Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1992, Blaðsíða 26
34 KIMMTUDACUk 9. AI’KIU 1992. Afmæli Ingvar Viktorsson Ingvar Viktorsson. kennari og bæjarfulltrui. Svöluhrauni 15. Hafn- arfirði, er fimmtugur i dag. Starfsferill Ingvar fæddist á Vífilsstöðum í Garðahreppi og ólst þar upp. Hann var í Barnaskóla Hafnartjarðar. stundaði nám við Flenborgarskóla. lauk stúdentsprófi frá MA 1963 og stundaði nám í ensku og sögu við heimspekideild HÍ. Auk þess hefur hann sótt ýmis námskeið, innan- lands og utan. Ingvar stundaði sjómennsku á sumrin á sínum yngri árum. Þá var hann forstöðumaður Vinnuskóla Hafnarfjarðar átta sumtir. Hann hóf kennslu í Flensborg 1964 og kenndi þar til 1986 en hefur síðan kennt við Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Ingvar hefur verið bæjarfulltrúi í Hafnarfirði fyrir Alþýðuílokkinn frá 1986. Hann er formaður bæjar- ráðs frá 1990 og varaformaður Sam- bands islenskra sveitarfélaga frá 1990. Ingvarsitur í stjórn Almenn- ingsvagna b.s. frá 1990. í stjórn ísal frá 1991 og hefur gegnt ýmsum trún- aðarstörfum fyrir Alþýðuflokkinn. m.a. verið formaður FUJ í Hafnar- firði og varaformaður SUJ, auk þess sem hann var um tíma formaður sveitarstjórnarráðs og ritstjóri Al- þýðublaðsins í Hafnarfirði. Hann hefur starfað mikið fyrir FH, verið formaður handknattleiksdeildar í mörg ár og setið í aðalstjórn FH. Ingvar sat í stjórn HSÍ í nokkur ár og starfaði í ýmsum nefndum á veg- um HSÍ. Þá er hann í stjórn Eftir- launasjóðs hf. frá 1986. Fjölskylda Ingvar kvæntist 27.12.1975 Birnu Blomsterberg, f. 31.7.1949, hjúkrun- arfræðingi. Hún er dóttir Bjarna Blomsterberg, kaupmanns í Fjarð- arkaupum, og Valgerðar Jónsdóttur húsmóður. Ingvar var áöur kvæntur Margróti Scheving en þau skildu. Börn Ingvars og Margrétar eru Páll Scheving, f_24.1.1963, heildsali, í sambýli með Kristínu Ellertsdott- ur og er sonur þeirra Ellert Schev- ing; Viktor, f. 20.12.1964, nemi, í sambýli meö Katrínu Jónsdótturog er dóttir þeirra Heiðrún Gréta; Heiðrún, f. 30.12.1966, nemi, í sam- býli með Gunnari Garðari Gunnars- syni. Synir Ingvars og Birnu eru Bjarni Birkir, f. 31.10.1970, verkamaður; Freyr, f. 8.11.1973, nemi. í sambýli með Sigriði Líndal Karlsdóttur og er dóttir þeirra Sandra Sif. Systkini Ingvars: Guðmunda Inga, f. 6.11.1943, í foreldrahúsum í Hafn- arfirði; Ingunn Elísabet, f. 13.11. 1944, sjúkraliði í Hafnarfirði, gift Sigurði Ólafssyni, húsasmið og slökkvihðsmanni, og eiga þau þrjú börn; Matthías, f. 9.10.1948, félags- málastjóri á Sauðárkróki, kvæntur Ingu Andrcassen kennara og eiga þau þrjú börn; Þorvaldur Jón, f. 9.7. 1953, skólastjóri í Mýrarhreppi í Austur-Skaftafellssýslu, kvæntur Magnhildi Gísladóttur kennara og eiga þau tvö börn, auk þess sem Þorvaldur á son frá því áður; Gunn- ar, f. 29.3.1963, sjúkraþjálfari í Hafn- arfirði, kvæntur Hörpu Sigurðar- dóttur sjúkraþjálfara og eiga þau eitt barn. Foreldrar Ingvars eru Viktor Þor- valdsson, f. 1.11.1911, fyrrv. starfs- maður Ríkisspítalanna, búsettur í Hafnarfirði, og kona hans, Guðrún Ingvarsdóttir, f. 19.5.1922, húsmóð- ir. . Ætt Viktor er sonur Þorvalds Jóns Kristjánssonar, vitavarðar og út- vegsb. í Svalvogum við Dýraljörð, og Sólborgar Matthíasdóttur. Guðrún er dóttir Vigfúsar Ingv- ars, prófasts á Desjarmýri, bróður Ingvar Viktorsson. Guðfinnu, konu Emils Jónssonar ráðherra. Móðir Guðrúnar var Ing- unn Ingvarsdóttir, systir Helga yfir- læknis, afa Júlíusar Vífils söngvara. Systir Ingunnar er Soffia, borgar- fulltrúi í Reykjavík, amma Svein- björns Baldvinssonar rithöfundar. Vinum, ættingjum og kunningjum er boðiö í íognuð í félagsaðstöðu FH í Kaplakrika klukkan 18.00-21.00, fóstudaginn 10.4. Þuríður S. Zóphaníasdóttir Þuríður Sigurbjörg Zóphanías- dóttir verkakona, Aðalgötu 20, Stykkishólmi, er sextug í dag. Starfsferill Þuríður er fædd í Reykjavík og ólst þar upp. Hún gekk í Landakots- kólann, Miðbæjarskólann, Austur- bæjarskólann og Laugarnesskóla. Þuriður var einn vetur við nám í Húsinæðraskólanum á Löngumýri í Skagafirði. Sem barn og unglingur dvaldi hún á sumrin á Drangsnesi hjá föður- systur sinni, Helgu Soffíu Bjarna- dóttur ljósmóður. Þuríður réðst til starfa hjá efnalaug KRON fljótlega eftir námið í húsmæðraskólanum en hafði þar stutta viðdvöl. Hún hóf störf hjá efnalauginni Glæsi þar á eftir og vann þar í fimmtán ár. Þuríður bjó í Austurríki í skamm- an tíma og í Múnchen í Þýskalandi í tæp þijú ár. Þaðan lá leið hennar til Washington í Bandaríkjunum og síðar Norður-Karólínu í sama landi. Þuríður kom heim 1967 og flutti þá til Dalvíkur þar sem móðir hennar og stjúpi voru búsett. Hún starfaði í síldinni á Dalvík um hríð en hélt aftur til Reykjavíkur og dvaldi þar í nokkurn tíma. Þuríður flutti til Stykkishólms 1971 oghefur verið búsett þar síðan. Hún starfaði hjá Sigurði Ágústssyni í Stykkishólmi í meira en tvo áratugi en er nýhætt störfum. Fjölskylda Maður Þuríðar er Sigurður Ólafs- son, f. 22.10.1934, starfsmaður hjá Sigurði Ágústssyni. Foreldrar hans voru Ólafur Jónatansson verkstjóri og Guðríður Guðmundsdóttir hús- freyja en þau bjuggu í Stykkishólmi. Systkini Þuríðar: Baldur, f. 10.8. 1928, hans kona var Ólöf Jónsdóttir, látin, fyrrum starfsmaður DV og Tímans, þau eignuðust fimm börn, Baldur er búsettur í Reykjavík; El- ías Björn, f. 20.9.1929, d. 17.1.1937; Jakob, f. 24.2.1931, d. 2.3.1976, sjó- maður, unnusta hans var Erla Long, þau slitu samvistum, þau eignuðust eitt barn, Jakob var búsettur í Reykjavik; Bjarni, f. 11.11.1933, d. 2.5.1935. Hálfbróðir Þuríðar, sam- feðra: Bragi Húnfjörð, f. 3.5.1926, d. 30.11.1991, skipasmíðameistari, hans kona var Helga Kristín Krist- valdsdóttir, starfsmaður á Sjúkra- húsi Stykkishólms, þau eignuðust áttaböm. Foreldrar Þuríðar voru Zóphanías Þuriður S. Zóphaníasdóttir. Bjarnason, f. 7.6.1903, d. 21.4.1974, sjómaður og starfsmaður í Glerslíp- un Lúðvíks Storr í Reykjavík, og Elínbjörg Jakobsdóttir, f. 7.6.1906, d. 16.7.1973, húsmóðir ogsauma- kona, þau slitu samvistum. Zóphan- ías var nefndur við Glúku í Bjarnar- firði á Ströndum en Elínbjörg var frá Snotrunesi á Borgarfirði eystra. Þuríður tekur á móti gestum laug- ardaginn 11. apríl í Verkalýðsfélags- húsinu í Stykkishólmi kl. 15-17 þar sem hún býður upp á kaffi og kökur. Til hamingju með afmælið 9. apríl 85 ára Nanna Snædal, Álfaskeiði 44, Hafnarfirðt Magnús Stefánsson, Austurbyggð 21, Akureyri. 50 ára 75 ára Kristín .lúliusdóttir, Dalbæ, Dalvík. Guðbjörg Guðmundsdóttir, Skarðsbraut 15, Akranesi. 70 ára Björn Friðbjörnsson, Furulundi 13d, Akureyri. Frank Henderson, Óðinsgötu 6a, Reykjavík. Guðný Th. Bjarnar, Blátúni 4, Bessastaðahreppi. 60 ára ltichard Hannesson, Búlandi 1, Reykjavlk. Kona lians er Ingibjörg Ás- mundsdóttir. Þau eru að heiman. Margrét Guðjónsdóttir, Haukanesí 16, Garðabæ. i Vilhjálmur Kristinn Skaftason, Lundi, Skagaströnd. Sævar Einarsson, Grundarstig 16, Sauðárkróki. Þráinn Traustason, Smáragrund 5, Ytri-Torftistaðahreppi. 40 ára Marteinn B. Guðmundsson, Miklubraut 44, Reykjavík. Guðbjörg Alfreðsdóttir, Brekkubyggð 40, Garðabæ. Sigurjóna Sigurðardóttir, Grundartanga 25, Mosfellsbæ. Ásta Ólafsdóttir, Bárugötu 19, Reykjavík. Þorgeir Benediktsson, Sflakvísl 2, Reykjavík. Jens Andréeson, Vesturgötu 71, Reykjavík. Finnur Eysteinsson, Keilugranda 10, Reykjavik. Daníel Gunnarsson, Eyvindará, Egilsstaðahreppi. Þórkatla Þórisdóttir, Úthlíö 15, Reykjavík. Jóna Guðrún Ásgelrsdóttir, Hjaltabakka 16, Reykjavík. Guðrún Margrét Hasler, Ránargötu 4a, Reykjavík. Andlát Marta Pétnrsdóttir Marta Pétursdóttir húsfreyja, Víðimel 38, Reykjavík, sem lést 2. þ.m., verður jarðsungin frá nýju kapellunni í Fossvogi klukkan 15 í dag. Starfsferill Marta fæddist 12. ágúst 1901 í Reykjavík og ólst þar upp. Hún var við nám í Kvennaskólanum í Reykjavík 1915—Í8 og starfaði á skrifstofu Sameinaða gufuskipafé- lagsins í Reykjavík 1918-25. Marta var heimavinnandi húsfreyja frá 1926. Hún bjó alla ævi í Reykjavík, nema árin 1928-30 á Eskifirði og á Siglufirði 1948-51. Marta var einn af stofnendum Kvenfélags Neskirkju, var í stjóm þess 1941—45 og átti einnig um skeið sæti í stjóm Nemendasambands Kvennaskólans í Reykjavík. Fjölskylda Marta giftist 27.12.1926 Guðfinni Þorbjömssyni, f. 11.11900, d. 4.4. 1981 framkvæmdastjóra en foreldr- ar hans voru Þorbjöm Finnsson, b. í Ártúni í Mosfellssveit, og Jónína Jónsdóttir. Marta og Guðfmnur eignuðust þrjú börn. Þau eru Vigdís, f. 8.10. 1927, bréfritari, búsett í Reykjavík, gift Lofti J. Guðbjartssyni, fyrrv. bankaútibússtjóra, og eiga þau tvö börn og fjögur barnabörn; Pétur, f. 14.8.1929, framkvæmdastjóri Sjón- varpsins, kvæntur Stellu Sigurleifs- dóttur og eiga þau fjögur böm og fjögur bamabörn; Þorbjörn, f. 1.4. 1945, rennismiöur, búsettur í Reykjavík, var í Éambúð með Arn- þrúði Lilju Gunnbjömsdóttur, látin, en þau eignuðust eitt bam og em barnabömintvö. Bróðir Mörtu var Erlendur Ólaf- ur, f. 30.5.1893, d. 1958, forstjóri og lengiformaðurKR. Foreldrar Mörtu voru Pétur Þórð- arson, f. 1868, d. 1942, skipstjóri og síðar hafnsögumaður í Reykjavík, og Vigdís Teitsdóttir, f. 1866, d. 1922. Ætt og frændgarður Bróðir Péturs var Jón faðir Láru, ömmu Láru Ragnarsdóttur alþing- ismanns og Árna Tómasar Ragnars- sonar læknis. Jón var einnig faðir skipstjóranna Jóns Otta og Guð- mundar á Skallagrími, fóður Jóns á Reykjum í MosfeUssveit. Dóttir Jóns var Ástaj amma Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur. Önnur dóttir Jóns var Guðrún, móðir Jóns Guð- mundssonar menntaskólakennara. Systir Péturs var Guðrún, lang- amma Arnar Erlingssonar, skip- stjóra i Keflavík. Pétur var sonur Þórðar, b. og skipasmiðs í Gróttu, bróður Ingibjargar, langömmu Pét- urs Sigurðssonar, fyrrv. alþingis- manns. Þórður var sonur Jóns, skipasmiðs í Engey, Péturssonar, b. í Engey, föður Guðrúnar, langömmu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Pétur var einnig faðir Guðfinnu, ömmu Bjarna Jóns- sonar vígslubiskups. Pétur var son- ur Guðmundar, lögréttumanns í Skildinganesi, Jónssonar, sem var annar þeirra sem mældi út lóð Reykjavíkur eftir að hún var gerð að sérstökum kaupstað 1786. Móðir Þórðar í Gróttu var Guðrún Þórðar- dóttir, dbrm. í Skildinganesi, Jóns- sonar og konu hans, Margrétar Guðmundsdóttur, systur Péturs í Engey. Móðir Mörtu var Vigdís, systir Marteins skipstjóra, föður Guð- Marta Pétursdóttir. mundar verkfræðings sem lengi var formaður Skógræktarfélags Rvíkur, föður Guðrúnar, hjúkrunarfor- stjóra Landakotsspítaians. Vigdís var einnig systir Helga, hafnsögu- manns í Reykjavík, langafa Ásgeirs Elíassonar, þjálfara landshðs ís- lands í knattspyrnu. Vigdís var dótt- ir Teits, sjómanns í Rvík, Teitsson- ar, bróður Jóns, afa Benjamíns Ei- ríkssonar bankastjóra. Móöir Vig- dísar var Guðrún Þorláksdóttir, hafnsögumanns í Rvík, Þorgeirs- sonar, bróður Herdísar, ömmu Margrétar, ömmu Ellerts B. Schram og Gríms Valdimarssonar, for- manns Armanns. Skil á af- mælisefni í páska- blað DV Þeir sem óska birtingar á af- mælisgreinum í páskablað DV þurfa að skila inn upplýsingum eigi síðar en á hádegi mánu- daginn 13.4. nk. Brúðkaup ánæstunni Margrét Auðunsdóttir og Birgir Haraldsson, til heimilis aö Digra- nesvegi 14, Kópavogi, verða gefin 7 saman í Kópavogskirkju laugar- daginn 11.4. klukkan 14.00 afséra ■ Kristjáni Einari Þorvarðarsyni. Foreldrar Margrétar; Helga Halldórsdóttir og Auðunn Hin- riksson. Foreldrar Bírgis: Jóna Sigur- lásdóttir og Ilaraldur Gestsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.