Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1992, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1992, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1992. Sérstæð sakamál Flótti með adstoð óþekkts manns Leslie Stephens var lagleg og lífsglöö þrettán ára stúlka. Hún var vel þokkuð af öllum og átti marga vini. Hún bjó hjá foreldrum sínum, David og Angelu Stephens, í lítill útborg Thirsk í Yorkshire á Eng- landi. Leslie heimsótti oft vini sína í bænum en það var samkomulag milli hennar og foreldra hennar að hún kæmi heim á réttum tíma og hafði hún tamið sér að vera alltaf komin heim milli hálfsjö og sjö á kvöldin. Þannig hafði þetta lengi gengið til án undantekninga. Laugardagskvöld eitt gerðist það svo að hún kom ekki heim á tilsett- um tíma eftir eina af bæjarferðum sínum. Foreldrar hennar urðu undrandi er leið á kvöldið án þess að Leslie kæmi heim. Kvöldverður- inn varð kaldur á borðinu og David og Angela gengu óróleg um gólf. Leitin Þar kom að þau hjón urðu ótta- slegin og fór David þá að hringja til vina og kunningja Leslie í Thirsk. Eftir nokkrar árangurs- ■ lausar fyrirspurnir hringdi hann heim til Wilsons-fjölskyldunnar og fékk að vita að Leslie hefði verið þar en að hún hefði farið þaðan um hálfsjöleytið og ætlað heim. Er David Stephens fékk að heyra þetta var klukkan orðin hálftíu og ákvað hann þá að hringja til lög- reglunnar. Fór hún strax að svipast um í hverfmu en það fyrsta sem lögregluþjónunum datt í hug var að Leslie hefði dregið að koma heim þar eð þetta var fagurt sumarkvöld. Ekki varð þó neins staðar vart við hana svo að strax næsta morgun hófst mikil leit og þegar hún hafði staðið fram yfir hádegi fannst líkiö af Leslie. Henni hafði verið nauðg- að og hún síðan kyrkt. Fannst líkið undir laufhrúgu í litlum skógi skammt fyrir utan bæinn. Vísbendingar ogjátning Réttarlæknar komust að þeirri niðurstööu að Leslie hefði veitt harða andspymu því undir nöglun- um fundust húðleifar. Þær urðu fyrsta vísbending rannsóknarlög- reglumannanna. Var nú farið að skoða skýrslur alira þeirra sem orðið höfðu uppvísir að kynferðis- glæpum þarna um slóðir og síðan hófust fyrirspumir og í nokkrum tilvikum yfirheyrslur. Einn þeirra sem fékk heimsókn af rannsóknar- lögreglumönnunum var John Grady og vakti það þegar athygli að hann var með rispur á handlegg sem hann gat ekki gert grein fyrir. Var hann tekinn til yfirheyrslu og þegar hún hafði staðið um stund brotnaði hann saman, fór að gráta og játaði að hafa ráðist á Leslie, nauðgað henni og síðan kyrkt. John Grady var fluttur í fangelsi í York eftir að réttarhöld höfðu far- ið fram yfir honum. Þungvist John Grady. Hafi líf Johns Grady verið erfitt áður en hann varð uppvís að því að hafa ráðið Leslie Stpehens bana tók ekki betra við þegar hann kom í fangelsið. Á slíkum stöðum hafa menn sínar skoðanir eins og ann- ars staðar. Afbrotamenn flokka Angela Stephens. glæpi eftir tegundum eins og aðrir og morðingjar, bankaræningjar, þjófar og aðrir eru htnir eðlilegum augum í fangelsum en öðrum máli gildir um bamamorðingja. Þeir þykja hinir verstu menn, mæta andúð og verða jafnvel oft fyrir of- sóknum. Þegar fréttist í fangelsinu í York að John Grady heföi nauðgaö þrett- án ára stúlku og síðan orðið henni að bana var htið á hann sem úr- þvætti. Hann varð fyrir hvers kon- ar aðkasti og var jafnvel laminn. Um hríð gekk þetta þannig th en þá varð fangelsisyfirvöldunum ljóst að líklega yrði John aldrei lift innan um samfangana svo hann var fluttur úr þeirri deild sem hann var í og í einangrunardeild, svo tryggja mætti öryggi hans sem bæði hann og yfirmenn fangelsis- ins voru famir að óttast um. Ónafngreindur stuðningsmaður Vistin í einagrunardeildinni létti að vísu nokkrum byrðum af Grady en lagði honum um leið aðrar á herðar því einangranarvist þykir ekki eftirsóknarverð. Hann hafði Leslie Stephens. fengið ótímabundinn fangelsisdóm og vissi því ekki hve lengi hann yrði látinn sitja inni og þar kom að honum fannst einmanaleikinn ætla aö buga sig. Hann fór því að hugsa um flótta. En hvernig gæti hann komist út úr fangelsinu? Hon- um var ljóst að það tækist honum ekki nema með aðstoð utan frá og enginn þar léti sér koma til hugar að hjálpa honum til að flýja, eða svo hélt hann. Enginn veit með vissu hvemig tengsl tókust með Grady og manni utan fangelsisins. En nokkm eftir að hugmyndin um flótta vaknaði hjá Grady hittust tveir menn á krá til að skipuleggja flótta hans. Ann- ar þeirra „herra Smith“ átti að sjá um framkvæmdahliðina en hinn ætlaði að greiða fyrir aðstoðina við flóttann og standa að baki áætlun- inni með „herra Smith“ og Grady. „Ég hef frétt að þú getir hjálpaö mér,“ sagði óþekkti maðurinn við „Smith“. Ég þarf að ná John Grady úr fangelsinu í York. „Hann hlýtur að vera þér mikils virði,“ svaraði „Smith". „En það verður ekki létt að ná honum út og það á eftir að kosta nokkurt fé, eða eitt þúsund pund sem verða að staðgreiðast." „Þú getur fengið fimm hundmö pund núna og afganginn þegar Grady er laus,“ sagði óþekkti mað- urinn. „Ég tek því,“ sagði „Smith“. „Þú heyrir frá mér þegar allt er um garð gengið." Flóttinn í september, tveimur áram eftir að Leslie var myrt, slapp John Grady úr fangelsinu í York. Þótti strax Ijóst að hann hefði notiö til þess aðstoðar eins eða fleiri óþekktra manna. Einstök atriði varðandi flóttann og lýsing á Grady voru send lögreglustöðvum um allt England. En Grady fannst hvergi og leit að honum bar engan árang- ur. Af gestabókum fangelsisins kom í ljós að maður aö nafni Richard Wilson hafði nokkmm sinnum heimsótt Grady en þegar hafa átti uppi á manninum kom í ljós að nafnið var rangt sem og heimilis- fangið sem gefið hafði verið upp. Rannsókn á því hverjir ættu hlut að máli bar takmarkaðan árangur. Granur beindist að vissum aðilum og rætt var við nokkra menn en ekkert kom fram sem var þess eöl- is að rétlætti handtöku eða ákæru. Liðu þannig tvö ár án þess að rann- sóknarlögreglan kæmist að nokkru öðru en því að samtal hafði farið fram á krá milli „herra Smiths" og óþekkts manns. Líkfundurinn Tveimur áram eftir flótta Gradys fannst svo lík á næstum sama stað og líkið af Lesley hafði fundist. Réttarlæknar komust að þeirri nið- urstöðu að maðurinn hefði verið á sextugsaldri og hann hefði verið kyrktur því lítið bein í hálsi hans var brotið. Líkið var hins vegar 01- þekkjanlegt því það hafði legið um tvö ár í skóginum. Þegar farið var að skoða lista yfir fólk sem saknað var kom í ljós að um gæti veriö að ræða John Grady. Tannlækniskort hans var borið saman við tennurnar í líkinu og þótt misræmi kæmi þar í ljós var annað svo líkt að lögreglan fékk grun um að líkið væri af honum. Þá varð það tU að renna stoðum undir þær grunsemdir að það fannst næstum á sama stað og líkið af Leslie Stephens hafði fundist og að banamein var kyrking. Grunurvaknar Rannsóknarlögreglumaður var nú sendur heim til Davids Step- hens, föður Leslie, og hann spurður að því hvort hann hefði átt ein- hvern þátt í flótta Gradys. „Það dýr hefði átt að hengja fyrir það sem hann gerði litlu dóttur rninni," svaraði Stephens. „Hann átti ekki að fá að lifa lengur. En til svars viö spurningu þinni get ég sagt þér að ég hjálpaði Grady ekki til að lfýja.“ Rannsóknarlögreglumaðurinn leit á David Stephens og velti því fyrir sér hvort verið gæti að þessi ósköp venjulegi maður hefði skipu- lagt og látið framkvæma flótta Johns Grady úr fangelsinu í York til þess að geta farið með hann á þann stað þar sem hann hafði mis- boðið og síðan myrt Leslie og kyrkt hann þar í hefndarskyni. Rann- sóknarlögreglumaðurinn komst að þeirri niðurstöðu að heldur væri það ólíklegt. Gerði David Step- hens það eða ekki? Þessari spumingu er erfitt að svara og eftir því sem lengra liður verður ólíklegra að svar fáist nokkru sinni við henni. Ekki hefur tekist að sanna svo óyggjandi sé að líkið, sem fannst í skóginum, hafi verið af John Grady. Það er að sjálf- sögðu forsenda þess að nokkur verði ákærður fyrir að hafa myrt hann. Ýmsum þykir hins vegar sem rannsóknarlögreglan leggi ekki mikla áherslu á að leita þeirra svara sem vantar en skýringin kann að sjálfsögðu að vera sú að hún telji vart að þau fáist. David Stephens og kona hans búa enn í litlu útborginni í Thirsk og þótt þau hafi komist úr jafnvægi og saknað Leslie mikið hefur á ný færst ró yfir þau. Sumir kunningja þeirra segja að það hafi verið sem byrði hafi verið létt af David - ekki þó daginn þegar líkið af manninum fannst í skógin- um heldur tveimur árum áöur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.