Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1992, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1992, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1992. 41 Helgarpopp Hljómsveitin Body Count. Body Count með forleik uppreisnar - Los Angeles himnaríki og helvíti Óeirðirnir, sem brutust út í fá- taekrahverfum Los Angeles um síð- ustu mánaðamót, komu fólki í opna skjöldu. Margur hélt kynþátta- óeirðir, sem voru algengar í Banda- ríkjunum á 6. og 7. áratugnum, heyra sögunni til. Svo er því miður ekki. Mælirinn fylltist í kjölfar sýknudóms yfir fjórum lögreglu- mönnum sem börðu blökkumann- inn Rodney King til óbóta. Meö sýknudómnum var lögreglan kom- in með veiðileyfi á litaða íbúa Bandaríkjanna. í þijá daga ríkti stríðsástand í draumaborginni við Kyrrahafið. Eldar brunnu, ekki einungis á götum úti heldur og í huga þess fólks sem réttarkerfið hafði niðurlægt. Tæplega 60 féllu í valinn og um 2000 særðust í verstu kynþáttaóeirðum í Bandaríkjunum á þessari öld. En þurftu óeirðirnar aö koma á óvart? Hljómsveitin Body Count sendi nýlega frá sér plötu þar sem yrkisefnið er togstreita undirmáls- hópa í Los Angeles gagnvart kerf- inu og þá einkum laganna vörðum. Platan var gefin út í lok mars og fyrir þá sem heyrðu hana á þeim tíma var hún eins og forleikur þeirrar uppreisnar sem gerð var í Los Angeles og öðrum borgum Bandaríkjanna um síðustu mán- aðamót. Fleiri svertingjar í fangelsum en menntaskólum Rætur hljómsveitarinnar Body Count má rekja til Crenshaw- gagnfræðaskólans í South Central í Los Angeles. Þar sátu þeir á skóla- bekk Ice-T og gítarleikarinn Emie- -C. Tónlistin var sameiginlegt áhugamál piltanna. Emie-C stofn- aði sitt eigið speed-metal band á meðan Ice-T sló í gegn með kraft- mikla og kjarnyrta rapptónhst sína. Þrátt fyrir að Ice-T öðlaðist heimsfrægð þá missti hann aldrei tengslin við gömlu félagana í South Central og þegar hann vantaði grenjandi gítar á plötur sínar eða á tónleikum var hann vanur að kalla eftir aðstoð vinar síns, Emie- -C, Árið 1989 stofnaði Ice-T útgáfu- fyrirtækið Rhyme Syndicate Re- cords sem sérhæfði sig í útgáfu á rapptónlist frá vesturströnd Bandaríkjanna. Á sama tíma ákváðu Ice-T og Ernie-C að kalla saman félaga úr gamla gaggógeng- inu úr Crenshaw til að framkaUa í tónlist raunsæja mynd af ástand- inu á heimaslóðunum í South Central. Tafir urðu á því að hljóm- sveitin færi í hljóðver vegna anna Ice-T. í nóvember á síðasta ári gafst stund milli stríða hjá rapparanum og hljómsveitin þrammaöi í hljóð- ver þar sem frumburðurinn var getinn. Platan, sem nefnd er í hausinn á hljómsveitinni, er sannkölluð bomba: hraði, hávaði, reiði. Það eru orð sem lýsa stemningu plötunnar - misréttið í bandarísku samfélagi, staða eða öllu heldur stöðuleysi lit- aðra í Bandaríkjunum og átök þeirra við kerfið. Úr þessum þráð- um er efni Body Qount spunniö. Plata sem öðlast gildi í ljósi síðustu atburða Þegar Body Count ræðst á sinnu hlustandans með beitta texta að vopni öðlast hann skilning á þeirri ólgu sem brann innra með fólki og varð kveikjan að mestu kynþátta- átökum í Bandaríkjunum á þessari öld. Hatrið og fyrirlitningin skín í gegn. Lögreglan er samansafn alls þess versta sem þrífst í rotnu kerf- inu og Body Count gerir laganna vörðum sérstök og óvægin skil. Tveir textar plötunnar, KKK Bitch og Evil Dick, eru rætnir klámtextar en í öðrum, eins og í titillaginu, er tekið á málum á yfirvegaðri hátt. Þar dreymir sögumann heim, líkan þeim sem getur að hta í þáttunum um fyrirmyndarföðurinn, þar sem lögreglan hjálpar kisum úr tijám og það eina sem fólk þarf að óttast er elli kerling. En draumi lýkur og veruleiki South Central tekur við með sínum daglegu byssubardög- um þar sem börn blökkumanna eiga á hættu að vera skotin af minnsta tilefni. Þó að það séu fyrst og síðast fróð- legir ádeilutextar, sem gefa þessum frumburði Body Count þaö vægi sem hann hefur, má ekki gleyma því að platan hefur að geyma skemmtilega tónhst. Líkt og text- arnir er tónlistin árásargjörn. Hún minnir á stundum á höfðingja pönksins, Clash og Sex Pistols, en annars staðar er um bræðing rapps- og þungarokks að ræða. The Winner Loses sker sig frá öðrum lögum plötunnar en þar er um hálf- gerða hippabahöðu að ræöa og kemst hljómsveitin vel frá því lagi. Body Count er forvitnileg hljóm- sveit og þessi fyrsta plata hennar er athyghsverð fyrir þá sem vhja kynnast þeirri þungu undiröldu sem einkennir bandarískt þjóðfé- lag nú á tímum. Bihö milh ríkra og fátækra er að stækka, með þeim vandamálum sem slíku fylgja. Meðlimir Body Count eru alhr fæddir og uppaldir í fátækrahverf- inu South Central og þekkja því aðstæður og reiði lítilmagnans af eigin raun. Frá óeirðunum í Los Angeles. - svakaleg lífsreynsla segir Einar Öm Benediktsson Sykurmolarnir voru búnir að ferðast til margra stærstu borga Bandaríkjanna áður en leið þeirra lá th Los Angeles í lok aprh. Borg englanna varð svo mikið um komu hinnar íslensku rokksveitar að hún skók sig upp á ein 6,1 stig á Richter kvarðann. Sykurmolunum varð ekki um sel þegar plötumót nudd- uðust á hinu fræga San Andreas misgengi. En molamir áttu eftir að upplifa fleiri „ævintýri“ á meðan dvölinni í Los Angeles stóð. í heimsókn hjá Arsenio Hall þegar dómur féll Hljómsveitin var í sjónvarps- stúdíói í Hohy wood að undirbúa sig fyrir þátt Arsenio Hall, þegar frétt- ir bárust um sýknudóm yfir lög- reglumönnum fjórum sem börðu blökkumanninn Rodney King í klessu. „Skyndhega datt allt í dúnalogn í stúdíóinu og spenna var í loftinu," segir Einar Öm Bene- diktsson sykurmoh. Hann heldur áfram. „Fólk hafði safnast saman við sjónvarpsskjái og var verið að flytja ótíðindin úr réttarsalnum. Ég hehsaði upp á Arsenio Hall stjórnanda þáttarins. Slæmir tímar sagði ég og hann tók undir þungur á brún. Við ræddum saman nokkra stund um sýknudóminn og vorum sammála um að nú væri fjandinn laus. Við tókum síðan upp lagið Hitt fyrir þáttinn og gerðum það mjög vel. Lagið var ekki mæmað heldur spilað læf eins og á tónleikum. Þeg- ar við vorum búin að þessu og vor- um að yfirgefa sjónvarpsstöðina, vatt einn sviðsmaðurinn sér aö okkur og segir að byijað sé að draga hvítt fólk út úr bílum og það barið. Með þessa vitneskju sett- umst við upp í svarta hmmósínu og leist satt að segja ekkert á að leggja í bhtúr framhjá Paramount stúdíóunum og upp á hóteliö okk- ar. Sú ferð gekk þó áfallalaust." Hræðslunni drekkt Þegar hér var komið var klukkan orðin átta og molamir komnir í „ömggt“ skjól. Það var því tekinn þar voru átta slökkvhiðsbílar og lögregla var þama líka th að passa slökkviliösmennina. Við hliðina á brennandi dekkjaverkstæðinu var stórmarkaður og þaðan streymdi fólk út í halarófu með innkaupa- kerrur fullar af góssi. Á einum pall- bílnum hafði þremur stórum sjó- varpstækjum verið komið fyrir og fólkið ók á brott með bros á vör.“ Ógnað með byssum Það er vert að hafa í huga að þeg- ar hér var komið höfðu tugir manna veriö drepnir í átökum í Los Angeles og hundruðir höfðu slas- ast. Og margir áttu efti að falla í vahnn á næstu dögum. Hún var því síður en svo kræsheg lífsreynslan, sem Sykurmolarnir fjórir áttu í vændum. Einar Örn hefur oröið: „Þar sem við sátum föst í bílnum okkar og fylgdumst með geggjun- inni allt um kring, renndi hvítur Range Rover upp að hhð okkar. Af farkostinum að dæma voru þetta krakk-salar. Rúðan á jeppan- um var niöri og í aftursæti glitti á stóra byssu svipaðri þeim sem not- aðar eru til aö skjóta gæsir á ís- landi. Maðurinn í framsætinu byrj- aði að flagga, þ.e. að sýna hvað gengi hann tilheyrði. Jeppaliðinu var starsýnt á okkur þar sem við sátum fjögur hvít með Fender gítar í fanginu. Þeir fylgdust með okkur um hríð og manni varð ekki um sel. Við sluppum þó út á hraðbraut og eftir það fékk ekkert stöövað okkur. Rótaramir okkar lentu þó í öhu krappari dansi. Þeir fór sömu leið út á flugvöll og við en nokkru seinna. Rótararnir sem voru með bíl sinn fuhan af hljóðfærum voru stöðvaðir af gengi og skipað út úr bílnum af vopnuðum mönnum. Það varð þeim th happs að lögregla og slökkvilið sem höfðu barist við eld- inn á dekkjaverkstæðinu voru á heimleið. Þegar lögregla sá byssur á lofti skarst hún í leikinn. Þannig sluppu rótarar Sykurmolana fyrir horn. Ég efast um að hljómsveitin ætti nokkur hljóöfæri í dag og lík- lega ekki rótara heldur ef löggan heföi ekki átt leið þama hjá á hár- réttum tíma,“ sagði Einar Öm Benediktsson feginn að vera slopp- inn úr villta vestrinu. Sykurmolarnir. Umsjón: Snorri Már Skúlason tappi úr flösku á matsölustaö við hótehð og ferðarlokum fagnað. Því næst var horft á þátt Arsenio Hah á risaskjá á hótehnu. Fram aö þessu höföu hljómsveitarmeðlimir ekki guðað á glugga, þó stöðugt bæmst fréttir af óeirðum í South Central Los Angeles. Á miðnætti varð breyting þár á og þá sáu þau afleiðingar óeirðanna með eigin augum. „Við fórum upp á herbergi þaðan sem við sáum eld nokkuð nálægt. Fram að því höföum við bara heyrt um læti í South Central en þama varð okkur ljóst að brjálæöið var að breiðast út th Hollywood. Á meðan við vorum út á svölum kviknuðu eldar alltaf nær og nær hótehnu. Þegar svo var komið tók- um við á það eina ráð sem við þekktum, sem var að hvolfa í okkur vodka flösku og ég dó með bros á vör. Daginn eftir fóru Þór og Magga út á flugvöll á leið th íslands og þau sluppu við teljandi vandræöi. Þeg- ar við hin fómm af stað var hins vegar komið talsvert umferðaröng- þveiti og bhar orðnir stopp. Við keyrðum þarna götu og sáum víða vegsumerki eftir eldanna. Á einum stað logaði mikih eldur og okkur til hrelhngar nálguðumst við eld- inn alltaf meir og meir. Eldurinn reyndist vera í dekkjaverkstæði og hringiðu óeirða Sykurmolar í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.