Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1992, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1992, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1992. 9 Fjölmennatil Þórshafnarog krefjast nedan- sjáwarganga ]ens Dalsgaaid, DV, Faereyjtun; íbúar Vogeyjar í Færeyjum virðast vera þeir einu sem styðja gerð neðansjávarganganna undir sundið til Straumeyjar. Göngin myndu þó auövelda öðrum eyja- skeggjum að komast á flugvölinn í Vogum en á móti kemur að göngin eru dýr. íbúar Vogeyjar fóru í vikunni til Þórshafnar til að krefjast þess aö haldið veröi áfrm við lagningu ganganna en vinna viö þau hefur legið niðri um tíma. Skoöana- kannanir sýna á sama ííma að 84% Færeyinga eru á móti göngunum. Sendufólki staðfestinguá eyðnismiti „Okkur þykir leitt að verða aö tilkynna yöur þetta en niðurstaö- an úr eyðniprófinu er komin. Þér hafið smitast af eyðni," sagði i kurteislegu bréfi sem íbúar á Rhode Island fengu á dögunum. Margir brugðust að vonum ókvæöa viö en aðrir notuðu tæki- færið til að gera erfðaskrá áður en þeir lögöust fyrir og biðu dauð- ans. Síðar kom í ljós að bréfið var frá samtökum sem safna fé fyrir eyðnisjúka. Samtökín hafa nú beðist afsökunar á uppátækinu og viðurkennt að það hafi verið ósmekklegt. Eyðnisjúklingi meðáhugaá smástrákum sleppt lausum Dómari í Philadelphiu í Banda- ríkjunum hefur ákveöið að lækka íjárhæðina sem eyðnisjúklingur- inn Edward Savitz þarf að leggja fram til að fá lausn úr fangelsi meðan réttað er í máli hans. Þetta gerir það að verkum að Savitz getur keypt sig lausan. Hann er grunaður um að hafa tælt hundruð ungra dregja til samræðis við sig og smitað fjölda þeirra með eyðni. Savitz er auð- ugur iðnjöfur og er auk áreitni við drengina grunaður um að hafa rekið barnavændi. Lögmanni með óreimaðaskó vísaðúrdómi Héraðsdómari í Wales vísaði lögmanni úr réttarsalnum í gær fyrir að koma til dóms á óreimuð- um skóm. Lögmaðurinn hefur mótmælt þessu athæfi og sagt að hann hafi veriö niðurlægður. Dómarinn situr þó fast við sinn keip og segist ekki ætla að liöa Iögmönnum að koma eins og flækingar S réttarsalinn. Sviarfóruíráns- ferðirtil Noregs aðnæturiagi Lögreglan í Þrándheimi í Nor- egi heldur því fram að hópur S vía hafi á síðasta ári komið tfi Noregs að næturlagi og rænt heimili Norðmanna meðan þeir sváfú, Eför því sem best er vitað fengu 28 íbúar Þrándheims og ná- grannabæja slíkar heimsóknir á síðasia ári. Verðmæti þess sem stolið var er taliö fast að 40 millj- ónum íslenskra króna. Koutor og NTB Utlönd Winnie Mandela veldur manni sínrnn verulegum erfiöleikum: Lét myrða fólk í geðveikiköstum - rannsókn hafin á morði á lækni sem vissi um framferði hennar „Ég ert sannfærð um að Winnie er geðveik. Þegar hún bragðar áfengi tryllist hún og þá hefur komið fyrir að hún hefur kallað á árásarmenn sína og fyrirskipað þeim að myrða einhvem. Á eftir er hún full iðrun- ar,“ segir Xohswa Falati, kona sem um árabil var náin vinkona Winniar Mandela, eiginkonu Nelsons Mand- ela, helsta leiðtoga blökkumanna í Suður-Afríku. Frásögn Falati af framferði Winnie er helsta ástæðan fyrir því að nú er mjög þrengt að Mandela-hjónunum og er jafnvel talið að þau muni skilja áður en langt um líður. Winnie bíður dóms vegna aðildar að morði á fjór- tán ára dreng fyrir fjórum árum. Liðsmenn úr sveitum hennar hafa þegar verið dæmdir fyrir morðið. Nú er einnig verið að rannsaka morð á lækni sem sá drenginn skömmu áður en hann lést. Talið er að læknirinn hafi vitaö meira en hann lét uppi við réttarhöldin í mál- inu í fyrra. Falati fullyrðir að Winnie hafi fyrirskipað mönnum sínum að myrða lækninn. Vitað er að háttsettir menn innan Afríska þjóðarráðsins, sem Nelson Mandela í er í forsvari fyrir, viija að Winnie hætti afskiptum af málefnum ráðsins því hún sé ekki í andlegu jafnvægi. Mandela-hjónin hafa á hinn bóginn lýst því yfir aö fjölmiðl- ar í Suður-Afríku vilji koma á þau óorði. Það hefur og orðið til að minnka hróður Winniar að þrálátur orðróm- ur er um aö hún hafi um árabil hald- ið við Dali Mpofu, sem er einn af dyggustu fylgismönnum hennar. Til er myndband sem sýnir Winnie slá til Mpofu i reiði þar sem þau voru Winnie Mandela á undir högg að sækja þessa dagana. Fólk, sem þekkir hana náið, ber hana þungum sökum og segir aö hún beri ábyrgð á dauða margra manna. Nelson Mandela, eiginmaður hennar, hefur visað þessum SÖgum á bug. Símamynd Reuter saman á bílastæði í Jóhannesarborg. Einnig er vitað að þau hafa farið sam- an til útlanda og þá búið í sama hótel- herberginu. glæsilegar í tískufatnaði. Stór númer á háar og þreknar konur sem vilja líta vel út. Exell Laugavegi 55 S 21414 EIGUM TAKMARKAÐ MAGN AF FIA T TEMPRA $X árgerð 1991 Útbúnaður: beinsk., 5 g., litað gler, rafm. rúður, samh. laesing- ar, tvískipt aftursæti, málmlakk, höfuðpúðar á aftursætum. Sparneytinn og sígildur. AFSLÁTTARVERÐ frá kr. 920.000,- Kjör við allra hæfi. i F // A T Skeifunni 17 • REYKJAVÍK • SÍMI 688 850 r VORUHUS K.A. STORMARKAÐUR I ALFARALEIÐ Sunnlendingar - feröamenn. Páskaegg, hátíöarmatur, tjöld^"^ nrillUnl c\/ofnnnlrar Allt hiá nlrlri ir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.