Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1992, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1992. Erlendbóksjá Hverjir stjóma Bretlandi í raun og vem? Könguló arvefur breskra valda Tveir nemendur í Eton áriö 1937. Þrátt fyrir margvislegar breytingar bresku þjóðlifi siðustu áratugina kemur valdastéttin enn úr slíkum skólum. Af 200 ríkustu mönnum Bretlands hlutu 35 menntun sína í Eton. Hverjir stjórna landinu? Það var fyrsta spumingin sem breski blaðamaðurinn Jeremy Pax- man velti fyrir sér er hann kom sem fréttamaður til lands sem hann hafði ekki heimsótt áður. Og svarið var oft harla einfalt, seg- ir hann. í .Afríku var það gjaman einn maður. í Mið-Austurlöndum ein fjölskylda eða herinn. í Guatemala var það lengi United Fruit Company. Svo fór að lokum að Paxman spurði sjálfan sig þessarar spumingar um eigið fóðurland, Bretland. En lá svarið ekki líka þar í augum uppi? Var það ekki fólkið sem stjóm- aði lýðræðisríkinu breska? Eða hvað? Paxman komst að því að svarið var ekki svo einfalt. Fólkið velur að vísu þingmenn í kosningum á nokkurra ára fresti en hver stjómar landinu í reynd? Hvar Uggja þræöir valda og álirifa? Til að svara því þurfti hann að skrifa heila bók. ítarleg sundurgreining Paxman, sem er löngu kunnur sem stjómandi breska sjónvarpsþáttar- ins Newsnight, skiptir bók sinni í þrettán kafla sem hver um sig skil- greinir hver fer með valdið á til- teknum sviðum í bresku þjóðfélagi. Þannig tekur hann til dæmis fyrir það sem eftir er af breska aðUnum og landeigendum, konungsfjölskyld- una og fjölmennt embættismanna- kerfi krúnunnar, skólakerfið þar sem hann leggur áherslu á gífurleg áhrif helstu einkaskólanna, ráðherra í ríkisstjóminni, þingmenn í neðri deild breska þingsins, valdamestu stjómmálasamtökin, íhaldsflokkinn, sem hefur stjómað landinu í vel á annan áratug, breska herinn, ensku kirkjuna, viðskiptajöfra, gamla og nýja, embættismannakerfið og þá alveg sérstaklega ráðuneytisstjór- ana, dómskerfiö, meira og minna lokaða klúbba valdastéttarinnar og loks þann fríða flokk manna sem Jeremy Paxman —-Friends— IN HlGH Places t 'A provmative and limcly book’ - Anthony Howard in thc Sunday Times WHO RUNS BRITAIN? stjómkerfið notar tíl að sitja í nefnd- um og ráðum alls konar opinberra eða hálfopinberra stofnana. Hann rekur hvemig mál hafa þró- ast á þessum ólíku sviðum bresks þjóðfélags síðustu áratugina og hvar völdin em í raun og veru. Einnig þá sterku þræði sem Uggja milU valds- manna á öUum þessum sviðum. Köngulóarvefur Það hafa vissulega orðið miklar breytingar á bresku þjóðfélagi á þessari öld. PóUtísk áhrif aðalsins hafa til dæmis minnkað. Miðstéttar- fóUc hefur komist til meiri áhrifa á stjómmálasviðinu. Það á tU dæmis við um íhaldsflokkinn, svo sem best sést á því að nokkrir síðustu leiðtog- ar hans hafa alUr átt rætur í milU- stétt. En að mati Paxman er Bretland afar íhaldssamt þjóðfélag sem er enn sem fyrr, þrátt fyrir allar breyting- amar, stjómað af takmörkuðum hópi manna sem á margt sameigin- legt, hinni raunverulegu valdastétt. Hann fufiyrðir að tíl staðar sé net valdamikilU einstakUnga, stofnana og starfsgreina sem tengist saman í eins konar köngulóarvef. „Þetta eru köngulærnar sem í raun og veru stjóma Bretlandi," segir hann. I bókinni leitast Paxman við að af- hjúpa leyndarmál þessa valdavefs. Hann bregður oft skemmtilegu ljósi á raunveruleikann með lýsandi sög- um af einstakUngum og atburðum. Foringjaskólarnir Paxman færir sterk rök fyrir máU sínu. Hér skal einungis minnst á eitt dæma hans: Sérhver þjóð hefur forystusveit. Það sem einkennir þá bresku er að henni er ungað út úr fáeinum einka- skólum sem velja nemendur sína við þrettán ára aldur. í einkaskólana komast sjö af hverium eitt hundrað börnum á skólaaldri. Þar em ríkir foreldrar frumskUyrði skólavistar. Foreldrar nemenda í Eton eða Winc- hester, svo að dæmi sé tekið, þurfa að kosta tU jafnvirði einnar mUljónar króna á ári eða meira. Og árangurinn? Jú, úr þessum skólum valdastéttarinnar komu til dæmis sjö af níu æöstu yfirmönnum herins, tveir þriðju yfirmanna Eng- landsbanka, 33 af 39 æðstu dómumm landsins, aUir ambassadorar í fimmt- án mikUvægustu sendiráðum Bret- lands, 78 af 84 sérlegum fuiltrúum krúnunnar í sýslum Bretlands, meirihluti allra biskupa ensku kirkj- unnar. Og svo áuðvitað þeir sem erfa auðinn; af 200 ríkustu mönnum Bret- lands hlutu 35 menntun sína í einum og sama skólanum, Eton. Paxman rekur ítarlega hvernig yf- irstéttin breska spinnur vef sinn um aUar valdastofnanir þjóðfélagsins. Það er einna helst að hún sé á undan- haldi í viðskiptalífinu þar sem ai- þjóðleg stórfyrirtæki í Evrópubanda- laginu, Bandaríkjunum og Japan hafa sífeUt meiri áhrif. Þetta er hin forvitnilegasta bók og prýðilega læsUeg. Hún minnir okkur enn einu sinni rækUega á þau sann- indi að jafnvel í lýðræðisþjóðfélagi samtímans em sumir heldur betur jafnari en aðrir. FRIENDS IN HIGH PLACES. WHO RUNS BRITAIN? Hölundur: Jeremy Paxman. Penguln Books, 1992. MetsölukQjur Bretland S. Wendy Copo: OANCE. THE ROAD LESS TRAVELLEÐ. Skáldsögur SERIOUS CONCERNS. 9. Oale Brown; 10. Bernie S. Siegel: 1. JIMy Cooper: 6. Hannah Hauxwelt: SKY MASTERS. LOVE, MEOICINE, AND POLO. SEASONS OF MY LIFE. 10. David Eddings: MIRACLES. 2. Tom Clancy: 7. M. Ðalgent & R. Letgh: THE SEERESS OF KELL. (Byggt á New York Tlmes Book Revlew) THE SUM OF ALL FEARS. THE DEAD SEA SCROLLS 11. John Grlaham: 3. Angela Cartar: DECEPTtON. A TiME TO KILL. Danmork WISE CHILDREN. 8. Nancy Frlday: 12. Sandra Brown: Skáldsögur; 4. 8en Elton: WOMEN ON TOP. SHADOWS OF YESTERDAY. 1. Bret Easton Eltis: GRIDLOCK. ð. Hannah Hauxwelt: 13. Danlelle Steel: N AMERICAN PSYCHO. S. Danletle Steei: DAUGHTER OF THE DALES. HEARTBEAT. 2. Isabel Allende: HEARTBEAT. 10. Deborah Tannen: 14. David Morreil: EVA LUNA FORTÆLLER. 6. Roddy Doyle: YOU JUST DON’T UNDERSTAND. THE CONVENANT OF FLAME. 3. Margarel Atwood: THE VAN. (Byggt á The Sunday Tlmes) 15. Dlck Fruncis: FRÍI ORAKEL. 7. Thomaa Harrla: LONGSHOT. 4. Dorrit Willumsen: THE SILENCE OF THE LAMBS. Bandaríkin KLÆDT I PURPUR. 8. Suaan Httl: Skáldsögur: Rit almenns eðlis: 5. Fay Weldon: AIR AND ANQELS. 1. John Griahem: 1. Joe McGinniss: JOANNAS KLONING. THE FIRM. CRUEL DOUBT. 6. Betty Mahmoody: THE FAMISHED ROAD. 2. Sue Grafton: 2. D. L. Barlett & J.B. Sleele: IKKE UDEN MIN DATTER. 10. Amy Tan: „H“ IS FOR HOMICIDE. AMERICA: WHAT WENT WRONG? 7. Herbjorg Wassmo: THE KITCHEN GOD'S WIFE. 3. Fannle Flagg: 3. Crenshow, Hansen & Shaw: DINAS BOG. FRIED GREEN TOMATOES AT JFK: CONSPiRACY OF SILENCE. 8. Johannes Mollehave: THE WHISTLE STOP CAFE. 4. Deborah Tannen: KUN DEN SOM KAN LÆGGE TO Rit almenns eölis: 4. Jolfray Archer: YOU JUST DON'T UNDER8TAND. OG TO SAMMEN. AS THE CROW FLIES. 5. Ann Rule: 9. A. de Salnt Exupéry: S. Julle Garwood: IF YOU REALLY LOVED ME. DEN LILLE PRINS. 1. Patar Maylo: THE SECRET. 6. Julla Phlllpa: 10. Göran Tunstrom: TOUJOURS PROVENCE. 6. Janet Oalley: YOU’LL NEVER EAT LUNCH IN 0RKENBREVET. 2. Peter Mayle: ASPEN GOLD. THIS TOWN AGAIN. A YEAR IN PROVENCE. 7. Pat Conroy: 7. Peter Mayte: (Byggt A Politiken Sondog) 3. Marfc Shand: THE PRtNCE OF TtDES. A YEAR IN PROVENCE. TRAVELS ON MY ELEPHANT. 8. Mary Higglna Clark: 8. Robert Bly: 4. Klngaley Amla: LOVES MUSIC, LOVES TO IRON JOHN. MEMOIRS. 9. M. Scott Peck: Umsjón: Elías Snæland Jónsson Stóri bróðir, morðinginn Ira Levin kann svo sannarlega að spinna æsUegan söguþráð. Það sýndi hann með Rosemary’s Baby, sem er ein besta hroUvekja síðustu áratuga. SUver er hörkuspennandi glæpasaga sem gerist í New York. Á Manhattan hefur risið nýr skýjakljúfur, SUver. í þessu há- hýsi eru dýrar íbúðir með öllum þægindum nútímans. Þar er einnig tæknibúnaður sem íbú- arnir hafa ekki hugmynd um. Eigandinn hefur sum sé komið fyrir videotökuvélum í Ijósabún- aði íbúðanna - í stofum, svefn- herbergjum, baðherbergjum. Kay Norris, sem er rétt undir fertugu og fráskilin, flytur inn í eina íbúðanna. Eigandinn gimist Kay og kemur sér í kynni við hana. Brátt verða þau elskendur og hún ánetjast einnig nautninni að horfa á nágrannana gegnum leynUegu myndavélamar. En gamanið kárnar er hana fer að gruna að elskhuginn geri annað og meira en að horfa. Þetta er stutt saga en afar læsi- leg og hörkuspennandi enda er Ira Levin hér í toppformi. SILVER. Hölundur: Ira Levin. Bantam Books, 1992. Nýtt ársrit um kvikmyndir Leikstjórinn umdeUdi John Boorman er sennilega kunnastur fyrir kvikmyndina Excalibur sem fjafiar um goðsögnina miklu um Merlin og hið máttuga sverð Artúrs konungs. Boorman er annar tveggja rit- stjóra þessa nýja ársrits um kvik- myndir. Hann er sömuleiðis höf- undur forvitnUegustu greinar- innar í ritinu. Það er dagbók sem hann hélt um starf sitt sem kvik- myndaleikstjóri árið 1991. Við þann lestur verður ljóst hversu erfitt hlutskipti manna á borð við Boorman getur verið. TU að gera kvikmynd þarf mikla fjármuni og þeir liggja ekki á Jausu nema peningamennirnir sannfærist um að leikstjórinn hafi snUUgáfu Mídasar. Af öðru forvitnilegu efni í þessu ágæta ársriti má nefna viðtal við Jonathan Demme, sem nú er kunnastur fyrir SUence of the Lambs, og svör nokkurra kunnra leikstjóra við spumingunni hvaða kvikmynd þeir myndu gera. ef þeir fengju ótakmörkuð fiárráð án kvaða um dreifingu. PROJECTIONS. A FORUM FOR FILM MAKERS. Rltstjórar: John Boorman og Walter Donohue. Faber & Faber, 1992.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.