Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1991, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1991, Page 35
FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 1991. 55 Mjúkir og heitir kossar Hin kynþokkafulla Dolly Parton á ekki til nógu mörg lýsingarorð til þess að lýsa ánægju sinni yfir því að leika á móti James Woods í kvik- myndinni Straight Talk. „Hann er frábær leikari og ekki spillir það fyrir að kossarnir hans eru æðislegir, heitir, mjúkir og ynd- islegir,“ sagði leikkonan yfir sig hrif- in við blaðamenn. „Það small strax eitthvað saman á milli okkar, reyndar held ég að hann sé besti mótleikarinn minn til þessa hvað það varðar.“ Samstarfsfélagi þeirra segir áhuga Dolly á James augljósan, hún sjái engan annan á meðan hann er ná- lægt. Hún hafi meira að segja fengið James til þess að borða með sér róm- antískan kvöldverð á meðan á tökun- um stóð. Dolly Parton sér ekki sólina fyrir James Woods en þau leika nú saman í kvikmynd. Grét í heil- andag Sinead Cusack, eiginkona leikar- ans Jeremys Irons, fékk óvænt það hlutverk að leika eiginkonu Jeremys í nýjustu mynd kappans, Waterland. Sú sem átti að leika á móti Jeremy, Miranda Richardson, hætti við á síð- ustu stundu vegna anna svo Sinead hljóp í skarðið. Þetta er í fyrsta sinn sem þau hjón- in leika saman í mynd en þeir sem til þekkja segja samstarfið takast hreint frábærlega. Myndin fjallar um barnlaus hjón en í raunveruleikanum eiga þau saman tvo syni, tólf og fimm ára. „Hlutverk Sinead er mjög tilfinn- ingaríkt og það fór heill dagur í tökur þar sem hún átti að vera hágrát- andi,“ sagði umboösmaður leikkon- unnar. Sinead Cusack leikur eiginkonu eig- inmanns síns í raunveruleikanum. Fjölmiðlar Mér þætti það ekki fráleitt að hvert og eitt okkar fengi að upplifa jólin a.m.k. þrisvar sinnum í hvert skipti. Þetta hvarflar stundum að mér þegar ég lít um öxl og spyr sj álf- an mig hvað orðið hafi afjólunum sem ég ætlaði nú heldur betur að upplifa með ánægjulegum og eftir- minnilegum hættí í þetta skiptið. Þegar hafður er í huga allur sá undirbúningur, aðdráttur og eftlr- vænting sem jólunum fylgir er þetta hreint ekki svo fráleit hugmynd. Fyrstu upplifunjólanna myndi maður sennilega nota til að hvíla sig, sofa og ná áttum eftir allt sem á undan er gengið. Önnur upplifun væri vel þegin til að ná nánara sam- bandi við fjölskylduna, gefa sér tíma með börnunum og hitta nákomna vandamenn, útsofinn og vel fyrir kallaður. Loks væri svo þriöja upp- lifun tilvalin tii að njóta góðra þátta í hátiðardagskrá útvarps og sjón- w milli. En við lifum víst hver jól aðeins einu sinni og verðum þ ví að láta okkur lynda lítið brot af því sem viö gjarnan vildumkoma í verk ognjóta á þessu eina kvöldi og tveimur dög- um. Um hefðbundna sjónvarpsdag- skrá ríkissjónvarpsins á aðfanga- dagskvöld er ekkert nema gott eitt að segja. Biskupinum mæltist vel við aftansönginn eins og vænta mátti. Þá stendur hann enn undir sínu, þátturinn um jólalagið góö- kunna, Nóttin var sú ágæt ein, eftir Einar Sigurðsson í Heydölum, í flutningi Helga Skúlasonar og Sig- ríðar Ellu. Að vísu er þátturinn orð- hm fimm ára og margendurtekinn. Enjólin eru nú einu sinni tími fal- legra hefða og því má mín vegna vel sýna þennan þátt ura ókomin ár á aðfangadagskvöld. Éghafðigaman afþættinumum Friðrik Friðriksson æskulýðsleið- toga á jóladagskvöld. Hann var aö mörgu leyti vel gerður þó auðvitað hvarfii að manni aö slíkum persón- um mætti gjarnan gera hærraundir höfði mtíð itarlegri umfjöllum í fleirriþáttum. Þátturinn með lögum Gunnars Þóröarsonar var skemmtilega upp settur ogsýndi mér framá hversu fiölhæft tónskáld Gunnar er. Þá lof- ar sjónvarpsleikrit Ingmars Berg- man góðu og því sjálfsagt að horfa ásíðaríþættinatvo. Kvikmyndin i gærkvöldi var lúns vegar langdregin og ekki eins hug- ljúf ogég hafði gert mér í hugarlund en snilldarleikur Peters Sellers bjargaði þar því sem bjargað varð. Kjartan Gunnar Kjartansson Sviösljós Ættingjar Jili Bennett blóta henni nú i hljóði. Gafhundunum 60 milljónir Eftir fráfall leikkonunnar Jill Bennett, sem lést á síðasta ári, hefúr komiö í Ijós aö hún ar- fleiddi hundaheimili aö öllum eigmn sínum, alls 60 milljónum króna. Uppgötvunin hefur valdið fjaðrafoki á meðai ættingja hemt- ar og sérstaklega hefur eiginmað- urinn, leikritahöfundurínn John Osborne, látið þung orð falla um dálæti hemiar á hundum. Ekki bætir það ástandið að besta vinkona leikkonunnar full- yrðir að hún liafi verið búin aö láta útbúa nýja erfðaskrá þar sem ættingjar hennar fá mestan hluta eignanna en að þar sem engin vitni hafi verið að henni gildi sú gamla. Forfallinn aðdáandi Hinn forríki Amold Schtvarz- enegger er forfallinn aðdáandi hljómsveitarinnar Guns n’ Roses og sækir alla hljómleika með grúppunni sem hann mögulega kemst á. Á einum slikum, sera haldnir voru nýlega, gátu menn þó ekki annaö en brosað í kampinn. Þá hafði Arnold ekki fyrr komið sér fyrir er hann sá hijómsveitar- meðlimumum bregða fyrir bak- sviðs og sagði: „Alveg eru þeir frábærir!" MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI • 653900 í ljal* | L \2 /LG FM90.9' Ti FM 103.2 AÐALSTÖÐIN AÐALSTRÆTI 16 • 101 REYKJAVÍK • SÍM162 15 20 FÖSTUDAGUR 27.12J91 Kl. 7 ÚTVARP REYKJAVIK Umsjón Ólafur Þórðar- son. Kl. 9 MORGUNHÆNUR Umsjón Hrafnhildur og Þuríður. Kl. 14 HVAÐ ER AÐ GERAST? Blandaður þáttur með gamni og alvöru. Kl. 17 ÍSLENDINGAFÉLAGIÐ Umsjón Jón Ásgeirsson. Kl. 21 „LUNGA UNGA FÓLKS- INS“ Vinsældalisti. Kl. 22 SJÖUNDI ÁRATUGUR- INN Umsjón Þorsteinn Egg- ertsson. RÖDD FOLKSINS - GEGN SIBYLJU Veður Sunnan* og vestanlands verður suðvestan kaldi eða stinningskaldi með rigningu eða súld í dag en éljum í nótt. Norðaustanlands verður sunnan og suðvestan kaldi og úrkomulitið í dag en rigning með köflum i nótt. Hiti veröur víðast á bilinu 4-8 stig í dag, en í kvöld fer að kólna vestanlands. Akureyri skýjað 10 Egilsstaðir hálfskýjað 6 Keflavíkurflugvöllur þoka 6 Kirkjubæjarklaustur súld 4 Raufarhöfn skýjað 4 Reykjavík súld 7 Vestmannaeyjar súld 7 Bergen léttskýjað 2 Helsinki alskýjað -2 Kaupmannahöfn skýjað 3 Ósló léttskýjað -5 Stokkhólmur snjókoma 1 Þórshöfn súld 8 Amsterdam skýjað 7 Barcelona heiðskírt 4 Berlin rign/súld 6 Chicago þokumóða 1 Frankfurt skýjað 7 Glasgow léttskýjað 3 Hamborg alskýjaö 4 London lágþokubl. 3 LosAngeles þokumóða 12 Lúxemborg skúr 4 Madrid þokumóða -3 Malaga hálfskýjað 6 Mallorca heiðskírt -1 Montreal snjókoma -2 New York alskýjað 3 Nuuk skafrenning -4 Orlando þokumóða 18 Paris skýjað 5 Róm skýjað 5 Valencia heiðskírt 2 Vin rigning 4 Winnipeg frostúði -8 Gengið Gengisskráning nr. 247. - 27. des. 1991 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Doliar 55,330 55,490 58,410 Pund 104,352 104,654 103,310 Kan. dollar 47,698 47,836 51,406 Dönsk kr. 9,4179 9,4451 9,3136 Norsk kr. 9,3070 9,3339 9,1941 Sænsk kr. 10,0463 10,0754 9,8832 Fi. mark 13,4296 13,4684 13.3677 Fra.franki 10,7385 10,7695 10,5959 Belg. franki 1,7808 1,7860 1,7572 Sviss. franki 41,2756 41,3950 41,0096 Holl. gyllini 32,5490 32,6431 32,1155 Þýskt mark 36,6837 36,7898 36,1952 it. líra 0,04844 0,04858 0,04796 Aust. sch. 5,2255 5,2406 5,1424 Port. escudo 0,4137 0,4149 0.4062 Spá. peseti 0,5755 0,5772 0,5676 Jap. yen 0,44053 0,44180 0,44919 Irskt pund 97,713 97,995 96,523 SDR 79,3388 79,5682 80,9563 ECU 74,4742 74,6895 73,7163 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. ÞURRKUBLÖÐIN VERÐA AÐ VERA ÚSKEMMD og þau þarf aö hreinsa reglulega. Slitin þurrkublöð margfalda áhættu i umferðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.