Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1992, Side 29
LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1992.
41
Helgarpopp
Fyrsta starfsári Björgvins Halldórssonar í Stúdíó Sýrlandi er lokid:
Gæði hljóðvera byrja
og enda með fólkinu
Björgvin Halldórsson segir Stúdíó Sýrland standast samanburð viö mörg hljóðver úti i heimi.
DV-mynd Brynjar Gauti
Þótt Björgvin Halldórsson sé
langþekktastur meðal þjóðarinnar
sem hljómlistarmaður er hans að-
alstarf ekki að syngja og leika á
hljóðfæri. Síðan fyrsta febrúar í
fyrra hefur hann veitt forstöðu.
hljóðverinu Sýrlandi í Reykjavík.
Hann segist horfa ánægður til baka
til liðins árs.
„Þaö er gaman að veita góðu
stúdíói forstöðu," segir hann. „Og
það er einnig viss ögrun að fást við
svona starf. Samkeppnin er hörö
og þróun tækjabúnaðar stúdíóanna
sömuleiðis. Síöan ég byijaði erum
við til dæmis búnir að auka
vinnslumöguleikana með því að
fjölga hljóðrásum í upptökumixer
upp í fjörutíu og átta. Viö erum Uka
komnir með tölvustýringu,
fransk/enskt tæki sem heitir Opti-
file.
Með því að hafa stúdíóið vel tækj-
um búið getum við gert margt ann-
að en bara að taka upp plötur,“
heldur Björgvin áfram. „Ég get
nefnt sem dæmi að við hljóðsetjum
hér bíómyndir. Við önnuðumst
hljóðsetningu bamamyndarinnar
Fuglastríðið í Lumbruskógi. Hér
er tónlistin í myndina Sódóma
Reykjavik unnin og Hilmar Öm
Hilmarsson er byrjaður aö leggja
drög að tónlistinni í kvikmynd
Kristínar Jóhannesdóttur, Svo á
jörðu sem á himni, og hefur einnig
verið að vinna að tónhst við sjón-
varpsmynd Hrafns Gunnlaugsson-
ar, Allt gott.“
Annríki allt árið
Um langt skeið hafa hljómplötur
fyrst og fremst selst fyrir jól. Því
hefur aðalannatíminn í hljóðverum
verið á haustin. í fyrrasumar mátti
sjá að þróunin væri nokkuð að
breytast varðandi yfirráð jóla-
markaöarins þegar útgefendur
blésu til íslensks tónhstarsumars.
Það dreifði nokkuð álaginu á hljóð-
verin. Björgvin Halldórsson segir
að ýmislegt fleira hjálpi til að nýta
tæki og húsakost því sem næst allt
áriö um kring.
„Hljóðsetning kvikmyndanna
hjálpar til dæmis mikið upp á,“
segir hann. „Nú, Söngvakeppni
Evrópusjónvarpsstöðva hefur allt-
af sitt að segja, endurútgáfa eldra
efnis á geisladiskum skapar mikla
vinnu og eitt og annaö til viðbótar
fellur tí.1. Janúar var til dæmis full-
bókaður hjá okkur. Næstu mánuð-
ir líta vel út. Egill Ólafsson og
Gunnar Þóröarson hafa t.d. pantað
tíma til að vinna að verkefnum sem
þeir hafa tekið að sér. Síðan verður
hér tekin upp safnplata sem kemur
út með vorinu. Hljómsveitin Síðan
skein sól hefur verið að setja enska
texta við sína tónlist og fer senn
aö taka upp ný lög með plötu í
huga. Hilmar Öm, Felixverðlauna-
hafmn okkar, vinnur allt sitt efni
hér og við stöndum nú í bréfaskipt-
um við erlenda aðila til að kanna
jarðveginn fyrir að fá erlenda tón-
hstarmenn til að koma hingað og
taka upp plötur sínar. Svo getur
farið að söngkona, RoseUa að nafni,
komi hingað til að taka upp bæði
tónlist og myndbönd. Þar eð Sýr-
land sinnir eingöngu hljóðvinnslu
höfum við fengið Saga Film í sam-
vinnu við okkur til að annast
myndböndin.
Staöreyndin er sú,“ heldur Björg-
vin áfram, „að Sýrland stenst alveg
samanburð við góð stúdíó erlendis
og viö bjóðum að auki lægra verð
fyrir hvem upptökutíma en sam-
bærileg stúdíó erlendis. Enda hefur
hér verið unnið efni fyrir erlendan
markað. Bæði Sykurmolamir og
Risaeðlan hafa notast við þetta
hljóðver."
Endurvinnsla
Öðm hverju berast jólalegir tón-
ar úr stjórnherbergi Sýrlands.
Gunnar Smári Helgason tækni-
stjóri er þar við störf og er að end-
urhljóðblanda plötuna Jólastrengi
sem út kom árið 1977. Til stendur
að hún komi út á geisladiski fyrir
næstu jól og ekki er ráð nema í tíma
sé tekið að fara yfir upptökuna og
lagfæra eitt og annað sem má betur
fara. Fleiri gamlar plötur fá svip-
aða meðhöndlun á næstu mánuð-
um.
„Skífan ætlar að endurútgefa á
geisladiskum fjölmarga titla á ár-
inu,“ segir Björgvin. „Ég get nefnt
sem dæmi Bráðabirgðabúgí SpO-
verks þjóðanna, allar plötur
Brunahðsins, þijár plötur
Brimklóar og tvær sólóplötur
Björgvins Halldórssonar. Þarna er
líka platan Dagar og nætur, sóló-
plötur Pálma Gunnarssonar, tvær
með Ruth Reginalds, flestar plötur
Halla og Ladda, í takt við tímann
með Sinfóníuhljómsveit íslands,
Emil í Kattholti, LangspO með Jó-
hanni G. Jóhannssyni..." Björg-
vin hikar. „Ég gleymi ábyggilega
einhveijum. Það verður mikið verk
að fara yfir aOar þessar plötur og
lagfæra þær svo að tónhstin njóti
sín á geisladiskum."
Það er ekki séríslenskt fyrirbæri
að eldri tónlist sé gefin út á geisla-
diskum. Endurútgáfa er umsvifa-
mikil um ahan heim. Sumt sem
kemur út hljómar nákvæmlega
eins og þegar það kom út á vinyl-
plötu fyrir mörgum árum. Annað
er búiö aö lagfæra htihega svo sem
að draga úr suöi, bæta í bassann
og gera hljóminn nútímalegri. Enn-
fremur er hægt aö finna gamlar
upptökur sem búið er að lagfæra
svo kirfilega að heita má að þær
séu orðnar nýjar að talsverðu leyti,
feUa út hljóðfæri, bæta við öðrum
og svo framvegis.
„Við erum ágæflega í stakk búnir
að ganga frá eldra efni þannig að
það njóti sín á geisladiskum," segir
Björgvin Halldórsson. „Reyndar
eru úti í heimi öflugar tölvur sem
geta gert ótrúlegustu hluti. Við
reynum ekki að standast þeim
Umsjón
Ásgeir Tómasson
snúning. Mér þykir ólíklegt að við
eigum eftir aðsjá slíkan búnað hér
á landi á næstunni. TO þess er
markaðurinn allt of lítíll. Það er
heldur ekki allt fengið með dýrustu
og fullkomnustu tækjunum. Gæði
hljóðveranna byija og enda með
fólkinu sem vinnur við tækin.
Hins vegar hefur þróunin orðið
sú á síðustu árum að stúdíóin hafa
orðið að sérhæfa sig,“ bætir Björg-
vin við. „Margir tónhstarmenn
eiga orðið htil heimastúdíó. Það
sem háir þeim hins vegar er hversu
htíl þau eru. Það hóar til dæmis
enginn saman fimm tO sex manna
hljómsveit heima í stofu og tekur
upp plötu. Þess vegna verða stúdíó-
in alltaf að vera tO staðar, til dæm-
is fyrir hljómsveitir sem vilja taka
upp í heilu lagi. Emmg fyrir kvik-
myndatónhstina. í heimastúdíóun
um eru heldur ekki tæki sem
standast samanburð við það sem
við erum til dæmis með hér í Sýr-
landi. Það fjárfestir enginn einn
aðOi í slíkum tækjum til að láta
setja upp heima hjá sér.“
Sungið í Eurovision
Ekki snýst allur sólarhringurinn
hjá Björgvmi Hahdórssyni um
rekstur fyrirtækis. Eitthvað hlýtur
hann að sinna tónhstinm líka.
„Já, það er rétt,“ svarar hann.
„Eg syng eitt lag í Eurovision-
keppmnm - bara eitt. - Ég neita
því ekki að ég hef hka verið að leiða
hugann að sólóplötu á þessu ári.
Ég er hka byrjaður aö leggja drög
að barnaplötu sem ég get ekki tjáð
mig um á þessu stigi. Eirmig leik
ég með Sléttuúlfunum, hljómsveit
Óskastundarinnar. Auk þess mun
ég skemmta á Hótel Sögu í nokkrar
vikur. Það er eitt og annað í deigl-
unni. TO stendur að taka upp plötu
með Diddú í Litháeu þar sem hún
syngur þekktar óperuaríur við
undirleik Sinfóníulfljómsveitar Li-
háens í VOníus. Platan verður tek-
in upp ytra en eftirvinnslan fer lík-
lega fram hér heima. Þannig mætti
raunar lengi telja. Það bíða fjöl-
mörg skemmtileg verkefni þess aö
tekist verði á við þau.“