Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1991, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1991, Side 13
MÁNUDAGUR 2. DESEMBER 1991. 13 Fréttir Landhelgisgæslan fékk Baldur en missti Þór: Miklar tilf inn- ingarbundnar skipanöfnum - segir Gísli Auðunsson hjá Siglingamálastofnun „Nafniö Baldur hefur verið við lýði á Dalvík svo lengi sem elstu menn muna. Það var því mikið ólán fyrir þá að missa nafnið til Land- helgisgæslunnar. Mótleikur þeirra var að sækja um nafnið Þór og það hafa þeir fengið. Fyrir fólkið, sem stendur í baslinu og hinu raun- verulega lífsstríði, er þetta hins vegar tilfinningamál, einkum varð- andi skipsnöfn. Við kontóristarnir í Reykjavík eigum oft erfitt með að skHja svona lagaö. í þessu máli eiga Dalvíkingar hins vegar fulla samúð mína,“ segir Gísli Auðunsson í skipaskráningadeild Siglingamála- stofnunar ríkisins. Nýlega úthlutaði Siglingamála- stofnun sérleyfi á nafninu Þór til Snorra Snorrasonar, útgerðar- manns á Dalvík. Til langs tíma bar eitt af skipum Landhelgisgæslunn- ar þetta nafn en frá árinu 1986 hef- ur ekkert skip hennar borið það. Samkvæmt lögum um sérleyfi á skipsnöfnum getur útgerð ekki haldið nafni fráteknu nema í þrjú ár. Að þeim tíma liðnum er sigl- ingamálastjóra heimilt að endurút- hluta því. Deilur hafa að undanfómu staðið um nöfnin Þór og Baldur milli Landhelgisgæslunnar og Snorra. Bátur, er Snorri keypti nýverið, bar nafnið Baldur en vegna einka- leyfis gæslunnar á því nafni verður hann að breyta því. Sótti hann þá um og fékk nafnið Þór. „Það kom í minn hlut að sækja um einkarétt á nafninu Baldri fyrir nýtt sjómælingskip sem við sjósett- um í vor. Þá hafði ég ekki hugmynd um þennan Baldur á Dalvík. í skipaskrá Siglingamálastofnunar eru á þriðja hundrað sérleyfi fyrir nöfn á skip. Við höfum ætíð haft sérleyfi á okkar nöfnum. í tvígang áður höfum við verið með skip sem borið hafa nafniö Baldur og nafnið Þór var í notkun afit fram til ársins 1986,“ segir Jón Magnússon, lög- fræðingur Landhelgisgæslunnar. Þegar Lanhelgisgæslunni varð kunnugt um að Snorri hefði sótt um nafnið Þór sótti hún einnig um nafnið. En þar sem hún var seinni til missti hún af því. Að sögn Jóns Magnússonar er það ekki inni í myndinni hjá Landhelgisgæslunni að semja við Snorra um skipti á nöfnunum Baldri og Þór. Að sögn Gísla væri það þó farsælast fyrir alla aðila. -kaa I % #HtJSGAGN4^HF M val SMIÐJUVEGI 30 - KÓPAVOGI SÍMI 72870 SÓFASETT - HÆGIND ASTÓLAR - HORNSÓFAR - FATAHENGI - SPEGLAR - HRÚGÖLD - STANDLAMPAR - SÓFASETT OG MARGT, MARGT FLEIRA HÚSGÖGN í ÚRVALI Heimsþekkt heimilistæki.. Electrolux ROwenFð sSCRVISs t.d ísskápar, eldavélar o.fl. t.d. kaffivélar, straujárn o.fl. t.d. ofnar, helluborð o.fl. t.d. þvottavélar og sambyggð þvottavél og þurrkari. ...með ótrúlegri þjónustuábót: ✓ Sama verð um land allt, við boYgum flutninginn. ✓ Viku skilafrestur á öllum vörum, þér að kostnaðarlausu. ✓ Greiðsluskilmálarvið allra hæfi, t.d. Visa-raðgreiðslur í 18 mánuði. Heimasmiðjan Kringlunni, sími 685440 HUSASMIÐJAN Skútuvogi 16, sími 687710

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.