Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1991, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 1991. Fréttir „Harrastaðir voru æskuheiraili mitt og móðir mín bjó þar. Það er allt brunnið sem brunnið gat. í dag vorum við að leita að einhveiju sem gæti verið heilt en það er ekki neitt sem er eftir," sagði Þorvaldur Frið- riksson í samtab við DV í gærdag. „Mesta tjónið bggur í miklu bóka- safni sem faðir minn, Friðrik Sigur- bjömsson, haföi safnað. Það merk- asta í hans safni var smáprent ýmiss konar því hann safnaði öllu prentuðu máb. Sem dæmi má nefna vísitkort og fundarboð og annað sbkt alveg frá aldamótum því afi, Sigurbjörn Þor- kelsson í Vísi, var líka mjög aðhalds- samur og mikbl félagsmálamaöur. Þetta var alveg einstakt safn og áreiðanlega hvergi nokkurs staðar tb svona smáprent. Þarna voru líka handrit föður míns að tbbúnum sög- um til prentunar sem hvergi annars staðar voru geymdar. Að hluta má segja að hans ævistarf hafi farið í þessum bruna. Málverk eftir fóður minn fóru í eldinum og einnig nokk- ur verk eftir þekkta íslenska málara og töluvert safn eftir minna þekkta málara en engu að síður fágæt.“ Húsið Harrastaðir, sem brann á Þorláksmessu, var byggt af Stefáni Thorarensen lyfsala um 1930 og með þeim fyrstu sem reist var í Skerja- firði. Stefán var auðugur maður á sínum tíma og flutti í Skbdinganes- hrepp til að sleppa við skatta. Húsið gjörónýtt „Húsið var byggt eftir danskri verðlaunateikningu og gríðarlega vel viöað og arkitektúrinn góður. Húsið er nú tabð gjörónýtt og abt innan- stokks," sagði Þorvaldur. „Það kviknaði í nokkrar mínútur fyrir sex og þá var móðir mín á tröppum húss- ins. Þegar hún opnaði dyrnar inn í húsið gaus á móti henni mikill eldur. Tvennt var uppi á lofti og komst naumlega niður stiga og út. Systir mín brenndist á höndum og bijósti en ekki alvarlega. Þegar húsið var orðið alelda heyrðist loksins í reyk- skynjurum og merkilegt að þeir skyldu ekki fara fyrr í gang.“ Eldurinn varð fyrst laus á efri hæðinni en ekki er vitað hvort kviknaði í út frá jólaskreytingu eða rafmagni. Þegar slökkvbiösmenn komu út úr Slökkvistöðinni við Harrastaðir í Skerjafirði alelda og siökkvilið fær lítið við ráðið. Húsið var byggt eftir danskri verðlaunateikningu árið 1930 af Stefáni Thorarensen lyfsala og var vel viðað og glæsilegt. DV-mynd S Skógarhbð sáu þeir eldinn í fiarska. Slökkvistarfi var að mestu lokið klukkan rúmlega tíu um kvöldið en brunavakt var tb klukkan fimm á aöfangadagsmorgun. Innbúið abt var óvátryggt og aðeins skyldutrygg- ing á húsinu sjálfu. „Alveg óskaplegt“ „Þetta var alveg óskaplegt og gerð- ist svo fljótt,“ sagði Halldóra Helga- dóttir, eigandi Harrastaða og móðir Þorvalds. „Maður getur ekki tjáð sig um þetta því þessi stund var svo hræðbeg. Eg er alls ekki búin að ná mér. Þegar ég opnaði dymar kom pbturinn niður og kahaði „það er eldur og alhr út,“ og síðan magnaðist eldurinn óðfluga. Þetta var gamalt hús og viðurinn mjög þurr. Mér þótt ákaflega vænt um húsið sem var vandað og ákaflega glæsilegt. Helst vb ég að það verði mokað yfir rúst- imar strax því það er svo óhugnan- legt að horfa upp á þetta. Meðan slökkvistarf stóð yfir var vitað að abt fólk hefði sloppið út en lengi var tabð að heimihshundurinn væri inni í logunum. „Við héldum fyrst að Kola mín væri inni í glóðinni og ég hélt að hún væri dáin. En hún hefur komist út og kom ekki heim fyrr en abt var búið,“ sagði Habdóra. , Ég gladdist alveg óskaplega þegar hún kom í leit- irnar því hún er abt sem ég á eftir. Hún er svo stórkostlega yndislegt dýr og sefur alltaf til fóta hjá mér.“ „Ég stend uppi slypp og snauð og abt þetta fallega innbú farið. Það er þó mest um vert að ahir sluppu lífs frá þessu. Ég reyni að snúa mér að öðra en ég veit að þetta á eftir að koma upp í hugann þegar fram bða stundir," sagði Habdóra Helgadóttir sem missti allt sitt í bruna á Þorláks- messu. -JJ Mikið eignatjón þegar Harrastaðir eyðilögðust í bruna á Þorláksmessu: Reykskynjarar fyrst í gang er húsið var orðið alelda Grindavík: Hljómtækjum stolið fráæskulýðs- heimili Brotist var inn í æskulýðshennibð við Víkurbraut í Grindavík aðfara- nótt annars dags jóla. Þaðan var stol- ið geislasphara, tónmagnara og nokkrum geisladiskum. Að'sögn lög- reglunnar í Grindavík hefur ekki tekist að hafa uppi á þjófunum en taliö að þarna hafi kunnugir verið á ferð. Auk þess voru skemmdar nokkrar hurðrá þegar reynt var að bijótast inn í önnur herbergi. Ekki er vitað hvenær um nóttina innbrotið var framið en það uppgötvaðist þegar umsjónarmaöur kom í eftirbtsferð í gær. Fram kom hjá lögreglunni í Grindavík að innbrot í æskylýðs- heimibð væm nokkuð algeng en ekki hefði áður jafnmiklu verðmæti verið stobð eða skemmdir oröið eins mikl- ar. -JJ Skipstjóra- og stýrimannafélagið Bylgjan: Veitir heimild til verkfallsboðunar - verður ekki átakalaust að ná leiðréttingu, segir Óskar Vigfússon Skipsfióra- og stýrimannafélagið Bylgjan hefur veitt sfióm og trún- aöarmannaráði heimbd tb verk- fahsboðunar. Þetta var samþykkt á fundi félagsins á Þorláksmessu. Reynir Traustason, formaður Bylgjunnar, segir aö ef ekki takist að semja verði verkfall fljótlega upp úr áramótum en segist jafn- framt búast við að samningar tak- ist. Sfióm Farmanna- og fiski- mannasambands íslands hefur skorað á félög innan sambandsins að afla sér verkfallsheimhda. Mjög mikb óánægja er meðal farmanna vegna skerðingarinnar. „Við emm með sárahtlar kröfur og þær eru nánast hlæghegar. En það er mjög skýr krafa hjá okkur að sú skerðing, sem verður af völd- um þessara laga, falb á útgerðina. Það kom mjög mikb óánægja fram á fundinum á Þorláksmessu og það er mikih hiti í mönnum vegna þess að sjómenn eiga að taka á sig skerð- ingar umfram aðra. En ég á von á því aö útgerðin taki þetta á sig,“ segir Reynir. Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands íslands og form- aður Sjómannafélags Hafnarfiarð- ar, segir að fundur verði hjá félag- inu eftir helgi. „Það er mikih hiti í okkar mönn- um. Við emm ekki búnir aö fá við- ræður við viðsemjendur okkar en hvert næsta skref verður er Sjó- mannasambandsins að ákveða. Þótt við höfum ekki fengið viðræö- ur rennum við grun í hver svörin veröa. Þau verða ekki öðmvísi en önnur félög hafa fengið frá sínum viðsemjendum þar sem tilgreint verður bágt ástand í efnahagsmál- um íslendinga og svo framvegis. Ég á ekki von á því að undirtektim- ar verði aðrar. Maður þykist nú kannast við sitt heimafólk og það hefur ekki verið átakalaust hingað til að fá fram einhverja leiðréttingu frá okkar viðsemjendum og ég full- yrði að það verður ekki auðvelt núna.“ ‘ -ns

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.