Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1991, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 1991.
5
Fréttir
Bændaskólinn á Hvanneyri:
Hlraunir með frystingu á
hrossasæði eftir áramðt
TUraunir meö frystingu á
hrossasæði verða hafnar eftir ára-
mótin. Þær munu fara fram í
Bændaskólanum á Hvanneyri.
Að sögn Gunnars Amar Guð-
mundssonar, dýralæknis á Hvann-
eyri, hafa verið gerðar tilraunir
með hrossasæðingar undanfarin
fjögur ár. Hafa um 3(M0 prósent
þeirra hryssna, sem sæddar vora,
orðið fylfullar. Það þykir heldur
lágt hlutfall. Sæddar hafa verið
15-40 hryssur á ári.
Nú stendur til að reyna að þróa
geymslu á sæði, eins og áður sagði.
Mestur vandinn í því efni er þegar
verið er að frysta sæðið og eins
þegar verið er að þíða það fyrir
notkun. Ef tekst að koma því
ósködduðu í frost er hægt að geyma
það nánast ótakmarkað, að sögn
Gunnars Arnar.
Aðstaða til tilraunanna mun
verða á Hvanneyri til að byrja
meö. Bændaskóhnn mun leggja til
húsnæði. Nautastöðin á Hvanneyri
framleiðir fljótandi köfnunarefni
sem notað er til frystingar á sæð-
inu.
Gunnar Öm sagði að mikill áhugi
væri hjá stóðhestaeigendum á að
varðveita sæði úr góðum stóðhest-
um. „Sumir þessara uppáhalds-
hesta eru náttúrlega orðnir dálítið
gamlir," sagði hann. „Það hefur
ekki verið tekin ákvörðun um sér-
staka hesta. Við höfum einungis
unnið að þessum undirbúningi. Við
höfum rætt við þrjú stærstu
hrossaræktarsamböndin, Skag-
firðinga, Sunnlendinga og Borg-
firðinga. Þau em reiðubúin til að
styöja við bakið á okkur í þessari
tilraun. Það verður væntanlega
gert með því að leggja fram hesta.
Við munum væntanlega hefja til-
raunimar í febrúar."
Gunnar sagði ennfremur að
ræktendur vildu einnig geyma
sæði úr ungfolum sem hafa verið
geltir af einhverjum ástæðum. Oft
á tíðum sæju menn eftir að hafa
látið gelda þá og vildu því gjaman
geta látið sæða hryssur sínar með
sæði úr þeim.
Þá gætu sæðingamar flýtt fyrir
kynslóðaskiptum hrossa. Ungur
hestur yrði fyrri til að ná upp af-
kvæmum til sýningar ef sæöingar
væra meö í dæminu. -JSS
Aðventan er tími nýstúdenta líkt og á vorin. Þessir tvíburar útskrifuðust núna frá Fjöibrautaskóla Selfoss með
glæsibrag. Þeir heita Óskar og Helgi Sigurðssynir. Engin einkunn þeirra bræðra var undir 8.
DV-mynd Kristján Einarsson
Sveitarfélög hækka útsvar:
Staðgreiðsluskatturinn
hækkar um áramótin
- persónufrádrátturinn óbreyttur
Innheimtuhlutfall staðgreiðslu til
ríkis og sveitarfélaga hækkar úr
39,79 prósentum í 39,85 prósent frá
áramótum. Ástæðan er ákvörðun
nokkurra sveitarfélaga um að nýta
sér heimild til hækkunar útsvars í
7,5 prósent. Undanfarin tvö ár hefur
innheimtuhlutfall útsvars í stað-
greiðslu verið 6,99 prósent en verður
nú 7,05 prósent. Hlutur ríkissióðs í
staðgreiðslunni verður hins vegar
óbreyttur, eða 32,80 prósent.
Samkvæmt upplýsingum úr fjár-
málaráðuneytinu stendur ekki til að
hækka persónufrádrátt launa fyrr
en um miðbik ársins. Þá mun hann
verða leiðréttur til samræmis við
lánskjaravísitölu.
Alls hafa 11 sveitarfélög ákveðið
aö nýta sér heimild til hækkunar á
útsvari, þar af nokkur s.tór með mik-
ið vægi, svo sem Hafnarfjörður, Mos-
fellsbær, Grindavík og Njarðvík.
Önnur sveitarfélög, sem ákváöu
hækkun, era Kjalarneshreppur,
Innri-Akraneshreppur, Leirár- og
Melahreppur, Lundarreykjadals-
hreppur, Hálsahreppur, Stafholts-
tungnahreppur og Rauðasands-
hreppur.
Þau fjögur sveitarfélög, sem lækk-
uðu útsvarið, eru Eyjahreppur,
Reykjarfjarðarhreppur, Snæfjalla-
hreppur og Ásahreppur.
Miðaverð hækkar um fimmtung hjá HHÍ
„Miðaverð hækkar í 600 krónur
úr 500 krónum um áramótin. Það er
20% hækkun á miðaverði en við höf-
um ekki hækkað miðaverð hjá Happ-
drætti Háskóla íslands í tvö ár. Við
fengum heimild til hækkunar hjá
dómsmálaráðuneytinu," sagði Jón
Bergsteinsson, skrifstofustjóri Happ-
drættis Háskóla íslands, í samtali við
DV.
-ÍS
að sjálfsögðu!
Lyftu þér upp og opnaðu pilsner