Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1992, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1992. Myndbönd ★★ II SUBURBAN COMMANPO Œ Súperhetja SUBURBAN COMMANDO Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Burt Kennedy. Aðalhlutverk: Hulk Hogan, Christopher Lloyd og Dhelley Duvall. Bandarisk, 1991 -sýningartimi89mín. Bönnuð börnum innan 12 ára. Hulk Hogan er sjálfsagt frægasti fj ölbragðaglímukappi (wrestling) sem uppi hefur verið. í honum hafa kvikmyndaframleiðendur séð per- sónu sem gæti fetað í fótspor Am- olds Schwarzenegger en ef eitthvað er þá er Hogan enn verri leikari en Schwarzenegger. Það kemur samt ekki að sök í Suburban Commando þar sem Hogan leikur súperhetju í stjörnustríði sem þarf að hafa smá- viðkomu á jörðinni þegar geimfarið hans bilar. Þar leigir hann hjá fjöl- skyldu i úthverfi og er hann ekki lengi að komast upp á kant við nágrannana. Suburban Commando er létt og skemmtileg ævintýramynd þar sem húmorinn er í fyrirrúmi en það er eins gott því að söguþráður- inn er léttvægur. Myndin höfðar til unglingsstráka og þaö er sá aldurs- hópur sem hefur mest gaman ag myndinni. Ágætir karakterleikar- ar eru í aukahlutverkum og skila þeir flestir góðum leik. ★★ . Grái fiðringurinn I WANT HIM BACK Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Catlin Adams. Aðalhlutverk: Valerie Harper, Elliot Go- uld og Brenda Vaccaro. Bandarísk, 1990 - sýnfngartimi 91 mín. Leyfö öllum aldurshópum. I byrjun I Want Him Back kynn- umst við Martin Slade sem nýorð- inn er fimmtugur og finnst hann vera kominn á grafarbakkann. Þetta breytist þó fljótt þegar hann kynnist samstarfskonu dóttur sinnar, sem er hið fegursta fljóö en er heldur ekkert að leyna því aö hún er tilbúin í ástarsamband. Þeg- ar hún hefur náð þeim tilgangi þá heimtar hún að Slade fái skilnaö en þá snýst eiginkonan til vamar með góðri aðstoð vinkonu sinn- ar... Gamansemin er í fyrirrúmi og er sérstaklega gert góðlátlegt grín að tilraunum karla til að halda sér ungum en kvenfólkið fær einnig sinn skammt. Einastaka atriði halda myndinni frekar á floti held- ur en söguþráðurinn í heild. Elliot Gould er ekki jafn góður leikari og hann var í byrjun ferils síns, er orðinn stirður, en gerir samt hiut- verki sínu ágæt skil miðað við að texti hans er einna lakastur. ★★‘/2 Sápuóperugrín SOAPDISH Útgefandi: CiC-myndbönd. Leikstjóri: Michael Hotfman. Aðalhlutverk: Sally Field, Kevin Kline, Robert Downey jr. og Whoopi Goldberg. Bandarisk, 1991 - sýningartimi 95 min. Leyfð öllum aldurshópum. Sápuóperur eru fyrirferöarmest- ar í bandarísku sjónvarpi þar sem þær eru sýndar alla virka daga í öllum stærstu sjónvarpsstöðunum. Þessar ómerkilegu þáttaraðir liggja auðveldlega við gríni og er þekkt- asta dæmið hin vel heppnaða sjón- varpssería Löður, en í lokin fór þáttaröðin fyrir brjóstiö á púrítön- um í Bandaríkjunum sem stóðu fyrir miklum mótmælum og fengu í gegn að hætt var að framleiða þessa skemmtilegu þætti. Soapdish kemur í kjölfarið og er þar einnig gert stólpagrín að sápuó- perum, en myndin segir frá lífi nokkurra persóna sem koma ná- lægt gerð sápuóperunnar The Sun Also Sets. Þar er aðalstjaman Ce- lesta Talbert (Sally Field), en ferill hennar er heldur á niðurleið og er það henni lítt að skapi. Það má einnig segja um sápuóperuna í heild og vilja framleiðendumir fá nýtt blóð í þáttaröðina. Og bjarg- vætturinn á að vera persóna sem eitt sinn var drepinn úr þáttunum, Jeffrey Anderson (Kevin Kline) en hann var einu sinni giftur Celeste. Færist nú heldur betur fjör í leik- inn þegar hann er lífgaður við og þeir sem utan standa vita ekki hvað Cathy Moriarty, Sally Field og Whoopi Goldberg í hlutverkum sínum Soapdish. er raunveruleikinn og hvað er leik- ur. Kevin Kline sannaði það í A Fish CaUed Wanda að hann er sérlega góður farsaleikari og er hann ekki síðri hér. Á hann auðvelt með að vera senuþjófur í þeim atriðum sem hann kemur fram í. Sally Field á góða spretti en er ekki eins fynd- in og Kline. Þótt hamagangurinn sé yfirgengilegur í Soapdish og sumt grínið fari fyrir ofan garð og neðan er myndin hin besta DV-myndbandalistmn Suburban Commando er önnur tveggja nýrra mynda sem koma inn á llstann þessa vikuna. í myndtnni leikur gllmukapplnn Hulk Hogan striðshetju í geimstriði, en Hulk þarf aö hafa viðkomu á jörðinni. 1 (1) The Commitments 2 (2) Regarding Henry 3(4) Toy Soldier 4 (4) Soapdish 5 (3) Terminator II 6 (-) Suburban Command 7 (6) Backdraft 8 (15) To Catch a Killer 9 (9) Teen Agent 10(8) Fjörkálfar 11 (-) Doublecrossed 12 (11) Quigley down under 13 (12) The Hard Way 14 (7) Defending Your Life 15 (10) The Sheltering Sky ★★ Leyndar ástríður GRAND ISLE Útgefandi; Skífan. Leikstjóri: Mary Lambert. Aðalhlutverk: Kelly McGillls, Adrian Pasdar, Julian Sands, Glenne Headly og Ellen Burstyn. Bandarisk, 1991 -sýningartimi 97 min. Leyfð öllum aldurshópum. Kelly NcGillis er bæði framleið- andi og aðalleikari Grand Isle sem gerist um aldamótin og segir sögu af konu sem er bundin í viðjár van- ans en gerir uppreisn gegn tíðar- andanum. Edna Pontiellier er hin fullkomna eiginkona, falleg, móðir tveggja sona og lætur eiginmann sinn ráða ferðinni. Fjölskyldan er vel efnum búin og fer í sumarfrí til eyjarinnar Grand Isle þar sem hún eyöir sumrinu við áhyggjulaust letilíf. Edna kynnist ungum manni, Ro- bert, sem reynir að kenna henni að synda. Þau kynni verða afdrifa- rík, Edna verður ástfangin og um leið gerir hún sér grein fyrir að hún hefur sjálfstæðan vilja og langanir sem ekki samræmast reglum heim- ilislífs hennar. Sumarleyfinu lýkur og Edna snýr heim. Allt er breytt og Edna sættir sig ekki við líf sitt eins og það er og verður fegin að fá að vera ein, þegar maöur hennar, vinnu sinnar vegna, þarf að flytja um tíma til annarrar borgar. Hún nýtur frels- isins en að því kemur að hún þarf að gera það upp við sig hvert hún vill að líf sitt stefni. Grand Isle er virkilega.vönduð kvikmynd og er greinilegt að mik- ill hugur er í öllum þeim konum sem að myndinni standa en eins og áður sagöi er Kelly Mcgillis framleiðandi, handritshöfundur- inn og leikstjóri eru einnig konur. En öll þessi vandvirkni gerir at- burðarásina hæga og langdregna. Sagan sjálf er samt athyglisverð og myndin hefur fallegt yfirbragð auk þess sem Kelly McGillis nær góð- um tökum á hlutverki sínu. -HK skemmtun og einstaka lega fyndin. atriði ótrú- -HK Þjónarrökkursins SEVANTS OF TWILIGHT Útgefandi: Myndform. Aóalhlutverk: Beiinda Bauer. Bandarisk, 1991 -sýningartimi 93 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. Það fara ekki margir í spor Step- hens King í gerð góðra hryllings- bókmennta og hefur hann hingað til verið einráður á toppnum þegar um gerð slíkra bókmennta er að ræða. Sá sem einna helst hefur veitt honum einhverja samkeppni og er spáð að í framtíðinni eigi eft- ir að verða haröur keppinautur hans er Dean R. Koontz en vegur hans hefur farið vaxandi á síðustu misserum. Servants of Twilight er gerð eftir einni skáldsögu Koontz. Aðalpersónur myndarinnar eru móðir og sonur. Kvöld eitt ógnar kona þeim og segir að sonurinn sé antikristur og ef hann verði ekki drepinn muni styrkur hans aukast jafnt og þétt. Móðirin snýst að sjálf- sögðu í vöm enda er sonur hennar aðeins sex ára. Það kemur síðan í ljós að konan er leiðtogi ofstækis- trúarflokks og lætur hún þau boð út ganga að drengurinn sé rétt- drepanlegur. í örvæntingu leitar móðirin á náðir einkaleynilög- reglumanns sem veitir þeim vemd og reynir hvað hann getur til að fela þau en meðlimir trúarflokks- ins em ávallt skrefi á undan. Söguþráðurinn í The Servants of Twilight kemur kunnuglega fyrir sjónir og nægir þar að benda á Omen-myndirnar en fléttan í sögu- inni er samt snjöll og skilur áhorf- andann ávallt á varðbergi um það hveijir em góðu mennirnir og hverjir þeir vondu. Þvi miður ber myndin þess merki að vera gerð í fjárþröng en í heild er hún samt góð skemmtun öllum þeim sem hafa gaman af slíkum myndum. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.