Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1992, Page 11
LAUGARDAGUR 1. FEBRUAR 1992.
11
Vísnaþáttur
Aðsent og
heimafengið
$TOR-
ÚTSALA
Það verður hverjum að list sem
hann leikur. Svo hljóðar gamalt
íslenskt mál, merkir að sjálfsögðu:
Það sem maður leggur góða rækt
við langa stund, helst frá barn-
æsku, vandar sig, gerir sér ljósa
grein fyrir að hverju er stefnt,
lukkast best. Slíkt kallar á skap-
festu því að flaumur tímans rennur
áfram og það sem er rétt stefna
ungs manns á hans öld er orðin
önnur og úrelt miðað við þaö sem
var á tið feðra hans og mæðra. En
höldum áfram með hugtakið hst.
Það orð hefur tvöfalda merkingu á
okkar tungu, í einni andrá list huga
og handar, í hinni er talað um afrek
á sviði þrekrauna og íþrótta. En
hvort sem haft er í huga á máltæk-
ið okkar við. Sá sem til frama og
viðurkenningar skal vinna, fjöld-
ans eða fárra, verður að einbeita
sér, gera það að mikilli list sem
hann leikur. •
Hagmælska er þjóðaríþrótt okkar
íslendinga. Við höfum lengi búið
við fomar reglur, sem vom nauð-
syniegar fram eftir öldum, þar sem
bækur voru ekki á hverju strái og
við viðurkenndum eigirúega varla
annað sem fagra braghst en það
sem bundið var hljóðstöfum og
rími. Nú er hér ekki staður til rök-
ræðu um þessi efni og því síður um
það sem einhveijum kann að þykja
vera nokkur ráðgáta, hvers vegna
undirritaður hefur gefið sig að jafn-
ólíkum gerðum sem órímuðum
skáldskap og hagmælskulegum
vísum. Stundum er þetta fært í tal
við mig. Mín kynslóð er alin upp á
tímamótaöld. A heimih fósturfor-
eldra minna var rímnakveðskapur,
sama var um heimih Steins Stein-
ars. Þetta ræddum við þegar fund-
um okkar ungskálda bar saman
hér í Reykjavík. Báöir ortum við
öðruvisi en almenningur vildi að
við gerðum, hvor þó með sínum
hætti. Aldursmunur okkar var
rúm átta ár. Þeir tala nú mest um
Stein og skáldskap hans sem
þekktu hann lítið.
Rúmið leyfir ekki að ég fjölyrði
um þetta. Vík aftur talinu að hst-
þjónustu. Þegar einstakur fulltrúi
þjóðar skarar fram úr á alþjóðleg-
um vettvangi, hvort sem það er nú
í hstum eða hkamlegum íþróttum,-
ríkir almenn gleði með þeim sem
finnst þeir eiga hlutdehd í sigrin-
um. Um það hugsa ekki ahir hve
mikhr og margir ósigrar kunna að
hggja að baki. Stundum gera jafn-
vel þeir sem hlut eiga að máli sér
ekki ljóst hve víða og langt rætum-
ar hggja. Það verða ekki allir oka-
tæk skáld sem leggja það fyrir sig
í æsku aö hnoða saman vísu. Sum-
ir alast hka upp við kveöskap án
þess að taka eftir því að sumar vís-
umar eru ótrúlega snjahar í ein-
faldleika sínum, aðrar eru ómerki-
legar þótt rétt séu kveðnar. En þeir
sem aldrei á ævi sinni láta hug sinn
stöðvast við vísu eru þó enn verr
settir. - Hér verð ég að ljúka hug-
leiðingum mínum.
Aðsent
Ekki vil ég veröa til að rifja upp
gömul deilumál varðandi Hóla-
skóla. En hér er samt staka tveggja
manna ónefndra úr Skagafirði:
Heiðurs klæddir hempu og kjól,
hér um ból og sunnar,
hafa garpar Hólastól
haldið fleiri en Gunnar.
Erlendur Jónsson, fyrrverandi
bifreiðarstjóri, f. 1912 á Stokkseyri,
hefur lengi búið í Kópavogi. Eftir
hann er þessi vísa:
Þó að slitni bræðrabönd
og brestir hugann seiði,
Vísnaþáttur
þá er eins og huhn hönd
hjálpi mér og leiði.
Með eftirfarandi vísu fylgir að-
eins höfundamafnið Eyjólfur á Sól-
heimum?
Ei skal kvarta, efla þrótt,.
enn mun skarta fagur,
eftir svarta neyðarnótt
nýr og bjartur dagur.
En þessa mun skáldið Jón
Trausti hafa ort 1911 þegar Siifur-
bergsmáhð svokahaða var til um-
ræðu á Alþingi.
Gott að sjúga gamian merg
gjaldþrotum að hamla.
Seldi ég fyrir silfurberg
sáhna þeim gamla.
Um þetta efni em vist til óteljandi
vísur. Þessi hefur týnt höfundi sín-
um. Hún er gömul:
Meðan endist ævin mín
ætíð skal ég glaður,
hesta sitja, virða vín
og vera kvennamaður.
Og enginn veit víst hvaðan þessi
er ættuð:
Minn um huga hrohur fer,
hristir gustur lokkinn,
sekur sleppur, saklaus er
settur í gapastokkinn.
Sigríður í Garðshomi orti:
Líður tíðin ama öll,
angrið stríða þrýtur.
Sléttuhhðar fögur fjöll
freyrinn skíða htur.
Og þessi er eftir Jóhönnu Magn-
úsdóttur:
Kristur víða kenndi mér
kærleiks fríða gengi,
betra að hða órétt er
en að stríða lengi.
Um konur þær sem hér yrkja vit-
um við aðeins nöfnin. Veit nokkur
meira?
Heimafengið
Stundum þegar ég er að leita að
vísum í þáttinn minn og jafnvel
gera mér ferð til höfuðborgarinnar
verður mér hugsað til Sigurðar
skálds frá Amarholti. Hann var
lengi apótekari í Vestmannaeyjum.
Margs konar óhöpp hlóðust að hon-
um í einkalífi og minna varð úr
afköstum en hann og aðrir væntu.
En allt snjaht það sem það var. Síð-
ustu ár sín bjó hann ásamt konu
sinni í Reykjavík. Hann reikaði um
miðbæinn. Veraldarauður og
hehsa strokin úr vistinni.
Þá létu hagyrðingar stundum
prenta eftir sig gamanvísur og ahs-
konar bragi og fengu stráka th að
selja á götunum. Einhveiju sinni
mættu þeir Sigurði á Austurvelh
og buðu honum að kaupa. Hann
velti vöngum góðmannlega og
sagði:
Nei, þakka ykkur fyrir, drengir
mínir. Ég get ort sjálfur.
Þeir Sigurður og Þorsteinn rit-
höfundar Björnsson, guðfræðingur
úr Bæ, voru kunningjar. Þessa vísu
orti Sigurður einhvemtíma um
Þorstein:
Hann er maður hreinn og beinn,
hrekkjakróka aldrei vald’ann.
Hættulegur er sá einn
sem aldrei lýgur, - nema sjaldan.
Þeir voru báðir fátækir, sá sem
orti og hinn sem um var kveðið.
En þó misjafnlega leiknir oftast.
Athugið að oft hður dijúgur tími
frá ritun þátta uns þeir birtast.
Jón úr Vör
Fannborg 7, Kópavogi
UTSALAN
HEFST Á
MÁNUDAGINN
3. FEBRÚAR
STÓRAFSLÁTTUR
ÁFLESTU
■VERDHRUNÁ SUMU
I Kringlunni S. 689811
í Hverafold S. 676511
Póstkrafa
Kaupmenn athugið
Freyju rís súkkulaðið er nu á sérstöku tilboðsverði.
Gerið góð kaup.
4