Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1991, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1991, Blaðsíða 28
8 V FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 1991. Þingmaður hvevra er Árni Johnsen? „Höfundur er einn af alþingis- mönnum Sjálfstaeöisflokksins í Suðurlandskjördæmi,“ segir um Árna Johnsen í niðurlagi greinar sem hann skrifar um sjómannaaf- sláttinn í Morgunblaðinu 17. des- ember síðastliðinn. í greininni, sem er opið bréf til sjómanna, heitir Árni því að beij- ast með oddi og egg fyrir því að sjómannaafslátturinn fái að halda sér. Að loknum lestrinum fer mað- ur að spyija sig hvort það væri ekki réttara hjá Árna að titla sig sem hagsmunagæslumann sjó- manna í Suðurlandskjördæmi. Augljóslega er hann á Álþingi til aö gæta hagsmuna þessa ákveðna hóps kjósenda en alls ekki þeirra ailra. Skattafsláttur sjómanna er niðurgreiðsla á launum Þegar Arni Johnsen berst fyrir niðurgreiðslum á launum sjó- manna (skattafsláttur þeirra er ekkert annaö), þá gerir hann það á kostnað annarra kjósenda í Suður- landskjördæmi. Nauðsynlegt er að kjósendur í kjördæminu átti sig á þessu svo þeir viti hver stuðlar að því að færa fé úr vasa eins þeirra í vasa annars. Enginn efast um heilindi Áma Johnsen í þessu máli. Hann hefur löngum verið betri en enginn þegar kemur að baráttumálum sjó- manna. Ekki skal heldur htiö fram hjá því að í greininni í Mogganum er Arni að skýra frá því hvers KjaUaiinn Ólafur Hauksson blaðamaður vegna réttlætanlegt er að skerða sjómannaafsláttinn hjá þeim sem vinna í landi. Þó það nú væri. Árni segir um sjómannaafslátt- inn að hann sé „hluti af hefðbundn- um tekjum sjómanna vegna fjar- vista frá heimili, þjónustu, félags- lífi og öðru því sem landkröbbum er daglegt brauð og það er valdbeit- ing af verstu gráðu ef stjómvöld ætluðu sér að skerða þannig kjör einnar stéttar umfram annarrar." Þetta er rangt hjá Áma. Sjó- mannaafslátturinn er ekkert ann- að en hefðbundin millifærsla að hætti framsóknarmennsku þeirrar sem stýrt hefur ríkisbákninu í ára- tugi og unnið því mikið tjón. Ríkis- stjóm Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks, ríkistjórn Áma Johnsen, hefur heitið þvi áð brytja þetta kerfi niður, skera á núllifærslum- ar og sjóöasukkið. Árna Johnsen væri nær að vinna að þeim mark- miðum heldur en að viðhalda mgl- inu. Röng mynd af útgerðarkostnaðinum Niðurgreiðsla ríkisins á launum sjómanna gefur ranga mynd af kostnaðinum við það að stunda „Ef einhverjir geta ekki stundað sjóinn 1 framhaldi af því að sjómannaafslátt- urinn verður felldur niður þá er ástæð- an einfaldlega sú að útgerðin stendur ekki undir sér. Þá verða aðrir að taka við sem geta látið útgerðina borga sig án niðurgreiðslna.“ „Auðvitað eiga sjómenn allt gott skilið fyrir þau verðmæti sem þeir færa í þjóðarbúið. En þeir eiga aö fá þá umbun sina í launum, ekki í rikissyrk." útgerð. Til lengdar kemur það hvorki sjómönnum né landkröbb- um til góða að stunda slíka milli- færslu. Það nær heldur engri átt að útgerð sem hefur yfir að ráða svo til einu auðhndum íslands skuh þurfa ríkisstyrk til að greiða sínu fólki laun. Ef einhverjir geta ekki stundað sjóinn í framhaldi af því að sjó- mannaafslátturinn verður fehdur niður, þá er ástæðan einfaldlega sú að útgerðin stendur ekki undir sér. Þá verða aðrir að taka við sem geta látið útgerðina borga sig án niður- greiðslna. Við sem vinnum í landi eigum ekki að borga hálaunamönnum 1,5 milljarða á ári í niðurgreiddum sköttum. Þeir geta unnið fyrir sín- um tekjum sjálfir. Vinnuveitendur þeirra eiga að greiða þeim launin, þar með talda launauppbót vegna fjarveru frá fjölskyldu, félagslífi og öðrum þægindum landverunnar. Auðvitað eiga sjómenn allt gott skihð fyrir þau verðmæti sem þeir færa í þjóðarbúið. En þeir eiga að fá þá umbun sína í launum, ekki í ríkisstyrk. Þeir eiga að greiða skatta eins og allir aðrir. Annað er óréttlæti og stríðir gegn stefnumið- um Sjálfstæðisflokksins. Ámi Johnsen fær vafalítið at- kvæði sjómanna á Suðurlandi og víðar vegna hagsmunagæslu fyrir þá. Hvort hann á skhið atkvæði hinna, sem borga brúsann, er ann- að mál. Ólafur Hauksson Ráða Karíus og Baktus stefnu menningarmála? „Gerð’ ekki það sem mamma þín segir þér, Jens!“ Getur verið að þessi fleyga setn- ing bergmáli í erfiðum draumfór- um þeirra óöfundsverðu manna sem við kusum yfir okkur í síðustu alþingiskosningum? Eru hollráð reyndra ráðgjafa að engu höfð við gerð fjárlaga fyrir árið 1992 þegar leikhstarmál eru annars vegar? Er það virkilega stefna ríkisstjómar- innar í menningarmálum sem birt- ist í þessum fjárlagathlögum? Bágt er ef satt er. Aðgát skal höfð Við áhugaleikhúsfólk höfum orð- ið vitni aö ýmsu þegar ríkið (það er ég!) úthlutar framlögum sínum (okkar), en nú er okkur nóg hoðið. Nú mundum við sthvopnið sem aldrei fyrr og krefjumst þess að eftir orðum okkar sé tekið. Við er- um þverpóhtískt afl, alhr stjórn- málaflokkar hafa hag af því að okk- ur sé gert th geðs. Við emm á óhk- legustu stöðum og höfum víða áhrif sem hingað th hefur ekki þótt þörf á að beita - en svangur hundur bítur! Við störfum í litlum hópum, stór- um hópum, í samtökum hags- munafélaga og á landsvísu sem Bandalag íslenskra leikfélaga. Sem dæmi um nána samvinnu okkar má nefna að þann 30. október sl. vom stofnuð í ReyKjavík samtök áhugaleikfélaga. Að þeim standa 8 kraftmikh leikfélög og markmiöið með stofnun samtakanna er að vinna að okkar málum sameigin- lega, vinna áhugaleikhúsi á ný verðugan sess í höfuðborginni og við éigum jú öh sömu hagsmuna að gæta, erum næstum öh peninga- laus, húsnæðhaus o.s.frv. Önnur leikfélög úti um land hafa einnig stofnað með sér landshlutasamtök KiaUariim Vilborg Valgarðsdóttir áhugaleikfélagi og er ýmislegt gert í þeirra nafni sem annars væri hklega ekki gert. Við trúum því að við saman sigmm en sundruð föllum. Braggablús Smásýnishom af dæmigerðu leikfélagi á landsbyggðinni. Félagið heitir Leikfélag Hólmavikur og á heima í samnefndu þorpi við Stein- grímsfjörðinn. Þar em búsettir um 400 manns og hefur leikfélagið á undanfömum áram sett upp a.m.k. eitt leikrit á vetri, stundum fleiri. Fyrra verkefni vetrarins þetta árið er bamaleikritið Karíus og Baktus og því leikstýrir fyrrverandi for- maður félagsins, dugnaðarforkur- inn Jón Jónsson kennari. Eftir áramótin er svo fyrirhugað að setja upp verk sem frekar er ætlað fullorðnum og hefur Hörður Torfason verið ráðinn til að leik- stýra. Það er metnaður allra leikfé- laga, fjölmennra sem fámennra, að geta ráðið til sín menntað og hæft fólk til að koma' leikverkunum á svið en líka að geta bjargað sér sjálf ef svo ber undir. Félagið leggur einnig gmnnskóla staðarins th leiðbeinendur og leikstjóra úr sín- um rööum, slíkt er algengt á lands- byggðinni og ómetanlegur þáttur í félagslífi skólanna. Leikfélagið æfir og sýnir í „félags- heimili“ staðarins sem er braggi frá stríðsárunum. Þegar inn er komið er kaldara en úti, þar æða um stormar og stórhríð og útsýni gott upp í heiðan himininn. Viðhalds- leysi braggans stafar víst af því að verið er að byggja nýtt stórt og fint félagsheimih, sem enn vantar tug- mhljónir th að klára og á meðan er aðstöðunni sem fyrir er ekki haldið við. Leikfélagið leggur metnað sinn í að koma verkum sín- um á framfæri á stóra landsvæöi og fer jafnan i leikferðir með sýn- ingar sýnar á Króksíjarðames, Drangsnes, í Sævang og aha leið norður í Trékylhsvík þegar snjóa leysir á sumrin. „I leikhúsi tengjast margar listgreinar sem næra hver aöra svo úr verður sjón- og heyrnarspil þar sem allir þættir renna saman 1 eina heild.“ „Aðstaða til leiksýninga á þessum stöðum er ekki beinlínis fyrsta flokks...“ Aðstaða til leiksýninga á þessum stöðum er ekki beinlínis fyrsta flokks, t.d. þegar sýna á á Drangs- nesi þurfa leikfélagar að leggja upp um miðja nótt fyrir sýningarkvöld og hreinlega búa th leikhús því þar er ekkert svið, engar „drappering- ar“, engin upphengi fyrir ljóskast- ara o.s.frv. Tekur þessi undirbún- ingsvinna allan daginn og á mörk- unum að aht sé thbúið kl. 20.30 að kvöldi þegar sýningin hefst. Fólks- fiöldi er ekki mikhl á þessu svæði öhu og myndi kannski einhver spyrja hvað þau séu eiginlega að æða þetta, af hveiju ekki sýna bara 3-4 sýningar heima á Hólmavík og hætta svo? Þannig er bara ekki hugsunarháttur fólks sem fram- reiðir alþýðumenningu, hún er fyr- ir aha sem vhja njóta og við geram okkar th að svo sé. Eins og flestum er kunnugt styrkja bæjarfélög sín leikfélög að einhveiju leyti, en slíkan styrk hef- ur Leikfélag Hólmavíkur aldrei fengið. Það borgar reyndar ekki húsaleigu fyrir afnotin af braggan- um, bara rafmagn og hita. Það er óhætt að fullyrða að það þýddi dauðadóm fyrir félag eins og Leik- félag Hólmavíkur ef ríkisstyrkir minnkuðu verulega eða legðust af. Og þaö sama má segja um íjölda annarra leikfélaga allt í kringum landið, bæði í þéttbýli og dreifbýh. íslandi allt í lokin vh ég leggja áherslu á að alhr félagar í áhugaleikfélögum vinna kauplaust. Það gerir sér eng- inn grein fyrir þeirri vinnu sem hggur að baki leiksýningu á frum- sýningarkvöldi, nema þeir sem reynt hafa, en við teljum hana ekki eftir í þeirri vissu að við séum að gera gagn. Við erum meðvituð um gildi allrar alþýðumenningar og teljum hana undirstöðu þess aö hægt sé fyrir aðra að hafa hst að atvinnu. í leikhúsi tengjast margar list- greinar sem næra hvor aðra svo úr verður sjón- og heymarspil þar sem allir þættir renna saman í eina hehd. Þar njótum við okkar móður- máls og oftar en ekki okkar eigin leikbókmennta, myndhstarmenn og tónskáld slást í för og handverk- ið lifir. Kæra ríkisstjóm, ekki vanmeta okkur sem fjárfestingu, ekki van- meta okkur sem kjósendur og að lokum, ekki vanmeta okkur sem alþýðuhstamenn og burðarása menningarstarfs á íslandi. Vilborg Valgarðsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.