Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1992, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1992, Qupperneq 46
LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1992. 58 Afmæli " r»v Matthías Guðmundsson Matthías Guðmundsson, fyrrv. ban- kaútibússtjóri Útvegsbankans á Akureyri, Þórunnarstræti 91, Akur- eyri, verður sjötugur á morgun. Starfsferiil Matthías fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræða- prófi í Reykjavík en stundaði síðar nám við bréfaskóla, íslenska og er- lenda og hefur sótt mikinn fjölda námskeiða, hér á landi og erlendis. Matthías hóf störf hjá Útvegs- banka íslands í Reykjavík 1938 og vann þar ýmis störf. Hann starfaði við útibú bankans á Siglufirði 1945-46 og við útibúið í Vestmanna- eyjum 1947. Þá var hann deildar- stjóri í innheimtudeild í nokkur ár, útibússtjóri á Seyðisfirði 1967-78 og útibússtjóri á Akureyri 1978-82 er hann fór á eftirlaun. Matthías hefur m.a. verið fram- kvæmdastjón.Akureyrardeildar Rauða kross íslands. Fjölskylda Matthías kvæntist 12.7.1947 Helgu Torfadóttur, f. 20.2.1926, fulltrúa á FMST. Hún er dóttir Torfa Tímot- eussonar, skipstjóra á Siglufirði, og Ásdísar Sigurgeirsdóttur húsmóð- ur. Böm Matthíasar og Helgu eru Guðmundur, f. 15.7.1948, stýrimað- ur á rækjutogara, búsettur í Nova Scotia, kvæntur Anne Matthíasson fasteignasala og er stjúpdóttir Guð- mundar Barbara; Torfi Rafn, f. 25.3. 1951, verslunarstjóri í Hagkaupi í Skeifunni, kvæntur Sunnevu Filippusdóttur, kennara við Öskju- hlíðarskóla, og em börn þeirra Helga, f. 1977, og Harpa, f. 1979; Ás- geir, f. 16.2.1954, verkfræðingur í Kópavogi, kvæntur Önnu Sigurðar- dóttur fóstru og er sonur þeirra Hlynur, f. 1975; Rósa, f. 7.11.1958, d. 2.6.1959; Amar, f. 19.11.1964, nemi við HÍ, og er sambýliskona hans Anna Kristín Arnardóttir, nemi viö KHÍ. Systkini Matthíasar: Þorsteinn, f. 13.5.1923, prentari í Los Angeles, kvæntur Margréti Jónasdóttur og eiga þau ijögur börn; Gunnar, f. 26.12.1924,forstjóri og eigandi flutn- ingafyrirtækisins GG, var kvæntur Sigríði Eiríksdóttur og áttu þau saman sex börn; Anna, f. 23.8.1926, skrifstofumaður hjá GG, var gift Ragnari Thorvaldsson og áttu þau saman þrjú börn; Pálína, f. 15.2.1928, kennari við Vogaskóla, ekkja eftir Sigurö Sigurgeirsson og áttu þau sex börn; Rósa, f. 25.3.1930, gift Bjarna Braga Jónssyni aðstoðar- seðlabankastjóra og eiga þau þijú börn. Hálfbræður Matthíasar; Aðal- steinn, f. 8.8.1893, fyrrv. afgreiðslu- maður hjá Olís, kvæntur Vilborgu Jónsdóttur og eiga þau fjögur böm, og Magnús, f. 13.8.1905, nú látinn, var þríkvæntur og eignaðist sex böm. Foreldrar Matthíasar voru Guð- mundur Matthíasson, f. 22.9.1874, d. 27.4.1949, verkstjóri og kaupmað- ur í Reykjavík, og Sigurrós Þor- steinsdóttir, f. 15.7.1896, d. 11.7.1971, húsmóðir. Ætt Guðmundur var sonur Matthías- ar, sjómanns í Litla-Landi við Lind- argötu í Reykjavík, Péturssonar, ættaður af Álftanesi. Móðir Guð- mundar var Guðrún Sigurðardóttir frá Háleggsstöðum. Sigurrós var dóttir Þorsteins, Horni í Austur-Skaftafellssýslu, bróður Katrínar, fóðurömmu Lúð- víks Jósepssonar, fyrrv. ráðherra. Þorsteinn var sonur Þorsteins, b. á Felli, bróður Auðbjargar á Brunn- um, langömmu meistara Þórbergs og Gunnars Benediktssonar rithöf- undar, Svavars Guðnasonar list- málara og Steins Stefánssonar, Matthias Guðmundsson. skólastjóra á Seyöisfirði. Þorsteinn á Felh var sonur Sigurðar, b. að Kálfafelli og á Reynivöllum í Suður- sveit, þar sem afkomendur hans búa enn, Arasonar. Móðir Þorsteins á Felh var Guðný Þorsteinsdóttir. Móðir Þorsteins Þorsteinssonar var Lovísa Jónsdóttir. Móðir Sigurrósar var Halldóra, systir Stefáns, afa Stefáns Jónssonar, rithöfundar og alþingismanns. Hahdóra var dóttir Jóns, b. á Hvalnesi í Lóni, Stefáns- sonar. Til hamingju með afmælið 1. febrúar Svava Guðmundsdóttir, Hátúni 10, Reykjavík. 70ára Jóhanna Gunnarsdóttir, Bólstaðarhlið 58, Reykjavik. Húneraðheiman. Margrét Theódórsdóttir, Norðurgötu 7, Siglufirði. Steingerður Theódórsdóttlr, Aðalbraut 19, Raufarhöfn. Jóhann Sigurjónsson, Bjarkargötu 8, Patreksfirði. Gústaf Jónasson, Heiðarbrún 1, Hveragerði. Fjóla Guðbrandsdóttir, Brennihhð 7, Sauðárkróki. Matthildur Jóhannsdóttir, Mariubakka 26, Reykjavík. Jóhann Guðmundsson, Núpabakka 19, Reykjavik. Sigurður Guðmundsson, Markarvegi 1, Reykjavík, ÞórGunnarsson, 60 ára Lára Hansdóttir, Reykjahlíð8, Reykjavik. Páii Sæmundsson, Bergþórugötu 11, Reykjavík. Árni S. Norðijörð, Grxmdarlandi 20, Reykjavík. Sigvaidi Jóhannesson, Tungufelh v/Suðurlandsbr., Reykjavík. Jakobina Ingadóttir, Hrauntungu 103, Kópavogi. Nesvegi48, Reykjavík. Svava Sigurbjörg Hjaltadóttir, Seilugranda 8, Reykjavík. Ingibjörg Pálsdóttir, Álftalandi 9, Reykjavik. Hrönn Sigurðardóttir, Álfaskeiöi 98, Hafnarfirði. Guðmundur B. Magnússon, Kvíabala3, Kaldrananeshreppi. Stephen Paul Jones, Þórunnarstræti 93, Ákureyri. Ásta Sigríður Sigtryggsdóttix, Huldubraut 17, Kópavogi, Amgunnur Atladóttir, Kríuhólum 4, Reykjavik. Hrafnhiidur Gunnlaugsdóttir, Bergstaðastræti 49, Reykjavík. Kantarnir brjótast um buxnabrúnina og varna leka LIBRESSE PLUS MEÐ HLÍFUM GAGNVART LEKA 3 Libresse plus verður hluti af buxunum Ragnhildur Þorgeirsdóttir Ragnhildur Þorgeirsdóttir, Álfa- skeiði 49, Hafnarfirði, er sjötug í dag. Starfsferill Ragnhhdur er fædd að Króki í Grafningi í Árnessýslu og ólst þar upp fyrstu fjögur árin en eftir það að Háteigi í Garðahverfi við Hafnar- fjörð. Ragnlúldur hefur unnið ýmis störf en var starfsmaður Bókasafns Hafnarfiarðar síöustu 16 árin. Ragnhildur hefur tekið töluverð- an þátt í félagsstarfi. Hún var virk í starfi Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar í Hafnarfirði og var ritari þess 1955-57 og 1969-73. Ragnhildur hefur verið í búsett í Hafnarfirði allan sinn búskap. Fjölskylda Ragnhildur giftist 1.2.1947 Sæ- mundi Breiðfiörð Helgasyni, f. 23.10. 1916, vélstjóra. Foreldrar hans voru Helgi Kristján Guðmundsson bóndi og Steinunn Helga Guömundsdóttir húsfreyja en þau bjuggu að Svína- nesi í A-Baröarstrandarsýslu. Synir Ragnhildar og Sæmundar: Þorgeir, f. 20.11.1947, húsgagna- smíðameistari, maki Margréti Guð- mundsdóttir sjúkraliði, þau eiga þijár dætur, Ragnhildi Önnu, Báru Kristínu og Höllu Eyberg; Helgi, f. 14.2.1951, prentari, maki Guðbjörg Harðardóttir, húsmóðir með meiru, þau eiga þrjú börn, Hörö Guðna, Sæmund Breiðfiörð og Evu Dögg. Ragnhildur og Sæmundur eiga tvö bamabamabörn. Ragnhhdur á einn bróöur á lífi, Magnús vélstjóra, maki Ingibjörg Þorleifsdóttir húsmóðir. Þgu eru búsett á Akranesi og eiga fimm syni. Foreldrar Ragnhildar voru Þor- Ragnhildur Þorgeirsdóttir. geir Þórðarson bóndi.f. 12.5.1891, d. 16.5.1971, og AnnaMagnúsdóttir, f. 12.8.1892, d. 28.1.1988, húsfreyja, en þau bjuggu að Háteigi í Garða- hverfi og í Hafnarfirði. Ragnhildur er að heiman. Gunnar Sigurdsson Gunnar Sigurðsson, fyrrv. vara- slökkvihðsstjóri, Álfheimum 27, Reykjavík, sem nú dvelur að Reykjalundi í Mosfellsbæ, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Gunnar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk prófi frá Iðnskólanum 1937, stundaöi nám í járnsmíði hjá Magnúsi Jónssyni og lauk sveinsprófi í rennismíði 1939 en meistarabréf í þeirri iðngrein öölaðist hann 1942. Þá lauk hann vélsfióraprófi frá Vélskóla íslands 1941 og stundaði nám í Brand- instruktor við Civilforsvarets Tekn- iske Skole í Tinglev í Danmörku og lauk þaðan námi 1966. Gimnar starfaði í vélsmiðjunni Kih, Hamri og Héðni á meðan á námi stóð. Hann var formaður UMF Aftureldingar í Mosfehssveit 1953-55 og 1958 og varaformaður UMSK1954-59. Þá sat hann í stjórn Starfsmannafélags Reykjavíkur 1955-59, í stjórn ÍR1942 og 1943 og var formaður ÍR1965-72. Fjölskylda Gunnarkvæntist20.6.1945 Ragn- hildi Guðmundsdóttur, f. 10.8.1919, d. 26.11.1984, húsmóður. Synir Gunnars og Ragnhiidar eru Guðmundur, f. 1948, garðyrkjub. á Flúðum, kvæntur Helgu Guðnýju Hahdórsdóttur kennara og eiga þau þijú böm, Stefán Ara, f. 1975, Ragn- hildi, f. 1979, og Sigrúnu, f. 1985; Sig- urður Ágúst, f. 1953, forstjóri Happ- drættis DAS, kvæntur Guðrúnu Björk Bjömsdóttur læknaritara og eiga þau þijár dætur, írisi Björk, f. 1974, Ragnhildi, f. 1976, og Birnu Sif, f. 1983. Systkini Gunnars eru Sigurgísli, f. 1923, húsgagnaarkitekt og eftirhts- maöur hjá Grunnskólum Reykja- víkur, kvæntur Eddu Vikar Guð- mundsdóttur og eru börn þeirra Guðmundur Vikar læknir, Hilmar, fyrrv. landsliðsmaður í handknatt- leik; Hjördís arkitekt og Sjöfn mat- vælafræðingur; Bára, f. 1930, hús- móðir, gift Reyni Þórðarsyni bygg- ingameistara og eru börn þeirra Sig- urður byggingameistari, Þórunn, fulltrúi hjá Flugleiðum, og Hafdís fóstra. Foreldrar Gunnars voru Sigurður Ágúst Guðmundsson, f. 1883, d. 1950, skipstjóri í Reykjavík, og Gíshna Sigurðardóttir, f. 1891, d. 1990. Ætt Sigurður Ágúst var sonur Guð- mundar yngra, sjómanns og öku- manns í Reykjavík, Jónssonar, b. á Hóh í Grindavík, Jónssonar. Móðir Guömundar var Elín Guðmunds- dóttir. Móðir Sigurðar Ágústs var Guörún Jónsdóttir, b. á Þórodds- stöðum í Sandgerði, Þórðarsonar, í Meðalholti í Flóa, bróður Ögmund- ar, langafa Errós. Þórður var einnig bróðir Guðrúnar, móður Salvarar, langömmu Bjöms Th. Bjömssonar hstfræðings en bróðir Salvarar var Þorkeh í Helgadal, afi Beneditks Kristjánssonar, hestamanns og íþróttamanns á Reykjum í Mos- fehsbæ. Þórður var sonur Þorkels, b. á Heiðarbæ í Þingvahasveit, Loftssonar, b. á Heiðarbæ, Þóróifs- sonar. Móðir Þórðar var Salvör, systir Salbjargar, langömmu Tóm- Gunnar Sigurðsson. asar Guömundssonar skálds. Salvör var dóttir Ögmundar, b. á Hrafn- kelsstöðum, Jónssonar, b. þar, Jóns- sonar, b. á Stóra-Núpi, Magnússon- ar í Bræðratungu og Þórdísar Jóns- dóttur, Snæfríðar íslandssólar. Gíslína var dóttir Sigurðar, sjó- manns á Helgastöðum í Reykjavík, Jónssonar, b. á Hofi á Kjalarnesi, Runólfssonar, b. á Ketilsstöðum, Magnússonar, b. á Bakkaj Hall- grímssonar, sálmaskálds ogprests að Saurbæ á Hvalfiarðarströnd, Pét- urssonar. Móðir Jóns á Hofi var Sig- ríður Ólafsdóttir. Móðir Sigurðar á Hofi var Ástríður Sigurðardóttir, b. á Hofi, Þórólfssonar og Margrétar Loftsdóttur. Gunnar tekur á móti gestum á af- mælisdaginn í Oddfehowshúsinu í Vonarstræti frá klukkan 15.00- 18.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.