Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1991, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 1991. Útlönd Viðbrögö við afsögn Gorba- tsjovs sem forseta SvoétríKjanna vakti strax viðbrögö þjóðarleið- toga og stjómmálaforingja um allan heim. Þeir vottuðu honum undantekningarlaust virðingu sína og lofsungu hann sem mann- inn er batt enda á kalda stríðið og losaði hlekkina af Austur- Evrópu. Jafnskyndilega viður- kenndu ríki heims rússneska lýö- veldið, þar á meðai Bandaríkin, Evrópubandalagsríkin, Norður- lönd, Indland, Ástraha, Kanada og Japan. Fidel Kastro, forseti Kúbu, ósk- aði lýðveldunum alls hins besta en í Kina sökuöu valdamenn Gorbatsjov um hrun Sovétríkj- anna. Indverskir kommúnistar sögðu að sovéskur sósíalismi mundi rísa á ný. Stjóm Rússlands lagði í gær hn- urnar fyrir stórfellda einkavæð- ingu efnahagslíí'sms á næsta ári. Einkavæðingin er hluti áætlunar sem tryggja á breytingar í átt til markaðsbúskapar í Rússneksu efnahagslífi. Búist er viö að einkavæðingin muni gefa um 54 milljaröa Bandaríkjadala af sér á næsta ári og 177 milljarða á því næsta. Ríkisstjórnin hefur gert lista yfir þau svið atvinnulífsins • sem hægt er að einkavæða 1992 sem ekki er hægt að einkavæða og þau sem aðeins má einkavæöa með sérstöku leyfi stjórnvalda. 1992 verður ekki hægt aö einka- væða banka, námustarísemi, jámbrautir, farþegaflug og vopnaverksmiöjur. Með sérstöku leyfi stjómvalda má einkavæða lyfjaframleiðslu, alkóhól- og tób- aksframleiðslu og framleiðslu barnafæðu. Auk einkavæðingar tekur fijálst verðlag við í Samveldi sjálfstæðra lývðelda 2. janúar aúk þess sem opnað verður fyrir erlenda fjárfesta og lokað á styrki til óarðbærra verskmiðja. tekinvið tf m i Astraliu Ný ríkisstjórn, undir forsæti Paul Keating, tók við stjórnar- tauraunum í Ástrahu í gær. Keat- ing tók við stól forsætisráðherra af Bob Hawke fyrr í þessum mán- uði. Stærsta verkefhi nýrrar rík- ísstjómar er að endurreisa efna- hag Ástralíu en þar hefur herjað versta kreppa síöan 1930.10,5 pró- sent vinnufærra manna em at- vinnulaus. 71 manns saknað eftir þrjúferjuslys á Ganges- fljóti 71 er saknað eftír þrjú ferjuslys á Ganges-fljótinu á Indlandi yfir hátíöimar. Á aötangadag urðu tvö slys þar sem 25 manns hurfu í ána en 42 féllu utbyröis á jóla- dag. Slæmt veður var þegar slys- in urðu og ferfurnar ofhlaðnar í öll skiptin. Aðeins hafa tvö iík fúndist þrátt fyrir mikla leit. ■■ Heuter Gorbatsjov Sovétforseti sagði af sér á jóladag: Við lif um í nýjum heimi - Sovétríkin endanlega lögð niður Gorbatsjov sagði af sér embætti forseta Sovétríkjanna á jóladag. Hann segist þó hafa ýmislegt á prjónunum, ætli ekki að draga sig í hlé í pólitík. Teikning Lurie Mikhaíl Gorbatsjov sagði af sér embætti forseta Sovétríkjanna á jóla- dag. Um leið afhenti hann Borís Jeltsín Rússlandsforseta „rauða hnappinn", stjóm yfir kjamorku- vopnabúri fyrrum Sovétríkja. Á fundi í sovéska þinginu í gær samþykktu um 20 þingmenn að leggja Sovétríkin endanlega niður. Þar með hefur punkturinn verið sett- ur aftan við tæplega 70 ára sögu Sov- étríkjanna, sem var annað stærsta heimsveldið á eftir Bandaríkjunum frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Gorbatsjov var þungur á brún þeg- ar hann tilkynnti afsögn sína í beinni útsendingu í sjónvarpi á jóladag. Af- sögn Gorbatsjovs eftir tæplega sjö ára leiötogaferil kom ekki á óvart. Var ekki við öðru að búast eftír að Samveldi ellefu sjálfstæðra lýðvelda, sem taka við af Sovétríkjunum, var stpfnað á laugardag. í 12 mínútna sjónvarpsávarpi sínu sagðist Gorbatsjov vera mjög ósáttur við að hafa mistekist að halda Sovét- ríkjunum saman. Hann sagðist þó ætla að vinna að framgangi hins nýja Samveldis. Gorbatsjov horfði um öxl og varði mjög perestrojku, umbætur í efna- hags- og stjómmálum, sem hann kom á 1985. Hann minntist á fjöl- flokka kerfi sem taka átt við af ein- ræði Kommúnistaflokksins, efna- hagsumbætur sem leiða áttu til markaöskerfis og þýðu í kaldastríð- inu. „Enn í dag er ég sannfærður um að lýðræðisumbætumar sem hófust vorið 1985 vom sögulega réttar. Við lifum í nýjum heimi,“ sagði hann og bætti við að undir engum kringum- stæðum mættí kasta lýðræðislegum ávinningum síðustu ára á glæ. Fljótur á toppinn Gorbatsjov var fljótur aö vinna sig upp innan sovéska kommúnista- flokksins. Eftir að hafa lagt stimd á lögfræði við háskólann í Moskvu varð hann yfirmaður flokksins í bænum Stavropol í Suður-Rússlandi. Þá var hann 35 ára gamall. Vegna góðrar frammistöðu og góðra sam- banda komst hann 12 ámm síðar í innsta hring flokksins í Moskvu. Hann sá um landbúnaðarmál í miö- stjóm flokksins og 1980 varð hann yngstí meðlimur æðstaráös Sovét- ríkjanna. Við dauða Brésnevs 1982 tók Juri Andropov hann undir sinn vemdarvæng en Andorpov lést eftir aðeins 2 ár á valdastóh. Harðlínuöfl- in í flokknum komu hinum 72 ára Tjemenko til valda en sá dó ári síð- ar. Þá lét Gorbatsjov hendur standa fram úr ermum og varð æðsti maður flokksins 11. mars 1985. Þá tóku við nýjungar í tilveru Sovétborgaranna, perestrojka endumppbygging eða efnahagslegar og póhtískar umbæt- ur, og glasnost, opin umræða. Gorb- atsjov sagði stöðnun í efnahag Sovét- ríkjanna stríð á hendur. Ólík eftirmæli Með Gorbatsjov tóku við nýir tímar, innanlands sem utan. Hann bauð af sér góöan þokka með látlaus- um og alþýðlegum stíl og erlendir þjóðarleiðtogar hrósuðu honum fyrir samningsvilja. Þegar hann tók við leiðtogastarfinu óraði engan fyrir að í hans tíð yrðu Sovétríkin, áratuga gamalt heimsveldi, að rústum, gjald- þrota og ekki megnug að sjá sér sjálf farborða. Umheimurinn hylltí Gorb- atsjov fyrir að draga herafla Sovét- manna út úr Afganistan, fyrir að hafa losað hlekkina um Austur- Evrópu, fyrir átak í afvopnun og fyr- ir að hafa endað kalda stríðið, nokk- uð sem hann fék friðarverðlaun Nó- bels fyrir. Heima fyrir var árangur Gorba- tsjovs hins vegar umdeilanlegri. Þar var honum kennt um hmn efnahags- lífins og stöðugan vöruskort. Harð- línumenn sökuðu hann auk þess um að hafa látið Austur-Evrópu „á út- sölu“. Þó gæfi á bátinn heima fyrir átti Gorbatsjov ekki von á að verða svik- inn af sínum nánustu eins og gerðist í valdaránstilrauninni í ágúst. Með henni er sagt að hafi orðið upphafið að endalokum Sovétríkjanna og setu Gorbatsjovs á valdastóli. í kjölfarið var hann auðmýktur í þinginu af Jeltsín Rússlandsforseta og þegar sjálfstæðisyfirlýsingar lýð- veldanna uröu að veruleika og Sam- veldi sjálfstæðra lýðvelda var stofn- að var Gorbatsjov kominn á ein- stefnugötu sem lá til afsagnar. Reuter Gorbatsjov lék á als oddi í kveðjuhófi: Efaðist aldrei um ákvarðanir mínar - segisthafamiklaráætlaniráprjónunum „Eg er með miklar áætlanir a pxjónunum. Hlutverk mitt breytist en ég ætla ekki að yfirgefa stjómmál- in,“ sagði vel upplagður og hress Mikhaíl Gorbatsjov í keðjuhófi sem starfsfólk hans hélt honum annan dag jóla. Það var ekki að sjá að hann hefði sagt af sér embættí forseta Sovétríkj- anna aðeins sólarhring áöur. Hann kom nánast fyrir eins og bandarísk- ur forsetaframbjóðandi í velgjörðar- veislu frekar en maður sem hafði horfst í augu við biturt tap á vígvelli stjómmálanna. Gorbatsjov gerði að gamni sínu við fyrrum starfshð sitt og blaðamenn og skálaði í sítr- ónuvodka. „Ég ætla að láta mig hverfa næstu tvær vikumar, ég þarf að safna kröft- um. Ég held að það sé skynsamlegt að marka tímamótin milli endaloka eins tímabils og uppahafs nýs,“ sagði hann. Að sögn talsmanns Gorba- tsjovs mun hann meðal annars leiða alþjóölegan sjóð til eflingar félagsleg- um, efnahagslegum og pólitískum rannsóknum, Gorbatsjov-sjóðinn. Orðrómur er á kreiki um að fleiri fyrrum þjóðarleiðtogar, þár á meðal Margrét Thatcher, verði með í stjórn þessa sjóðs. Gorbatsjov sagðist styðja Jeltsín Rússlandsforseta svo framarlega sem verk hans leiddu til lýðræðis. „Ef rússneksum leiðtogum mistekst það á þessum umbyltingartímum munum við öfl tapa. Það er alveg klárt." Gorbatsjov sagði einnig að fólk hataði orðið stjómmálamenn og allt það sem áunnist hefði í perestrojku þar sem daglegt líf væri allt of flókið. Aðspurður hvemig hann hefði haldið heiisu í umróti síðustu vikna sgðist hann vera maður jarðarinnar eins og forfeður sínir. Fjölskylda hans hefði staöið með honum allan tímann. Þá sagðist hann aldrei hafa verið í vafa þegar hann tók ákvarð- anir. „Ég efaðist aldrei um réttmæti ákvarðana minna. Það er mjög mikil- vægt því ef þú trúir ekki og efasemd-1 imar ná tökum á þér ertu eyðilagður maður.“ Reuter étríkjanna Með stofnun Samveldis sjálf- stæðra lýðvelda og afsögn Gorb- atsjovs sem forseta Sovétríkj- anna á jóladag hefur punkturmn verið settur aftan við sjö áratuga sögu Sovétríkjanna. 1922 Sovétríkin stofnuð. ; 1929 Jósef Stalin hefur unnið valdabaráttu í kjölfar dauða Len- íns 1924. Stalin sfjómar Sovétríkj- unum með harðrí hendi í 24 ár. 1953 Stalín deyr. Eftirmaöur verð- ur Níkíta Krustsjov. 1964 er Krústsjov settur af og Brésnev tekur við. 1982 deyr Brésnev og Júrí Andropov tekur við. 1984 deyr Andorpov og Konstantin Chemenko tekur viö. 1985 deyr Chemenko og Gorbatsjov sest í leiðtogasætið, 54 ára gamall. Hann kynnir umbætur í efna- hagsmálum og stjórnmálum, per- estrojku. 1987 Miðstjórn Kommúnista- flokksins styður breytingar er losa um tök flokksins á efnahags- málum. Prentfrelsi kemst á. Kaldastríðið í dauðateygjunum. 1988 í mars er kosið til þingsins í leynilegum kosningum í fyrsta skipti. Boris Jeltsín fagnar stór- sigri í Moskvu, 1989 Gorbatsjoy verður forseti Sovétríkjanna. í Austur-Evrópu fellur hver kommúnistastjómin á fætur annarri. 1990 Kommúnistaflokkurínn missir valdaeinokun sína. Lithá- en lýsir yfir sjálfstæði. Sovétlýð- veldin 15 hefja viðræfiur um sam- bandssáttmála að tillögu Gorb- atsjovs. 1991 17. mars 1 þjóöaratkvæða- greiðslu, er samþykkt með yfir- gnæfandi meírihluta að viðhalda Sovétríkjunum sem sambandi jafhhárra fullvalda lýövelda. 12. júni Boris Jeltsín kosinn for- seti Rússlands. 12. júlí Rússneska þingið sam- þykkir drög að sambandssátt- máia. 19. ágúst Hópur harðlínumanna fremja valdarán í Moskvu, degi áður en Rússland, Kazhakstan og Uzbekistan eiga að undinita hann. Eistlendingar iýsa yfir sjálfstæði. 21. águst Valdaránið í vaskinn. Jeltsín leiðir sókn gegn valda- ræningjunum og fagnar um leið persónulegum sigri. 24. ágúst Þing Ökraínu lýsir yfir sjálfstæði. Innan fárra vikna hafa öli lýðveldin, utan Rússland og Kazakhstan, gert hið sama. 6. september Sovéska þingið sam- þvkkir drög að nýjum sambands- sáttmála eftir hótanir Gorbatsj- ovs. Þingið viðurkennir sjálf- stæði Eystrasaitsríkjanna. 16. nóvember Rússar taka yfir guil- og demantaforða Sovétríkj- anna og taka yfirstjóm olíuút- flutnings í sínar hendur. Seinna yfirtaka Rússar efnaliagsstofnan- ir og banka. 25. nóvember Gorbatsjov og sjö lýðveldum mistekst að ná sam- komulagi um texta nýs sam- bandssáttmála. 1. desember Mikiil meirihlutí vel- ur sjálfstæði í þjóðaratkvæöa- greiðslu í Úrkraínu. 4. desember Örvilnaður Gorbatsj- ov varar við upplausn Sovétríkj- anna. * •■>■ 8. desember Rússland, Hvíta- Rússland og Úrkraína komast að samkomulagi um stofnun sam- veldis sjálfstæðra ríkja. 18. desember Jeltsín og Gorbatsj- ov hittast. Komast að samkomu- lagi um endalok Sovétríkjanna og afsögn Gorbatsjovs. 19. desember Jeltsín; gefur út til- skipun um yfirtöku Rússa á öll- um ráðuneytum Sovéti-ikjaima. 21. desember Átta lýðveldi bætast í Samveldi sjálfstæöra lýövelda. 25. desember Gorbatsjov segir af sér sem forseti Sovéu-íkjanna. 26. desember Sovéska þhigið sam- þykkir að leggja Sovétríkin niður. Reuter/Bitzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.