Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1992, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1992,
VORNÁMSKEIÐ
íslenska fyrir útlendinga - byrjendanámskeið. Kennt
er tvisvar í viku. Námskeiðið stendur í 5 vikur og
hefst 27.4. nk.
Umhverfisteikning - 5 vikna námskeið sem hefst
30.4. nk. Kennt er tvo daga í viku, auk þriggja laugar-
daga. M.a. unnið utandyra.
Trimm - hefst fimmtud. 30.6., stendur til 30.7., kennt
tvisvar í viku.
Innritun til 14.4. og aftur 24.4. nk. í Miðbæjarskóla
í síma 12992 og T4106.
JAPISð
BRAUTARHOLTl OG KRINGLUNNI
FERMINGARTILBOÐ JAPIS GILDA EINNIG I EFTIRTÖLDUM VERSLUNUM :
KAUPFÍIAG BOKCFIRDINGA BORGARNESI • KAUPFÍLAG HÉRADSBÚA EGILSSTÖÐUM
BÖKAVERSLUN ÞÖRARINS STEFANSSONAR IIUSAVlK • KAUPFÉLAG ÁRNESINCA SELFOSSI
RADIÖVINNUSTOFAN KAUPANGI AKUREYRI • RADlöNAUST GEISLACÖTU AKUREYRI • KAUPFÉLAG
HÉRADSBUA SEYDISFIRDI • RAFS/A SAUDÁRKRÖKI • SÓNAR KEFLAVlK • MOSFELL HELLU
PÓLLINN IIF ISAFIRDI • KAUPFÉLAG AUSTUR-SKAFTFELLINCA HÖFN • TÖNSPIL NESKAUPSSTAD
MALNINGARÞJÖNUSTAN AKRANESI • VERSLUN E. GUDFINNSSONAR BOLUNGARVlK
Panasonic SGHM22
PLÖTUSPILARI, FULLKOMINN GEISLASPILARl, TVÖFALT SEGULBAND,
ÚTVARP, 40W MACNARI, 5 BANÐA TÖNJAFNARI, HÁTALARA
OG ALLT FJARSTÝRT.
VEP.Ð KR. 53.600. stgrr
Uflönd
John Major, forsætisráðherra Breta, bíður örlaga sinna í dag. Með ósigri gæti ferill hans verið á enda og íhalds-
menn farið að svipast um eftir nýjum leiðtoga til að taka upp merki Margrétar Thatcher. Símamynd Reuter
Einar mikilvægustu kosningar á öldinni í Bretlandi:
Með tapi í dag er
ferli Majors lokið
- skoöanakannanir benda til oddaaðstöðu frjálslyndra
John Major, forsætisráðherra
Breta, lauk kosningabaráttu sinni í
gær með því að lýsa yfir vissu sinni
um sigur. Annað gat hann ekki gert
enda þýðir ósigur hans í þingkosn-
ingunum í dag að öllum hkindum að
ferill hans er á enda. Hann yrði að
segja af sér og nýr slagur um stöðu
leiðtoga hæfist.
Major tók við búi jámfrúarinnar
Margrétar Thatcher eftir að hún
hafði sigrað í þrennum kosningum í
röð og haldiö embætti forsætisráð-
herra í meira en áratug. Það væri
því mikil niðurlæging fyrir Major að
tapa nú eftir að hafa aðeins setið
rúmt ár á valdastóli.
Síðustu skoðanakannanir benda þó
til að þau örlög bíði Majors að tapa
í dag. Verkamannaflokkurinn undir
forystu Neils Kinnock hefur ívið
meira fylgi en íhaldsflokkur Majors.
Hvorugur hefur þó meirihluta eftir
því sem skoðanakannanir segja.
Mestar líkur eru því á að Paddy
Ashdown, leiðtoga frjálslyndra
demókrata, takist að koma flokki sín-
um í oddaaðstöðu. Einnig er mögu-
leiki að ýmsir smáflokkar komist í
sömu aðstöðu. Þar munar mest um
skoska þjóðernissinna sem hafa ver-
ið að sækja í sig verðið í ár.
Fari þetta eftir verður aö mynda
samsteypustjórn að kosningum
loknum. Bretar hafa um árabil búið
við meirihlutastjórnir. Sennilega
kemur það í hlut Ashdowns að velja
með hvorum stóru flokkanna hann
viU starfa. Sjálfur segist hann vera á
móti báðum en Kinnock segist geta
myndað stjórn með frjálslyndum.
Ashdown segir að stóru flokkarnir
séu eins og afdankaðir boxarar sem
fari í hnefaleikahringinn til að berj-
ast þar til annar stendur uppi. As-
hdown vill breytt kosningalög þar
sem einmenningskjördæmin verði
lög niður og hlutfallskosning tekin
upp eins og víðast á Vesturlöndum.
Reuter
Með vilja guðs munum við
biðja saman í Jerúsalem
- sagði Arafat við Gaddaíi á sjúkrahúsi í Líbíu
Moammar Gaddafí Líbíuleiðtogi heimsótti Yasser Arafat á sjúkrabeöinn í
gær. Á mynd þessari frá líbíska sjónvarpinu sést að Arafat er með sáraum-
búðir yfir hægra auganu. Símamynd Reuter
„Með vilja guðs munum við biðja
saman í Jerúsalem. Ég sver að ég sá
það fyrir mér nóttina eftir slysið,"
sagði Yasser Arafat, leiðtogi Frelsis-
samtaka Palestínu, þegar Moammar
Gaddafí Líbíuleiðtogi heimsótti hann
á sjúkrabeðinn í gær.
Arafat slapp með minniháttar
meiðsl þegar flugvél hans nauðlenti
í líbísku eyðimörkinni á þriðjudags-
kvöld eftir að hafa lent í sandbyl.
Flugvélin brotnaði í þrennt og
þriggja manna áhöfn hennar fórst.
Leitarmenn frá palestínskum her-
búðum í grennd við slysstaðinn
fundu Arafat og átta ferðafélaga hans
um miðjan morgun í gær. Þá hafði
ekkert spurst til þeirra í fimmtán
klukkustimdir.
Um sólarhring eftir slysiö sýndi
hbíska sjónvarpið myndir af því þeg-
ar Arafat var borinn á sjúkrabörum
inn í sjúkrahús í borginni Misrata
við strönd Miðjarðarhafsins.
Arafat var með sáraumbúðir yfir
hægra auganu og settist ekki upp í
rúmi sínu þegar Gaddafí heimsótti
hann. En hann brosti breitt og þakk-
aði Gaddafi fyrir leitina.
Mikil fagnaðarlæti brutust út með-
al Palestínumanna á herteknu svæð-
unum við fréttimar um að Arafat
væri á lífi og stjórnmálamenn í
arabaríkjunum vörpuöu öndinni
léttara. Yitzhak Shamir, forsætisráð-
herra ísraels, lét sér á hinn bóginn
fátt um finnast og sagðist vona að sá
dagur kæmi að arabar áttuðu sig á
því að Arafat væri ekki bjargvættur
þeirra.
Bandarísk stjórnvöld þáru til baka
fréttir um aö gervitungl þeirra heföi
fundið flugvél Arafats.
Mikill órói greip um sig meðal leið-
toga Palestínumanna á meðan ekkert
var vitað um Arafat. í höfuðstöðvum
PLO sögöu menn að af þessu atviki
mætti draga þann lærdóm að vara-
menn fyrir leiðtogann þyrftu alltaf
að vera til staðar.
Reuter