Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1992, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1992, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1992. 43 Reykjavík fyrr og nú Æskuheimili Ólafs Thors Nú, þegar hundraö ár eru liðin frá fæðingu Ólafs Thors, er vel við hæfi að staldra við hjá Fríkirkju- vegi 11 - æskuheimili þessa dáða stjómmálaleiðtoga. Húsið er senni- lega glæsilegasta einbýlishús sem reist hefur verið á íslandi. Þá er Höfði ekki undanskilinn, því þó hann hafi verið stórt og reisulegt höfðingjasetur og fyllilega samboð- inn þeim Einari Benediktssyni, Reagan og Gorbtasjov, jafnast hann í engu á við Fríkirkjuveg 11 í glæsi- leik, íburði og einstaklega vönduð- um efnivið og frágangi á öllum sviðum. Ragnar í Smára lét einhvern tíma þau orö falla að athafnamaðurinn væri skáld, og framkvæmdimar skáldskapur hans. Því má þá ugg- laust bæta hér við að Korpúlfsstað- ir og Fríkirkjuvegur 11 eru einhver fegurstu ljóðin í ljóöabók íslenskra athafnamanna. Bæði þessi mann- virki eru augljós vitnisburður um athafnaþrá og óvenjumiklar gáfur og verksvit. Þau eru minnisvarði um stórhug, hugmyndaauðgi, smekkvísi, skipulagningu og fram- sýni eins manns sem skákar heilu hersveitunum af geldum embættis- mönnum og hrokafullum sérfræð- ingum nútímans. Athafnamaðurinn Thor Jensen Thor Jensen var fjörutiu og þriggja ára er hann hóf að reisa þetta hús yfir fjölskyldu sína árið 1907 en fullbyggt var það vorið 1908. Hann fæddist í Kaupmannahöfn en kom til íslands 1878. Thor hafði verið verslunarsveinn á Borðeyri, var verslunarstjóri í Borgarnesi þegar sonur hans, Ólafur, fæddist, var um skeið mesti sauðabóndi á Suðurlandi, stundaöi útgerð og verslun á Akranesi en missti þá aleiguna og varð gjaldþrota. Hann gerði stuttan stans í Hafn- arfirði en flutti til Reykjavíkur með tvær hendur tómar 1901 og tók þá aftur til við kaupmennsku af full- um krafti. Thor braut þá blað í verslunarsögu höfuðstaðarins, bauð vandaðri vöru og lægra verð en dönsku kaupmennirnir í Reykjavík höfðu komið sér saman um. Þá hóf hann fljótlega þilskipa- útgerð og varð nú brátt einn helsti athafnamaður bæjarins. Hann átti síðar eftir að stofna og reka um árabil með sonum sínum lang- stærsta útgerðarfyrirtæki lands- ins, reisa síldarverksmiðju, stunda búskap víða og reisa að Korpúlfs- stöðum fullkomnasta kúabú á Norðurlöndum. Lóð úr túni landlæknis Þegar Thor festi kaup á lóð undir húsið í túni Jónasar Jónassens landlæknis, á svonefndum Útsuð- Hús Thors Jensen við Fríkirkjuveg. - Mynd Magnúsar Ólafssonar. - Ljósmyndasafn Reykjavíkurborgar. urvelh, náði Fríkirkjuvegurinn að- eins suður að kirkjunni, en vík lá úr Tjöminni á móts við lóðina, yfir núverandi Fríkirkjuveg og inn í núverandi Hallargarö. Thor keypti víkina af bænum, lét sjálfur fylla hana upp og varð sjálfur að kosta framlengingu á Fríkirkjuvegi í suð- ur, auk þess sem hann lét hlaða grjótkamb meðfram Tjörninni. Tjarnargatan var hins vegar komin að vestanverðu og flest timburhús- in byggð sem þar standa enn. Thor teiknaði húsið sjálfur Thor, sem var sonur húsasmíða- meistara, hafði alla tíða yndi af húsbyggingum. Eftir að hafa ákveðið húsinu stað fór hann á Landsbókasafnið og sökkti sér niö- ur í bækur um byggingarlist. Hann valdi sér síðan grófa fyrirmynd sem hann svo breytti og útfærði. Loks fékk hann Einar Erlendsson húsasmíðameistara til að gera end- anlega uppdrætti en smiðinni stjórnaði Steingrímur Guðmunds- sonar húsasmiður. Þá sá Thor sjálf- ur um að panta allt efni í húsið sem valið var af kostgæfni enda hafði hann verið helsti timburinnflytj- andi hér á landi. Fyrsta hæð hússins eru 268 fer- metrar að grunnfleti en önnur hæðin 242 fermetrar. Að kjallaran- um undanskildum voru fimmtán herbergi í húsinu. Niöri var eld- húsið og sex herbergi, skrifstofa húsbóndans, dagstofa og vinnu- Ólafur Thors og bræður hans á tröppum æskuheimilisins - stækk- un úr gömlu myndinni. stofa húsfreyjunnar að austan- verðu en borðstofa, salur og Rauöa stofan að vestanverðu. Uppi voru átta svefnherbergi og lestrarstofa. Þá hafði Thor vínkjallara og þar var einnig billjardstofa. í húsinu var vatnslögn fyrir bæði heitt og kalt vatn sem þá voru óþekkt þægindi. Stór vatnsbrunn- ur var á bak við húsið og vatns- geymir í kjallaranum en vatnið leitt um rörin með þrýstidælu. Þá var rafmagn leitt í húsið frá ljósa- mótor. Frá öllum öðrum húsum á þess- um slóðum var skolpinu veitt í Tjörnina. En Thor tók slíkt ekki í mál. Hann lét grafa stóra rotþró bak við húsið sem tók viö skolpinu. Saga hússins Thor bjó með fjölskyldu sinni í húsinu til 1937 en flutti þá að Lága- felli í Mosfellssveit þar sem hann bjó til dauðadags 1947. Einn sona hans bjó síðan í húsinu ásamt fjöl- skyldu sinni um skeið en 1942 eign- uðust templarar það. Reykjavíkur- borg eignaðist Fríkirkjuveg 11 árið 1963 og hefur átt það síðan. Árið 1967 lá við að borgarstjóm fremdi eitt af sínum hrikalegustu fólskupörum í menningar- og skipulagsmálum (og er þá mikið sagt). Þá var undirritað samkomu- lag milli Reykjavíkurborgar og Seðlabankans um makaskipti á fasteignunum Fríkirkjuvegi 11 og Lækjargötu 4 og hugðist Seðla- bankinn þá reisa bankabyggingu í Hallargarðinum. Vegna eindreg- inna mótmæla góðra manna var þó horfið frá þessu ráðabmggi 1971 en bankinn fékk í sárabætur svæö- ið norðan við Arnarhólinn til að djöflast á. Æskulýðsráð var lengi til húsa að Fríkirjuvegi 11 og þar var tóm- stundaathvarf fyrir unglinga á sjö- unda og áttunda áratugnum. íþrótta- og tómstundaráð Reykja- víkurborgar og ferðamálanefnd borgarinnar nýta nú allt húsið sem skrifstofur og fundarsali. Húsið endurbætt Fríkirkjuvegur 11 var lengi í_ nokkuri niðumíðslu en fljótlega eftir að Seðlabankamenn urðu frá að hverfa var farið að huga að við- haldi og endurbótum á húsinu. Nú hefur um alllangt skeið verið unnið markvisst að endurbótum á húsinu undir stjórn Leifs Blumenstein byggingafræðings. Fer nú bráðlega að sjá fyrir endann á því markmiði að koma húsinu í sem nákvæmleg- ast upprunalegt horf. Lengst til vinstri á gömlu mynd- inni sér í annað glæsilegt einbýhs- hús, Næpuna, sem landshöfðingi lét reisa sér árið 1903. Upp af stóru svölunum sér í þakið á Laufásvegi 22, húsi þeirra Erlings Gíslasonar leikara og Brynju Benediktsdóttur leikstjóra. Þar sunnan við en ofar í holtinu sér svo á hús í byggingu sem hjálpar okkur að aldursgreina myndina. Þaö er Þingholtsstræti 33, hús Þorsteins Erlingssonar skálds sem byggt var 1911. Gamla myndin, sem hér birtist, var tekin af Magnúsi Ólafssyni ljós- myndara. Hún er varðveitt hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkurborg- ar á glerplötu sem er 24 x 30 cm. Ugglaust er þetta besta gamia myndin af húsinu sem völ er á. Auk þess er hún skemmtilegt dæmi um það hvað gamlar ljósmyndir kunna að geyma ef vel er að gáð. Þegar Eyjólfur Halldórsson, forstöðu- maður Ljósmyndasafnsins, valdi myndina fyrir DV, datt honum í hug að láta stækka upp þann hluta myndarinnar þar sem mennirnir standa á tröppunum. Og viti menn, í ljós kemur að það er enginn ann- ar en Ólafur Thors, þá nítján ára, sem stendur efst á pallinum. Neðar situr sennilega Haukur bróðir hans undir yngsta bróðurnum, Hilmari. Thor Jensen og ráðhús Reykjavíkur í hinu þráláta karpi um ráðhús við Tjömina var þeirri athyglis- verðu hugmynd hreyft nokkrum sinnum að réttast væri að gera hús Thors Jensen að ráðhúsi en að húsabaki eða jafnvel neðanjarðar og baka til mætti bæta við húsið skrifstofuálmum í stíl við aðalhús- ið sjálft. Ýmislegt bendir til þess að Davíð Oddsson hafi um nokkurt skeið verið hrifinn af þessari hugmynd þó hún næði ekki fram að ganga þegar upp var staöið. Minningu Thors Jensen hefði verið sýndur verðugur sónii með þessari tilhögun. Hún hefði orðið vitnisburður um sjálfstæði og menningarlega reisn Reykvíkinga. Þá hefði hús Thors Jensen við Tjörnina orðið okkur skemmtileg ábending um hvort tveggja í senn: að einstaklingar geta hugsaö stórt á eigin ábyrgð og yfirvöld geta far- ið sparlega með almannafé. Kjartan Gunnar Kjartansson A T A T?í~\OOT T IV /rrVOT7»T7»T T CD 717» ALAr O^^l 1 JVLO^-b LLLuJjÆ Lopi - band - bómullarpeysur - ullarpeysur - værðarvoðir - fínullarnærföt Opið daglega frá kl. 10.00-18.00, einnig sunnudaga. Sendum í póstkröfu, sími 91 -666303. ERT ÞÚ ÖRUGGLEGA ÁSKRIFANDI? EINN BÍLL Á MÁNUÐI í ÁSKRIFTAR- GETRAUN . . . OG SIMINN ER 63 27 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.