Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1992, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1992, Blaðsíða 18
LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1992. Veidivon Félagar i Sjóstangaveiðifélagi Reykjavíkur brugðu sér i fiotgalla á námskeið- inu og lærðu margt á því. DV-JÞÞ Félagar í Sjóstangaveiðifélagi Reykjavíkur fóru fyrir skömmu á námskeið hjá Slysavarnaskóla ís- lands. Þarna mættu 15 félagar og þótti námskeiðið takst feiknalega vel. Er stefnt að þvi að sem flestir mæti á svona námskeið, enda getur verið lífsnauðsynlegt að kunna réttu handtökin. -G.Bender Stórskyttan John Satterwhite sló í gegn: Á annað þús- und skotveiði- menn mættu á svæðið „Þetta var stórskotlegt sýning og meiri háttar aö verða vitni að þessu. Maður kann bara ekki neitt fyrir sér við hhðina á þessu manni, hann var frábær í einu orði sagt,“ sagði skot- veiðimaöur í samtali við DV eftir að sýningu stórskyttunnar John Satt- erwhite lauk á Kópavogsvellinum. Þessi margfaldi meistari, sem hefur unnið öll þau verðlaun sem hægt er, heillaði íslenska skotveiðimenn. Lík- lega hafa verið vel á annað þúsund skotveiðimenn á svæðinu og þótti þeim mikið til sýningarinnar koma. Nógaðgeraí sjó- stangaveiðinni í sumar Sjóstangaveiðimenn eru famir að hugsa sér til hreyfings og verður fyrsta mótið hjá þeim í Vestmanna- eyjum 5., 6. og 7. júní. Svo verða mót í Neskaupstað, Reykjavík, á ísafirði, í Ólafsvík, á Siglufirði og svo það síð- asta á Akureyri. Þaö styttist í veiðitímann Þótt ennþá sé frekar kuldalegt vió veiöiárnar styttist í þaö að veiöimenn mæti með stangir sinar á svæóið. Flekkudálsá á Fellsströnd er þar engin undantekning en veiðin hefst þar 1. júli. Veiðin hefst 1. júní í fyrstu veiðián- um á þessu sumri, Norðurá, Þverá og Laxá á Ásum. Á stærri myndinni sést veiðihúsið, sem notað er núna, en á þeirri minni það sem einu sinni var notað. Eins og sést er kuldalegt til fjalla ennþá. DV-myndir G.Bender Þjóðar- spaug DV Breytingin Lási kokkur var matsveinn á Sæbjörgu í mörg ár. Einu sinni kom algreiöslumaður frá oiíufé- iagi um borð í Sæbjörgu og þáði kafti afttir í borðsal hjá körlun- um. Allt í einu kemur Lási inn og segir um leið og hann kemur auga á afjgreiðslumanninn: „Nei, þú hér. Þú hefúr breyst svo mikið frá því ég sá þig siðast að ég þekki þig varla fyrir annan mann.“ Sérfræð- inguiinn Lára gamla var lasin og var því læknir sóttur. Ekki tókst honum að flnna hvaö amaði að þeirri gömlu og sagði því við hana: „Ég held ég verði aö biðja sér- fræðing ura að líta á þig. Tvö höfuð eiga jú léttara með að leysa svona vandamál heldur en eitt. Þú hefur vonandi ekkert á móti þvi þó það kosti þig eitthvaö aukalega." „Nei, síður en svo,“ svaraði Lára gamla. „Bara það að fá að sjá þennan sérfræðing með tvö höfuð er peninganna viröi.“ Líftryggingin Bóndi vestanlands, að nafhi Samúel, keypti sér líftryggingu og greiddi skilvíslega af henni í mörg ár. Eitt vorið kom svo engin greiösia frá Samúel. Þegar lif- tryggingafélagið sendi áminning- arbréf fékk það svohljóðandi svarbréf nokkrum dögum síðar: „Ég undirrituð, ekkja Samúels heitins Jóakimssonar, tilkynni yður hér með að hann andaðist fyrir tveimur mánuðum. Vegna þess að ég er fátæk manneskja verð ég því miður að segja upp líftryggingu hans.“ Virðingarfylfst Grímhildur Böðvarsdóttir Elliðavatn: 5 pund sá stærsti ennþá „Vatnið þarf að hlýna aðeins, það er of kalt ennþá. Veiðimenn hafa samt verið að fá fiska,“ sagði veiði- maður á bakka Elhðavatns í vik- unni. „Það hafa veiðst nokkuð margir 2 og 3 punda fiskar. Sá stærsti, sem ég hef frétt af ennþá, var 5 pund og veiddist á rækjuna. Veiðimenn hafa sett í þá væna en þeir hafa farið af, það eru til stórir fiskar í vatinu,“ sagði veiðimaðurinn og ætlaöi allavega þijú kvöld í vik- unni upp að vatni. -G.Bender Finnur þú flmm breytingai? 154 Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. verðlaun: SHARP stereo ferðaútvarpstæki með kas- settu að verðmæti kr. 6.380 frá Hljómbæ, Hverfisg. 103. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur að verðmæti kr. 3.941. Bækurnar, sem eru í verðlaun, heita: Á elleftu stundu, Falin markmið, Flugan á veggnmn, Leik- reglur, Sporlaust. Bækurnar eru gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú funm breytingar? 154 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir hundrað fimmtugustu og aðra getraun reyndust vera: 1. Hilmar Júlíusson Brautarholti 15, 355 Ólafsvík. 2. Þórður Sævar Jónsson Brékkugötu 33,600 Akureyri. Vinningamir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.