Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1992, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 16. MAl 1992. 5 Fréttir Mikið um aíþantanir útlendinga á hótelplássi: Deyfð yf ir ferðamarkaðnum - bæði utanlands- og íslandsferðum „Það er óróinn á vúinumarkaðnum hér heima sem hefur haft áhrif á fyr- irhugaðir ferðir útlendinga hingað,“ segir Ámi Stefánsson, hótelstjóri á Hótel Höfn í Hornafirði. Mikið hefur verið um afpantanir útlendinga á hótelherbergjum hjá honum að und- anfornu fyrir júnímánuð. „Flug- leiðaverkfóllin á vorin hafa til dæmis alltaf haft gífurlegar afleiðingar,“ útskýrir Árni. „Þetta er ekkert hrun en útiitið var óvenjulega bjart í mars og apríl.“ Auður Birgisdóttir hjá Ferðaskrif- stofu íslands, sem sér um bókanir á Edduhótelin, segir ívið meira laust ) afhótelherbergjumogsætumíferðir fynr sumarið en venjulega. Óróinn á vinnumarkaðinum virð- ist einnig hafa haft áhrif á sölu ferða til útlanda. „Það hefur verið rólegt að undanförnu en ennþá er ekki hægt að merkja samdrátt," segir Hörður Gunnarsson forstjóri Ur- vals-Útsýnar. „Það er kannski eðh- legt vegna ástandsins á vinnumark- aði að fólk haldi að sér höndum." Hörður segir mesta eftirspurn vera eftir ferðum til Portúgals. „Portúg- alsferðimar eru á svipuðu verði og Spánarferðir en verðlagið í Portúgal er 40 prósent lægra en á Spáni. Það er greinilega það sem fólk horfir í.“ Helgi Danielsson, deildarstjóri hjá Samvinnuferðum-Landsýn, segir bókanir hafa verið hægari í lok mars og apríl en oft áður. „Eg tel það hafa verið út af óvissu á vinnumarkaði. Eftir að samkomulag náðist hafa bókanir tekið verulegan kipp.“ íslaug Aðalsteinsdóttir, forstjóri Ferðaskrifstofu Reykjavíkur, segir lægð hafa verið í bókunum eftir sölu páskaferða en síðustu daga h'afi bók- anir þó aukist. Hópar Austurríkismanna hafa af- pantað ferðir til Islands í maí og júní. Signý Guðmundsdóttir hjá Ferða- skrifstofu Guðmundar Jónassonar, sem hópamir höfðu leitað til, telur að kalt veður í Mið-Evrópu í vor sé orsökin fyrir afbókunum. „Mars og apríl eru aðalbókunarmánuðirnir til íslands og þá var mjög kalt í Mið- Evrópu. Þess vegna vill fólk koma hingað seinna á sumrinu. Það er yfír- bókað hér í júlí.“ -IBS ULTRA GLOSS úijrpA \\ Sterkasta j gloss | handbónið BÍÍAI á íslandi. BOHf 8 ára reynsla' ESSO stöðvarnar Olíufélagið hf. Það er þetta með ' bilið milli bíla... • ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR • ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR • ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR • ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR • Tóníistarskólinn á Akureyri: GuðmundurÓli verður ráðinn skólastjóri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Fimm umsækjendur voru um stöðu skólastjóra við Tónlistarskól- ann á Akureyri og hefur skólanefnd- in mælt með að Guðmundur Óli Gunnarsson verði ráðinn skólastjóri. Guðmundur Óh er 31 árs, stundaði nám í Reykjavík, Kópavogi, Hohandi og Finnlandi og hefur víöa komiö við sögu hljómsveitar- og kórstjórnar. Fjórir aðrir umsækjendur voru um stöðuna, Páh Gröndal, sem starfar í Bandaríkjunum, Alma Ehsabet Hansen, Reykjavík, Gunnsteinn Ól- afsson, sem starfar í Þýskalandi, og Michael Jón Clark, sem starfar við Tónhstarskólann á Akureyri og hef- ur gegnt stöðu skólastjóra að undan- fómu. Magnús áfrýjar „Eftir að hafa skoðað dómsniður- stöðuna nánar hef ég tekið þá ákvörðun að áfrýja dómnum til hæstaréttar. Hann er með ólíkindum tvísaga, bæði sýknar mig og dæmir fyrir sömu atriði. Hann er ein hringavitleysa,. Það er eins og dóm- arinn hafi reynt að fara bil beggja án þess að taka of mikla áhættu," segir Magnús Guðmundsson kvik- myndagerðarmaður. Magnús var í vikunni dæmdur fyr- ir meiðyrði í garð Greenpeace hjá borgardómaraembættinu í Osló. Samkvæmt dómnum var Magnúsi gert að greiða samtökunum um 300 þúsundkrónurímiskabætur. -kaa LANDBÚNAÐUR TILBOÐSPAKKI A. tíCglJi v&uÍá. Handlaug með blöndunartækjum Sturtubotn « * s \ 80*80 cm l Salerni ^ m. setu Allt þetta á aðeins krónur íárma^ 28.990,- VIÐ OSKUM OLLUM ISLENDINGUM TIL HAMINGJU MEÐ NÝTT SAMEININGARTÁKN ÍSLENSKS LANDBÚNAÐAR Verðlaunamerkið, úr ný afstaðinni samkeppni um merki landbúnaðarins, sýnir hendur hlúa að stráum og mynda um leið hjarta um pau. Stráin tákna grósku landsins og bera íslensku fánalitina. Skilaboð merkisins eru umhyggja fyrir landinu og gæðum þess, ásamt því að standa beri vörð um það sem íslenskt er. Höfundur merkisins er Björn H. jónsson teiknari í FIT. © Óheimilt er að nota merkið, nema meö leyfi Markaðsnefndar landbúnaðarins. MARKAÐSNEFND LANDBUNAÐARINS Skeifunni 8, Reykjavík ‘S'682466 ISLENSKUR LANDBÚNAÐUR • ISLENSKUR LANDBÚNAÐUR • ISLENSKUR LANDBÚNAÐUR ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.