Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1992. 15 Aðild - orð sem ekki má nef na í skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis sem lögð var fram nú ný- lega kemur meðal annars fram að nauðsynlegt sé að láta fara fram i ráðuneytunum ogvstjórnstofnun- um ítarlega úttekt á því hvað aðild að Evrópubandalaginu hefði í för með sér. Þessi ummæh hafa valdið miklu fjaðrafoki og ekki aðeins hleypt lífi í umræðuna um EB-aðild sem verið hefur lífvana hér á landi, heldur einnig ýtt við umræðum um hvað verður um norrænt samstarf ef EFTA leggst niður. Enginn þorir að nefna aðild Eins og öllum er kunnugt hafa Austurríki, Svíþjóð og Finnland þegar sótt um aðild að Evrópu- bandalaginu og að öllum líkindum munu Noregur og Sviss fylgja í kjölfarið jafnvel síðla sumars. Samningurinn um Evrópska efna- hagssvæðið er ekki aðeins besti kosturinn fyrir okkur íslendinga heldur einnig fyrir hin EFTA-ríkin á meðan þau eru ekki enn gengin í EB. En ekki er ólíklegt að grund- vellinum verði kippt undan EES- samningnum þegar þessi ríki eru gengin inn í EB. íbúar þeirra tveggja EFTA-ríkja sem stæðu utan EB, íslands og Li- echtenstein, eru aðeins um 300 þús- und en eftir að hin EFTA-ríkin gengju í EB væru íbúar þar um 370 milljónir. Það er því ekki víst að EB telji að það svari kostnaði að halda uppi stofnunum fyrir EES þar sem svo fáir íbúar væru á hin- um enda vogarstangarinnar. En þá KjaUaiinn Sigurrós Þorgrímsdóttir stjórnmálafræðingur vaknar spurningin hvað taki við ef EES-samningurinn verður ekki endumýjaður. Munum við ein- angrast og verða Albanía norðurs- ins, göngum við inn í EB eða eitt- hvaö enn annað? Hér á landi hefur nánast engin umræða verið um aðild að Evrópu- bandalaginu nema þá helst gegn aðild. Þeir sem hafa skrifað á móti aðild hafa oft á tíöum notað stór orð gegn þeim er vilja ljá máls á aðildarumræðunni og kallað þá landráðamenn sem hugsa um það eitt að selja landið. Því virðist sú hugsun smátt og smátt vera að festa rætur í huga fjölda fólks að eitt það hræðilegasta sem gæti komið fyrir þessa þjóð væri að sækja um aðild að EB. Þeir stjómmálamenn sem ef til vill hefðu áhuga á að láta kanna áhrif aðildar á íslenskt þjóðarbú hafa því allt til þessa þagað þunnu hljóði. Umræðan sem fariö hefur fram á Alþingi í kjölfar skýrslu utanríkisráðherra sýnir glöggt þann eldmóð sem menn fyllast ef minnst er á orðið aðild. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kepptust við að ganga í pontu til að fordæma þá hugmynd ráðherra að rétt væri að láta gera úttekt á áhrifum aðildar EB hér á landi. Opinská umræða nauðsynleg Við eigum ekki að afþakka mat sem að okkur er réttur þó einhver „Það er nauðsynlegt að fá frekari upp- lýsingar og umfjöllun um hvað aðild þýddi í raun fyrir okkur áður en hægt er að dæma um hvort hún er góður eða slæmur kostur.“ Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. - Skýrsla hans hefur ýtt við umræðum um hvað verður um norrænt samstarf ef EFTA leggst niður. segi að hann sé bragðvondur, við verðum sjálf að smakka á réttun- um til að geta dæmt um bragðgæði þeirra. Það sama á við um aðild að EB. Við eigum ekki að láta segja okkur að það sé svo slæmur-kostur að það sé ekki einu sinni vert að hugsa um hann. Við, almenningur í þessu landi, þurfum að fá að fylgj- ast með opinskárri umræðu um þessi mál svo við getum velt fyrir okkur þeim kostum og göllum sem það hefði í för með sér aö gerast aðilar að EB. Það er nauðsynlegt að fá frekari upplýsingar og umíjöllun um hvað aðild þýddi í raun fyrir okkur áður en hægt er að dæma um hvort hún er góður eða slæmur kostur. Þegar hefur verið gerð úttekt á áhrifum EES-samningsins á íslenskt þjóð- arbú og væri rannsókn á EB-aðild í beinu framhaldi af því nema mun víðtækari. Það er ekki aðeins í verkahring stjórnvalda að láta gera ítarlega úttekt á hvað aðild hefði í fór með sér fyrir þegna þessa lands, heldur þyrftu hagsmunafélög einn- ig að gera slíka úttekt og miðla upplýsingum til félagsmanna sinna. Aðild ekki á döfinni Enginn stjórnmálaflokkur á ís- landi hefur sett EB-aðild á stefnu- skrá sína. Þvert á móti hafa þeir allir t.d. sagt að sjávarútvegsstefna EB sé það óaðgengileg fyrir okkur að eins og er sé aðild óhugsandi. Forsætisráðherra, Davíð Oddsson, lýsti því yfir síðast á þingi 31. mars sl. að aðild að EB væri ekki á dag- skrá þessarar ríkisstjórnar. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið er að margra mati besti kosturinn fyrir okkur íslend- inga. En nú þegar allt bendir til þess að innan fárra ára verði fimm af sjö ríkjum EFTA gengin inn í EB er ljóst að hér er um skamm- tímalausn að ræða. Það er því nauðsynlegt að opna umræðu og ræða hvað gæti komið í framhaldi af EES. - Jafnframt er rétt að ræða þær breytingar sem eru að verða á norrænu samstarfi og hvaða afleið- ingar þær hafa fyrir okkur, ekki síst ef EFTA leggst niður. Miklar breytingar eiga sér stað í öryggis- og varnarmálasamstarfi í Evrópu sem einnig þarf að ræða. Þrátt fyrir að rétt sé að horfa fram á veginn og huga að langtíma- markmiðum megum við ekki gleyma því að í dag er okkar megin- markmið að koma EES-samningn- um í höfn. EES-samningurinn er besti kosturinn fyrir okkur íslend- inga og við eigum að leggja allt kapp á að hann nái fram að ganga á farsælan hátt. Sigurrós Þorgrímsdóttir Réttarríkið og mussukerlingarnar r ■ I I)V 25 februar er vitnað í samtal ^H undimtaðs við blaðakonuna VI) ^H Rctt cr að blaðakonan liringdi í ■ mig i lK‘im tilgangi. að þvi cr virt ^H ist. að spyrja mig álits á tiltcknu ■ atnði laga um vcmd banu og ung H mcnna. Kg skildi spumingu bLiöii H konunmir svo scm að spurt va*n H um t»aö hvort laiuhmmild væn til H aö fjarLvgja af hcimih bam scm H rökstuddur grunur léki á að væri H látið sa-ta illn mcðfcrö aí hcndi H uppalcnda sinna Svarið var já A hmn bóginn var cngm grcin H gcrð f>nr þvi i tilsknfi blaðakon H unnar að slik ákvörðun cr auðvitað Athugasemd fi-á bamavemdarráði: Barnavernd og fjölmiðlar Kjallarinn vitnun í einkasamtal mitt við hí Aldrei stóö til að orð mín, slitin úr samhengi og órökstudd, væru höfð yfir í fjölmiðh, að ekki sé talað um fyrirsögn. Ég geri ráö fyrir aö orð mín eigi að þjóna þeim tilgangi blaðakonunnar að byggja undir þá skoöun aö núverandi skipan bamavemdarmála sé stórlega a' flnnsluverö. í veigamiklum atrið- um tel ég svo ekki vera. En úr þvi búiö er að birta framan greinda tilvitnun vil ég fá tækifæri I til að bæta þvi við að ég þykist sjá I að þeirri skoðun virðist hafa vaxið I fylgi að gera eigi út um mál áæ| „Framkvæmdastjóri Barnaverndarráðs íslands ver þetta snarruglaða kerfi með oddi og egg...“ segir greinarhöf. m.a. - Grein eftir fram- kvæmdastjórann birtist í DV 25. febr. sl. Eitt af því sem starfsmenn barnaverndarnefndar eru látnir gera er að gefa umsagnir um hvernig haga skuh forsjá skilnað- arbarna þegar foreldrar geta ekki komið sér saman um það sjálfir. Dómsmálaráðuneytið er úr- skurðaraðili í forræðismálum og úrskurðar það að fenginni tillögu frá barnaverndamefnd sem oftar en ekki er tillaga þess starfsmanns nefndarinnar sem um málið hefur fjallað. Mikil ábyrgð Þáð er því mikil ábyrgð lögð á herðar viðkomandi starfsmanns og mikilvægt að athugun starfs- mannsins sé fagmannlega gerð þar sem öll framtíð viðkomandi barns er undir því komin að vel takist til. Maður skyldi því ætla að ná- kvæmar og skýrar reglur væru til um það hvað beri að rannsaka og hvemig og hve ítarlega hvert atriði skuli rannsakað. Með öðrum orð- um, maður skyldi ætla' að reglur væm til um það hvað það er sem skiptir máli þegar framtíðarbúseta viðkomandi barns er ákvörðuð. Þessu er ekki fyrir að fara. Við- komandi starfsmaður, sem oftar en ekki er sænskmenntaður félags- ráðgjafi, fær algerlega frjálsar hendur varðandi þá rannsókn sem umsögn hans byggist á. Það er því háð duttlungum félagsráðgjafans hvað honum dettur í hug að rann- saka og það er á hans valdi að ákveða hvað skuli ekki rannsakað. Framtíð viðkomandi barns getur þár af leiðandi ráðist af því hvort Kjallaiiim Garðar Lárusson rafmagnstæknifræðingur og deildarstjóri áætlunardeildar RR foreldrið félagsráðgjafanum líkar betur, hvort foreldrið honum finnst skemmtilegra, hvort foreldrið kemur sér betur við hann, eða jafn- vel hvort foreldrið er í betur burst- uðum skóm að hans mati. Það er vissulega athyghsvert að fyrir barnaverndarnefndir starfa nær eingöngu félagsfræðingar, fé- lagsráðgjafar, sálfræðingar og ýmsar annars konar mussukerl- ingar af báðum kynjum með ýmiss konar menntun, oftast þó á félags- eða uppeldissviði. Fyrir nefndimar starfa engir lög- fræðingar, engir geðlæknar og eng- ir starfsménn sem em sérmenntað- ir í rannsóknarstörfum, skýrslu- töku eða meðhöndlun staðreynda. Tæplega talist hlutiaus Af þessu leiðir að „rannsóknar- störf ‘ mussukerhnganna geta orð- ið æði handahófskennd þar sem þeim eru auðvitað oft fahn verkefni sem þær hafa hvorki menntun né þekkingu til að glíma við. Völd mussukerhnganna em all- vemleg og kannski ekkert skrítið að þær vilji ekki sleppa þeim, það er kannski ekkert skrítið þó að þær vilji áfram vera miðpunkturinn og lykilmanneskjurnar í öllum for- ræöis- og barnaverndarmálum. Þar hafa þær þrifist í áraraðir og þar hafa þær getað fengið útrás fyrir kraftadellu sína, þar hafa þær getað fundið minnimáttarkennd sinni farveg og þar hafa þær getað fengið útrás annarra annarlegra kennda sinna, auðvitað allt í skjóh barnaverndar. Það þekkist sennilega hvergi nema í barnaverndarmálum að sami aðilinn kæri, rannsaki og dæmi, eða kveði upp úrskurði. í forræðismálum er þessu nánast eins varið því þó svo að dómsmála- ráðuneytið sé úrskurðaraðilinn styðst það nánast alfarið við mis- góðar rannsóknir mussukerlinga barnaverndamefnda er það kveður upp sína úrskurði. Framkvæmdastjóri Barnavernd- arráðs íslands ver þetta snar- ruglaða kerfi með oddi og egg og getur vesalings maðurinn ekki séð að neitt sé við það að athuga. Vert er þó að minna á að væntanlega yrði hann með öllu óþarfur og áhrifalaus ef núverandi kerfi yrði lagt af og mál þessi yrðu rekin fyr- ir dómstólum. Hann getur því tæplega talist vera hlutíaus umsagnaraðhi þar sem hans afkoma byggist á því að núverandi kerfi verði áfram við lýði. Uthluta sér valdi Fyrir Alþingi hggur nú frumvarp til nýrra laga um vernd barna og ungmenna og gæti maður haldið að þar yrði tekið á þessum vanda og úrskurðaraðili einangraður frá umsagnaraðha, þannig að valdið yrði ekki allt á einni hendi eins og nú er. Þessu fer þó fjarri, frum- varpið virðist þvert á móti byggja undir og auka vald starfsmanna barnaverndarnefnda. Þetta kemur manni spánskt fyrir sjónir til að byrja með en skýringin er skammt undan, frumvarpið er nefnilega einmitt samið, að mestu leyti, af þeim. Starfsmenn barnaverndarnefnda eru með öðrum orðum að reyna að úthluta sér enn meira valdi en þeir hafa í dag. Nauðsynlegt er að frumvarpi þessu verði varpað út í hafsauga og nýtt samið sem miðaði við að mál þessi yrðu rekin fyrir dómstól- um. Einungis þannig er unnt að tryggja réttláta og eðlilega máls- meðferð og einungis þannig getum við tryggt að börnin okkar verði ekki ofurseld valdi mussukerling- anna. Meðan núverandi kerfi er við lýði búum við ekki í réttarríki. Garðar Lárusson „Fyrir nefndirnar starfa engir lögfræð- ingar, engir geðlæknar og engir starfs- menn sem eru sérmenntaðir 1 rann- sóknarstörfum, skýrslutöku eða með- höndlun staðreynda.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.