Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1992, Síða 19
LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1992.
19
Múmínálfarnir hafa aldrei verið vinsælli en nú. Þessar furðuverur, sem Tove Jansson skapaði fyrir um 50
árum, lifa i örsmárri veröld sem venjulegt fólk kemur ekki auga á en þar gerist samt margt spennandi og
skemmtilegt.
Múmínálfamir aldrei vinsælli:
Vinaleg ringul-
reiðí
Múmíndalnum
- fyrsta bókin kom út fyrir tæpum 50 árum
Múmínálfarnir hafa notið mik-
illa vinsælda víða um heim, alit frá
því að fyrstu bækumar um þá
komu út fyrir tæpum 50 árum. Hér
á landi eru rúmir tveir áratugir frá
því að múmínbækurnar komu
fyrst út. Þeir nutu strax vinsælda
en aldrei eins mikilla og eftir að
Sjónvarpið hóf sýningar á teikni-
myndum um þessar merkilegu ver-
ur.
Höfundur múminálfanna er
finnski rithöfundurinn og lista-
maðurinn Tove Jansson, fædd 1914.
Faðir og móðir Tove voru bæði
listamenn svo að hún á ekki langt
að sækja hæfileika sína. Fjölskyld-
an bjó í stóru stúdíóhúsnæði í Hels-
inki. Tove lýsir heimilinu sem
virkilegri ævintýraveröld sem
bauð upp á ótal möguleika fyrir
böm. Móðir hennar vann við að
myndskreyta bækur og sagði henni
sögur í myrkrinu framan viö arin-
inn. Faðir hennar var meira fyrir
spennuna. Ef kviknaði í húsi í ná-
grenninu vakti hann bömin og
þusti með þau úttil að horfa á bál-
ið. Á sumrin fór íjölskyldan á smá-
eyju þar sem róið var á skektu í
alls kyns veðrum. Faðir Tove naut
sín aldrei betur en í dúndrandi
þrumuveðri.
„Hefði ég ekki átt jafnskemmti-
lega bamæsku hefði ég aldrei byrj-
að að skrifa," segir Tove. Hún seg-
ir: „Sögur mínar em ekki ætlaðar
einum sérstökum hópi og í þeim
geri ég enga tilraun til að kenna
eða koma aö einhverri skoðun. Ég
skrifa um það sem heillar mig og
hræðir mig. Sögumar gerast í
kring um fjölskyldu þar sem vina-
leg ringulreiö er allsráðandi.“
En Tove kemur ekki ein við sögu.
Lars bróðir hennar, sem líka er
rithöfundur og listamaður, á ekki
síður þátt í velgengni þáttanna um
múmínálfana. Eftir að hafa slegið
í gegn með fyrstu múmínbókunum
byijaði enska kvöldblaðið Evening
News að birta teiknimyndasögur
um múmínálfana. Það var árið
1954. Teiknimyndasögurnar áttu
síðan eför aö birtast í dagblöðum
á yfir 20 tungumálum. 1960 tók
Lars bróðir hennar við gerð teikni-
myndasagnanna og sneri sér einnig
að öðru birtingarformi. 1978 hóf
pólska sjónvarpið sýningar á 39
teiknimyndum um múmínálfana.
Múmínálfamir urðu síðan mjög
vinsælir í Japan en þar voru nýlega
framleiddir 52 þættir um þá þar
sem sögunum er fylgt nákvæmlega
eftir. Hafa þeir þættir verið sýndir
í flestum Evrópulöndum.
-hlh
LAXVEIÐIÁ TIL LEIGU
Tilboð óskast í veiðirétt Setbergsár á Skógarströnd sumar-
ið 1992. Tilboð, sem greini verð og greiðsludaga, sendist
Þóri Guðmundssyni, Brekkubæ 33, 110 Rvik, í ábyrgðar-
pósti sem sannanlega er póstlagður fyrir lokun pósthúsa
föstudaginn 7. febrúar 1992. Nánari upplýsingar veita Þór-
ir, simi 91-73886, og Jóri, sími 93-81017.
Nauðungaruppboð
á byggingu T-573, Keflavíkurflugvelli, þingl. eign Suðurnesjaverktaka hf„
fer fram í skrifstofu embættisins við Grænás í Njarðvíkum miðvikudaginn
5. febrúar 1992 kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Ingi H. Sigurðsson hdl.
LÖGREGLUSTJÓRINN Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI
Blómstrandi mannlíf í Kolaportinu
Kolaportið nú
einnig á sunnudögum
Um þessa helgi byijar Kolaportið
aftur á sunnudögum og verður
sérstaklega haldið upp á þennan
fyrsta sunnudag ársins með
margvíslegum hætti. Má þar
nefna ýmsar sniðugar uppákom-
ur og allir krakkar, sem koma í
heimsókn, fá smágjafir frá Kola-
portinu.
Gailerí Port
Síðustu helgi var opnað nýstár-
legt myndhstargallerí í Kolaport-
inu sem einkum er ætlað frí-
stundamálurum og listamönnum
sem eru að byrja að koma sér á
framfæri. Á opnunardaginn
sýndu 35 myndlistarmenn yfir
100 verk og vakti galleríið mikla
athygh. Um 20 verk seldust fyrsta
daginn og lofar það góðu. Þessa
helgi verður Galleri Port opið
báða dagana og verða þar verk
eftir 42 myndhstarmenn.
Bókamarkaður
Bókamarkaðurinn stendur nú
yfir í Kolaportinu og eru þar á
boðstólum um 1500 titlar frá 26
bókaforlögum. Á bókamarkaðn-
um er fjöldi titla sem ekki hefur
áður sést á bókamörkuðum og
má sérstaklega nefna þátttöku
bókaforlaga af landsbyggðinni
sem ekki hafa áður verið með.
Verðlag bókanna þykir nú með
besta móti og er fjöldi titla seldur
á undir 100 krónur.
200 sölubásar
um helgina
Að venju verður mikið úrval
söluvarnings á boðstólum í
Kolaportinu um helgina. Flestir
seljendur eru nýir um hveija
helgi og nú er sérstök áhersla
lögð á að laða að seljendur með
notaða muni og þeim boðinn sér-
stakur afsláttur af leigu sölubása
á sunnudögum í febrúar.
Kolaportið er opiðá laugardögum kl. 10-16 og á sunnudögum kl. 11-17.
Auglýsing
100NXsportbíll kr. lÆ.OOO.-.stgr.
5ra dyra skutbíll kr. 1.043.000.-.stgr.
IMI55AIM
SUNNY100NX SP0RTBILL
EÐA SUNNY 4WD FJÖLSKYLDUBÍL!