Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1992, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1992, Side 52
LOKI Er ekki nóg að Markús fari í gönguferðir um miðbæinn? LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1992. Guðmundur J.: Forkastanleg framkoma * bankannaí vaxtamálum „Framkoma bankanna í vaxtamál- unum er hreint út sagt forkastanleg. Þeir eru aö tala um 0,5 til 1,0 prósent vaxtalækkun þegar augljóst er að raunvextir þurfa aö fara niður í 6 til 7 prósent og nafnvextir í 11 prósent. Meö þessari framkomu eru stjóm- endur bankanna að leiða yfir okkur gengislækkun. Fyrirtækin, sem segj- ast ekki geta greitt krónu í kaup- hækkun, verða að sæta þessum ok- urvöxtum sem bankamir halda uppi. Það getur ekki endað nema með ' W gengislækkun og veldur því pati sem nú er hjá stjómendum fyrirtækja. Meðan bankamir komast upp með þessa háu vexti er allt í voða. Eg segi alveg eins og er: ég óttast að þessi framkoma bankanna setji yfirstand- andi kjarasamninga í alvarlega hættu. Þetta gæti allt spmngið í loft upp hjá okkur,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dags- brúnar og stjórnarmaður í VMSI, í samtali við DV í gær. Guðmundur sagði að það væri mik- ^ il reiði ríkjandi hjá aðilum vinnu- markaðarins vegna framkomu bank- anna. Menn hefðu gert allt sem þeir gátu til að fá vexti lækkaða. Það væri forsenda þess að hægt væri að ljúka kjarasamningum að þessu sinni. Og aðilar vinnumarkaðarins hefðu búist við miklu meiri, raunar umtalsverðri vaxtalækkun að þessu sinni. Sú von hefði nú bmgðist. Hann sagði að strax í byijun næstu viku mætti búast við að kjarasamn- ingaviðræður hæfust fyrir alvöru en hann sagðist jafnframt óttast að við- ræðumar færa út um þúfur vegna vaxtanna. -S.dór -sjáeinnigbls.4 ORYGGISSIMINN Vandað og viðurkennt öryggistæki tyrir þig og þó sem þér þykir vænt um Sala - Leiga - Þjónusta ®.91*29399 Y+Jr Allan sólarhringinn Oryggisþjónusta ¥ARI síðan 1 969 Veðrið á sunnudag og mánudag: Kuldi og sums staðar él Á sunnudag em horfur á norðvestan- og vestanátt og kulda. É1 verða um vestan- og norðvestanvert landið en annars stað- ar þurrt. Kaldast verður á Vestfjörðum, 6 stiga frost. Á mánudag verður hæg, breytileg átt og víðast þurrt. Fremur kalt verður í veðri, kaldast á Norður- og Norðausturlandi. gjöldum af mótorhjólum. Allir félagsmenn, um 300 talsins, hafa sagt upp tryggingum sínum hjá tryggingafélögunum í mótmælaskyni. Fremst á myndinni sjást fulltrúar í trygginganefnd Sniglanna, Jón Páll Vilhelmsson, Haukur Helga- son, Þorsteinn Marel Júlíusson, Þórður G. Sigfríðsson og Sonja Viktorsdóttir. - Sjá nánar á bls 4. DV-mynd GVA Sprenging 1 Súlunni E A: Sáum fyrst ekk- ert fyrír reyk - vélstjóri brenndist „Við vorum að kasta og ætluðum að fara að draga nótina þegar það varð sprenging í vélinni. Það sprungu tveir skoiloftsblásarar. Ég var úti. Það kom bara hvellur og það drapst á vélinni. Síðan fylltist allt af reyk inni og við sáum ekki neitt fyrst,“ sagði Kristinn Snæbjömsson, stýrimaður á loðnuskipinu Súlunni EÁ 300, í samtali við DV í gær. Varðskip kom með Súluna í togi til Norðfjarðar í gærkvöldi eftir að skip- ið varð vélarvana við Lónsbugt í fyrrinótt. „Vélstjórinn kom fljótlega upp sjálfur. Hann var að fara niður þegar vélin fór á yfirsnúning. Þegar drashð sprakk var hann að fara yfir vélina. Hann brenndist á hægri handlegg upp að öxl, í andliti og hár- ið sviðnaði. En það var ekki alvar- legt,“ sagði Kristinn. Varðskipsmenn gerðu að sárum mannsins sem brenndist. Gert er ráð fyrir að um tvo sólarhringa taki að gera við vélina. -ÓTT Laun lögreqlumanna lækka um 20 milljónir Starfsemi lögreglunnar i Reykja- vík verður skorin niöur um sextfu milljónir króna á yfirstandandi fjárlagaári. Lögregian mun hafa um 880 milljónir króna til ráðstöf- unar. Að sögn lögreglusfjóra mun niðurskurðurinn mest bitna á yfir- vinnu og mun aö því leyti hafa launalækkun lögreglumanna í fór með sér. Fastráönum veröur ekki sagt upp en ráðningar í afleysingar skomar niður um meira en helm- ing. Um þriðjungur niðurskuröar- ins felst í minni flárfestingum. „Þegar írumvarpið var sett upp var gert ráð fyrir 58 milljón króna niðurskurði á launaliðum en 2 milljónum á öömmgjöldum," sagði Böðvar Bragason iögreglustjóri við ÐV. „Ég vil nálgast þetta öðmvísi og skera niður önnur gjöld vera- lega - meira heldur en þarna er talað um. Hér era almenn rekstrar- gjöld um 200 milljónir á ári og fjár- festingar áætlaðar 25 mílljónir í bíla og tæki. Af þessum200 milljón- um vil ég mjög gjarnan skera niður um 20 milljónir en afgangurinn verði af launahðum. Við getum sagt að hátt í 20 millj- ónir muni sparast vegna yfirvinnu. En sumarafleysingar munu minnka um mcira um helming - þaö gefur hugsanlega eitthvað á bilinu 15-20 milljónir. Með þessu móti tel ég einhvern möguleika á að framkvæma þetta.“ - Hvernig kemur þetta niður á þjónustu við stofnanir og borgara? „Það segir sig sjálft að lögreglan:; : í Reykjavík verður öðnivísi eftir að niðurskurði af þessu tagi er beitt,“ sagði Böðvar. Tveir fjölmennir fundir hafa ver- ið haldnir á lögreglustöðinni i Reykjavík þar sem tölur um sparn- að vora kynntar í grófmn dráttum. -ÓTT Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjóm - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 63 27 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.