Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1992, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1992, Side 30
42 LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1992. Skák Keppni tölvunnar við nemendur Skákskóla íslands og yngri félags- menn Taílfélags Reykjavíkur sl. laugardag hefur eflaust opnað augu margra fyrir því hve tölvuvís- indum fleygir hratt fram. Nú er svo komið að enginn skákmaður er óhultur gegn sterkustu tölvuforrit- unum enda fór svo að forritið M- Chess gersigraði mannlega mót- herja sína á laugardag, fékk 91,5 gegn 28,5 vinningum. Kjami hf. stóð að keppninni í samvinnu við Skákskóla Islands og TR og var teflt á 30 borðum, fjög- urra skáka einvígi með 20 mínútna umhugsunartíma. Áskorandinn, M-Chess, er nýtt skákforrit, samið af bandaríska stærðfræðingnum Marty Hirsch, og hefur það unnið til íjölda verðlauna, m.a. sigrað á heimsmeistaramóti PC-tölva í Vancouver í fyrra. Er tölvan orðin sterkari en maðurinn í skák? Áskorun tölvunnar: Mannsheilinn stóðst tölvunni ekki snúning - Lárus og Sævar efstir á skákþingi Reykjavíkur Tölvumar í keppninni á laugar- dag voru allar frá sama framleiö- anda, Silicon Valiey Computers, en hins vegar voru þær mismunandi öflugar. Sveitina leiddi 80486 tölva með 50 Mhz örgjörva, sem er sá öflugasti sem nú er til fyrir PC- tölvur og munu ekki nema um hundrað slíkir vera komnir til Evr- ópu. Á boröum 2-10 voru 80486 tölv- ur með 33 Mhz örgjörva; á borðum 11-20 vora 80386 tölvur með 40 Mhz örgjörva og 80386 tölvur með 33 Mhz örgjörva á borðum 21-28. Nokkur munur er á styrkleika for- ritsins eftir því hve því er stýrt af öflugri tölvu og kom það berlega í ljós í keppninni. Áskorun tölvunnar fólst m.a. í því að ef einhverjum tækist að sigra 4-0 fengi hann/hún 80486 tölvu og tilheyrandi að gjöf frá Kjarna hf., að verðmæti á fjórða hundrað þúsund. E.t.v. átti þetta sinn þátt í þvi að nokkurs taugatitr- ings gætti hjá sterkustu keppend- unum og var því leikurinn strax oröinn nokkuð ójafn, því að tölv- umar virtust svipbrigðálausar með öllu. Svo fór að einungis fjórum kepp- endum tókst aö bera tölvuna ofur- hði. Þröstur Árnason og Bragi Þor- finnsson unnu, 3-1, og Hannes Hlíf- ar Stefánsson og Helgi Áss Grétars- son fengu 2,5 v. Jafntefli gerðu fjór- ir skákmenn: Sigurður Daði Sigfús- son, Ingi Fjjalar Magnússon, Jón Viktor Gunnarsson, Láms Knúts- son en aðrir uröu að beygja sig fyr- ir véhnni. Enginn vann ahar skák- irnar og hreppti tölvuna eftirsóttu en þeir sem fengu 1 vinning eða meira fengu forritið gefins. Hö- skuldur H. Dungal í Kiama hf. til- kynnti hins vegar að tölvan yrði eign Skákskóla íslands og vonandi kemur hún þjr sem flestum að notiun. í gær, fostudag, tók dr. Kristján Guðmundsson skólastjóri formlega við þessari rausnarlegu gjöf. Daði Jónsson hjá Verk- og kerfis- fræðistofunni hf. hefur reiknað út árangur M-Chess forritsins í keppninni m.v. skákstig. Sam- kvæmt útreikningum hans var heildarframmistaða forritsins upp . á 2125 íslensk Elo-stig. Á fyrstu tíu borðunum, þar sem öflugustu tölv- umar sátu, náði forritið 55% vinn- ingshlutfallh og árangri upp á 2230 stig. Á borðum 11-20 var árangur- inn 81% gegn stigalægri mönnum, sem gerir árangur upp á 1980 stig og á síðustu borðunum var árang- urinn 91% upp á 1860 stig. Athyghsvert er að á sex efstu borðunum - gegn sterkustu mót- herjunum - náði forritið bestum árangri. Vinningshlutfalhð var 46% og frammistaða upp á 2310 ís- lensk Elo-stig, eða 2321 alþjóðleg Elo-stig. Daði telur misjafna frammistöðu forritsins eftir borðum eiga sér þrjár skýringar. í fyrsta lagi vom tölvurnar á efstu borðunum öflugri en á þeim neðstu - 486-33 tölvumar eru 2,6 sinnum hraðvirkari en 386-33 tölvumar. Þá eru yngstu skákmennirnir á neðstu borðunum margir hverjir í mjög örri framfor sem enn er ekki komið í ljós á stiga- hstanum. Loks gat verið um að kenna óstyrk aðstoðarmanna, sem færðu leiki inn á hverja tölvu og færðu síðan taflmennina fyrir tölv- una og ýttu á skákklukkuna. Skák- manni var a.m.k. einu sinni úr- skurðaður vinningur vegna mis- taka aðstoðarmanns en þeir stóðu sig þó langflestir með mikilli prýði. Útsjónarsamar í erfiðum stöðum Forritið M-Chess kann „byijana- teóríuna" upp á sína tíu fingur en byrjanimar era þó ekki þess sterk- asta hhð. í mjög flóknum stöðum, þar sem aht er í háalofti, er erfitt að eiga við það - það er á auga- bragöi búið að greiða úr flækjun- um, oftast sér í vh. Höfundur for- ritsins telur því einnig mjög th tekna, hversu vel það leiki í enda- tafli, segir að það leilú ekki „ein- kennandi tölvuleiki". í keppninni á laugardag sýndist mér þetta þó ekki eiga alls kostar við. Mér virð- ist mesti styrkur forritsins á hinn bóginn vera fólginn í útsjónarsemi í erfiðum stöðum. Skákmaður af Skák Jón L. Árnason holdi og blóði lætur það gjaman angra sig ef hann fær lakari stöðu, jafnvel tapaða og gerir andstæð- ingnum auðvelt fyrir með úr- vinnslu. Af tölvunni hvorki dettur né drýpur. Hún á það th að beijast af ótrúlegri seiglu! Tölvan lærir ekki af mistökum sínum - gerir sömu vitleysuna aft- ur og aftur. Þetta tókst Þresti Árna- syni að færa sér í nyt en hann komst næst því að vinna ahar skák- imar - átti unnið tafl í fyrstu skák- inni sem hann tapaði. Þröstur vann M-Chess í tvígang með hvítu mönnunum og var kom- ið með unnið tafl eftir tólf leiki í þeim báðum, sem tefldust ná- kvæmlega eins! Byijunin var Griinfeldsvörn: I. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. Rf3 Bg7 6. g3 c5 7. Bg2 cxd4 8. Rxd4 Rxc3 9. bxc3 e5? 10. Rb5 0-0 II. Dxd8 Hxd8 12. Rc7 Svartur missir hrókinn í horninu og Þresti var ekki skotaskuld úr því að vinna úr yfirburðunum í báðum skákunum. Endatafl M-Chess í íjórðu skák- inni gegn Helga Áss Grétarssyni benti einnig th þess að forritið ætti sitthvað eftir ólært. Þessi staða kom fram og hafði M-Chess hvítt: Lesandinn ætti sjálfur að reyna að flnna út hvemig hvítur heldur jafntefh. M-Chess gerði einu mis- tökin sem hægt er að gera: 59. Kg4 Kg6 60. Kh4 h5 61. Kh3 Kg5 62. Kg3?? Rf5+ 63. Kh3 Rd6 Með því að laga stöðu riddarans lítillega, hefur svartur tryggt sér vinningsstöðu. 64. Kg3 h4 65. Kh3 Kh5 66. Kh2 Kg4 67. Kg2 h3+ 68. Kh2 Kh4 69. Kgl Kg3 70. c8=D Þessi kom Helga Áss á óvart en M-Chess th hróss, má segja að það var ekki lengi að reikna afbrigðið 70. Khl Re4 71. c8=D RÍ2+ 72. Kgl h2+ 73. Kflhl = D+ 74. Ke2Ddl + 75. Ke3 Dd3 mát! 70. - Rxc8 71. Kfl h2 72. Ke2 hl=D og Helgi Áss vann í fáum leikjum. Ævintýralegasta skák keppninn- ar var tefld á fyrsta borði í 2. um- ferð, þar sem M-Chess, 50 Mhz, og Þröstur Þórhahsson áttust við. Þresti tókst að véla drottninguna af forritinu en það var þó ekki á því aö gefast upp og náði hættuleg- um mótfæmm. Því tókst hins vegar ekki að halda næghega vel á spöð- unum og er það varð að gefa hrók fyrir frelsingja Þrastar á a-hnunni, var kominn fram einkennheg staða: Þröstur hafði drottningu en M-Chess biskup og fjögur peð! Sjálfsagt hefði Þröstur á góðum degi getað knúiö fram sigur en hann var í miklu tímahraki og fór of geyst í sakimar. Aður en hann vissi af, var tölvan búin að vekja upp drottningu! Þannig var staðan. M-Chess hafði hvítt og átti leik: Áfram tefldist á eldingarhraða: 49. h5 Kc7 50. g4 Dhl 51. Bf3 Dh2 + 52. Bg2 Kd6 53. Kf3 Ke6 54. Bfl Kf6 55. Bd3 Kg5 56. Bf5 Dhl+ 57. Kf2 Kh4? 58. h6! Dh2+ 59. Kf3 Kg5 60. h7 Dhl+ 61. Kg3 Dh4+ 62. Kf3 Kfl6 63. e4! Kg5 64. e5 Dh3 + 65. Ke4 Dg2 + 66. Kd3 Dh3+ 67. Kc4 Dhl 68. Kc5 Kf4 69. e6! Da8 70. e7 De8 71. h8=D! Dxh8 72. Bd7 Db8 73. e8=D og Þröst- ur gafst upp! Skákþing Reykja- víkur Eftir átta umferðir á skákþingi Reykjavíkur vom Lárus Jóhannes- son og Sævar Bjarnason efstir með 6,5 v. Láms vann Guðmund Gísla- son í áttundu umferð og Sævar lagði Júlíus Friðjónsson. I 3.-4. sæti vom Guðmundur Gíslason og Kristján Eðvarðsson með 6 v., Björgvin Víglundsson, Haukur Angantýsson og Sigurður Daði Sigfússon höfðu 5,5 v. og bið- skák, Heimir Ásgeirsson, Jóhann H. Sigurðsson og Bragi Þorfinns- son, sem aðeins er tíu ára gamall, höfðu 5,5 v. og deildu 8.-16. sæti. Hannes Hlífar Stefánsson hafði 5 v. og biðskák og með 5 v. komu Guðfríöur Lilja Grétarsdóttir, Arn- ar Gunnarsson, Júlíus Friðjóns- son, Dan Hansson, Ingvar Jóhann- esson og Sigurbjöm Bjömsson. Níunda umferð var tefld í gær- kvöldi, tíunda umferð hefst kl. 14 á morgun, sunndag, og ellefta og síö- asta umferð verður tefld í Faxafeni 12 á miðvikudagskvöld. JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.