Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1992, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1992, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1992. Myndbönd Glímtvið samviskuna TIME TO KILL Útgefandi: Bergvik hf. Leikstjóri: Giuliano Monyaldo. Aðalhlutverk: Nicholas Cage, Giancarlo Giannini og Ricky Tognazzi. Ítölsk/bandarísk, 1990 - sýningartími 110 min. Bönnuö börnum innan 12 ára. í Time to Kill leikur Nicholas Cage ítalskan liðsforingja sem verður viðskila við flokk sinn í Eþíópíu. Hann hittir fyrir innfædda stúlku sem hann hrífst af en verður henni óvart að bana. Hræðsla við hefnd innfæddra gerir það að verk- um að hann verður var um sig og nálgast sú hræðsla geðveiki þegar hann heldur að stúlkan hafi verið haldin smitandi sjúkdómi. Time to Kill er að mörgu leyti vel gerð kvikmynd. Enrico, en svo heitir liðsforinginn, fær aldrei sam- úð áhorfandans enda á hann það ekki skilið. Handritið er virkilega vel skrifað og leikur Nicholas Cage er góður en Time to Kill er nokkuð langdregin og um leið fráhindrandi en hún er öðruvísi og góð tilbreyt- ing frá amerískum kvikmyndum. Óboðinngestur HIDER IN THE HOUSE Útgefandi: Bíómyndir. Leikstjóri: Matthew Patrick. Aðalhlutverk: Gary Busey, Mimi Rogers og Michael McKean. Bandarísk, 1989- sýningartimi 94 min. Bönnuð börnum innan 12 ára. Er hægt að búa í stóru einbýlis- húsi án þess að vita að þar er einn íbúi fyrir? Það er harla ólíklegt en einmitt þetta gerist hjá fjölskyldu sem flytur í nýtt hús. Uppi á lofti hefur geðveikur maður, sem einu sinni brenndi foreldra sína inni, komið sér fyrir og fylgist með at- höfnum fjölskyldunnar og skiptir sér af málefmnn hennar þegar það hentar honum. Það má nú kannski segja að handritið sé heldur ótrúlegt og alls ekki vel skrifað og margt í Hider in the House er klúður en myndin er spennandi og hröð. Gary Busey hefur einstakt lag á að leika ómenni þegar hann vill það við hafa en hann getur einnig brugið upp sak- leysisvip þegar við á og nær hann ágætum tökum á geðveikri persón- unni og er hann dóminerandi per- sóna myndarinnar. Lífið með Regitze DANSAÐ MEÐ REGITZE (DANSEN MED REGITZE) Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Kaspar Rostrup. Aðalhlutverk: Ghita Norby, Frits Hel- muth, Rikke Berndsen og Henning Mor- Itzen. Dönsk, 1989 - sýningartími 90 min. Leyfö öllum aldursflokkum. Danskir kvikmyndagerðarmenn hafa átt mikilli velgengni að fagna á undanfomum árum. Tvö ár í röð fékk dönsk kvikmynd óskarsverð- laun sem besta erlenda kvikmynd- in. Voru það myndimar Pelle sig- urvegari og Gestaboð Babette. Dansað með Regitze var einnig ná- lægt þeim verðlaunum en hún var tilnefnd á eftir hinum tveimur og fáir gerðu því ráð fyrir að óskars- verðlaunin féllu til danskra kvik- mynda þrjú ár í röð. Dansað með Regitze er alls ekki síðri kvikmynd heldur en fyrr- nefndar óskarsverðlaunamyndir. Hér er um að ræða hugljúfa og gamansama mynd um ævi tveggja einstaklinga. Við fáum svipmyndir úr lífi þeirra í blíðu og stríðu. Hjónin Karl Áke og Regitze halda hina árlegu sumarveislu sína og sem fyrr er Regitze allt í öllu, er bæði örlátur gestgjafi og lífgar upp á tilveruna hjá öðmm. Karl Áke er rólegri og í veislunni fer hann að rifja upp svipmyndir úr lífi þeirra hjóna, allt frá því hann sá eiginkonu sína fyrst og fram til nútímans. Það kemur í ljós að í lífi þeirra hafa skipsj á skin og skúrir. Þau eru mjög ólík að eðlisfari en Ghita Norby leikur hina sterku og lífsglöðu Regitze af mikilli innlifun. Hún er hér ásamt Henning Moritzen sem leikur vin þeirra hjóna. elska hvort annaö og standast hvert áhlaupið af öðru í einkalíf- inu. Dansað með Regitze er fyrst og fremst mannleg kvikmynd sem snertir alla þá sem á horfa. En húmorinn er einnig hárfinn og skemmtilegur og ávallt á réttum stöðum. Ein þekktasta leikkona Dana, Ghita Norby, sýnir einstak- lega góðan leik í hlutverki Regitze og Fritz Helmuth gefur henni lítið eftir og leikararnir sem leika þau ung eru einnig mjög góðir. -HK DV-myndbandalistirm Naked Gun 2‘A stekkur beint í fyrsta sætið i þessari viku. I þessari farsakenndu gamanmynd leikur Leslie Nielsen aftur lögreglumanninn Frank Dreplin. Hann er hér ásamt Pricillu Presley sem einnig var með i fyrri niyndinni. 1 (-) Naked Gun 2'/, 2 (2) Kiss before Dying 3 (1) Hrói höttur, prins þjófanna 4 (2) Silence of the Lambs 5(6) Murder 101 6 (7) Mermaids 7 (3) Taking Care of Business 8(4) Out for Justice 9 (9) He Said, She Said 10 (-) State of Grace 11 (10) Godfather III 12 (12) Green Card 13 (-) The Pope Must Die 14(8) L.A. Story 15 (-) ThreeMenandaLittfeLady Barátta kynjanna HE SAID, SHE SAID Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjórar: Ken Kwapis og Marisa Silv- er. Aðalhlutverk: Kevin bacon, Elizabeth Perkins og Sharon Stone. Bandarísk, 1991 - sýningartími 94 min. Leyfö öllum aldurshópum. I He Said, She Said er sama sagan sögð tvisar frá sitthvoru sjónar- hominu og til að aðgreina þessa tvo hluta enn meir eru tveir leikstjórar sem stjóma sínum hluta hvor, Ken Kwapis sfjómar fyrri hlutanum He Said, þar sem karlrembuskoö- anir em viðraðar. Það er kvenleik- stjóri, Marisa Siiver stjómar hin- um síðari þar sem kona kemur fram með sín rómantísku sjónar- mið oger sá hluti betur heppnaður. Hér er sem sagt á ferðinni nýstár- leg hugmynd og skemmtileg en því miður þegar heildin er skoðuð gengur ekki alveg upp að gera heil- lega kvikmynd. I byrjun myndarinnar kynnumst við sambýlisfólkinu í vinnu sinni en það sér um vinsælan sjónvarps- þátt, sem einmitt heitir He Said, She Said. Allt í einu kastar hún í miðri útsendingu bolla í elskhuga sinn og stransar út. Það er greini- legt að eitthvað er að í einkalífinu hjá þeim og nú fáum við fyrst hans úttekt á sambandi þeirra og finnst manni hans úgáfa vera í raun eðli- leg og það htla frjálslyndi sem hann vill 1 sambandi þeirra htið spilla fyrir þangað til við fáum hennar úttekt á sambandinu, þá verða hlutimir ahs ekki eins einfaldir og hann vih verða láta, en eins og í öhum ævintýrum er endirinn góð- ur. Eins og áður segir er hugmyndin nokkuð góð og úrvinnslan oft á tíð- um sæmileg en helsti gahi er sam- leikur þeirra Kevins Bacon og Ehzabeth McGovem sem er ósann- færandi og yfirborðskenndur og hafa bæði gert betur. -HK Páfí í stuði THE POPE MUST DIE Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Peter Richardson. Aðalhlutverk: Robbie Coltrane, Herbert Lom og Beverly D'Angelo. Bresk, 1991 - sýningartimi 96 mín. Leyfð öllum aldurshópum. Robbie Coltrane er breskur háð- fugl sem aðallega hefur verið í sjón- varpi. Hann hefur undanfarið verið að geta sér gott orð í gamanmynd- um og er sjálfsagt mörgum minnis- stæð frammistaða hans í Nuns on the Run. í The Pope Must Die færir hann sig upp á skaftið og fer í gervi sjálfs páfans og hefur ekki verið gert jafnmikið grín að Vatikaninu og íbúum þess síðan Dave Ahen var upp á sitt besta. Coltrane leikur prest sem ferst betur að leika rokktónlist heldur en að predika enda fer það svo að hann er látinn hætta. En vegna heymarleysis ritara þegar nýr páfi er thnefndur er hann tilnefndur næsti páfi. Renna á hann tvær grímur enda veit hann best sjálfur að hann á htið erindi í páfastól. Það er þó mafíuforingi einn sem verður enn meira undrandi en hann hafði ætlað einni undirtyhu sinni páfa- embættið. The Pope Must Die er farsi og era einstaka atriði mjög fyndin. Eins og oft gerist með farsa er heildin frekar veik en frumleikinn og hug- myndaauðgi handritshöfunda færa myndina upp yfir meðahag og gera hanaaðágætriafþreyingu. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.