Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1992, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 16. MAI 1992. 15 Við lifum á miklum umbrotatím- um í veröldinni. Hlekkir einræðis og kúgunar brotna allt í kringum okkur. Boðberar forsjárhyggju og ritskoðunar eru á hröðum flótta. í sífellt fleiri löndum veitir frjáls og gagnrýnin fjölmiölun stjórn- völdum aukið aðhald og lýsir al- menningi æ oftar leið inn í skúma- skot valdsins þar sem stjómmála- menn og embættismenn hins opin- bera reyna að ráðskast með af- komu og lífshamingju borgaranna á bak við byrgða glugga. Enda er það eitt meginhlutverk frjálsra fjölmiðla að upplýsa almenning um verk og vinnubrögð embættis- og stjómmálamanna. Oft tekst slíkt ekki átakalaust vegna þess að sumir þeir sem starfa bæði í nafni fólksins í landinu og á kostnað þess, og eiga því að vera þjónar þjóðarinnar en ekki herrar, reyna alltof oft aö umlykja störf sín óeðlilegum þagnarmúr. Ekki síst ef þá grunar að vinnubrögðin brjóti í bága við réttlætiskennd almenn- ings og getí því vakið hörð viðbrögð fólks. Fjölmiðlum ber að svipta þeirri leyndarhulu í burtu. Ekkert það sem gert er í nafni almennings, á kostnað almennings, á að vera leyndarmál fáeinna útvaldra né hafið yfir umræðu og gagnrýni landsmanna. Tröll lokaös kerfis Það stendur engum nær en starfsmönnum fjölmiöla að standa vörð um upplýsingafrelsið og veija í daglegu starfi sínu rétt almenn- ings, í fyrsta lagi tíl að vita hvaö opinber stjómvöld em aö gera í nafni fólksins í landinu og í öðm lagi til að láta í ljósi opinberlega skoðanir sínar á þeim athöfnum. Það telst að mínu matí höfuðsynd ef blaðamenn eða samtök þeirra gerast liðsmenn lokaðs kerfis. Ef þeir ganga erinda þeirra embættis- manna og póhtíkusa sem vilja ráða málefnum almennings á bak við luktar dyr og telja þeim því aðeins borgið að tryggt sé að aldrei sé frá þeim sagt opinberlega - hversu umdeiianleg sem verkin kunna að vera. Frá þessu sjónarmiði er blóðugt nefndarinnar að hinn kærði blaða- maður DV er sýknaður af kær- unni. Er þó löng hefö fyrir því að taka skýrt fram í úrskurðum hvort kærði sé sakfelldur eða sýknaður, enda meginhlutverk nefndarinnar. Enn brot Að því er DV varðar kærði Barnaverndarráð forsíðufrétt og mynd frá 6. febrúar síðastliönum af lögregluaðgerðunum í Sand- gerði. Þótt kæran einskorðist viö þessa frétt og mynd bar siðanefnd að skoða málið í víðara samhengi. Um það eru afdráttarlaus fyrirmæli í siöareglum. í sjöttu grein þeirra segir að ef nefndin taki kærumál til efnislegrar athugunar „skal hún kanna heildarumfjöllun um málið í hinum kærða fjölmiðli". Umfjöllun DV um Sandgerðis- málið var umfangsmikil. Áður en tíl lögregluaðgerðanna kom - 28. desember 1991 og 2. janúar 1992 - birti blaðið tvær fréttir þar sem greint var frá því að eliefu ára drengur hefði verið tekinn úr vörslu fósturforeldra, þar sem barnaverndaryfirvöld á Akureyri heföu komið honum fyrir vegna áfengisvandamála móðurinnar, og færi nú huldu höfði með móður- inni. Jafnframt að Sakadómur Reykjavíkur hefði gefið út hand- tökuskipun á móðurina að beiðni Rannsóknarlögreglunnar. Fram kom að blaðamaður leitaði við- bragða barnarverndaryfirvalda á Akureyri en þau völdu þögnina. Eftír lögregluaðgerðimar hélt DV áfram ítarlegri umfjöliun. Birt voru á tveimur síðum 8. febrúar viðtöl við móður drengsins, hús- ráðanda í Sandgerði, sem var vitni að aðgerðum lögreglunnar, félags- málastjóra Akureyrar, sem enn var fámáll, lögreglufulltrúa hjá Rann- sóknarlögreglunni og loks barna- geðlækni sem lýstí áhrifum slíkra aðgeröa á barnið. Síðar birtí DV bæði bréf og greinar þar sem ýms- ir, þeirra á meðal framkvæmda- stjóri Barnaverndarráðs, komu sjónarmiðum sínum á framfæri. Umfjöllun DV var því viðamikil og ítarleg og eins upplýsandi um allar hiiðar málsins og nokkur tök Hl liðs vió tröllin að sjá nefnd á vegum Blaðamanna- félags íslands ganga til liðs við tröll hins lokaða kerfis íslenskra bama- vemdaryfirvalda sem telja að þögnin ein hæfi þegar beitt er lög- legu ofbeldi gegn stálpuðum börn- um. Siðareglur og siðanefnd Blaðamenn em þess ávaUt minn- ugir að þeir bera lagalega og sið- ferðilega ábyrgð á verkum sínum. Svo sem flestum mun kunnugt er bæði hægt að fara í opinbert mái og einkamál gegn ábyrgðarmönn- um blaða og/eða höfundum ein- stakra greina sem birtast í fjölmiðl- um. Þessu til viðbótar hafa blaða- menn sjáifir sett sér siðareglur sem fela 1 sér almennar leiðbeiningar um vinnubrögð við fréttaöflun. Þeir sem telja að siðareglur þess- ar séu brotnar í tílteknu máli, og eiga hagsmuna að gæta, geta að uppfyUtum vissum skUyrðum kært meint brot til sérstakrar siðanefnd- ar sem starfar á vegum Blaða- maimafélagsins. Á sama hátt og blaðamenn eiga að hafa siðareglurnar í heiðri í dag- legu starfi sínu er siðanefnd ætlað aö fara eftir siðareglum og sérstök- um vinnureglum sem Blaða- mannafélagiö hefur samþykkt. Siðanefnd voru settar þessar reglur fyrir nokkrum árum vegna mikiUar óánægju með tilvUjana- kennd vinnubrögð nefndarinnar í ýmsum málum. Gagnrýni á störf nefndarinnar var komið á framfæri innan félagsins, en ekki á opinber- um vettvangi, í von um að bæta mætti vinnubrögðin innanfrá. Þær vonir, sem bundnar voru við setningu vinnureglna fyrir siða- nefnd, hafa hins vegar brugðist hrapallega í svoköUuðu Sandgerð- ismáli. Vinnubrögð nefndarinnar við meðhöndlun þeirrar kæru Barnavemdarráðs eru ekki aðeins ámæhsverð heldur fela beinlínis í sér svo alvarlegt brot á þeim regl- um, sem nefndinni ber skylda tíl að fara eftir, að ekki er verjandi annað en mótmæla slíkri vanvirðu. Brot á siðareglum Lítum á örfá atriði. Siðanefnd fuUyrðir í makalaus- um úrskurði sínum að ritstjórar og ábyrgðarmenn DV séu „kærð- ir“. Það er rangt. í kærubréfi Barnaverndarráðs er nafngreindur blaðamaöur DV kærður. Enginn annar á þeim fjölmiðU. Siðanefnd fullyrðir á sama stað að Haukur Hólm, fréttamaður á Bylgjunni, sé kærður. Laugardags- pistill Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri Það er líka rangt. í kærubréfi Bamavemdarráðs er fréttastjóri Bylgjunnar einn kærð- ur fyrir fréttaflutning á þeim bæ. Það er siöanefnd sjálf sem ákveð- ur að annars vegar ritstjórar DV og hins vegar Haukur Hólm beri ábyrgð á þeim fréttaflutningi sem nefndin telur vera brot á siðaregl- um. Til þessa hefur nefndin aö sjálf- sögðu fulla heimild. En henni ber þá jafnframt að fara að skýmm fyrirmælum siðareglna og vinnu- reglna og gefa þeim sem hún beinir spjótum sínum að kost á að gera grein fyrir sjónarmiðum sínum. Þótt siðanefnd teldi ritstjóra DV seka um brot á siðareglum fyrir að birta tiltekna mynd - reyndar á þeirri alröngu forsendu að piltur sem snýr baki í myndavélina þekk- ist á myndinni - var aldrei leitað eftir viðhorfum þeirra til málsins. Það er brot á siðareglum. Haukur Hólm hefur upplýst að siðanefnd hafi aldrei tilkynnt sér að hún beindi kæra Bamavemdar- ráðs að honum. Hún hafi heldur ekki óskað eftir viðbrögðum hans. Það er líka brot á siðareglum. Þá vekur það óneitanlega athygli að siðanefnd taldi eðhlegt að for- maður nefndarinnar tæki þátt í meðferð þessa kæramáls þótt hann hefði sjálfur tekið afstööu gegn fréttaflutningi DV og Bylgjunnar á opinberam vettvangi áður en nefndin fékk máhð til umfjöhunar. Hann vék þá fyrst þegar einn hinna kærðu krafðist þess. Jafnvel í Simi Vahey hefði engum dottið í hug að setja í kviðdóminn mann sem tekið hefði fyrirfram opinberlega afstöðu til sektar eða sakleysis. Einnig er með óhkindum að hvergi er tekið fram í úrskurði vorú á. Það era skilyrðislaus fyrir- mæh siðareglna tíl siðanefndar að hún metí þessa heildarumíjöllun DV um Sandgerðismálið en ekki bara eina frétt eða eina mynd. Úrskurður nefndarinnar ber þess hins vegar ljós merki að það var ekki gert. Það er líka brot á siðareglum. Til vansæmdar Hér hefur einungis verið fjallað um vinnubrögð siðanefndar en ekki um fjöldamargt sem er at- hugavert við stóryrtan fuhyrðinga- flauminn í úrskurðinum, sem er nefndinni til vansæmdar, eða til- burði nefndarinnar til að stjórna fréttamati DV. Það væri efni í margar blaðagreinar. Þess er að vænta að Blaðamanna- félagið fari að átta sig á því að siða- nefnd, sem sjálf þverbrýtur í störf- um sínum ákvæði siðareglna, getur aldrei haft jákvæð áhrif á íslenska blaðamennsku. Ef félaginu tekst ekki að hemja nefndina innan ramma þeirra reglna sem settar hafa verið, til hvers þá að halda henni úti? Varla tfl að misbjóöa starfandi blaðamönnum og hengja um leið eins konar orður á brjóst tröha lok- aðs kerfis? Það er nóg komið af slíku. Elías Snæland Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.