Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1992, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1992. Mímir Reynisson sem átti hugmyndina að Louis-forritinu: Kynntist ástinni sinni í tölvuleik Indriði Björnsson tölvufr. við Louise-forritið Sólveig Indriðad. húsfr. Búrfelli Indriði Indriðason ættfr. og rith. Rvk Kristín Friðlaugsd. húsfr. Ytra-Fjalli HSigurlaug Jósefsd. | húsfr. Hafralæk |~ Unnur Steingrímsd. I lífefnafræðingur Rvkl Steingr. Benediktss. garðyrkjufr. Rvk I Steinunn Jóhannesd. húsfr. Stórási f Jóhannes Jósefss. sjóm. úr Bárðard. r Benedikt Kristjánss. b. Stórási Fljótsh. r Kristján Buch b. Fossseli Aðald. Jóhanna Eggertsd. húsfr. Rvk I Mímir Reynisson Eggert Guðnason sjóm. Akranesi Unnur Jónsdóttir húsfr. Akranesi Úrfrændgarði Mímis Reynissonar ReynirHugason verkfr. Rvk Lilja Zophoníasd. matráðsk. Kóp. Olína Jóhannsd. húsfr. Loðmundarf Zophonías Stefánssl frá Mýnesi Edgar Holger Cahill listráðunautur Bandaríkjaforseta Vígdís Bjarnad. og stofnandi húsfr. Hraunholti 1 Art í New York Guðlaug Bjarnad. | Hugi Hraunfjörð skáld, pípul.m. Jóhanna K Yngvad. myndlistakona Yngvi Hraunfjörð verkam. Rvk 1- Pétur Hraunfjörð leikari steinlistam. Hulda Hraunfjörð rith. og málari 1- Jr Pétur Hraunfjörð skipst. Stykkish- 3" Jón Jóhannesson b. Berserkjaeyri Sigurást Kristjánsd. húsfr. Stykkish. Steinar Sigurjónss. | rithöfundur Sigurjón Kristjánss skipst. Akranesi H Kristján Kristjánss. Bílduda! JóhannaJónasd. húsfr. Gunnarsst Kristján Athanasíuss b. Gunnarsst. h Aðalheiður Lárusd. húsfr. Rvk h Þórlaug M. Njarðvík húsfreyja Rvk Lárus Stefánsson b. Vaðli I___^tefár^thanasíussj^ r KGK Haukur L. Hauksson, DV, Amsterdam: „Við kynntumst fyrst í gegnum tölvu, í leik sem kallast MUD. Kynni okkar urðu síðan æ nánari og við áttum í miklum og tíðum samskipt- um yfir tölvunetið. Eftir að við höfð- um hist í fyrsta skipti vorum við hvorugt í nokkrum vafa. Ég fiutti utan og það má segja, eins og ég hef sagt ykkur áður, að ástin dró mig til Hollands," sagði Mímir Reynisson tölvusnillingur þegar DV hitti hann ásamt unnustu sinni, foreldrum og tengdafoður í Amsterdam í vikunni. Mímir hefur verið töluvert í frétt- um hér heima og erlendis síðastliðn- ar vikur. Hann átti hugmyndina að tölvuförritinu Louis sem talið er að geti valdið byltingu í tölvuheiminum og skilað eiganda þess, fyrirtækinu Softis, milljörðum króna. Forrit, sem eru í notkun, verða allt- af einfaldari og einfaldári en um leið verður æ flóknara að forrita viðmót- ið gagnvart notandanum. Með Louis einfaldast þessi forritun til muna. Mímir segir sjálfur svo frá að hann hafi verið að vinna að bókhaldsfor- ritinu MET sem hann og faðir hans, Reynir Hugason, höfðu búið til og stofnað fyrirtæki um, fyrirtækið Ari- es. Mímir vildi gera bókhaldsforritið hraðvirkara og þægilegra í notkun. Það hafi því verið af hægindaástæð- um sem hann datt niður á lausnina sem leiddi til tilurðar Louis; hann vildi að hægt væri að breyta notenda- umhverfinu, því sem tölvunotandinn sér, óháð forritinu sjálfu. Seldu sinn hlut í Softís Mímir vann í hálft annað ár að Louis-forritinu, sem varð til í nokkr- um þrepum, áður en það komst al- mennilega á koppinn. „í febrúar á síðasta ári sáum við fljótt hvert stefndi. í mai kynntum við hugmyndimar að Louis meðal annars fyrir Jóhanni Malmquist pró- fessor. Hann varð strax hrifinn af hugmyndinni og greip hana á lofti. Jóhann skrifaði okkur feðgunum fljótlega bréf þar sem hann lýsti áhuga á að stofna fyrirtæki um hug- myndina. Þá varð Softís til,“ segir Mímir. Reynir segir að þégar frá leið hafi komið upp ágreiningur milh Reynis og Mímis annars vegar og annarra hluthafa í Softís hins vegar um stefnu og markmið vegna Louis. „Það endaði með því að heppilegast þótti að hver færi sína leið. Svo þeir keyptu okkur út úr Softís fyrir dá- góða fjárupphæð. Það er um ár síðan þaö gerðist,“ segir Reynir. Þeir feðgar vilja ekki tjá sig frekar um kaupverð þeirra hluta í Softís en segjast vera mjög sáttir við hvernig þeir fóru út úr viðskiptunum fjár- hagslega. Þeir tjá sig lítið um gróða- vonina en segja Softís-menn vera með mjög góða vöru sem eigi eftir að gefa vel í aöra hönd. Til Hollands Mímir flutti til Amsterdam í Hol- landi fyrir um þremur mánuðum. Þar býr hann ásamt hollenskri unn- ustu sinni, Jolöndu Tromp, í lltilli íbúð skammt frá miðborg Amster- dam. Blaðamaður DV hitti Mími og Jolöndu, foreldra Mímis, Reyni Hugason og Unni Steingrímsdóttur, og foður Jolöndu, Jan Tromp, á mið- vikudag. Mímir stefndi blaöamanni að húsi tengdafoðurins sem er í Bussum, smábæ rétt utan við Amsterdam. Fyrsti alvöru sumardagurinn í Hol- landi í ár, með 23 gráða hita og glampandi sól, var að kvöldi kominn. Fólkið var samankomið í bakgarði hússins þar sem matast var í skini kvöldsólarinnar. Lærði að lesa í hvelli Mímir Reynisson varð tvítugur fyr- ir réttri viku. Hann hefur verið í náinni snertingu við tölvur meira og minna síðastliðin 14 ár. Hann komst fyrst í tæri við tölvur þegar Reynir rak Tölvuskólann í Borgartúni. Mímir kynntist þannig fljótt öllu er tengdist tölvum. Unnur, móðir hans, segir kosti tölvunnar strax hafa sýnt sig: „Hann lærði að lesa í hvelli. Hann neyddist eiginlega til þess svo hann gæti ,notað tölvumar. Hann hafði verið latur að læra að lesa en varð umsvifalaust læs eftir að hann kynntist tölvunum,“ segir Unnur. Reynir var töluvert í tölvuleikjum þegar hann var yngri en var aldrei almennilega sáttur við töluleiki eftir annarra forritun. „Mig langaði alltaf að forrita, breyta leikjunum. Ég var aldrei góð- ur leikjamaður og leikjafiktið endaði því afitaf með því að ég breytti leikj- unum. Ég hafði ekki þohnmæði til að eiga við leikina eins og þeir komu fyrir. Mér þótti alltaf áhugaverðara að reyna að gera eitthvað sjálfur. Hins vegar byijaði ég ekki að skrifa neitt fyrir alvöru, forrita, fyrr en ég fékk einkatölvu. Þá var ég 12 ára gamall.“ Skólinn á hakanum Mímir er greinilega á heimavelli þegar hann er spurður hvað hann hafi verið að sýsla með tölvurnar á þeim tíma sem liðinn er síðan hann fékk sína fyrstu tölvu. Skal ekki far- ið út í þau fræði við þetta tækifæri en hlutirnir gerðust hratt. 14 ára fór hann í Tölvuskóla Stjórnunarfélags- ins og fyrr en varöi var hann kominn á fulla ferð í forritun. HásetiáÚu - Hafðirðu einhvern tíma fyrir skólanámið með þennan gífurlega áhuga á tölvum? „Skóhnn átti það til að sitja á hak- anum, sérstaklega þegar ég varð eldri. Það fór svo á endanum að ég varð að taka hlé frá námi við Menntaskólann í Hamrahlíð þegar Softís var stofnað.“ - Hefurðu ekki nein áhugamál sem ekki tengjast tölvum? „Það fer nú ekki mikið fyrir þeim. Ég var aðeins í skátunum í gamla daga og svo hef ég þótt liðtækur sem háseti á skútu,“ segir Mímir, hlær við og minnist sjóferða sinna með foreldrum sínum á skútunni Úu, en þau lentu meðal 'annars í hrakning- um undan ströndum Skotlands fyrir nokkrum árum. Mímir segist hlusta töluvert á klassíska tónhst meðan hann vinnur en fyrir komi að rokk fái að hljóma, það fer eftir skapinu hverju sinni. Mímir hefur tvisvar farið í óperuna í Amsterdam eftir að hann flutti og vildi hafa farið oftar. Ástin kviknar í tölvunni Þó að Mímir hafi selt sinn hlut í Softís hefur hann nóg að gera. Hann er með aðstöðu heima og með hjálp mótalds og háskólatölvunnar í há- skólanum í Amsterdam kemst hann í samband við háskólatölvuna hér heima og um heim ahan. . LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1992. En háskólatölvan í Amsterdam er ekki að koma við sögu í lífi Mímis í fyrsta skipti. Jolanda, unnusta hans, vinnur sem aðstoðarkerfisstjóri við tölvu sálfræðideildar háskólans. Hún hefur imnið með tölvur meira og minna síðasthðin 15 ár. Það var einmitt tölvuáhugi Mímis og Jolöndu, og vinna þeirra við tölvm-, sem leiddi þau saman. Það fer ekki fram hjá neinum sem hittir þau að Amor hefur hitt þau bæði í hjarta- stað, beint af tölvuskjánum. „Við tókum bæði þátt í vinsælum tölvuleik sem er á háskólanetinu, leik sem kahast MUD eða leðja. í þessum leik kynnist maður ahs kyns fólki um ahan heim. Leikurinn geng- ur í stuttu máh út á að svara spum- ingum og leysa þrautir. Þetta er eins konar textaævintýri eins og „Dunge- ons & Dragons". Það eru margir inni í spilinu í einu en mestur hluti tímans fer reyndar í að tala saman og skiptast á upplýsingum,“ segir Mímir - Skaut Jolanda aht í einu upp koll- inum á skjánum? ' „Það má eiginlega segja það,“ segir Mímir. Náinkynni Jolanda virðist vita um hvað við Mímir erum að tala og skýtur inn í: „Ég vildi læra að forrita og þessi leikur var mjög auðveld leið tíl þess. Sá sem vinnur leikinn getur nefni- lega bætt við hann. Annars komumst við í nánari kynni hvort við annað þegar við fórum að skiptast á upplýs- ingum og senda forrit og fleira á mihi. Ég var að vinna að póstforriti og fannst spennandi að gera tilraunir með sendingar th íslands. Þá fórum við fyrst að tala saman fyrir alvöru. Fyrst spurði ég Mími hvemig tekist hefði með sendinguna og svo fram- vegis en síðar skiptumst við á ýmsum hugmyndum mn tölvur og fleira. Þetta var mjög skemmtilegt og þró- aðist þannig að við fómm að spyrja hvort annað um uppáhaldsbækur, tónhst og ýmislegt fleira. Ég bjó tíl hsta yfir uppáhaldsbækurnar mínar og hann sínar og svo framvegis," seg- ir Jolanda. Samband Mímis og Jolöndu virðist hafa kveikt einhvem neista og fyrr en varði gerði útþráin vart við sig. Mímir ákvað að fara th Hohands og hitta Jolöndu. Það var í október í fyrra. Þau fóm saman th Frakklands og upp frá því hefur varla verið nein spuming um samband þeirra. Jolanda segir að tölvusamskiptin einfaldi oft samskipti milh fólks og hjálpi því að kynnast betur en ef það hittist „í raunveruleikanum“. „Þá era ekki aðrir þættir að trufla, þætt- ir eins og útht, málrómur, hegðun eða annaö. Maður sér einungis texta á skjá. Engu að síður fannst mér ég þekkja Mími mjög vel þegar ég hitti hann fyrst. Það getur verið vegna þess að samband okkar gmndvahað- ist frá upphafi á áhuga okkar á per- sónuleika hvors annars, ekki bara sameiginlegum áhuga á tölvum. Það skiptir meginmáh, ekki síst þegar við erum hvort frá sínu landinu. Tölvan var bara tengihður.“ Spennandi aö hittast - En hvemig var að hitta mann sem þú hafðir aldrei séð en þekktir samt svona vel? Var hann öðmvisi en þú hafðir átt von á? „Nei. Það var náttúrlega alveg óskaplega spennandi að hitta Mími í fyrsta skipti en hann kom mér ekki á óvart, ég þekkti hann orðið það vel,“ segir Jolanda. Mímir fór aftur heim til íslands en ástin togaði í hann. Fyrir þremur mánuðum ákvað hann að flytjast til Hohands. Þar hefur hann búið síðan og hefur ekki hug á að fara þaðan. „Það skiptir í sjálfu sér engu máh hvar á hnettinum maður stundar vinnu sína, svo framarlga sem raf- magnsinnstimga og sími er til stað- ar,“ segir Mímir. Systir ekki í tölvum Mímir er sonur Reynis Hugasonar verkfræðings og Unnar Steingríms- dóttur, líffræðings og skrifstofu- stjóra hjá Rannsóknastofnun sjávar- útvegsins. Mímir fæddist í Svíþjóð en eftir að fjölskyldan flutti heim bjó hún í Mosfehsbæ í sjö ár. Þá fiuttu Mímir Reynisson ásamt unnustu sinni, Jolöndu Tromp. Þau kynntust fyrst í gegnum tölvuleik sem þau tóku bæði þátt í. Fljótiega tókust með þeim náin kynni, án þess þó að þau sæju hvort annað. Það var ekki fyrr en í október i fyrra sem þau hittust fyrir alvöru og þá var ekki að sökum að spyrja, ástin kviknaði með látum. DV-myndir hlh þau til Reykjavíkur, þar sem þau Joianda Tronip, bjuggu í 3-4 ár, og síðan í Kópavoginn JanTromp: Fer sínar þar sem þau bjuggu þar til fyrir skömmu, er þau fluttu aftur upp í Stórkostleg eigin leiðir Mosfellsbæ. Mímir gekk í Æfinga- skóla Kennaraháskólans og síðan í Menntaskólann við Hamrahlíð. kynni „Mér finnst Mtmir vera mjög Mímir á eina yngri systur, Gígju, „Mér finnst það alveg stórkost- gremaur og Jviar en pao eitt sKyr- ir ekki hvemig hann hefur náð þessum árangri í tölvuvinnu. Mér finnst meira máli skipta að sem er 18 ára. Hún kemur ekkert nálægt tölvum - er á listabraut í fjöl- brautaskóla. legt að tvær manneskjur skuh geta kynnst jafhnáið og Mímir og Jolanda, án þess nokkum tíma að hittast. Ég er alltaf að velta Mímir er ekki tækifærissinnað- ur, hann fer sínar eigin leiöir. Hann er nægilega hugrakkur til þess og nýtir þar með vel mikla Jolanda ólstupp meðtölvum þessu fýrir mér og finnst þetta allud' eins stórkostlegt. Ég hef unnið við fjarskipti hjá Philips í möre ár ol> liekki afskanlei'a vpI sköpunargáfu sína. Gagnstætt Jolanda er tíu árum eldri en Mím- inn á tölvur svo ég ætti að vera svo mörgum öðrum hefur hann ir. Hún fékk snemma sína fyrstu ýmsu vanur en þama hefur nú- ekki misst hæfileikann til að tölvu en faðir hennar, Jan, hefur tíminn hreinlega brunað fram úr spytja „af hverju?“ þó svörin verið tölvuráðgjafi og yfirmaður í mér,“ segir Jan Tromp, faðir Jo- virðist í fyrstu augljós. Af hverju er himinninn blár? Þaö er að sjálfsögðu meira sem kemur til mörg ár hjá stórfyrirtækinu Phihps þar sem hann sérhæfði sig í fjarskipt- um. Hann er kominn á eftirlaun, löndu, unnustu Mímis. Hann segist hafa gefið Jolöndu módem við tölvuna þegar hún en í grundvallaratriöum finnst mér þessir þættir vera afgerandi rúmlega sextugur, en vinnur að sjálf- stæðum verkefnum heima. Móðir var ung og það hafi verið gaman að sjá hve fljótt hún komst á skrið varðandi velgengm Mímis,“ segir Jolöndu var ekki heima þegar blaða- í tölvumálum. Hins vegar hafi Jolanda Tromp, hoRensk unn- maður kom í heimsókn. hann næstum því misst af lest- usta Mímis. Reynir, faöir hans, bætir við að Jolanda nam sálarfræði við háskól- ann í Amsterdam og vegna þekking- inni síöustu áiln enda þróunin iiröð. Hms vegar væri afskaplega andrúmsloftið, sem Mímir elst ar sinnar á tölvmn fékk hún vinnu skemmtilegt aö sjá hvemig tvær upp í, hafi mótaö hann töluvert. „Maður var alltaf í þessu við háskólatölvuna. greindar manneskjur gætu tengst „frumkvöðlaströgli“ og það skap- aðist fljótt umhverfi sem kallaði Betraaðhafapróf tölvutækninnar. -hlh á nýjungasköpun. Við höfimt Mímir hefur engin svör á reiðum hvorugur vaiið að fara hefð- bundnar leiðir og það reynir auð- höndum varðandi framtíðaráform. Haim er að hugleiða hvort hann eigi vitað á mann,“ segir Reynir að klára stúdentspróf hér heima eða Hugason. -hlh sækja um inngöngu í hollenskan háskóla. Hann á eftir að kynna sér þá möguleika betur. Mímir játar því að eins og staðan sé í dag þurfi hann ekki að veifa nein- um prófum þegar hann sækir um vinnu, orðstír hans hafi farið vax- andi eftir að Louis varð að veruleika og því sé hann vel staddur með tilhti til atvinnuumsókna. „Það er hins vegar betra að hafa eitthvert próf upp á vasann seinna meir, þegar ég er orðinn eldri og kannski ekki eins gjaldgengur í tölvuheiminum og nú. Ég er nokkuð viss um að það borgar sig að klára stúdentsprófið heima. Þá gæti ég hugsað mér að taka það utanskóla, eða öhu heldur utanlands. Einn kunningi minn hefur fengið leyfi til þess og ef það gengur er það bara hið besta mál.“ Reynir heldur áfram að vinna við fyrirtæki þeirra feðga, Aries, hér heima en þeir feðgar halda samvinn- unni sinni þó áfram. „Við höfum allt- af unnið saman og gerðum það líka effir söluna á hlut okkar í Softís.“ Nýttstórverkefni En Mímir fór einnig að vinna að öðmm verkefnum og er enn að. Þar á meðal hefur hann unnið fyrir ís- landsbanka og svo segist hann vera með ýmis önnur forrit í vinnslu, meðal annars eitt leyniverkefni sem valdið getur straumhvörfum eins og forritið Louis, þó ekki á sambærileg- an hátt. Þegar Mímir er spurður nán- ar út í þá vinnu er hann sem lokuð bók en kímir. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.