Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1992, Page 33
LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1992.
45
Trimm
f slandsmótið í þolfimi:
Allir geta verið með
- segir framkvæmdastjóri keppninnar
„íslandsmótið í þolfimi verður
haldið á Hótel íslandi sunnudaginn
8. mars næstkomandi. Það er mik-
iil áhugi á þessari grein hérlendis
og við erum bjartsýn á að þetta
gangi vel. Undirbúningurinn er
kominn á góðan skrið en ég vil sér-
staklega taka fram að það geta allir
verið með og hægt er að skrá sig
til leiks á velflestum líkamsræktar-
stöðvum," sagði Gunnlaugur Rögn-
valdsson, framkvæmdastjóri ís-
landsmótsins í þolfimi, í stuttu
spjalli við DV.
Eins og greint hefur verið frá hér
á trimmsíðu DV stendur fyrir dyr-
um íslandsmót í þolfimi og verður
frekari umfjöliun um keppnina á
næstu vikum en tafið er að um
6-7000 manns stundi þessa iðju hér-
lendis. Hér er um nýjung að ræða
en keppt verður í karla-, kvenna-
og paraflokki. Að sögn Gunnlaugs
verður einstaklingskeppninni
þannig háttað að alfir þátttakendur
verða á sviðinu í einu í 45 mínútur
sem er álíka og lengd eins þolfimi-
tíma. Síðan verða tólf valdir úr til
að gera skylduæfingar í átta mínút-
ur og loks verður fækkað niðin- í
átta þátttakendur. Þeir munu gera
eigin rútínu eða æfingar í tvær
mínútur og síðan verða krýndir
íslandsmeistarar. Í paraflokki
verður farið í gegnum tvö síðar-
töldu stigin.
Glæsileg verðlaun eru í boði fyrir
sigurvegarana í öllum flokkum en
.. .,----------------í þoKimi verður keppt í þremur flokkum, það er karla-, kvenna- og paraflokki. Það er þvi hæpiðað þessi æfing sjáist á sviðinu
á Hótel íslandi en þó er aldrei að vita. DV-myndir Brynjar Gauti
þar ber hæst aö þeir verða sendir
á heimsmeistaramótið í Japan sér
að kostnaðarlausu. Dómarar á
þessu fyrsta íslandsmóti í þolfimi
verða þrír, tveir erlendir og einn
innlendur. Samfara keppninni
þann 8. mars verða ýmsar uppá-
komur í gangi sem fjafiað verður
um síðar. Þeim sem hafa áhuga á
að vera með er bent á auglýsingu
hér á síðunni er lýtur aö skráning-
arstöðum. -GRS
Þolfimi snýst greinilega ekki bara
um að puða og púla.
Talið er að á milli 6000 og 7000 manns stundi þolfimi hérlendis og þar Sigurvegarar á íslandsmótinu í þolfimi verða sendir til þátttöku á heims-
á meðal er þessi unga snót sem hér gerir æfingu, sem trimmsíðan meistaramótinu í Japan sér að kostnaðarlausu.
veit ekki hvað heitir, af mikilli einbeitingu.
Nýtt á íslandi:
Sjálfsvamarlistin aikido
anna.
DV-myndir GVA
í Gallerí Sport í Mörkinni 8 í
Reykjavík gefst nú fólki tækifæri á
að læra sjálfsvamarlistina aikido.
Hér er um nýjung að ræða og aikido
bætist því í hóp austurlenskra
íþróttagreina sem þegar eru kenndar
hérlendis en auk áöumefndrar
greinar má nefna að staðurinn býður
upp á kennslu í t.d. júdó og karate.
Marteinn Þórðarson kennir aikido
og hann hefur tekið saman nokkra
punkta um þessa sjálfsvamarfist.
•Eðfi aikido er hringlaga hreyfingar
sem án undantekninga fylgja lögmál-
um náttúmnnar. Markmiðið með
þessum hreyfingum er að víkja und-
an áreitni í umhverfinu en ekki
streitast á móti. Aikido er nútíma
sjálfsvamarlist, þróuð út frá hefðum
og siðum samúræjanna en gmnd-
völluð af Morihei Usehiba. O-sensei,
eins og Usehiba var ætíð nefndur,
hafði þegar á unga aldri vald yfir
ýmsum sjálfsvamarkerfum og
þekkti leyndarmál þeirra. Á sínum
bestu árum tókst honum að þróa upp
jákvætt sjálfsvamarkerfi í anda frið-
ar er hann nefndi aikido.
Það sem vakti fyrir O-sensei var
að gera iðkendur sjálfsvamarlista
siðferðislega eða móralskt meðvitaða
rnn ofbeldi og hann sagði að í bar-
daga fyndust fjögur þroskastig.
Aikido er ekki tækni til að útrýma
óvini og kjarninn er, í örstuttu máfi,
friður og samræming. Aikido er að
grunngerð alls staðareins en mögu-
leikamir til aö tengja saman hreyfi-
mynstur em óendanlegir. Sá stíll,
sem mesta áherslan verður lögð á í
Gallerí Sport, heitir Hombo-Dojo.
-GRS
S U Z U K I
Skráningarstaðir:
Reykjavík: Suzuki bílar hf.,xGym
80, Stúdíó Jónínu og Ágpstu,
Ræktin og World Class.
Kópavogur: Alheimskraftur
Hafnarfjöröur: Hress
Keflavík: Líkamsrækt Önnu Leu
og Bróa,
Æfingastúdíó og Perlan
Akureyri: Dansstúdíó Alice
ísafjöröur: Studio Dan