Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1992, Qupperneq 4
4
FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1992.
Fréttir________________________________________
Ördeyðan á VestQarðamiðmn:
Ovenjulega hár sjávar-
hiti orsök að hluta
- segir Guðjón A. Kristjánsson, skipstjóri á Páli Pálssyni ÍS
„Það er vissulega rétt að ástandið
hefur ekki verið gott á Vestfjarða-
miðum að undanfömu. Hinu er ég
ekki sammála að ekki sé nóg af fiski
að vaxa upp á miðunum. Hér er svo
mikið af smáfiski að um og upp úr
síðustu helgi urðu skyndilokanir
hólfa svo miklar hér að segja má að
Vestfjarðamið séu lokuð um þessar
mundir, allt frá Djúpál og vestur fyr-
ir Strandagmnn. Þetta gerðist um
leið og kaldi sjórinn kom upp í síð-
ustu viku. Þá kom smáfiskurinn
með. Hér er um að ræða eins og
tveggja ára gamlan fisk. Ég skal játa
að þótt maður megi ekki veiða þetta
var maður feginn að sjá allt þetta
magn í mælitækjunum," sagði Guð-
jón A. Kristjánsson skipstjóri þegar
DV ræddi við hann í gær þar sem
hann var um borð í skipi sínu, Páli
Pálssyni.
Guðjón sagöi það rétt að lítið væri
af fjögurra til sex ára fiski sem ætti
að vera uppistaðan í aflanum. Hann
sagöi að minna væri af honum nú
en undanfarin ár.
„Hinu mega menn ekki gleyma í
þessu sambandi að hitastig sjávar
hér á Vestfjarðamiöum er langt frá
því að vera eölilegt. Hér er sjór fjög-
urra til fimm gráöa heitur nú í byrj-
un febrúar. I venjulegu árferði er
hann frá núlli og upp í tveggja gráða
heitur í janúar og febrúar. Sjórinn
var kominn niður í eölilegt hitastig
í desember en síðan gerði þráláta
suðvestanátt í janúar og sjór fór
hlýnandi í stað þess að kólna. Þegar
sjór kólnar þjappast fiskurinn saman
en það gerðist auðvitaö ekki. Þaö sem
aftur gerðist um síöustu helgi var að
upp kom hafís og köld sjótunga og
um leið þjappaðist fiskurinn saman.
Fyrst í stað var nokkurt fiskirí en
síðan var hólfunum lokaö eins og ég
sagði áðan vegna þess hve mikill
smáfiskur var í aflanum," sagði Guð-
jón.
Hann sagðist ekki búast við neinu
kraftfiskiríi á næstunni en benti á
að afli línubáta í köntunum fyrir
vestan land hefði verið mjög góður,
og þaö af stórum fiski. Það benti til
þess að slíkur fiskur væri til ennþá,
enda þótt togaramir hefðu ekki náð
honum enda færi aldrei saman góð
veiði á línu og í troll.
„Ég er því alls ekki svo svartsýnn
en ég veit að við förum ekki að fiska
neitt af ráði í trollið hér fyrir vestan
fyrr en loðan kemur og þorskurinn
á eftir,“ sagöi Guðjón A. Kristjáns-
son. -S.dór
Sameining Landakotsspítala og Borgarspitala:
Höngum ekki yf ir þessu
f ram yf ir mánaðamót
- segir framkvæmdastjóri Landakotsspítala
Fulltrúar Landakotsspítala og
Borgarspítalans funda nær daglega
til að ræða sameiningu spítalanna.
Gert er ráð fyrir að ríkið komi inn í
viðræðumar á næstu dögum. Fýrir
liggur samþykki St. Jósefssystra fyr-
ir sameiningu en ekki er aö vænta
endanlegrar afstöðu af þeirra hálfu
fyrr en endanleg samningsdrög liggja
fyrir. Búist er við niðurstöðu úr þess-
um viðræðum á næstu dögum.
Eins og DV greindi frá í gær leggj-
ast St. Jósefssystur alfarið gegn því
að Landakotsspítali verði gerður að
hjúkrunarstofnun fyrir aldraða, eða
elliheimili eins og þær kalla það.
Vilja þær að spítalinn verði rekinn
með því sem næst óbreyttu sniði. Af
hálfu heilbrigisráðherra hefur hins
vegar komið fram sá vilji að fjölga
öldmðum hjúkrunarsjúkhngum til
muna á spítalanum.
Að sögn Loga Guöbrandssonar,
framkvæmdastjóra Landakotsspít-
ala, miöa viðræðumar við Borgar-
spítalann að framtíðarlausn en
snerta að litlu leyti núverandi rekstr-
arerfiðleika á spítalanum. Hann seg-
ir samningamenn sína hafa fulit
umþoð yfirstjómar spítalans til þess-
ara viðræöna. Aöspurður vildi hann
ekki greina frá gangi viðræðnanna.
„i dag em það spítalamir sem em
í beinum viðræðum og væntanlega
em menn í ráðuneytinu að undirbúa
þátttöku í þeim. Markmiðið er að
semja um sameingu spítalanna. Það
er hins vegar ekki sjálfgefið að það
takist. Ég get til dæmis ekki ímyndað
mér að við höngum yfir þessu fram
yfir mánaðamót. Verði ekki komin
niðurstaða fyrir þann tíma hljóta
viðræðumar aö vera komnar í
strand.“ -kaa
Loðnu landað úr Guðmundi Ólafi frá Ólafsfirði á Eskifirði.
Sameining sjúkrahúsa:
Lykillinn
aðlausn
í hendi
systranna
„Viö erum ekki komnir að leið-
arenda í þessum viðræðum.
Núna erum viö að skoða ýmsar
skuldbindingar sem hvíla á
hvoru sjúkrahúsinu um sig.
Einnig erum við að ræða mis-
munandi félagsform. Þessir fund-
ir standa enn yfir og þeim er alls
ekkert lokiö. Það er hins vegar
brýnt að niðurstaða fáist í þessi
mál,“ segir Jóhannes Pálmason,
framkvæmdastjóri Borgarspítal-
ans, um viöræður sem nú standa
yfir milli stjómenda Borgarspít-
alans og Landakotsspítala um
sameiningu þessara stofnana.
Jóhannes segir aö í viðræðun-
um sé unnið út frá skýrslu sem
starfshópur skilaði fýrir jól. í
henni er meðal annars gert ráö
fyrir að Landakotsspítali taki í
auknum mæli að sér aldraða
hjúkrunarsjúkhnga. En er þetta
raunhæf forsenda að mati Jó-
hannesar í ljósi þess aö st. Jósefs-
systur leggjast gegn því að gera
Landakotsspítala að elliheimih?
„Þetta er forsenda sem við
-vinnum út frá. í skýrslunni er
gert ráö fyrir samkomulagi sem
viö gerum ráö fyrir að gildi í
framtíöinni. Systurnar hafa lykil-
inn aö lausn málsins í hendi sér.
Þær verða að samþykkja breyt-
inguna. Þessi niðurstaða hggur
fyrir og henni hefur ekki verið
breytt ennþá. Þetta eru íorsendur
sem unniö er út ffá.“
Jóhannes segir aö í fjárlögum
sé gert ráð fýrir að veita 195 millj-
ónir til Borgarspítalans í stofn-
framkvæmdir verði aö samein-
ingu. Aö auki sé gert ráð fýrir
tæplega 100 núHjónum til að
standa straum af flutningi verk-
efna milli sjúkrahúsanna i kjölfar
sameiningar.
„Við viljum fá þetta mál af-
greitt eins fljótt og kostur er. Það
gengur ekki, hvorki fyrir okkur
né Landakotsspítala, að vera í
einhverri óvissu,“ segir Jóhann-
es.
-kaa
í dag mælir Dagfari
Þú tryggir ekki effir á
Fræg eru þau ummæh sem höfð
eru eftir Sigurði Bemdsen að það
þurfi stálheiðarlegt fólk til að
kveikja í. Stundum hefur verið
snúiö út úr þessum orðum Sigurð-
ar og jafnvel eru sumir sem ahs
ekki skilja inntak þeirra. Halda að
í þeim fehst þversögn. En Siggi
Bemdsen hafði rétt fyrir sér í þessu
sem öðm, enda hefur það marg-
komið i ljós að þegar kveikt hefur
verið í húsum og öðrum verðmæt-
um hefur það hvað eftir annað
komist upp, vegna þess að ekki
hefur vcrið hægt að treysta þeim
sem tóku að sér íkveikjuna.
Bmninn í Klúbbnum nú í vik-
unni sannar þessa kenningu. Lög-
reglan heldur þvi fram að þar hafi
verið um íkveikju aö ræða og
hneppt eiganda innbúsins i gæslu-
varðhald. Bent er á að eldur hafi
verið laus á mörgum stöðum í hús-
inu samtímis og ahar kringum-
stæður gefi tilefni th að halda aö
kveikt hafi veriö í góssinu. Ef þessi
kenning reynist rétt og fæst sönnuö
er það vegna þess að sá sem kveikti
í reyndist ekki nógu varkár eöa
grandvar maður. Það kemst upp
um hann. Það er einmitt þetta sem
Bemdsen átti við. Menn verða að
geta treyst því að íkveikjan fari
þannig fram að enga tortryggni
veki og engin verksummerki gefi
til kynna annað en að eldur hafi
orðið laus fyrir slysni.
Nú er það að vísu svo að sá sem
situr í varðhaldinu er sami maður-
inn og tahnn er eigandi að innbú-
inu sem brann. Ef kenning lögregl-
unnar reynist rétt getur eigandinn
sjálfum sér um kennt að hafa eklci
fengið sér betri og vanari mann th
að ganga í þetta verk. Eigandinn
hefur bmgöist sjálfum sér. Hann
hefur ekki haft aðgang að nógu
heiðarlegum manni og tahð að
hann gæti treyst sjálfum sér. Slíkt
á maður aldrei aö gera. Sérstaklega
ef maður hefur aldrei kveikt í áö-
ur. íkveikjur era vandaverk, sem
krefjast vandvirkni og heiðarleika.
Annars hggur það alls ekki fyrir
að um íkveikju hafi veriö að ræða.
Það er ennþá hugarfóstur eitt. Eig-
andinn er sakaður um að hafa tek-
iö tryggingu rétt áöur en kviknaði
í Kiúbbnum. En það getur líka ver-
iö thvUjun ein og mikh mhdi að
tryggingarfélagið skyldi hafa sam-
þykkt trygginguna rétt áður en eld-
ur var laus í húsinu. Bruninn gat
eiginlega ekki beðið miklu lengur
og eigandinn var búinn að ganga
hart fram í þvi að innbúiö yrði
tryggt og það vora seinustu forvöð.
Bruninn rétt slapp fyrir hom og
það er ekki vandamál eigandans
heldur tryggingarfélagsins að láta
plata sig til að taka innbúið í trygg-
ingu áður en kviknar í. Trygging-
arfélög geta sjálfum sér um kennt
að fahast á tryggingar rétt áður en
eldsvoðamir bresta á.
Það er auövitað hlt th þess að
vita aö menn geti ekki átt innbú í
friði og tryggt í friði og horft á eign-
ir sínar fuðra upp í friði öðravísi
en eiga það á hættu að vera stung-
ið inn og sakaðir um að hafa kveikt
í hjá sjálfum sér. Það getur vel ver-
ið að aht hafi verið á hausnum í
bihjardinum í Klúbbnum og eldur-
inn hafi bjargað því sem bjargað
varð, en eigandinn veit að maður
tryggir ekki eftir á og hann hafði
rænu á því aö eiga fyrir iðgjaldinu
og það er ekki honum að kenna
þótt eldurinn hafi brotist út með
þeim óhepphega hætti að rannsókn
bendi th íkveikju. Menn geta ekki
staðið yfir branarústum og stjóm-
að eldinum. Annaðhvort era menn
búnir að kveikja í og forða sér áður
en branahðið kemur eða maður er
búinn að tryggja sig fyrir annarra
manna íkveikjum í trausti þess að
stálheiðarlegir menn sjái um að
eldurinn komi ekki upp um þá.
Langlíklegast er að eigandi inn-
búsins í Klúbbnum hafi séö brun-
ann fyrir. Hann hafi lagt sig fram
um það að fá brunatryggingu og
það mátti ekki á mhh sjá hvort
tryggingin næðist. Enda var það
eins og við manninn mælt, að loks-
ins þegar tryggingin fékkst braust
út eldur í húsinu. Þetta stóðst aht
á endum. íslendingar era glöggir á
eldsvoða, sérstaklega þeir sem eiga
aht sitt undir því að eldur brjótist
út. Það eina sem ber að varast er
að eldurinn breiðist þannig út aö
tryggingamar og lögreglan fari aö
fetta fingur út í góðan og heiðarleg-
an bruna. Þess vegna þurfa stál-
heiðarlegir menn að vera annars
vegar, eins og Siggi Bemdsen var
fyrir löngu búinn að finna út. Það
tryggir enginn eftir á.
Dagfari