Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1992, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1992, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUK 16. MAÍ 1992. 13 Stóra stundin að renna upp. Attatiu þúsund áhorfendur búnir að koma sér fyrir og nokkrar mínútur í sjálfan úrslitaleikinn. DV-myndir Björgvin Hjörleifsson Bikarúrslita- leikur á Wembley Wembley-leikvangurinn í Lundún- um var þéttskipaður áttatíu þúsund- um áhorfendum á laugardaginn var þegar Liverpool og Sunderland gengu til leiks í úrslitaleik ensku bik- arkeppninnar. Eftir margra mánaða baráttu voru félögin mætt til að taka þátt í hápunkti knattspyrnuvertíðar- innar og berjast um sigurlaunin í keppninni. Þrautaganga leikmanna og stuðningsmanna var senn á enda og nú átti að útkljá hvar bikarinn frægi yrði geymdur næsta árið. Til að fylgjast með baráttunni, en þó sérstaklega stemningu þúsunda knattspymuáhugamanna, brá DV fyrir sig betri fætinum og fór á völl- inn. Bjórinnflæddi úr krönunum Þrátt fyrir rigninguna, sem hrelldi Lundúnabúa þennan umrædda laug- ardag, voru stuðningsmenn Liver- pool og Sunderland léttlæddir á leið sinni á völlinn. Þeir skynsamari voru með regnhlífina á lofti en aðrir not- uðu næstu bjórkrá til að skýla sér og undraðist blaðamaöur töluvert að þessir með regnhiífarnar þyrftu líka að komast í húsaskjól! Hafi einhver ætlað að eiga náðuga stund á krá þann daginn er næsta víst að sú fyrirætlan fór forgörðum. Knattspyrnuáhugamenn eru ekki þeir hijóðlátustu í heimi og allra síst þegar úrslitaleikurinn í ensku bikar- keppninni stendur fyrir dyram. Bjórinn bókstaflega flæddi úr krön- unum og því fleiri drykkir sem inn- byrtir voru því hærri varð söngur- inn. Sennilega fengju fæstir stuðnings- manna Liverpool og Sunderland inn- göngu í Pólýfónkórinn enda varla ætlunin. Söngur þeirra var þó af inn- lifun og til þess gerður að skapa stemningu og koma þeim í rétt skap. Það sem vakti þó mesta athygli við uppákomuna var að stuðningsmenn beggja liða tóku saman lagið og engin andúð virtist ríkja á milh þeirra. Allir voru vinir og þeir buðu hver öðrum óspart í glas. Söngurinn og bjórdrykkjan er þó aðeins hiuti hefðarinnar. Á degi sem þessum skiptir klæönaðurinn öllu máli. Knattspymuáhugamennimir draga þá fram úr pússi sínu flíkur sem merktar er viðkomandi félagi og fyrir ókunnugan hefði mátt ætla að útsala á rauðum og hvítum fatn- aði hefði staðið yfir í London 9. maí. Verri en pylsumar á Laugardalsvellinum Eftir drykkjuna og sönginn á leið- inni á völlinn tóku sölubúllurnar á Wembley við mannskapnum Og buðu upp á pylsur sem eru verri en þessar sem seldar eru á Laugardalsvellin- um. Þeir eru þó ekkert voðalega niargir sem fá matareitrun því Eng- lendingar eru vitlausir í „fish and chips" og láta fyrmefnda skyndbit- ann mestmegnis eiga sig. Þrátt fyrir mannhafið á bikarúr- slitaleiknum gekk alit vel fyrir sig og undirrituðum er sérlega hugleikið að umferðin til og frá vellinum, þar Enginn fjandskapur var sjáanlegur á milli stuðningsmannanna. Það var þvi engin hætta á ferðum þegar þessi Sunderland-aðdáandi heilsaði Gunnlaugi J. Gunnlaugssyni. Afram Sunderland! Þeir voru hressir strákarnir frá Sunderland sem komu til að fylgjast með leiknum en sennilega hefur verið lágt á þeim risið á heimleiðinni því þeirra menn töpuðu fyrir Liverpool. sem samankomnir vora áttatíu þús- und manns, gekk mun betur fyrir sig en þegar blaðamaður brá sér á Laug- ardalsvöllinn í fyrra ásamt þrjú eða fjögur þúsund samlöndum sínum. -GRS Lögregluþjónar á hestum sáu um að allt færi vel fram. INSECT-O-CUTOR FLUGNABANAR fyrir komandi flugnasumar Hreinleg og örugg leið til að losna við flugur. Fást í mismunandi stærðum fyrir heimili, fyrirtæki, verksmiðjur, verslanir, sumarbústaði og önnur hý- býli. Nánari upplýsingar fást hjá Ólsander hf. Grettisgötu 6, sími 626460. OLSANDER HF., GRETTISGÖTU 6, SIMI 626460 Láttu gædin ráda valinu JVC-pakkinn sem veitir þér ánægju fram á næstu öld HR-S4700 HR-S4700 Super VHS myndbandstæki. Eiginleikar sem bera af: * 16: 9 skjáhlutfall fyrir breiðtjaldsupp- tökur í framtíðinni. * S-VHS hágæðaupptaka og afspilun: "Best Buy" f Wbat Video og hæsta einkunn fyrir myndgæði. ** Hi-Fi stereo hljömgæði. * Nicam stereo/stafræn hljóðmóttaka. * PLL örtölvustýrður breiðbandsmóttakari með meiri bandbreidd en þekkst hefur. * Fjarsfyring með kristallskjá og snúð (j°&)* AV-281'1 E\ AV-28F1EN Black-line sjónvarpstæki. Eiginleikar sem bera af: 70-cm Black line myndlampi með 2000 stafa sýnigetu. * 630 lína lárétt myndupplausn. * 3 gerðir myndbætirása: ný JVC breiðbandsrás, CTI litaskerpurás og VNR suðdeyfirás. * 16: 9 skjáhlutfall fyrir breiðtjaldsútsendingar í framtíðinni. * PLL örtölvustýrður móttakari með 100 stöðva minni. * Nicam stereo aflesari með sérstökum stereo útgöngum. * Fastext textavarp með íslensku stöfunum. * Super VHS inntak og tveir SCART tenglar. ASP umhverfishljóðgerfill með áhrifshljóðum. * Valmyndakerfí í lit og samræðuformi á skjá. * Fjarstýring fyrir sjónvarp og myndband. * Vönduð rúskinnsáferð. HR-S4700 Kr. 99.900,- stg. AV-28F1EN Kr. 129.900,- stg. JVC Pakkaverd Kr. 199.900,- stg. FACD Tækniverslun Luugovegi 89 S. 61 30 08 BUND HÆflA ■« mm mIumferðar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.