferð um Hallormsstað og Fljótsdal, hópurinn fór síðan til Reykjavíkur og þaðan heim. Þær stöllur létu vel af dvölinni. Sögðust kunna vel við áfangakerfiö með öllu því vah sem því fylgir, en í Færeyjum er hefðbundin bekkjarkennsla og þar tekur menntaskólanámið þrjá vetur. Þær voru sammála um að kennslan hér væri fijálslegri og meira skap- andi. Hér væru minni heimaverkefni en jafhaldrar þeirra hér væru tæp- lega komnir eins langt í náminu og heima í Færeyjum. Emil Bjömsson aðstoðarskóla- meistari sagði að þetta samstarf skól- anna hefði byijað í fyrravetur. Þá fékkst styrkur frá norrænu ráð- herranefndinni til þessa og í mars fóm þrír nemendur frá M.E. til Fær- eyja ásamt tveimur kennurum. Emil sagðist fastlega búast viö að fram- hald yröi hér á og á seinni önn í vet- ur færi hópur héðan til Færeyja. Aðeins níu sóttu um að fara til ís- lands og tilviljun réði hverjir völdust til þess. Kennaramir, Finnur Lútsen og Kári Davidsen létu í ljós ánægju með dvölina og þetta samstarf sem tekist hefur við M.E. og sögðust vona að það héldi áfram. Verð kr. 34.900. S ístel SÍÐUMÚLA 37 SIMI 687570 VIÐURKENNDIR AF FJARSKIPTAEFTIRLm NU Móna hefur staðið við þjóðarsáttina, vörurnar eru á sama verði og í fyrra. Mónu bökunarsúkkulaði er hágæða vara unnin af íslenskum höndum fyrir íslenska neytendur. Veljið íslenskt gæða súkkulaði frá Mónu í jólabaksturinn til að tryggja góðan árangur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.