Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1991, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 1991.
11
Guðjón Ármann Eyjólfsson (f.v.) tekur hér við gjöfinni úr hendi Árna
Marinóssonar en henni fylgdi ágrafinn skjöldur ásamt mynd af tækinu.
Gjöf til Stýri-
mannaskólans
Stýrimannaskólanum í Reykja-
vík var fyrir nokkru gefið GPS-
móttökutæki í tilefni 100 ára af-
mælis skólans á þessu ári.
Móttökutækið er talið vera það
fullkomnasta sem völ er á og hent-
ar einnig mjög vel til kennslu.
Það var Philips Kommunikations
Industri a/s í Danmörku sem gaf
skólanum tækið að tillögu Árna
Marinóssonar, umboðsmanns AP
Navigator, dótturfyrirtækis Philips
hér á landi.
Árni sagði fyrirtækið hafa ákveð-
ið að gefa slík móttökutæki til
hinna ýmsu stofnana í nokkrum
löndum í tilefni þess að Phihps átti
100 ára afmæli á þessu ári, eins og
Stýrimannaskólinn, og þess aö AP
Navigator hefur framleitt 100 þús-
und staðsetningartæki á sl. tíu
árum.
Það var Guðjón Ármann Eyjólfs-
son, skólastjóri Stýrimannaskól-
ans, sem tók við gjöfinni fyrir hönd
skólans.
Auður Svanhvit (t.v.) ræðir hér við einn sýningargestanna. Hatturinn sem
er á milli þeirra fékk nafnið „Frjálslegur".
Sævar Karl Ólason:
Handgerðir hattar
til sýnis og sölu
Auður Svanhvít Sigurðardóttir
fatahönnuður opnaöi á föstudaginn
sýningu á handgerðum höttum í
Galleríi Sævars Karls í Banka-
strætinu.
Auður sýndi þar hinar ýmsu teg-
undir hatta eftir sjálfa sig, alla
handgerða og mjög svo óhka í út-
hti og gerð.
Auður stundaði nám í fataiðn við
Iðnskólann í Reykjavík 1987-89 en
hélt síðan til London og útskrifað-
ist frá Central School of Fashion
árið 1990. Samhliða þvi námi nam
hún hattagerð hjá hattagerðar-
meistara drottningarmóður í Lon-
don.
Fyrir þá sem hafa áhuga stendur
sýningin til 11. janúar næstkom-
andi.
Gestir sýningarinnar virða hér fyrir sér hattinn „Útrás“ sem þótti mjög
svo frumlegur og skemmtilegur. DV-myndir Hanna
________________ Sviðsljós
Vegfarendur
syngia í íslensku
operunm
Tónhstarbandalag íslands og
framkvæmdanefnd um „ár söngs-
ins“ stóðu fyrir fjöldasöng í íslensku
óperunni laugardaginn fyrir jól til
þess að minna fólk á hversu mikil-
vægur þáttur söngur er í jólahátíð-
mm.
Húsið var opið öhum þeim sem
áhuga höföu á að staldra við og
syngja nokkur jólalög, sér og öðrum
til ánægju, en þeim til halds og
trausts voru þar ýmsir hljóðfæra-
leikarar og sönghópar í heimsókn.
Þetta mæltist mjög vel fyrir og þeir
voru ófáir sem tóku sér hlé frá inn-
kaupunum og gripu tækifærið til að
komast í jólaskap.
Vegfarendur á Laugaveginum gripu tækifærið og komu sjálfum sér og öðrum i jólaskap með þvt að syngja jólalög
í íslensku óperunni. DV-mynd Hanna
Snæbjöm Jónasson sjötugur:
Afar þakklátur og ánægður
„Þetta tókst mjög vel, það mættu
þarna rúmlega 300 manns og ég er
afar ánægður og þakklátur þeim sem
gáfu sér tíma th þess að heimsækja
mig á þessum degi,“ sagði Snæbjöm
Jónasson vegamálastjóri sem varð
sjötugur í síðustu viku og tók af því
thefni á móti gestum í Borgartúni 6.
Fluttar voru fiölmargar ræður
Snæbirni th heiðurs og þóttu sumar
þeirra hin besta skemmtun.
Á meðal ræðumanna voru alþing-
ismennirnir Pálmi Jónsson, Páll Pét-
ursson, Ágúst Guðmundsson hjá
Landmælingum, Sigurður Guö-
mundsson læknir og Ami Johnsen
sem jafnframt stjórnaði fiöldasöng.
Á meðal veislugesta vom frú Vig-
dís Finnbogadóttir, forseti íslands,
Davíð Oddsson forsætisráðherra,
Friörik Sophusson fiármálaráð-
herra, Þorsteinn Pálsson sjávarút-
vegs-, dóms- og kirkjumálaráðherra,
Hahdór Blöndal landbúnaðar- og
samgönguráðherra, Hörður Sigur-
gestsson, forstjóri Eimskips, Guðjón
Pedersen hjá Almannavömum,
Ágúst Guðmundsson, forstjóri Land-
mæhnga, Garðar Halldórsson skipu-
Þau Erlendur Einarsson, Margrét Helgadóttir og Hörður Sigurgestsson
höfðu um margt að spjalla.
lagssfióri og Helgi Hahgrímsson,
verðandi vegamálastjóri, svo ein-
hverjir séu nefndir.
Veislan tókst í aha staði vel og
stemning var mjög góð. Veislugestir
færðu afmæhsbarninu margar góðar
gjafir í thefni dagsins og þáðu veit-
ingar í mat og drykk.
Halldór Blöndal samgönguráðherra var á meðal fjöl- Rúmlega 300 manns mættu í afmælið sem þótti takast
margra ræðumanna í afmælinu. með eindæmum vel. DV-myndir S